Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HERDÍS S. JÓNSDÓTTIR, Árskógum 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 31. janúar kl. 13.30. Sigurður Guðleifsson, Guðleifur Sigurðsson, Ingibjörg B. Frímannsdóttir, G. Kolbrún Sigurðardóttir, Sigríður E. Sigurðardóttir, Þórarinn Sigvaldason, Gróa Sigurðardóttir, Sólrún Alda Sigurðardóttir, Gunnar Júlíusson, barnabörn og barnabarnabörn. + Sendum okkar innilegasta þakklæti til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, BRYNHILDAR JÓHANNESDÓTTUR, Lindasmára 45, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild A7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og til hjúkrunarþjónustu Karitas fyrir góða umönnun og hlýhug í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Magnús Blöndal Bjarnason, Nikulás Magnússon, Hrönn Sveinbjörnsdóttir, Kristín Biöndal Magnúsdóttir, Birgir Skaptason, Jóhann Ingi Magnússon, Helga Stefánsdóttir, Valgeir Blöndal Magnússon, Lilja Valdimarsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTBJARGAR V. JENSEN, Hæðargarði 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á lungnadeild Vífilsstaðaspítala fyrir mjög góða umönnun. Ólafur Jensen, Edvard Ólafsson, Pálína Oswald, Ólafur Valur Ólafsson, Alma Möller, Halldór Ólafsson, Katrín Sæmundsdóttir, Sveinn V. Ólafsson, Sigríður ísafold Hákansson og barnabörn. + Hjartans þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, MAGNÚSAR FRIÐRIKSSONAR, Fálkagötu 4, Reykjavík. Inga Skarphéðinsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Daníel Viðarsson, Friðrik Magnússon, Margrét Guðmundsdóttir, Leifur Magnússon, Stella Norðfjörð, Sólveig Magnúsdóttir, Anna B. Viðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, GUÐLAUGS BJARNASONAR, áður til heimilis í Drápuhlíð 19. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-lll á Hrafnistu i Reykjavík. Bjarni Garðar Guðlaugsson, Anna Kristín Bjarnadóttír, Óli Steinþór Guðiaugsson, Stefanía Bjarnadóttir, Lárus Daníel Stefánsson, Margrét Bjarnadóttir, Sigurður Ólafur Sigurðsson og langafabörn. + Þorsteinn Guð- jónsson fæddist í Reykjavík 4.10. 1928. Hann lést á V ífilsstaðaspítala 21.1. síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Málfríður Einarsdóttir, skáld- kona og rithöfundur frá Þingnesi í Bæjar- sveit, og Guðjón Eir- íksson, póstmaður, ættaður úr Biskups- tungum. Var Þor- steinn eina barn þeirra hjóna. Hann ólst að nokkru leyti upp hjá frænd- fólki sínu í Þingnesi en gekk í skóla í Reykjavík. Stúdentsprófi lauk hann frá MR 1949 og stundaði _síð- ar háskólanám í Reykjavík og Ósló en lauk ekki lokaprófum. Nám og störf gat hann aðeins stundað stop- ult fyrri hluta ævinnar sökum berklaveiki, sem hann sýktist af á barnsaldri. Um 20 ára skeið starfaði hann sem skrifstofumaður hjá heildversluninni Járni og gleri, en sinnti einkum ritstörf- um hin síðari æviár. Þorsteinn var meðal stofnenda Félags Ný- alssinna árið 1950 og starfaði samfleytt að málefnum þess um hálfrar aldar skeið. Hann tók þátt í undir- búningi að stofnun Ásatrúarfélags- insl972-1973 og var meðstofnandi að félaginu Norrænt mannkyn 1982. Rit Þorsteins eru: Líf er á öðrum stjörnum. Kenning- ar dr. Helga Pjeturss í ljósi nýrra staðreynda, 1973; Astrobiology. The Science of the Universe, 1976; Dreams are the Key to the Cosmos, 1982; Þingvellir og goðaveldið, 1985; og fjölmargar greinar í tím- aritum, blöðum og safnritum (á ýmsum málum). Hann þýddi rit K.O. Schmidts, Guðirnir á Síríusi, 1978, og var ritsljóri tímaritsins Is- lensk stefna, 1951-1962; tímari- tsins Interstellar Communication (á ensku), 1966-1973; Málþings ís- lendinga I. bindi, 1979 og tímarits- ins Iluginn og Muninn (á ensku), 1986-2000. Hafði umsjón með end- urútgáfu á Nýalsritum dr. Helga Pjeturss, 1955 og aftur 1991. Þorsteinn kvæntist þann 27.10. 