Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HVE LANGT ER HÆGT AÐ GANGA? NIÐURSKURÐUR í starf- semi sjúkrahúsanna í Reykjavík er enn einu sinni til umræðu. I samtali við Morg- unblaðið sl. fimmtudag sagði Magnús Pétursson, forstjóri sjúkrahúsanna beggja: „Við höfum fengið skýr fyrirmæli frá ráðuneytinu og stjórnar- nefnd spítalanna um að reka sjúkrahúsin innan ramma fjár- laga. Það liggur fyrir, að tekjur duga ekki fyrir útgjöldum og við teljum, að það sé ekki eftir neinu að bíða að taka á vandan- um. Ef ákvarðanirnar eiga að leiða til umbóta á þessu ári verður að taka þær strax.“ Sama dag sagði Jónas Magn- ússon, prófessor og sviðsstjóri handlækningasviðs Land- spítalans, að dregið yrði úr skurðlækningum um allt að 20%. Það þýðir, að skurðað- gerðum á spítalanum fækkar um 700, en þær hafa verið um 5.000 á ári. Um leið og aðgerð- um er fækkað lengjast biðlist- ar. Pálmi V. Jónsson, forstöðu- læknir öldrunarsviðs Sjúkra- húss Reykjavíkur, segir í sam- tali við Morgunblaðið sl. fimmtudag, að rúmum á öldr- unarsviði sjúkrahússins hafi verið fækkað úr 25 í 15 fyrir jól og jafnframt að spara ætti 20 milljónir í rekstri deildarinnar. í samtali við Morgunblaðið í gær segir Halldór Kolbeins- son, forstöðulæknir geðsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, að áf- orm um niðurskurð til geð- deildarinnar séu enn á umræð- ustigi og bætir síðan við: „Síðustu ár höfum við þurft að taka ýmislegt á okkur. Heilli deild hefur verið lokað, við höf- um þurft að fækka rúmum og fækka bráðavöktum og er varla mögulegt að hagræða meira hér innanhúss. Við erum með 24 rúm og lágmarksmönnun, þannig að það yrði ekkert hag- ræði í því að fækka rúmum, því við yrðum áfram að vera með sama mannskap.“ Magnús Pétursson talar um að taka verði ákvarðanir strax ef koma eigi til „umbóta“ á þessu ári. Nú er auðvitað ljóst, að fjárveitingavaldið gerir það ekki af einhverri óvild til sjúkrahúsanna að krefjast nið- urskurðar í rekstri þeirra. En felst í orðum forstjóra spítal- anna tveggja, að það sé slík óhagkvæmni í rekstri þeirra að þar sé hægt að koma á umbót- um, sem leiði til umtalsverðs sparnaðar? Allan þennan ára- tug hefur staðið yfir niður- skurður á spítölunum. Er ekki tímabært að stjórn- völd upplýsi almenning um það, hvort rekstur þessara tveggja stóru sjúkrahúsa hafi verið kominn svo gersamlega úr böndum, að þar sé enn svigrúm til „umbóta“? Hin hliðin á málinu er þessi: íslendingar gera kröfu til þess að heilbrigðisþjónusta hér sé sú bezta sem völ er á. Fólki finnst, að þeir sem þurfa á skurðaðgerð að halda eigi að fá hana gerða. Væntanlega eru læknar ekki að leika sér að því að skera upp fólk - eða hvað? Umönnun aldraðra er vax- andi vandamál eins og flestir landsmenn þekkja úr eigin fjöl- skyldum. I mörgum tilvikum er þessi vandi með þeim hætti, að hann verður ekki leystur nema á sjúkrastofnun. Fólk er að vakna til vitundar um það að því miður eru geð- ræn vandamál kannski út- breiddari en margan hefur grunað. Geðdeildin á Sjúkra- húsi Reykjavíkur hefur ekki bara sérstöðu vegna þess, að hún er starfrækt inn á stóru deildaskiptu sjúkrahúsi. Það má ekki gleyma því að hún hef- ur skapað valkost fyrir sjúkl- inga og aðstandendur þeirra, sem er mikilvægur, ekki sízt á þessu sviði. Það er alls ekki fráleitt að ætla, að ef þjóðin yrði spurð hvort hún væri tilbúin til að borga hærri skatta til að standa undir heilbrigðisþjón- ustu, sem