Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 23/1-29/1 ► VIÐ næstu ferð banda- rísku geimskutlunnar er Keflavíkurflugvöllur einn af 10 varavöllum hennar. Leið skutlunnar út úr gufuhvolfinu liggur um norðurhvel á fyrstu mínút,- unum og því þarf hún varavelli á því svæði ef eitthvað bregður útaf. Varnarliðsmenn sátu nám- skeið vegna þessa undir- búnings. ► IRVING Oil, kanadískt olíufyrirtæki, hefur á ný sótt um aðstöðu hérlendis fyrir starfsemi sína. Hafa bæjaryfirvöld Kópavogs fengið erindi um lóð við Kópavogshöfn. Fyrirtækið ráðgerir einnig innflutning á smurolíu í samvinnu við Austnes. ► DAGSKRÁ menningar- ársins 2000 var sett í Reykjavík á laugardag. Á annað hundrað viðburðir voru á dagskrá um helg- ina, tónleikar, listsýningar, ljósmyndasýningar og fjöl- margt annað. ► LANDLÆKNIR hefur skipað starfshóp til að undirbúa hópleit að ristil- krabbameini. Segir hann kostnað við slíka leit ekki mikinn miðað við að hægt verði að fækka tilfellum. ► LOKIÐ er vinnu við deiliskipulag að nýju íbúð- arhverfi í Eyjafjarðarsveit. Er markmið sveitarfélags- ins að laða að fleiri íbúa. Krefjast 90-110 þúsund króna lágmarkslauna FÉLÖG Verkamannasambands Is- lands lögðu fram kröfugerð sína á þriðjudag þar sem krafist er 15 þús- und króna hækkunar á launum árlega út samningstímann og að lágmar- kslaun verði þá 110 þúsund krónur. í kröfugerð Flóabandalagsins, nokk- urra verkalýðsfélaga á höfuðborgar- svæðinu, er krafist 91 þúsund króna lágmarkslauna. Bændur fá hlut í mjólkursamlagi BÆNDUR í samvinnufélagi mjólk- urframleiðenda í Eyjafirði og Suður- Þingeyjarsýslu munu eignast allt að 34% hlutafjár í félagi sem yfirtekur rekstur og eignir mjólkursamlaganna á Akureyri sem eru á Húsavík. Skuldbinda bændur sig jafnframt til að leggja alla mjólk í samlagið í fimm Ný bflastæðahús FYRIRHUGAÐ er að reisa bíla- stæðahús í Reykjavík, í miðborginni og við Hlemm sem kostað geta kring- um tvo milljarða króna. Einnig eru uppi hugmyndir um að breyta gjald- skrá gjaldskyldra bflastæða í mið- borginni og verða gjöld við Laugaveg og í miðborginni hækkuð verulega. Rekstur í samræmi við tekjur TILLÖGUR um rekstraráætlun stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík eru í smíðum en forstjóri þeirra segir að reksturinn verði að vera í samræmi við tekjur. Gert er ráð fyrir að þrengja þurfi til dæmis að starfsemi skurð- deilda, öldrunardeilda og geðdeilda. Rússar auka vopnakaup LITIÐ miðar í sókn rússneska hersins gegn skæruliðum Tsjetsjena í Grosní og eru margir farnir að efast um, að bardagaaðferðir hans dugi til að ná borginni. Talið er, að nokkrar þúsundir skæruliða séu þar til varnar en ekki er vitað hve margir óbreyttir borgarar eru þar enn. Eru nefndar tölur frá 10.000 og upp í 40.000 en víst þykir, að fjöldi óbreyttra borgara, jafnvel margar þúsundir manna, hafi týnt lífi í árásum á borgina. Einn for- ingi skæruliða, Khattab, hefur gefið í skyn, að þeir muni á næstunni grípa til hryðjuverka í Rússlandi og af þeim sökum hefur viðbúnaður lögreglu ver- ið aukinn um landið allt. Þá hefur Rússlandsstjóm samþykkt að auka kaup á hefðbundnum vopnum um 50% á þessu ári. Vladímír Pútín, settur forseti Rússlands, segir þó, að kaupin tengist ekki Tsjetsjníustríðinu. LaiiPft í vfirhevrslur yfir Kohl RANNSÓKNANEFND þýska þingsins, sem er að kanna fjármál Kristilega demókrataflokksins, CDU, mun ekki kalla Helmut Kohl, fyrrver- andi kanslara, fyrir nefndina fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum. Verð- ur Horst Weyrauch, fyrrverandi skattaráðgjafi CDU, yfirheyrður fyrst en tillaga kristilegra demókrata um að byrjað yrði á Kohl var felld. Segir -CDU það sýna, að hinir flokk- arnir hafi meiri áhuga á að klekkja á CDU en komast að því hvort mútur hafi haft áhrif á ákvarðanir Kohl- stjórnarinnar. Tölur yfir það fé, sem flokksdeildir CDU komu fyrir á leyn- ireikningum, hækka stöðugt en einnig er hafin rannsókn á ásökunum um, að nokkrir frammámenn í Jafnaðar- mannaflokknum