1959 Steingerði Þorsteinsdóttur frá Úlfsstöðum í Hálsasveit, f. 7.6. 1928. Foreldrar hennar voru hjón- in Þorsteinn Jónsson, bóndi og rit- höfundur, og Áslaug Steinsdóttir húsmóðir. Þorsteinn og Steingerð- ur eignuðust þrjá syni: 1) Gautur, f. 24.3. 1958, verkfræðingur, kvæntur Mörtu Þorvaldsdóttur hjúkrunarfræðingi; þeirra böm eru Þorvaldur, Gerður og Ivar. 2) Þorsteinn, f. 1.4. 1960, jarðeðlis- fræðingur, ókvæntur og barnlaus. 3) Eiríkur Hamall, f. 16.9. 1964, eðlisfræðingur, d. 8.4.1996. Útför Þorsteins verður gerð frá Langholtskirkju á morgun, mánu- daginn 31. janúar, og hefst athöfn- in klukkan 16. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON Enþúsem undan ævistraumi flýtur sofandi að feigðarósi, lastaðu ei iaxinn semleitarmóti straumi sterklega og stiklar fossa! (BjamiThorarensen.) Baráttumaður er í valinn fallinn, eftir að hafa háð sína síðustu hildi á þessari jörð. Heilablæðing og önnur veikindi í kjölfar hennar urðu föður mínum að aldurtila, en um nokkurt skeið hafði verið ljóst hvert stefndi og var fjölskylda hans því viðbúin kallinu er það kom. Banaleguna lá hann á Vífilsstaðaspítala, þar sem hann hafði dvalið langdvölum sem berklasjúklingur á yngri árum. Fyrstu ferðina til Vífilsstaða fór hann fyrir sjötíu árum, þá á öðru ári og var Málfríður móðir hans þá einn- ig meðal sjúklinga. Alls urðu dvalirn- ar á berklahælum hérlendis og í Danmörku 15 talsins fram að 28 ára aldri, en sigur hafði hann loks í þess- ari baráttu og náði fullum bata, þótt öryrki væri hann alla ævi síðan. Þorsteinn bjó í æsku við mikið ást- ríki foreldra sinna. Guðjón faðir hans var lengi húsvörður á Pósthúsinu í Reykjavík og sýndi hann veikri konu sinni og syni mikla umhyggju á hin- um erfiðu kreppuárum. Málfríður var af ætt borgfirskra skálda og fræðimanna og fékkst sjálf talsvert við ritstörf. Var málvöndun talin jafn sjálfsögð á því heimili og að draga andann og var þarna lagður íyrsti grunnur að íslenskukunnáttu Þor- steins, sem hann bætti síðan jafnt og þétt við alla ævi. Fram til 10 ára aldurs dvaldi Þor- steinn einnig langdvölum hjá frænd- fólki sínu í Þingnesi í Bæjarsveit. Afasystir hans, Anna Hjálmsdóttir, tók hann þar í fóstur og kenndi hon- um að lesa fom rit og kynntist hann þá í fyrsta sinni goðasögum Snorra HERDÍS S. JÓNSDÓTTIR T Herdís S. Jóns- dóttir, fæddist 13. desember 1918 að Sunnuhvoli í Grinda- vík. Hún lést 23. jan- úar siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Engilbertsson, f. 8. janúar 1875 í Gísla- koti undir Eyjafjöll- um, d. 13. apríl 1961, og Gróa Eiríksdóttir, f. 3. desember í Gerði á Vatnsleysuströnd, d. 12. apríl 1956. Þau bjuggu að Sunnu- hvoli í Grindavík. Þar ólst Hcrdís upp ásamt systkinum sínum. Þau eru Hafliði, f. 28.10. 1904, d. 3.4. 1983. Engilbert, f. 25.6. 1906, d. 25.10. 1981. Aðal- heiður, f. 5.1. 1911, d. 7.10. 1991. Eh'n, f. 4.12. 1912. Sigurður, f. 11.12.1916, d. 13.1.1997. Hinn 10. júlí 1947 giftist Herdís eftirlifandi eiginmanni sínum Sig- urði Guðleifssyni, f. 16. mars 1917, frá Oddgeirshólahöfða (Langs- stöðum) í Hraungerðishreppi. Foreldrar hans voru Guðleifur Hannesson, f. 15.9.1869 á Sléttum í Hraunahverfi, d. 13.11. 1947 og Sigríðar Eiríksdóttur, f. 25.12. 1984 á Sólheimum, d. 14.12. 1955. Börn Herdísar og Sigurðar eru: 1) Guðleifur, f. 2. 1947, maki Ingi- björg B. Frímannsdóttir, f. 18.12. 1950, börn þeirra Sigurður Orn, f. 24.8.1969, barn hans Hringur Ásgeir, f. 28.7. 1994. Frímann Þór, f. 1.7.1972, Eir- íkur Már, f. 23. júlí 1980. 2) G. Kolbrún, f. 28. 1949, maki Skapti Gíslason, f. 4. maí 1949, d. 10.10. 1997. Börn þeirra Erla María, f. 25.8. 1973, barn hennar Kolbrún Karen, f. 17.12. 1993. Sólrún Linda, f. 12.9. 1976, sambýlismaður Bjarni Guðbjar- tsson, f. 19.12. 1974. 