Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 41 + Freyja Eiríks- dóttir fæddist á Dvergsstöðum í Eyjafirði 27. ágúst 1915. Hún lést á Fj órðungssjúkra- húsinu á Akureyri 23. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Eiríkur Helgason bóndi frá Botni í Eyjafirði, f. 6.3. 1880, d. 15.10. 1930, og Sigríður Ágústína Árnadóttir frá Hvammkoti í Arnarneshreppi, f. 10.8.1883, d. 15.2.1929. Systkini Freyju eru Baldur, f. 23.12. 1910, d. 16.11. 1994, hann var skrifstofumaður á Akureyri; Hreiðar, f. 7.4. 1913, d. 25.11. 1995, hann var garðyrkjubóndi í Laugarbrekku og síðar Grísará; Ása, f. 10.1. 1918, hún var hús- móðir á Akureyri en dvelur nú á Hjúkrunarheimilinu Seli, og Sig- ríður Margrét, f. 11.2. 1929, hún cr húsmóðir á Akureyri. Systk- inin Helga og Anton Helgi létust bæði á fyrsta aldursári. Freyja giftist 27.8. 1941 Garð- ari Guðjónssyni, leigubflstjóra á Akureyri, f. 7.4. 1912, d. 15.12. 1995. Foreldrar hans voru Aðal- heiður Jónsdóttir og Guðjón Benjamínsson bóndi á Björk í Eyjafirði. Börn Freyju og Garð- ars eru: 1) Viðar, f. 24.10. 1939, Það er dapurlegt til þess að hugsa að ég muni aldrei aftur sitja í eldhús- inu hjá Freyju ömmu í Engimýri og spjalla við hana um heima og geima. Amma mundi svo sannarlega tímana tvenna. Hún ólst upp á Dvergsstöð- um, litlum bæ í Eyjaíirði, og var rétt komin á unglingsár þegar hún missti móður sína og föður með stuttu millibili. Hún átti ekki annarra kosta völ en að ráða sig í kaupavinnu og þurfti þá að fara á reiðhjóli langa leið úr Eyjafirði austur í Reykjadal. Hún sagðist þá hafa langað mest til að deyja. En hún átti því láni að fagna að lenda hjá góðu fólki á Ein- arsstöðum, sem hún minntist með hlýhug og þakklæti alla tíð. Systk- inahópurinn dreifðist viða, en þau systkinin, Freyja amma, Baldur, Hreiðar, Ása og Sigríður (Didda) héldu alltaf góðu sambandi sín á milli. Amma lauk gagnfræðaprófi, sem í þá tíð hefur eflaust þótt yfir- drifin menntun fyrir stúlku, og hefði getað farið mun lengra eftir mennta- veginum ef aðstæður hefðu verið aðrar, hún var hvort tveggja fróð- leiksfús og hafði góðai- gáfur. Freyja amma giftist Garðari Guð- jónssyni bílstjóra og hófu þau bú- skap á Akureyri með son sinn, Við- ar. Þau bjuggu í tíu ár í Bjarkarstíg 6, húsi Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og þar fæddist þeim dóttir, Asa Bryndís. Amma kunni margar skemmtileg- ar sögur úr Davíðshúsi, skáldið reyndist ungu hjónunum afskaplega vel. Hann studdi þau heils hugar þegar þau réðust í að byggja hús í Engimýri 2, á ytri brekkunni sem þá var útjaðar Akureyrar, og þar bjuggu þau alla tíð síðan. Þegar ég var að vaxa úr grasi var ég mikið hjá ömmu og afa í Eng- imýri og á ég margar góðar minn- ingar þaðan. Ég veit ekki hvort amma hefur átt jafngóðar minningar og ég af þessum atvikum öllum, til að mynda þegar ég, fimm ára gam- all, vakti hana klukkan sex að morgni af því það var kominn dagur. Hún hafði einhvern tíma sagt mér að dagurinn hæfist klukkan sex, en ég hafði vaknað fyrir allar aldir og hljóp sífellt fram í eldhús til að sjá hvort eldhúsklukkan væri ekki orðin sex svo ég gæti byrjað nýjan dag með ömmu. Ég var forvitinn krakki og var sí- fellt að fikta, til dæmis í útvarpinu í stofunni, eða grúska í bókunum hennar, en þolinmæði ömmu virtust engin takmörk sett. Hún leyfði mér að fletta gömlu biblíunni sinni og ís- er búsettur á Akur- eyri. Hann er kvæntur Sonju Garðarsson og eiga þau fimm börn, Jón Garðar, Viðar Frey, Signe, Bryndísi og Margréti Sonju, og fimm barnabörn. 