hafi þegið greiða af stórfyrirtækjum. ► ÞEIR A1 Gore, varafor- seti Bandaríkjanna, og George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, sigruðu örugglega í fyrstu forkosningum banda- rísku stjórnmálaflokkanna, demókrata og repúblikana, í Iowa sl. mánudag. Á þriðjudag verða for- kosningar í New Hampshire og benda skoðanakannanir til, að Gore muni einnig þar sigra andstæðing sinn, Bill Bradley. Kannanir sýna hins vegar, að John McCain, helsti andstæðingur Bush, standi uppi sem sigurvegari í New Hampshire. ► BANDALAG flokka und- ir forystu ísraelska Verka- mannaflokksins hefur verið sektað og gert að greiða 234 millj. ísl. kr. fyrir að brjóta lög um fjármögnun stjórnmálaflokka. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, neitar allri vitn- eskju um þetta mál en bönd- in berast helst að þremur frammámönnum í Verka- mannaflokknum. Er einn þeirra mágur Baraks. Þá er áfram unnið að rannsókn á hugsanlegum skatta- lagabrotum Ezer Weiz- mans, forseta Israels. ► GÖRAN Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, varaði við andlýðræðisleg- um samtökum á borð við nýnasista er hann setti ráð- stefnu um helförina gegn gyðingum, sem hófst í Stokkhólmi á miðvikudag. Sitja hana um 600 manns, þar á meðal Davíð Oddsson forsætisráðherra. Skipulag Náttúruverndarráðs rætt á Náttúruverndarþingi Heitar umræður um sam- búð ráðsins og ráðherra HEITAR umræður spunnust um átök innan Náttúruvemdarráðs og sambúð ráðsins við umhverfisráð- herra á öðrum degi Náttúruverndar- þingsígær. Dr. Ami Bragason flutti yfirlitser- indi um stöðu náttúruverndar og sagði að hlutverk Náttúmverndar ríkisins væri m.a. að veita stjórn- völdum aðhald jafnhliða því að fylgja eftir stefnumörkun stjórnvalda í málaflokknum. Árangur í náttúm- verndarmálum fengist einkum með metnaðarfullri stefnumótun stjórn- valda, aukinni fræðslu og gagnrýnni umræðu. Að loknu yfirlitserindi Árna áttu að hefjast umræður um erindi hans, en á fundarmönnum brann annað málefni. Guðmundur Páll Ólafsson náttúmfræðingur, var framarlega á mælendaskrá og deildi á Siv Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra fyrir sérkennilega umræðu um Náttúm- vemdarráð í Ríkisútvarpinu á föstu- dag. Sagði hann að ráðherra ætti að lesa plögg sín betur áður en hún fjallaði um ófagleg vinnubrögð í Náttúruverndarráði. Seta í Náttúruverndar- ráði oft erfíð „Ég viðurkenni það fúslega að seta í Náttúmverndarráði var oft á tíðum erfið, en þetta er sú seta sem hefur gefið mér og mörgum mjög mikið. Við deildum ekki um það hvað við ættum að gera heldur að- ferðir," sagði Guðmundur og endur- speglaði þar viðhorf annama sem tóku til máls. Guðmundur sakaði umhverfis- ráðherra um að hafa með yfirlýs- ingum sínum í Ríkisútvarpinu gert lítið úr náttúmfræðiþekkingu hans og annarra, misvirt eigið starf og traðkað á mannréttindum að auki. „Mér þykir það hart að ráðherra skuli ekki skilja það að við getum barist af fullum krafti án þess að það sé metorðastigi í pólitískum fiokkslínum," sagði Guðmundur og sagði það sjálfsögð lýðréttindi hans og annarra að stofna frjáls náttúm- vemdarsamtök. Friðrik Dagur Arnarson og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fráfarandi formaður Náttúverndar ríkisins lýstu einnig yfir vanþóknun sinni á framgöngu ráðherra í útvarpi og varð Ólöfu Guðnýju einnig rætt um starfið innan Náttúraverndarráðs. „Það verður tekist á áfram í Náttúraverndarráði, það verður erfitt að vera formaður þess,“ sagði Ólöf og lýsti þeirri skoðun sinni að Náttúraverndarráð ætti að vera óbreytt og að það þyrfti að styrkja og styðja. „Þar á umhverfisráðherra að vera í fararbroddi," sagði Ólöf. Þóra Ellen Þórhallsdóttir próf- essor sagði að mikið hefði verið rætt um deilur innan Náttúruverndar- ráðs og stirða sambúð með umhverf- isráðuneytinu og sagði rót vandans vera þá að ráðuneytið hefði ekki ver- ið í forystuhlutverki í umhverfismál- um. Vandinn fælist ekki í vinnu- brögðum Náttúmverndarráðs þótt