jafnast á við það bezta, sem þekkist annars staðar, mundi hún svara ját- andi. En áður en hægt er að svara spurningu sem þessari verða að fást skýr svör við því frá stjórnvöldum hvers vegna þau telji unnt að efna enn til frekari niðurskurðar. Er hægt að fækka skurðaðgerðum um 700 vegna þess að það eru gerðar 700 óþarfa skurðaðgerðir á ári? Er hægt að fækka rúmum á öldrunardeildum vegna þess að fólk er að óþörfu lagt inn á öldrunardeildir? Er hægt að skera niður starfsemi geð- deilda vegna þess að fólk er að óþörfu lagt þar inn? OG GUNNLAUGUR heldur áfram: Einar Nielsen sagði einhvem tíma við okk- ur nemenduma, að margir listamenn yrðu fyrir miklum von- brigðum í líflnu. „Það er ekkert við þessu að gera,“ bætti hann svo við, „en það er gott að ekki sé dekrað við ungt fólk, þá verða menn síðar sterk- ari og rólegri í andbyri lífsins og þeg- ar á reynir.“ Það síðasta sem ég hef heyrt af Einari Nielsen, hef ég eftú' nemanda hans, en það var listmálari, sem hafði verið hjá honum á akademíunni fyrir áratugum. Þessi lærisveinn vildi nú gera vel til síns gamla meistara, þeg- ar þeir hittust aftur eftir svo langan tíma og bauð því upp á smáveizlu heima hjá sér. Þeir sátu svo saman að drykkju um kvöldið og fór allt fram með snilld og prýði og var Ein- ar Nielsen hinn glaðasti. Þegar á leið kvöldið, langaði hinn gamla nem- anda til að veiða einhver hjartnæm orð upp úr þessum kaldranalega manni og sagði í hjartnæmum tón á þeirri stund, sem hann hélt vera hið rétta augnablik. „Segið mér eitt, kæri prófessor Einar Nielsen, trúið þér á eilíft líf?“ Sá gamli meistari hrökk við eins og hann hefði verið stunginn með nál, en svaraði svo i vonzku: „Nei, andskotinn, það mun ég aldrei gera.“ M: Heldurðu að Einar Nielsen hafi haft áhrif á þig í eilífðarmálun- um? G: Ætli það. M: Kannski ég mætti spyrja þig um þau? G: Ætli það sé ekki bezt að geyma það þangað til seinna. Ég vil frekar halda áfram að segja þér af náminu í Kaup- mannahöfn, svo getum við snúið okkur að hin- um æðri efnum. Ég var einn vetur nemandi hjá Einari Nielsen og svo tvo vetur í viðbót hjá Aksel Jörgensen, en alls var ég fjóra vetur í Kaupmannahöfn við nám, því að ég var, eins og ég hef sagt þér, einn vetur hjá Viggó Brandt, fyrsta veturinn minn þar í borg. Mér fannst Áksel Jörgensen alger mótsetning Einars Nielsens. Aksel var ljúfur og kurteis, jafnt við háa sem lága. Hann hafði ánægju af að tala við nemendurna, bæði um listir og önnur mál. Stundum tók hann einn eða tvo nemendur til sín á litla vinnustofu, sem hann hafði i akad- emíunni, og talaði við þá um listir, fræddi og sýndi þeim myndir og listabækur. Hann var vinsæll af nemendum, en hafði lag á að halda uppi aga, án þess það bæri á því. Kennslan var ólík hjá þessum tveim- ur listamönnum. Mér fannst alltaf skólavistin hjá Einari Nielsen vera hálfgerður grjótburður, þar sem hvert pund breyttist í hundrað kíló. Sumt fólk hefur lag á að gera alla hluti þúsund sinnum erfiðari en þeir eru eða þurfa að vera, jafnvel það að snýta sér kemst upp í jafndramatísk- ar og stórkostlegar hæðir og hús- bruni eða járnbrautarslys. Þessir menn eru oft mikils metnir af venju- legu fólki, því að þeir eru álitnir hetjur. Það var germönsk bölsýni og skandinavískt hugardramb í þeim ágæta kennara og listamanni Einari Nielsen og ég kunni hvorugt að meta. Aksel Jörgensen var aftur á móti bæði í útliti og framkomu suð- rænn, kvikur en þéttur, með