Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Það var létt yf ir Atla Eðvaldssyni við komuna til Noregs á leið sinni með landsliðshóp sinn á Norðurlandamótið á Spáni. Markmiðið að fævast upp um styrkleikafiokk Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, verður í fyrsta sinn við stjórnvölinn hjá landsliðinu þegar það mætir Norðmönn- um á Norðurlandamóti landsliða í knattspyrnu á La Manga á Spáni á morgun. I viðtali við Skúla Unnar Sveinsson segist hann hlakka til þeirra verkefna sem framundan eru hjá landsliðinu og viðurkennir að hann sé alltaf með smáfíðring í maganum fyrir leiki og segir raunar að þegar það hætti sé tími til kominn að fara að gera eitthvað annað. Atli tekur við góðu búi úr höndum Guðjóns Þórðarsonar, fyrrver- andi landsliðsþjálfara, sem náði góð- um árangri með liðið á síðustu leik- tíð. Atli segir að hugmyndir sínar séu ekki svo fjarlægar hugmyndum Guð- jóns, en þó er ljóst að það verður ein breyting á leikskipulagi því Atli ætl- ar að láta landsliðið leika með fjóra menn í vörn, fjóra á miðjunni og tvo frammi en Guðjón var með fímm í vöm, þrjá á miðjunni og tvo frammi. Þýðir þetta að það eigi að fara að sækja meira en áður? „Nei, það þarf ekki að þýða það. Ég hef látið þau lið sem ég hef þjálf- að leika þessa leikaðferð og ætla að gera það með A-landsliðið. Ég lék lengstum í liðum þar sem leikið var með fjögurra manna vörn, einstaka sinnum voru þrír í vöminni þó, og þessi aðferð hentar mér sem þjálf- ara. Ég held að þetta leikkerfí, sé það rétt leikið, bjóði upp á sterkari miðju og skemmtilegri leik. Menn verða þó alltaf að hafa þá grundvall- arreglu í heiðri að um leið og við missum boltan verðum við að komast sem fyrst aftur fyrir boltann þannig að við séum tilbúnir að verjast og þó leikkerfið heiti 4-4-2 þá verða alltaf sex enn tilbúnir að verjast," segir Atli. Máli sínu til stuðnings um ágæti þessa leikkerfis nefnir hann árangur KR-inga síðustu tvö árin. „Við feng- um á okkur níu mörk í deildinni fyrra árið og 13 það síðara og skoruðum mikið af mörkum. Ég tel að með því að leika þetta kerfí séum við að styrkja miðjuna og leik liðsins í heild og þetta er kerfi sem ég tel mig kunna og þarf síðan að koma því yfír til leikmannanna.“ Nú ert þú að fara að stjóma landsliðinu ífyrsta sinn, hvaða vænt- ingar hefurþú tiiþessa móts? „Það er fyrst og fremst mikilvægt fyrir mig að fá hópinn saman og ræða þau leikkerfi sem ég ætla að nota og fá menn til að skilja þau. Ég tel það mjög mikilvægt að menn skilji tilganginn með leikkerfunum, ekki bara að þeir viti að þeir eigi að spila svona en ekki hinsegin, þeir verða að vita hvers vegna þeir eiga að gera hlutina svona. Ég ætla að ræða það munstur sem ég vil fá í leik liðsins og fá strákana til að sam- þykkja það og nota leikina til að sýna þeim fram á kosti þessa leikkerfis. Einnig legg ég mikið upp úr því að við förum yfir leiki okkar og lærum af mistökunum sem við gerum, því ég veit þau verða fjölmörg. Vonandi verður þróunin þannig að við gerum flest mistök í fyrstu leikjunum og fækkum þeim síðan í þeim næstu og verðum tilbúnir þegar við mætum Dönum í Kauprnannahöfn." Nú eru væntanlega nokkrir leik- menn sem ekki eru hérsem þú hefðir kosið aðhafa íhópnum þínum, erþað ekki slæmt fyrirþigþar sem ætlunin er að koma með nýjar hugmyndir? „Það hefði verið betra að hafa alla sem maður hefði kosið, en það er auðveldara að búa til kerfí og fá síðan menn inn í það en að búa til kerfi ut- an um mennina. Auk þess eru þessir strákar orðnir svo leikreyndir að þeir eiga auðvelt með að aðlaga sig breyttum aðstæðum.