Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 51 BRIDS IJmNjðn (iiiðmundur Páll Arnarson ÞRJÚ grönd er hinn sjálf- sagði samningur í NS, en það er alls ekki jafn sjálf- gefið að fá niu slagi. Það tókst þó á báðum borðum í töfluleik dönsku og kanadísku kvennanna í und- ankeppni HM: Norður gefur; NS á hættu. Norður * DG54 ¥ 10865 ♦ ÁK7 *42 Vestur Austur * 96 V KG973 * 104 * KDG10 A 10872 ¥ 42 ♦ DG83 * 653 Suður * ÁK3 ¥ ÁD * 9652 * Á987 Vestur Norður Austau- Suður K.S.MÖ. Saltm. Drögm. Cimon Pass Pass 1 grand 2 hjörtu 3 hjörtu* Pass 3 grönd Pass Pass Pass „Hvað varð um gömlu sekt- ardoblin?" var spurt í móts- blaðinu. Hér hefði það vissulega gefið 800 að dobla vestur í tveimur hjörtum, en keppnisspilarar nútímans hafa þó flestir kosið að fórna stöku ávinningi aí þessum toga fyrir þá mörgu kosti sem það hefur að nota dobl í stöðu norðurs til út- tekar. En þótt vestur slyppi við refsidoblið, var innákoman upplýsandi og auðveldaði sagnhafa vinnuna í þremur gröndum. Möller spilaði út laufkóng, svo drottningu og loks gosa, þegar Cimon dúkkaði tvisvar. Cimon var fljót að átta sig á kjarna málsins. Hún tók ÁK í tígh og spaða og sendi vestur síðan inn á lauftíu. Möller átti ekkert nema hjarta eftir og varð að sjpiia upp í gaffalinn. A hinu borðinu vakti suður á tígli og vestur kom inn á einu hjarta. Síðan lá leið NS í þrjú grönd og danski sagn- hafinn endurtók spila- mennskuna í opna salnum spil fyrir spil! Þetta er snoturlega spilað, en kannski ekki flókið eftir innákomuna og laufsókn vesturs. En ein spurning er áleitin: Hvað varð um „gömlu“ sköpunargáfuna? Af hverju dettur engum vesturspilara í hug að koma út með laufdrottninguna? Nú, eða gosann? Gera eitt- hvað til að villa um fyi-ir sagnhafa. Segjum að vestur spili laufinu í röðinni DG10. Þá mun sagnhafi væntan- lega staðsetja kónginn í austur og hugsanlega reyna að fría sér slag á tígul. En þá kemst austur inn jtil að spila hjarta í gegnum ÁD og samningurinn fer einn nið- ur. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfs- íma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj (ffimbl.is. Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavfk Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, mánudag- inn 31. janúar, verður átt- ræð Steinunn Júlíusdótt- ir, Hlaðhömrum, Mos- fellsbæ. Eiginmaður hennar, Runólfur Jónsson, lést 1991, en þau bjuggu í Gerði, Mosfellsbæ. Ætt- ingjum og öðrum vinum Steinunnar er boðið í kaf- fiteiti í dag, sunnudaginn 30. janúar, milli kl. 15-18 í safnaðarheimili Lágafells- sóknar, Þverholti 3, Mos- fellsbæ. SKÁK Ijmsjóii Helgi Ánx Grétarsson Svartur á leik. Eftir misheppnaða byrj- un er Leif Johannessen, sem stýrir hvítu mönnunum, í stökustu vandræðum með kóngsstöðu sína og slæma samvinnu mannanna. Svart- ur, Mikhail Rytchagov, fann skemmtilega leið til að ljúka skákinni: 23. - a6! 24. Da5 Einnig leiðir til taps: 24. Dxb6 - Hxe2+ 25. Kb3 - Hxb2+ 26. Kxb2 - Dd2+ 27. Ka3 - Hxc3+ 28. Db3 - Hxb3+ 29. ab - Dxd5 24. - Hxe2+ 25. Kb3 - Hxb2+! Hvítur gafst upp. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 9.916 krónum til styrktar Rauða krossi fslands. Þær heita: Hjördís Sveinbjörnsdóttir, Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir, Kristel Finnbogadóttir og Björg Finnbogadóttir. COSPER tj LJOÐABROT AMMA KVAÐ Ekki gráta, unginn minn, amma kveður við drenginn sinn. Gullinhærðan glókoll þinn geymdu í faðmi mínum, elsku litli ljúfurinn, líkur afa sínum. Afi þinn á Barði bjó, bændaprýði, ríkur nóg. Við mér ungri heimur hló; ég hrasaði fyrr en varði. Ætli ég muni ekki þó árið mitt á Barði? Elsku litli ljúfur minn, leiki við þig heimurinn. Ástin gefi þér ylinn sinn, þótt einhver fyrir það líði. Vertu eins og afi þinn allra bænda prýði. Örn Arnarson. STJÖRIVUSPA cflir Frances Drake * VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú hefurgaman afannarra verkum, en ættirað leyfa eigin sköpunarhæfíleikum að njóta sín meir. Hrútur (21. mars -19. apríl) Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þess vegna skaltu jafn- an gæta þess,hvernig þú set- ur hlutina fram, því töluð orð verða ekki tekin aftur. Naut (20. apríl - 20. maí) P* 5Þú þarft að venja þig á að ræða við fjölskylduna um þau vandamál, sem koma upp og hafa á hreinu, hvað hver á að gera til þess að leysa málin. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) “AA Það er ekki nóg að setja fram eigin skoðanir, heldur verður þú líka að hlusta á það, sem aðrir hafa fram að færa, og taka tillit til þess. Krabbi ^ (21. júní-22. júlí) Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Vendu þig af því að hneykslast stöðugt á annarra gjörðum og vandaðu frekar sjálfan þig til orðs og æðis. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Það fer bókstaflega allt 1 taugarnar á þér í dag svo það reynir verulega á þolinmæði þeirra, sem í kringum þig eru. Reyndu að vera örlítið jákvæðari. Meyja ** (23. ágúst - 22. sept.) (fiSL Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Gakktu þó ekki fram af þér, það er allt í lagi að verkið taki tvo daga. (23. sept. - 22. október)2£^ Þú átt bágt með að þola verk- lag annarra. En það eru fleiri en ein leið að markinu svo leyfðu þeim að hafa sinn hátt á meðan það skemmir ekki fyrir. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Ef þú ert ekki ánægður með verk annarra skaltu bara vinna þau sjálfur. Þá kemstu að því, að það er oft betra um að tala en í að komast. Bogmaður # ^ (22. nóv. - 21. des.) ClO Þú þarft fyrst að koma á jafnvægi í sjálfum þér áður en þú ferð að fást við aðra hluti. Innri togstreita getur skemmt fyrir þér á öðrum sviðum. Steingeit (22. des. -19. janúar) Það er mikil kúnst að stjórna öðru fólki. Bezti stjórnandinn er sá, sem aldrei þarf að beita valdi, heldur laðar það bezta fram í öðrum án þess. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Ef þér finnst þú þurfa að setja fleiri inn í málið áður en þú ferð af stað með það, skaltu velja þá vandlega, sem þú vilt treysta fyrir því. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur? Láttu sjálfum þér líða vel; það gildir að vera jákvæður, líka þegar erfiðleikar steðja að. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaíegra staðreynda. Opið frá kl. 12 til 18 smáskór í bláu húsi v/Fákafen a/Ettingjar, vinir og Jyrrum samstarfsfólk Mínar hjartanlegustu þakkir til ykkar allra, sem glöddu mig með hlýjum kveðjum, gjöfum og samverustund í tilejhi af 90 dra afmœli mínu 9. janúar sl. Guð blessi ykkur öll. Þórhallur Björnsson. Sparidagar á Hótel Örk Sparidagar á Hótel Örk. Holl hreyfing og útivera, skemmtun, glens og gaman alla daga. Ókeypis aukanótt Sparidagarnir lengjast um einn dag ykkur að kostnaðarlausu og hefjast nú með kynningarfundi og kvöldverði á sunnu- dagskvöld svo að dagskráin geti byrjað af fullum krafti strax á mánudagsmorgun. Innifalið: Sparidagar verða: 27. feb. 5„ 12.og 19. mars og 2. apríl. Verð kr. 15.900 fyrir manninn í 5 daga í tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500 á nótt. Atthagafélög í Reykjavik athugið! Nú er vinsælt að hitta gamla vini og kunningja á sparidögum á Hótel Örk. Kynnið ykkur hvenar sveitungar ykkar verða á sparidögum og bókið sömu daga. Gisting, morgunverður af hlaðborði, þríréttaður kvöld- verður og eldfjörugt félagslíf alla daga og kvöld. Gleðistund á Miðgerðisbar öll kvöld. LYKIL HÓTEL HVERAGERÐI, sími 483 4700. Fax 483 4775 f Mánudagsspjall í hverfinu Á morgun í Valhöl! Háaleitsbraut Alþingismenn og borgarfuiltrúar Sjálfstæðisflokksins verða með viðtalstíma í hverfum borgarinnar næstu mánudaga. Ámorgunverða Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður og Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi í Valhöll, Háaleitsbraut 1. kl. 17.15-19.15. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast. IMæsti mánudagsspjallfundur: Mánudagur 7. febrúar kl. 17.15 - 19.15, í Gravavogi, Hverafol 1-3, (Félagsheimili sjálfstæðismanna) Vöröur - Fulltrúaráð sjélfstœðisféloganna í Reykjavík www.xd.is sími 515-1700 V sjAlfst&ðisflokkukinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.