2) Ása Bryndís, f. 28.4. 1949, er búsett í Mosfellsbæ. Hún er gift Árna Inga Garðarssyni og eiga þau tvö böm, Garð- ar Ágúst og Emmu, og eitt barnabarn. Eftir fráfall foreldra sinna fór Freyja í kaupavinnu. Hún stund- aði nám við Laugaskóla í tvo vetur, frá 1932-1934, og lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri. Hún vann þá á Landssímanum á Akureyri um nokkurra ára skeið og síðar, auk húsmóðurstarfa, sem gangast- úlka á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sfðustu fimmtán ár starfsævinn- ar vann Freyja við fiskvinnslu hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga. Á þeim árum tók hún virk- an þátt í starfi Verkalýðsfélags- ins Einingar og sat í samn- inganefndum. Hún var kjörin heiðursfélagi árið 1989. Útför Freyju fer fram frá Ak- ureyrarkirkju mánudaginn 31. janúar og hefst athöfnin klukk- an 13.30. lendingasögunum og lét sem hún hefði gaman af þegar ég sagði henni frá því sem ég hafði verið að lesa. Hún kenndi mér að setja saman fer- skeytlur með réttum stuðlum og höf- uðstöfum og hvatti mig með ráðum og dáð þegar ég reyndi að klambra saman eigin ferskeytlum. Oft kom hún heim úr frystihúsinu með skrítna hluti sem höfðu komið upp með fiskinum úr sjónum, skeljar af ýmsu tagi, pétursskip og einu sinni heilan háf. Það var skrítinn fiskur. Dag einn sagði hún mér að hún ætlaði til Kína, nánar tiltekið til Hong Kong. Það þótti mér alveg sjálfsagt. Sumir héldu hana hafa tapað glórunni, hvaða erindi á frysti- húskona til Kína? En amma fór til Hong Kong og hún kom heim úr þeirri ævintýraferð með marga framandi hluti og hafði frá mörgu að segja. Þegar ég var fimmtán ára vann ég á frystihúsinu um sumarið. Það var stuttu áður en amma fór á eftirlaun, við vorum því starfsfélagar. Þar kynntist ég af eigin raun því góða orði sem fór af ömmu á hennar vinnustað. Hún var lengi trúnaðarmaður í frystihúsinu og hafði tekið virkan þátt í verkalýðsbaráttunni. Arin liðu og það var alltaf gott að koma til ömmu og afa. Við amma sátum oft í eldhúsinu og skröfuðum saman um allt milli himins og jarðar, skáldverk, pólitík, hinstu rök al- heimsins, lífið og dauðann. Hún hafði litla tiltrú á kenningum kristn- innar og sagðist stundum trúa bara á stokka og steina eins og villimenn- imir. En hún var alltaf fróðleiksfús og áhugasöm um alla hluti, þessa heims og handan. Amma bjó ekki einungis yfir hafsjó fróðleiks heldur kunni hún fleiri vísur og kvæði en tölu yrði á komið. Hver vísa átti sér sögu, undantekningalaust skemmti- lega, og var mikið hlegið þegar þær voru rifjaðar upp. Eftir að ég fór vestur um haf til náms gáfust alltof sjaldan tækifæri til að heimsækja ömmu og afa í Engimýri. Afi dó í lok árs 1995. Ég held að amma hafi kviðið því mest að missa heilsuna og þurfa að flytja úr Engimýrinni. Það var því blessun að hún hafði heilsu til að búa þar meðan henni entist aldur. Ég hef aldrei trúað á himnaríki, og, að ég held, amma ekki heldur, en hvað sem því líður, þá eru amma og afi nú saman aftur á himnum. Garðar Ágúst. Heimili Freyju ömmu og Garðars afa hefur verið fasti punkturinn í til- verunni. Fyrstu æviár mín bjuggu foreldrar mínir og við systkinin hjá þeim í Engimýrinni. Síðar stóð heimili þeirra okkur ávallt opið. Jól- in voru ætíð haldin hátíðleg hjá þeim og best af öllu var að fá að leggja sig í „litla herberginu“ að kvöldi