“ Hvað um þau markmið sem þú hefur sett þér með liðið á næstu ár- um? „Þrátt fyrir mjög góðan árangur á síðasta ári er eitt markmið sem ekki hefur enn náðst en alltaf hefur verið stefnt að, það er að færast upp um styrkleikaflokk. Að því er stefnt á næstu árum.“ Langaði að verða landsliðsþjálfari Atli lék sinn fyrsta landsleik gegn Færeyingum árið 1976 undir stjórn Tonys Knaps og þar sigruðu íslend- ingar. Síðasta landsleikinn lék hann undir stjóm Bos Johanssons gegn Tyrkjum og þar vannst einnig sigur. „Ég byrjaði vel og endaði vel!“ segir Atli brosandi og gefur ekkert meira út á hvernig gengi liðsins var í hinum 68 leikjunum. Hann hefur leikið undir stjórn margra þjálfara og segist hann hafa nýtt sér það, tekið sitt lítið frá hveij- um og einum og reynt að nýta sér til góðs, en gekk hann með landsliðs- þjálfarann í maganum? „Nei, ekki get ég nú sagt það. Jú, annars ég gæti best trúað að ég hefði gert það síðari árin mín sem lands- liðsmaður. Auðvitað hugsaði maður ekkert um þetta sem leikmaður, sér- staklega ekki í byrjun því þá hugsaði maður ekki langt fram í tímann. Ég skal hins vegar játa að á seinni hluta ferilsins fór maður eflaust aðeins að íhuga þetta. Maður hafði farið í gegnum allt, verið með mismunandi þjálfara og hafði reynt að velja það besta úr hjá þeim. A seinni árunum sem leikmaður langaði mann stund- um til að koma með sínar hugmydir en það er auðvitað þjálfarinn sem ræður þannig að ég lét það vera. Ég var ákveðinn í að fara út í þjálfun og tók þjálfaraprófin í Þýskalandi og til að koma sínum hugmyndum í fram- kvæmd verður maður að vera þjálf- ari. Ég vonaðist tii að ég fengi ein- hvem tírria tækifæri til að verða landsliðsþjálfari, en ekki svona snemma.“ Atli segist alltaf vera með fiðring í maganum fyrir leiki, sama hvort hann sé að spila sjálfur, þjálfa og þá skiptir ekki máli hvort um félagslið eða landslið er að ræða. „Þetta er ákveðin spenna - ekki hræðsla eða neitt því um líkt. Ég held að þegar maður hættir að fá fiðring íyrir leiki geti maður alveg eins farið að gera eitthvað annað.“ Atli skoraði glæsilegt mark gegn Norðmönnum í einum af sínum síð- ustu landsleikjum, hann taldi að hann hefði skorað eitt gegn Frökk- um, „nei, síðasta landsliðsmark mitt var ekki gegn Norðmönnum, eða hvað. Nei, við lékum við Frakka þar á eftir og ég skoraði, tók hann með hælnum! Ég man greinilega eftir- markinu gegn Norðmönnum og það er dálítil saga í kringum það. Daginn fyrir leik þegar við vorum að koma á æfingu voru Norðmenn að æfa skot og Eric Torstved var í markinu. Við sáum eitt skot sem var niðri í hornið hægra megin við hann. Ég benti strákunum á að þarna ættum við að skjóta á hann því hann gæti greini- lega ekkert þama niðri. Svo kom hom, ferlega lélegt og ég man að'ég bölvaði í hljóði. Einhver skallaði ft’á og boltinn kom út fyrir teig til mín og ég lét vaða, boltinn lenti í jörðinni og skoppaði í „lélega“ homið hans Torstveds." Atli segist vera með góðan árang- ur úr viðureignum við Norðmenn. „Ég hef bara tapað einu sinni fyi’ii' Norðmönnum, það var í leik með 21 árs landsliðinu og þetta var eini leik- urinn sem ég lék með því landsliði. Ég hef unnið þá þrisvar með A- landsliðinu og einu sinni sem þjálfari 21 árs liðsins,“ segir Atli Eðvaldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.