breitt andlit og þykkar varir, varð hann mér gallísk-rómanskur andi inkarn- eraður. Hann var alltaf upptekinn af einhverju verki, talaði mikið, ævin- lega vel upplagður, hafði jafnvel tíma til að drekka einn bjór, en aðeins öðrum til samlætis. Hann var snjall- asti ræðumaður, sem ég hef heyrt, enda rómaður fyrir það meðal þeirra sem til þekktu. Það var eitt sinn að þeir Einar Nielsen og Aksel Jörgen- sen fóru saman í frí niður til Berlín- ar. Þegar þeir komu aftur, spurði einn nemandinn Aksel Jörgensen frétta af ferðalaginu. Orð hans lýstu hrifningu: Berlín er fallegur bær; áin Spree var yndisleg; umferðin í borg- inni; götulífið; skemmtistaðir; listir í söfnum; allt þetta ásamt mörgu öðru varð honum langt umtalsefni. Það var svo einhver nemandi, sem vogaði sér að spjuja Einar Nielsen, hvernig túrinn hefði gengið: „Borgin var leið- inleg, en listasöfnin góð. - Og hví skyldu þau ekki hafa verið það?“ bætti hann við. M: Hvað um verk þessara kennara þinna, Gunnlaugur? G: Ég var mjög hrifinn af verkum þeirra, en þeir voru jafn ólíkir í list og lífi; báðir að vísu börn síns tima í listinni, þ.e. þeir voru realistar í 19. aldar stíl og frábærir kunnáttumenn. Ég ber djúpa virðingu fyrir minning- unni um þá. Og þó ég hafi sagt þér frá ýmsu í fari Einars Nielsens, sem mér var ekki að skapi, skyggir slíkt á engan hátt á þá sterku og heil- steyptu mynd, sem persónuleiki hans hefur átt í huga mínum. Báðir þessir menn voru þannig vaxnir, að þeir skyggja á flesta aðra, sem ég hef hitt á lífsleiðinni. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 29. janúar SNEMMAÁ ÞESSUM ÁRA- tug var mikil efnahagslægð í Bandaríkjunum, sem var m.a. meginástæðan fyrir því að Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, náði ekki endurkjöri en Clinton var kjörinn í hans stað. Á þessum árum einkenndist bandarískt þjóðfé- lag af vaxandi efnamun og var hann þó nógur fyrir. Það hyldýpi, sem var að skapast á milli ríkra og fátækra og hafði m.a. þau áhrif að hallaði undan fæti efnalega hjá millistéttinni, varð ekki bara til vegna þess, að sumir væru duglegri og snjallari en aðrir, heldur ekki síð- ur vegna hins, að það var rangt gefið í upp- hafi. Lög og reglur gerðu hinum ríku kleift að borga litla sem enga skatta og auka efni sín með margvíslegum hætti í skjóli fríðinda, sem þeim höfðu verið sköpuð m.a. vegna þeirra áhrifa, sem þeir gátu haft á þá sem settu lög- in. Þetta var eitt aðal þema bókar, sem Clinton veifaði í baráttu sinni fyrir útnefningu Demó- ki-ataflokksins á árinu 1991, og nefnist „Am- erica: what went wrong?“ Ameríka: hvað fór úrskeiðis? þar sem blaðamenn Philadelphia Inquirer, eins virtasta dagblaðs þar i landi, lýstu þjóðfélagsþróuninni í Bandaríkjunum með þeim hætti, að vakti þjóðarathygli. Á þessum árum var því lýst hvernig hinir riku hefðu smátt og smátt safnazt saman á ákveðnum svæðum og látið girða þau af, búið um sig innan eins konar víggirðingar, sem var gætt af vopnuðum eftirlitsmönnum. Og jafn- framt að landamærin á milli fátækrahverf- anna og hvei'fa þar sem hinir efnameiri bjuggu væru svo skýr, að með því að ganga fyrir eitt götuhorn í New York væri hægt að komast á hættusvæði. Frá því að þessar umræður fóru fram vest- an hafs hefur orðið gjörbreyting á efnahags- ástandinu í Bandaríkjunum. Þar hefur nú ríkt eitthvert mesta hagvaxtarskeið, sem um get- ur í sögu landsins. Það hefur svo leitt til þess, að efnahagur allra