jóla- dags. Það var alltaf svo notalegt að koma til þeirra, andinn í húsinu allt- af jafn hlýr og notalegur. Yndislegir sumardagar í Tjarnargerði rísa líka hátt í minningunni. Tjarnargerði er sumarbústaður innst í Eyjafirði sem amma og afi áttu stóran þátt í að byggja upp, allt frá gróðursetningu fyrstu trjánna kringum vatnið til byggingu sumarbústaðarins. Við barnabörnin fengum að vera hjá þeim í Tjarnargerði eina viku á hverju sumri. Tjarnargerði var sannkölluð ævintýraveröld, ekki síst með ömmu sér við hlið. Hún fór með okkur í göngutúra um staðinn og sagði frá. Þá var gengið að leiði völv- unnar, rýnt í rúnirnar á legsteinin- um og amma sagði frá því þegar steinninn fannst í vatninu við Tjarn- argerði og var dreginn upp til að setja hann á ný á leiði völvunnar. Einnig kenndi amma okkur heiti náttúrunnar, heiti jurta, fugla og fjalla. Amma hafði líka gaman af að segja okkur frá sínu lífi. Sögurnar hennar höfðu oftar en ekki hollan og góðan boðskap fyrir okkur krakk- ana. Við skynjuðum það ekki alltaf þá en smám saman eftir þvi sem ég þroskast og eldist rennur hann upp fyrir mér. Hún sagði frá æskuárunum að Dvergsstöðum, fráfalli foreldra sinna og þegar systkinahópnum var tvístrað. Frá einmanalegu aðfanga- dagskvöldi inni á Akureyri eftir að hún flutti þangað og síðan frá Garð- ari afa, þegar hún og afi mynduðu sína fjölskyldu. Amma var ein af þessum hetjum sem láta ekki mikið yfir sér en áorka miklu. Amma lagði sig alla í verkalýðs- baráttu um tíma. Hún átti þátt í því að berjast fyrir hlutum sem ungt fólk í dag telur sjálfsagða. Amma sannaði oft og sýndi að hún stóð yfir- boðurum sínum og viðsemjendum verkamanna alls ekki að baki í gáf- um eða útsjónarsemi. Hún sá í gegn- um skrautbúin, innantóm tilboð sem verkafólkinu voru boðin og setti orð- skrúð þessara manna í eðlilegt og skiljanlegt samhengi. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Mér er það minnisstætt að eitt sinn þegar ég var við nám í við- skiptafræði hringdi ég í ömmu og fór að segja henni frá því sem ég hafði verið að læra um stjórnun. Ég byrj- aði á að lýsa því þegar gengið er út frá að starfsfólk sé aðeins vinnuafl en ekki einstaklingar. Hún sagðist kannast vel við þannig stjómendur en hún teldi að mikilvægara væri að líta á starfsfólk sem einstaklinga og lýsti síðan fyrir mér hvernig hún teldi að skynsamlegast væri að stjóma fólki. Það var spaugilegt að hennar lýsingar vora nákvæmlega eins og nýjustu stjórnunarkenning- arnar. Kenningar sem settar vora fram eftir viðamiklar rannsóknir og tilraunir. Amma hafði þetta allt á hreinu. Það má því segja að ekkert sé nýtt undir sólinni, það er bara spurning um að koma auga á það. Kynslóð ömmu getur kennt okkur sem yngri erum svo margt. Amma hafði lag á því að fá mig til að sjá hlutina frá nýju sjónarhomi. Það var alltaf hægt að setjast niður með ömmu og ræða um menn og málefni, það sem hæst bar í fréttum hverju sinni og jafnframt um það sem var að gerast í mínu lífi. A erfiðum ungl- ingsárunum var Ijúft að flýja höfuð- borgina og fá að gista í Engimýrinni. Þá var sest niður við eldhúsborðið og málin rædd. Amma átti alltaf til hlýju og góð ráð. Þegar ég eignaðist sjálf mína fjölskyldu tók amma okk- ur öllum opnum örmum þegar við brugðum okkur norður. Það var allt- af sjálfsagt að fá að gista og hún gætti þess vel að okkur vanhagaði ekki um neitt. Nú þegar ég kveð Freyju ömmu er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Hún