3) Sigríður Erla, f. 21.1. 1951, maki Þórarinn I. Sigvaldason, f. 26.2. 1959, börn þeirra Bjarki Már, f. 19.4. 1984, Pálmi Már, f. 26.3. 1986, Andri Már, f. 13.12.1989.4) Gróa, f. 27.2. 1955, maki fsak Sigurðsson, f. II. 6. 1953, d. 13.9. 1996, börn þeirra Brynjar, 17.5. 1980, Elvar, f. 14.11.1983, Agnar, f. 4.12.1989. 5) Sólrún Alda, f. 22.5. 1956, maki Gunnar Júli'usson, f. 30.9. 1958, börn þeirra Jón Ómar, f. 15.9. 1982, Elísabet, f. 12.12. 1984, Gunnar, f. 8.7.1989. Útfór Herdísar fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, mánu- daginn 31. janúar, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ástkær tengdamóðir mín er látin eftir langa en hetjulega barátt við ill- vígan sjúkdóm. Áf mörgu er að taka þegar Utið er yfir rúm þrjátíu ár og margt kemur upp í hugann. Mér h'ður seint úr minni er ég hitti hana fyrst fyrir rúmum 30 árum. Með glettni í augum og ögn af forvitni heilsaði hún ungri stúlku, sem gisti hjá einkasyninum, með því að færa okkur kaffi í rúmið. Þá sem æ síðar tók hún mér opnum örmum. Frá íyrsta degi fann ég að ég skipaði sér- stakan sess í hjarta hennar sem eina tengdadóttirin. Til er sú bágbilja að fátt sé erfiðara en skipa það sæti; aldrei sé hægt að gera móður eigin- mannsins til hæfis. Þannig var Herdís ekki, oftar en ekki tók hún málstað minn og gætti þess ætíð að ég lyndi vel hversu mikils hún mat mig. Þessi mikli mannvinur reyndi alltaf að finna eitthvað jákvætt í fari hvers og eins og skoða málin frá öllum hliðum. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkium og fremur mæla þeim bót sem á var hallað. Herdís var alla tíð mikil hannyrðakona og mér var því hollt að komast í læri hjá slíkri konu enda stend ég í ævarandi þakkar- skuld við hana fyrir allt það sem hún kenndi mér. Herdís naut þess að ferðast og fór ófáar ferðimar til systur sinnar í Kaupmannahöfn. Og hún varð aldrei of gömul til þess að takast á við nýja hluti og ný ævintýri. Ógleymanleg er ferð með þeim hjónum til Lundúna vorið 1998. Herdís tók strax miklu ástfóstri við borgina og var fróðleiks- fús og full áhuga á að kynnast þessari borg; áhugasöm um öll helstu kenni- leiti vildi hún öllu kynnast og allt skoða og hafði á hraðbergi þegar heim var komið. I þessari ferð vildi hún einnig skyggnast í leyndardóma stórmarkaðanna sem oft eru nefndir í tengslum við heimsborgina. Þar sem heilsu hennar var farið að hraka sam- þykkti hún að láta planta sér í hjólast- ól svo við kæmumst hraðar yfir, enda gekk vel að versla og Herdís upp- dressuð frá toppi til táar þegar heim var komið. En Herdís fékk sinn skammt af erfiðleikum í lífinu og mætti þeim með æðruleysi og styrk hinnar skyn- sömu konu. Þótt hún bognaði stund- um þá bugaðist hún aldrei. Einna harðast gaf á bátinn sumarið 1980, og þá fékk ég að taka þátt í glímu hennar við erfiðan sjúkdóm; leiða hana og styðja og íylgjast með þeim krafti, elju og baráttuþreki sem einkenndi Herdísi í þeirri baráttu. Deila með henni þeirri vissu að birti upp um síð- ir. Ekki þá, fremur en síðar, gafst hún upp og svo fór að hún hafði vinning- inn. Sama styrk sýndi Herdís einnig þegar ungar dætur hennar misstu maka sína með rúmu árs millibili. Þetta áfall markaði djúp spor og eng- inn er samur eftir. Þegar Herdís svo greindist með krabbamein tók hún því með sama æðruleysinu og fannst ekkert óeðlilegt þótt að hugsanlega væri komið að henni í röðinni. Þegar bamabörnin bættust í hóp- inn gladdi hana fátt meira en að fá að hitta þau. Þeim var hún afar hlý og ástrík amma og fylgdist vel með sorg- um þeirra, gleði og sigrum. Því var ánægjulegt að Herdísi skyldi auðnast að koma heim á jóladag og dvelja í faðmi allrar fjölskyldunnar, um- kringd bömum, tengdabömum, barnabömum og langömmubömum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.