Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN LAGALEG ÁLITAMÁL UM GAGNAGRUNN Inngangur í tilefni af útgáfu rekstrarleyfis fyrir gagnagrunn á heil- brigðissviði hefur hóp- ur lækna haft sig nokk- uð í frammi í fjölmiðlum. Þessir læknar eru á móti gagnagrunninum. Fyr- ir því hafa þeir tilgreint margar ástæður, laga- legar sem aðrar, frá því mál þetta fór fyrst af stað. Nú síðast þá ástæðu að afhending upplýsinga til flutnings í gagnagrunninn „brýt- ur allar hefðir og örugglega einhver lög“ sbr. orð Tómasar Zöega, geð- læknis, á Stöð 2 sl. miðvikudag. Astæða er til að rifja upp í stuttu máli þau lagalegu álitaefni sem helst hafa verið til umfjöllunar í tengslum við þetta mál. Megininntak laganr. 139/1998. Gerð og starfræksla gagnagrunns á heilbrigðissviði er reist á sérsökum lögum, sbr. lög nr.139/1998. Lögin heimila gerð og starfrækslu gagna- grunns á heilbrigðissviði með ópers- ónugreinanlegum heilsufarsupplýs- ingum. Þar er heilbrigðisstofnunum og sjálfstætt starfandi heilbrigðis- starfsmönnum heimilað (ekki skylt) að flytja upplýsingar úr sjúkraskýrsl- um í miðlægan gagnagrunn í sam- ræmi við samning við rekstrarleyfis- hafa. I lögunum, reglugerð sem sett hefur verið með stoð í þeim og rekstr- arleyfinu er gert ráð fyrir ítarlegum öryggisráðstöfunum til að tryggja ör- yggi upplýsinga við undirbúning til flutnings og að þær verði ópersónu- greinanlegar í grunninum. Ennfrem- ur er þar kveðið á um eftirlit með gerð og starfrækslu gagnagrunnsins af hálfu sérstakrar starfrækslun- efndar, tölvunefndar og þverfaglegr- ar siðanefndar. Auk þess mælir rekstrarleyfið fyrir um hlutverk landlæknis varðandi eftirlit. Þetta öryggis- og eftirlits- kerfi er svo mikið og ít- arlegt að engu verður við jafnað þegar um upplýsingar í sjúkra- skrám er að ræða, hvorki hér á landi né annars staðar. Helstu lögfræðilegu álitaefni Lögfræðileg álitaefni tengd gagngrunninum eru einkum ferns kon- ar. I fyrsta lagi er því haldið fram að lögin, einkum þau ákvæði þeirra er heimila afhendingu upplýsinga úr sjúkra- skrám, séu andstæð öðrum íslensk- um lögum, í öðru lagi að þau séu and- stæð íslensku stjómaskránni, í þriðja lagi að þau samræmist ekki alþjóð- legum mannréttindaskuldbindin- gum, einkum þeim er fjalla um vís- indarannsóknir í læknisfræði og notkun persónuupplýsinga í því skyni og í fjórða lagi að þau séu andstæð EES-samningnum. Verður nú vikið að þessum atriðum a) Fram hefur komið sú gagnrýni að gagnagrunnslögin séu ósamiým- anleg öðmm hliðsettum íslenskum lögum. Einkum hafa verið nefnd lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 og læknalög nr. 53/1988. Þessi hugmynd er í vissum skilningi byggð á þeim misskilningi að sé ósamræmi milli þessara lagabálka eigi lög um réttindi sjúklinga annars vegar og læknalög hins vegar að ganga framar gagna- gmnnslögunum. Einfaldast er að svara þessu þannig að réttara sé að gera ráð fyrir að gagnagrunnslögin gangi þeim framar bæði sem yngri lög og sem sérlög gagnvart þeim. A þessar reglur um tengsl eldri laga og yngri mun aftur á móti ekki reyna þar sem lagabálkar þessir em sam- rýmanlegir. Skiptir meginmáli í þvi sambandi að gagnagrunnurinn kem- Ástæða er til að rifja upp í stuttu máli þau lagalegu álitaefni, segír Davíð Þór Björgvinsson, sem helst hafa verið til um- fjöllunar í tengslum við gagnagrunninn. ur ekki til með að innihalda persónu- greinanlegar upplýsingar um ein- staka sjúklinga. Jafnframt er nauðsynlegt að hafa í huga að úr- vinnsla úr sjúkraskrám tiltekins ein- staklings fer einungis fram á heil- brigðisstofnunum eða hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum sem eiga samskipti við viðkomandi sjúkling af fólki sem heíúr starfsrétt- indi á sviði heilbrigðisþjónustu sam- kvæmt ströngum verklagsreglum og undir eftirliti tölvunefndar í sam- ræmi við samninga sem stofnanir eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs- menn hafa sjálfir gert. Sjúkraskrár verða því aldrei afhentar til skoðunar út fyrir viðkomandi stofnun eða stofu viðkomandi heUbrigðisstarfsmanns við undirbúning þeirra til flutnings í gagnagrunninn. b) Að því er varðar samrýmanleik laganna við íslensku stjómskrána kemur helst til skoðunar ákvæði 71. gr. um friðhelgi einkalífs. Því er hald- ið íram að notkun upplýsinga í sjúkraskrám samræmist ekki þessu ákvæði. Ekki er unnt í stuttri blaða- grein að rekja þau margháttuðu sjón- armið sem koma til skoðunar í þessu sambandi. I stuttu máli má svara þessu með tvennum hættti. I fyrsta lagi leiða hefðbundnar að- ferðir við túlkun íslensku stjómar- skrárinnar til þess að ósennilegt verður að telja að meðferð upplýs- inga í því skyni sem gagnagrunnslög- in gera ráð fyrir verði talin andstæð Davíð Þór