var sterk kona sem hafði mikið að gefa. Söknuðurinn er mikill og minn- ingarnar dýrmætar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Emma. Það var um ágústnætur 1915 að stúlka fæddist hjónunum á Dvergs- stöðum í Hrafnagilshreppi, Eiríki Helgasyni bónda og Sigríði Ágúst- ínu Árnadóttur húsfreyju. Stelpan var fjórða barn þeirra af sjö, þar af dóu tvö í bernsku, þau Helga og An- ton Helgi. Dvergsstaðir var þríbursta torf- bær og bústofninn 4-5 kýr; sauðfé og tvö hross til brúkunar. Húsa; kynni vora kynt með taði og sverði. I bænum voru tvö eldhús; hlóðaeldhús til reykinga og baksturs og eldunar- kompa til almennrar matseldar. Líf hjónanna var mikið strit en með dugnaði og útsjónarsemi tókst þeim að hafa ætíð í sig og á og ekki liðu börnin þeirra skort, hvorki varðandi fæði, klæði né andlega næringu. Reyndar var stundum naumt um smjör vegna þess að þau hjón vora leiguliðar og guldu eiganda jarðar- innar landskuld í formi heimagerðs smjörs og nokkurra dilka er landeig- andi fékk á haustnóttum. Þegar Mjólkursamlag KEA var stofnað af bændum í Eyjafirði bað Eiríkur landeigandann um að fá að greiða landskuldina í peningum, því hann vildi leggja alla sína mjólk inn. Bóninni var hafnað. Eiríkur fór þá í samlagið, keypti þar smjör og greiddi skuldina. Daginn eftir fór landeigandinn í bæinn með smjörið og lagði það inn í samlagið. Á Dvergsstöðum dvelur Freyja í faðmi foreldra og systkina til 15 ára aldurs. Líf systkinanna á Dvergsstöðum var blanda af vinnu og leik. Bræð- umir Baldur og Hreiðar sem og fóstbróðir þeirra og frændi Helgi Jakobsson unnu að búverkum um leið og þeir höfðu verksvit, og syst- urnar Freyja og Ása unnu heimilis- störfin með móður sinni. Freyju var snemma treyst til að ráða við erfiða hesta; enda hafði hún til að bera næga þrjósku ef svo bar undir. Baldur varð síðar skrifstofumaður hjá KEA og Hreiðar varð garð- yrkjubóndi í Laugarbrekku. Ása varð iðnverkakona á Akureyri. Yngsta barnið 1 þessum hópi var dóttirin Sigríður, iðnverkakona á Akureyri. Helgi var systursonur Eiríks og kom hann 6 ára til vistar og dvaldi þar til 19 ára aldurs. Hann varð síðar bóndi að Ytra-Gili. Systkinin erfðu glaðlyndi og hlý- leika móður sinnar. Til leikja tálg- uðu bræðumir spýtukalla sem ásamt tveimur plastdúkkum var fleytt niður bæjarlækinn og bræð- urnir bundu fyrir augu systra sinna og leiddu um jörðina og létu þær klofa og stökkva yfir ímyndaðar hindranir. Til boltaleikja var notað ullarhnoð sem strigi var saumaður utan um. Freyja var ekki gefin fyrir dúkkuleik, en þótti skemmtilegra að gera drallukökur og þegar hún varð eldri notaði hún hvert tækifæri til að fá næði til að lesa bækur. Þetta gekk svo langt að hún stalst stundum afsíðis til að fá næði til lestrar. Um jólin brá Eiríkur sér í kaup- stað og kom til baka með epli, kerti og saft í flösku. Saftið var út á flau- elsgrautinn sem fjölskyldan neytti til hátíðabrigða. Langferðalög fá- tækrar fjölskyldu á þessum tíma vora tvær ferðir út á Hjalteyri í Arn- arneshreppi hvaðan móðurættin vai-. I fyrra skiptið var farið með hest- vagni sem dreginn var af Skjónu gömlu en seinni ferðin var farin uppi á palli boddíbíls. Húsmóðirin á Dvergsstöðum lést 1929 og ári seinna kvaddi Eiríkur þennan heim. Við fráfall þeirra leystist þetta ástríka heimili upp og börnunum, sem voru á aldrinum frá fæðingu til tvítugs, var komið fyrir hjá vandamönnum. Það var nöturlegur dagur þegar boðað var til