Bandaríkjamanna hefur batnað, millistéttin hefur styrkt stöðu sína stórlega og engin spurning um, að ávöxtur þessa velmegunarskeiðs hefur skilað sér með afgerandi hætti til hins almenna borgara. Það er auðvitað meginástæðan fyrir því að Clin- ton náði endurkjöri fyrir tæpum fjórum ár- um. Þetta er rifjað hér upp vegna merkilegra umræðna, sem augljóslega hafa farið fram í Davos í Sviss, þar sem stór hópur mestu áhrifamanna heims í stjórnmálum og við- skiptum er saman kominn og kannski tím- anna tákn, að þann fund hefur Islendingur setið, dr. Kári Stefánsson, forstjóri íslenzkr- ar prfðagreiningar hf. í frétt í Morgunblaðinu í dag, laugardag segir m.a.: „Gott ástand er í efnahagsmálum heimsbyggðarinnar en það hefur ekki skilað sér jafnt til allra. Var það meðal annars um- ræðuefnið á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í gær. Þar var einnig brugðizt hart til varnar Heimsviðskiptastofnuninni WTO og fullyrt, að það væru „hrein svik“ við fátækt fólk að standa í vegi fyrir frjálsum við- skiptum. Misskipting auðsins var aðalumræðuefnið á ráðstefnunni í gær, en hana sitja nærri 2.000 manns, margir þjóðarleiðtogar og frammámenn í atvinnulífinu. Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, sagði að mis- skiptingin færi vaxandi og fátæktin sums staðar, t.d. í kommúnistaríkjunum fyrrver- andi, gæti leitt til þess að fólk hafnaði mark- aðskerfinu sem lausn á sínum málum. Undir það tók einnig Adolf Ogi, forseti Sviss, ogvar- aði við „gífurlegri óánægju“. Fátæktin í stærstum hluta heims er svo langt ft’á okkur Vesturlandabúum, að við tök- um ekki eftir henni og látum, sem við vitum ekkiafhenni. Það er ekki fjarri lagi að halda því íram, að við séum að komast í sömu stöðu og ríka fólk- ið í Bandaríkjunum snemma á þessum áratug - og reyndar fyrir hundrað árum líka - að girða okkur af og koma okkur upp vopnabún- aði til þess að verja stöðu okkar. Við efnum reglulega til söfnunarherferða í þágu bág- staddra þjóða m.a. til þess að friða samvizku okkar sjálfra en þeir fjármunir, sem við leggj- um af mörkum til þeirra eru smámunir miðað við efni okkar og aðstæður. Og það sem verra er: að sumu leyti nýtum við okkur fátækt þeirra til þess að auka efni okkar sjálfra. Þegar fréttir berast af því, að alþjóðleg stórfyrirtæki hafi flutt framleiðslu sína til annarra landa vegna þess að laun og annar kostnaður sé lægri þar erum við auðvitað að nýta okkur þá aðstöðu til þess að fá neyzlu- vörur á lægra verði. Þegar ferðamenn flykkjast til landa, þar sem allt er svo ódýrt hugsa þeir sjaldnast út í það af hverju allt er svo ódýrt. Það er auð- vitað vegna þess að fólk í þeim löndum býr við léleg lífskjör. Þegar Vesturlandaþjóðir reyna með ýms- um ráðum að takmarka innflutning frá þróun- arlöndunum eru þau að koma í veg fyrir að þessar þjóðir geti staðið á eigin fótum. Það er ekki að ástæðulausu, að Tony Blair, forsætis- ráðherra Breta, lét í ljósi þá von á fundinum í Davos, að Bandaríkin, Japan og önnur þróuð riki færu að dæmi ESB og afnæmu tolla og aðrar takmarkanir á innflutningi frá fátæk- ustu þjóðunum. I Bandaríkjunum eru sterk öfl, sem vilja byggja upp tollmúra til að vernda bandarísk fyrirtæki fyrir samkeppni erlendis frá. Þar er nú fremstur í flokki, blaðamaðurinn Patrick Buchanan, sem stefn- ir á forsetaframboð fyrir flokk Ross Perots. Þessi öfl og þröngir pólitiskir hagsmunir Gor- es, varaforseta Bandai'íkjanna, áttu mestan