Björgvinsson stjórnarskránni. Ræður þar mestu að ætla verður löggjafanum svigrúm til mats á þeim ávinningi sem unnt er að hafa af slíkum gagnagrunni, fyrir vís- indarannsóknir í læknisfræði og þýð- ingu hans fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Ennfremur skiptir máli í þessu sambandi hið mikla öryggis- og eftir- litskerfi sem lögin gera ráð fyrir til að tryggja öryggi upplýsinganna í grunninum. Þegar við bætist að ein- stakir sjúklingar geta óskað eftir því að upplýsingar um þá fari ekki í gmnninn tel ég í reynd engar líkur á að dómstólar komist að þeirri niður- stöðu að gagnagrunnslögin, eða ein- stök ákvæði þeirra, fari gegn íslensku stjórnarskránni. Til viðbótar skal bent á að mikilvægar vísbendingar um túlkun 71. gr. stjórnarskrárinnar og hagsmunamat af því tagi sem fyrr er nefnt er að finna í dómi Hæstarétt- ar íslands (1989:28) þar sem fjallað var um vemd friðhelgi einkalífs og aðgang starfsmanna og trúnaðar- læknis Ríkisendurskoðunar að sjúkraskýrslum. í dóminum fór fram almennt hagsmunamat á milli frið- helgi einkalífs og viðkomandi laga- ákvæðis sem heimilaði takmörkun á þeim. Niðurstaða málsins varð sú að telja aðgang RQdsendurskoðunar að sjúkraskýrslum heimilan. í öðru lagi má gera ráð fyrir að við túlkun tilvitnaðs ákvæðis í stjómar- skránni taki dómstólar hér á landi mið af túlkun þeirra þjóðréttarskuld- bindinga sem hér koma til skoðunar. Leiðir það til sömu niðurstöðu og fram kemur í c-lið. c) A síðustu ámm hafa verið gerðar fjölmargar alþjóðlegar samþykktir á sviði upplýsingatækni og líflækning- ar, einkum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins. Fyrir gangagmnninn skipta mestu máli Mannréttindasáttmáli Evrópu, Samningur Evrópuráðsins um vemd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga frá 1981 og tilmæli sem varða túlkun á þeim, sbr. einkum tilmæli R (97) 5. Enn- fremur er rétt að geta tilskipunar 95/ 46/EB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýs- inga, en hún er ennfremur hluti af EES-samningnum. í stuttu máli má segja að þjóðréttargerðir þessar leggi hömlur á meðferð og notkun persónuupplýsinga, m.a. í vísinda- rannsóknum. Aftur á móti setja þær ekki sérstakar skorður við notkun ópersónugreinanlegra upplýsinga, enda getur meðferð þeirra og notkun ekki skipt neinu máli fyrir viðkom- andi standist sú forsenda að þær séu ópersónugreinanlegar. Af þessu leið- ir að meginálitaefnið í tengslum við gagnagrunninn er það hvort sú grundvallarforsenda laganna stenst, að upplýsingar í granninum séu ópersónugreinanlegar. Rækileg at- hugun á þessum þjóðréttargerðum og samspili þeirra leiðii’ í ljós að þær era byggðar á sömu skilgreiningu á hugtakinu persónuupplýsingar. Byggt er á því viðmiði að upplýsingar séu ópersónugreinanlegar ef ekki er unnt að persónugreina einstakling með þeim aðferðum sem eðlilegt og sanngjamt er að gera ráð fyrir að beitt verði til að persónugreina. Þeg- ar tekið er mið af þeim gríðarlegu ör- yggiskröfum og eftirliti sem gagna- grannslögin gera ráð fyrir er lítill vafi á að upplýsingar í gagnagrunninum teljast ópersónugreinanlegar í skiln- ingi fyrmefndra þjóðréttargerða. Sérstök úttekt og prófun á öryggis- kerfinu í heild, sem gert er ráð fyrir að gerð verði áður en eiginlegur rekstur grannsins hefst, tryggir þetta enn frekar. Vert er að nefna í þessu sambandi að á því stigi þegar verið er að vinna upplýsingar til flutnings í gagna- granninn er um persónuupplýsingar að ræða, þótt öryggisráðstafanir geri það að verkum að þær eru það ekki þegar þær era komnar í granninn. Vinnsla upplýsinganna á þessu stigi er reist á sérstakri heimild í gagna- grannslögunum sjálfum og lýtur ströngu eftirliti í samræmi við ítar- lega öryggisskilmála tölvunefndar. Vinnsla upplýsinganna með þessum hætti fer ekki í bága við þjóðréttar- legar skuldbindingar. Að öðra leyti vísast til niðurlags a-liðar hér að framan. d) Því hefur verið haldið fram að sú ráðagerð laganna að veita sérleyfi (einkaleyfi) til gerðar og starfrækslu gagnagrannsins fari gegn ákvæðum EES samningsins, einkum 59. gr. EES, en einnig öðrum ákvæðum. I dómum Evrópudómstólsins, og raun- ar einnig í einum dómi EFTA dóm- stólsins, er fjallað um álitaefni sem varða túlkun 59. gr. EES. Gengið er út frá því að við ákveðnar aðstæður sé veiting sérleyfis réttlætanleg. Telja verður næsta vist að útgáfu sér- leyfis til gerðar og starfrækslu gagnagrunnsins samrýmist þessu ákvæði, sem og öðram ákvæðum EES-samningsins. Skipta þar mestu máli ríkar skyldur rekstrarleyfishafa gagnvart hinu opinbera heilbrigðis- kerfi, sem sumar hafa í för með sér mikinn kostnað, sjónarmið sem varða öryggi upplýsinga í grunninum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.