vissulega mætti bæta þau. Ráðið hefði skilað frábæm starfi sem væri þakkarvert. Siv Friðleifsdóttir vísaði því á bug að hún hefði gripið inn í kosningar í Náttúmverndarráð í útvarpsviðtali og skoraði á gagnrýnendur sína að fá útskrift af ummælum sínum í RÚV í umræddu viðtali. „Ég lýsti þeim þremur leiðum sem koma til greina varðandi samsetn- ingu Náttúruverndarráðs. Síðan sagði ég hvað formaðurinn Ólöf Guð- ný Valdimarsdóttir hafði sagt hér, þar sem hún velti því upp hvort það væri eðlilegt að þeir sem væra virkir í frjálsum félagasamtökum væm þarna innanborðs. Ég var því ein- ungis að lýsa umræðunni hér,“ sagði Siv og sagði það alveg Ijóst að það væm þrír einstaklingar í Náttúm- verndarráði sem hefðu verið mjög virkir í umhverfsverndarsamtökum. Alþingi kemur saman á ný á þriðjudag eftir jólafrí Ymis hitamál væntanlega á dagskrá fyrstu dagana ALÞINGI kemur saman að nýju eftir jólafrf næstkomandi þriðjudag og verða störf þingsins með hefð- bundnum hætti fyrstu dagana þótt ljóst þyki að ýmis hitamál muni bera á góma strax í upphafi. Hall- dór Blöndal, forseti Alþingis, mun eiga fund með þingflokksformönn- um á mánudag og verður þar vænt- anlega gengið endanlega frá dag- skrá vikunnar. Rannveig Guðmundsdóttir, for- maður þingflokks Samfylkingar, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að Samfylkingin færi fram á ut- andagskrárumræður um Vatneyr- ardóminn svokallaða. Sagði hún einnig að ýmis önnur mál sem tengdust sjávarútveginum biðu um- ræðu og að því mætti gera ráð fyrir að sjávarútvegsmálin og umræður um fiskveiðistjórnunarkerfið yrðu áberandi í upphafi þings. Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð fer hinn bóginn fram á ut- andagskrárumræðu um veitingu rekstrarleyfis gagnagmnns á heil- brigðissviði og virkjunar- og álvers- mál á Austurlandi, að sögn Steing- ríms J. Sigfússonar, formanns VG. Ýmis stjórnarfrumvörp verða jafnframt væntanlega lögð fram eða á sett á dagskrá, t.d. frumvarp félagsmálaráðherra um jafna stöðu karla og kvenna, og samræmd lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðra. Þykir ennfremur líklegt að umhverfi efnahagsmála í aðdraganda kjarasamninga verði rætt á allra næstu vikum. Einn nýr þingmaður sest á Al- þingi á þriðjudag en það er Jónína FLESTAR VERSLANIR fró kl. 13.00 - 17.00 STJÖRNUTORG skyndibita- og veitingasvæ&ib frá kl. 11.00-21.00 alla daga. KriKat C*\C<K Þ H R 5 E MI /il J H R T H Ð 5 L Œ R PPLÝSINBHSlMI 5 8 B 7 7 B 8 SKRiFSTDFUSlMI SEB 921 Bjartmarz sem kemur inn fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík í stað Finns Ingólfssonar, fyrrver- andi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem tekið hefur við starfi seðlab- ankastjóra. Þarf hún að undirrita drengskaparheit enda hefur hún ekki tekið sæti á Alþingi áður. Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins koma jafnframt aftur til starfa, þau Þorgerður K. Gunnar- sdóttir og Árni Ragnar Árnason. ------------F^A------- Kristnihátíð í Garðabæ FYRSTA hátíðin í Kjalarnes- prófastsdæmi vegna þúsund ára kristni á Islandi verður haldin í dag í Garðabæ. Hefst hún með messu í íþróttahúsinu Ásgarði kl. 11. Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur ávarp og biskup Islands, Karl Sigurbjörnsson, prédikar. Klukkan 14 hefst menningardag- skrá í Vídalínskirkju og Kirkjuhvoli. Verður m.a. lesið úr verkum Jóns Vídalíns biskups, Matthías Johann- essen les úr eigin verkum, Elsa Waage syngur úr Biblíuljóðum Dvoaks og fjölmörg önnur dans- og tónlistaratriði verða flutt. Dagskránni lýkur með gospeltón- leikum kl. 20 í Vídalínskirkju. ---------------------- Brotist inn í áhaldahús BROTIST var inn í áhaldahús á Seltjarnarnesi í fyrrinótt og unnar talsverðar skemmdir. Samkvæmt. upplýsingum lög- reglu í gær var ekki búið að upplýsa hver eða hverjir þar vom að verki. Gluggai- vom spenntir upp og dyr brotnar og stolið höggborvél, bíl- dekkjum og álfelgum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.