þátt í því, að Bandaríkjastjórn hreyfði hvorki legg né lið til þess að koma í veg fyrir að Seattle-fundur Heimsviðskiptastofnunarinn- ar WTO færi út um þúfur á síðasta ári. Hið hliðin á þessu máli er svo sú, að það er betra en ekki fyrir fátæku þjóðirnar þegar al- þjóða fyrirtækin fiytja framleiðslu sína til þeirra vegna þess, að þar er þá einhverja at- vinnu að fá í staðinn fyrir enga. Þegar ferða- menn koma til fátæku landanna af því að þar er allt svo ódýrt skapa þeir auðvitað atvinnu og tekjur, sem smátt og smátt koma fótunum undir þessar þjóðir o.s.frv. Það breytir ekki því að hinar ríku þjóðir heims eru eigingjarnar og hugsa fyrst og fremst um sig. Þess vegna er það fagnaðar- efni, að hin mikla misskipting auðs í heimin- um hefur komið til umræðu á fundinum i Dav- os, þar sem saman eru komnir menn, sem geta haft mikil áhrif á það að brugðizt verði við með einhveijum hætti. Stærsta mál 21. aldarinn- ar ÞAÐ ER EKKI fráleitt að halda því fram, að hér sé á ferð- inni eitt stærsta mál 21. aldarinnar. Síðari hluta þeiiTar aldar, sem nú er að líða hefur öll orka, athygli og fjármunir þjóða á norðurhveli jarðar farið í innbyrðis átök. Kalda striðið heltók hugi manna og gífurlegum fjármunum var varið í að koma upp svo miklum vopnabúrum, að venjulegt fólk hefur ekki hugmyndaflug til þess að átta sig á hvað hefur gerzt í þeim efn- um. Nú er þessum átökum lokið. Þrátt fyrir margvíslegar sviptingar hafa Vesturlönd tek- ið þá skynsamlegu ákvörðun að veita Rússum og öðrum Austur-Evrópuþjóðum mikla fjár- hagsaðstoð til þess að gera þeim kleift að byggja upp ný þjóðfélög. Þótt ljóst sé, að æv- intýramenn í Rússlandi hafi farið ránshendi um þessa efnahagsaðstoð er hún samt nauð- synleg og forsenda þess að friður haldist í okkar heimshluta. Alveg með sama hætti og það skipti öllu máli fyrir Þjóðverja að sameina þýzku ríkin tvö, jafnvel þótt það kostaði vesturhluta landsins gífurlega fjármuni og þýzku þjóðina í heild umtalsverða erfiðleika í efnahagsmál- um. Á nýrri öld hafa Vesturlandabúar ekki stærra verkefni að takast á við en að skapa meira efnahagslegt jafnræði um heimsbyggð- ina alla. Það á að vera eitt stærsta viðfangs- efni hinna ríku þjóða heims á nýrri öld. Til þess liggja margvíslegar ástæður bæði tilfinningalegar og vegna eigin hagsmuna þessara þjóða. Samvizka okkar krefst þess, að þeirri orku, athygli og fjármunum sem áður var varið í kalda stríðið verði nú beint að því að hjálpa fátæka fólkinu í heiminum til þess að standa á eigin fótum. Við getum ekki horft upp á hungrið eins og það sé ekki til. Við getum ekki horft upp á börnin sem alast upp í ólýsanlegri fátækt án þess að láta til okkar taka. Við getum ekki horft upp á sjúkdómana, sem herja á þetta fólk eins og plágur fyrri alda í Evrópu án þess að beita þeirri þekk- ingu í lyfjum og læknisfræði, sem við höfum yfir að ráða til þess að hjálpa þessu fólki. Þetta eru hinar tilfinningalegu ástæður WfSStl Morgunblaðið/RAX Frá Mývatni, fyrir þvi að við eigum að láta okkur málefni hinna fátæku þjóða varða. En af því að Vest- urlandabúar hafa ríka tilhneigingu til þess að láta eigin hagsmuni ráða gerðum sínum er ástæða til að benda á, að það eru beinir fjár- hagslegir og pólitískir hagsmunir hinna efn- uðu þjóða heims að rétta fátækum þjóðum hjálparhönd með þeim hætti, að um muni. Það skiptir okkur máli, að Rússland og fyrrverandi leppríki kommúnista í Austur- Evrópu nái sér á