uppboðs á eigum Dvergsstaðahjónanna. Systkinin vora áhorfendur að uppboðinu og sáu þegar heimilismunir þeim kærir hurfu í hendur ókunnugra. Þeim var sérstaklega minnisstætt þegar frammámaður í sveitinni settist á nýmálaðan kistil sem móðir þeirra átti. Þegar hann stóð svo upp, mátti glöggt greina farið eftir botninn á honum á kistillokinu. Þegar bernska Freyju Eiríksdótt- ur er rifjuð upp skal engan undra að úr þessu umhverfi óx stúlka sem ■ hafði til að bera ríka réttlætiskennd og baráttuvilja fyrir þá sem minna máttu sín ásamt andstöðu og þijósku gagnvart hroka, yfirlæti og tillitsleysi. Með þessa skapgerð í far- teskinu hleypti Freyja heimdragan- um 15 ára. Hún fór fyrst í vist í sveitinni og þegar tímar liðu réði hún sig sem kaupakonu víða, meðal annars að Einarsstöðum í Þingeyj- arsýslu. Einnig starfaði hún á sím- stöðinni á Akureyri en lengstan starfsaldur var hún við fiskverkun hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, þar sem hún gegndi trúnaðarmanns- störfum fyrir samstarfsfólk sitt. Um tíma starfaði hún sem fiskverkakona í Noregi. Skólaganga Freyju þætti ekki löng á mælikvarða nútímafólks. Systkinin á Dvergsstöðum fengu kennslu farandkennara en síðar fór Freyja í Alþýðuskólann að Laugum í Þingeyjarsýslu og dvaldi þar tvo vetur, þar af annan með Ásu systur sinni. Eitt er þó víst, að Freyja nýtti námstíma sinn vel. Af áhugamálum bar mikið á skógrækt og ferðalög- um. Best þótti henni að fara um landið sitt og læra um það sögur frá liðinni tíð, en hún vflaði þó ekkert fyrir sér að heimsækja Ijarlægar heimsálfur gæfist tækifæri til slíks. Árið 1980 fór hún mikla ævintýra- ferð til Hong Kong með Sigríði syst- ur sinni á vegum Vilhjálms bróður- sonar þeirra, sem starfaði þá hjá Cargolux. Þar var Freyja óþreyt- andi að rýna í framandi menningu; og fartin á henni gat verið það mikil að systir hennar var stundum smeyk um að týna henni í mannhafinu. Við heimkomuna vora ferðakof- fort þeirra þung enda dreifðu þær gjöfum á báða bóga til meðlima stór- fjölskyldunnar. Eiginmaður Freyju var Garðar Guðjónsson bifreiðastjóri. Garðar var farsæll, iðinn, hæglátur og hlýr maður sem virtist una sér vel í ' amstri hversdagsins. Freyja var dá- lítill bóhem í sér sem hafði gaman af að krydda tilvera sína með gríni og góðlátlegri stríðni, og vildi marg- breytileika í tilverana. Bömin þeirra, Viðar og Ása Bryn- dís, eru farsælar manneskjur, og Freyja getur verið stolt af börnum sínum og barnabörnum. Ég er ekki viss um að margar fjölskyldur státi af jafnfjölbreyttu mannvali og niðjar Freyju. Þarna era meðal annars á ferðinni margfaldir skíðameistarar, skák- snillingur, fegurðardrottning, heim- spekingur og ballskákmeistari. Að leiðarlokum þökkum við Freyju allar skemmtilegu samver- ustundirnar. Við sjáum þig fyrir okkur standandi broshýra yfir mat- seldinni, í miðri frásögu úr íslensku ævintýri. Kringum þig sitjum við sem krakkar; fyrst fáum við andlegu næringuna, síðan gott í munn og maga. Foreldrar okkar og fjölskyldur votta fjölskyldu Freyju Eiríksdóttur dýpstu samúð. Kristín S. Ragnarsdóttir, Ragnar S. Ragnarsson. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN m 10 ára 1990 - 2000 Persónuleg þjónusta Aðstoðum við skrif minningarrgrema Sími; 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is Rúnar Geirraundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri FREYJA EIRÍKSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.