strik vegna þess, að þar skapast nýir markaðir fyrir framleiðsluvörur okkar og þjónustu sem gera okkur kleift að bæta lífskjör okkar enn frá því sem nú er. Hið sama á við um fátæka fólkið í Afríku, sumum i'íkjum Asíu og Mið- og Suður-Ame- ríku. Með því að hjálpa því fólki til þess að standa á eigin fótum skapast nýir markaðir fyrir Vesturlandaþjóðir. Þetta er út af fyrir sig alveg sama sjónar- mið og að hluta til lá að baki Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna við bæði okkur Islend- imnga og önnur Evrópuríki eftir lok heims- styrjaldai-innar síðari. Það var ekki bara af einskærri góðmennsku, sem Bandaríkja- menn lögðu fram þá fjármuni. Með því að gera það sköpuðu þeir möguleika á því fyrir bandarísk fyrirtæki að selja framleiðsluvörur sínai' á nýjum mörkuðum. Hinar eigingjörnu ríku þjóðii' á Vestur- löndum geta því litið svo á, að það séu beinlín- is fjárhagslegir hagsmunir þeirra sjálfra að gera risavaxið átak í því að skapa meira efna- legt jafnræði á heimsbyggðinni. Stjórnmálamennirnir og viðskiptajöfrarn- ir, sem hafa fundað í Davos síðustu daga gera sér líka áreiðanlega grein fyrir því, að verði þetta ekki gert, haldi efnamunur áfram að vaxa á milli ríkra og fátækra þjóða heims, geti svo farið, að hinai' fátæku þjóðir leggi til at- lögu við ríku þjóðirnar, að það verði einfald- lega uppreisn fátæka fólksins á heimsbyggð- inni alveg með sama hætti og varð á götum Parísar fyrir rúmum 200 árum. Það yrði að vísu ójafn leikur vegna þess að annar hópur- inn er mun betur vopnum búinn en hinn. En hver vill lifa við slíkar aðstæður? Hver vill lifa við stöðugan ótta um það, að fátækt fólk leggi til oiTustu vegna þess, að hinir ríku taka allt til sín og láta ekkert af hendi? Auðvitað vilja hinar menntuðu og upplýstu þjóðir Vestur- landa ekki búa í slíkri veröld. Þess vegna býð- ur samvizkan okkur að hefjast handa og það gera hagsmunir okkar líka. Læknis- fræðin í fararbroddi? ÞAÐ ER SVO UM- hugsunarefni, hvern- ig á að takast á við fá- tæktina í heiminum og bæta lífskjör fólks. Við Vesturlandabúar höfum sennilega tilhneigingu til að ætla, að það verði gert með peningum og með því að byggja upp atvinnufyrirtæki. Og auðvitað þarf mikla peninga til. En hvað er það, sem hefur bætt lífskjör okkar á Vesturlöndum í víðum skilningi á undanförnum áratugum? Er það ekki um- fram margt annað að framfarir í heilsugæzlu hafa verið svo stórstígar, að þar hefur orðið bylting? I upphafi aldarinnar gat fólk, sem eignaðist börn ekki verið öruggt um, að þau kæmust á legg. Fólk missti börn sín unnvörpum vegna margvíslegra sjúkdóma. Það er ekki lengra liðið en frá lýðveldisstofnun, að orðið berklar skapaði óhug í huga fólks. Og þannig mætti lengi telja. Framfarir í læknisfræði og lyfjaframleiðslu hafa valdið byltingu í lífsháttum okkar. Sú bylting hefur enn ekki orðið nema að mjög takmörkuðu leyti hjá fátæku þjóðunum. Risavaxið átak á heimsvísu í heilsugæzlu mundi valda ótrálegri breytingu í lífskjörum fátæku þjóðanna, þótt þær hefðu úr litlu að spila að öðru leyti. Hið sama á við um menntun. Yfirburðir Vesturlandabúa og hinna sterkríku þjóða í Suðaustur-Asíu eru ekki sízt þeir, að þessar þjóðir hafa menntast svo vel. Ekki eru nema þrír áratugir síðan fulltráar íslenzkra háskólastúdenta á alþjóðlegri ráðstefnu kynntust tveimur stúdentum frá Tansaníu, sem höfðu þá sérstöðu í sínu heimalandi, að þeir voru í hópi örfárra menntaðra manna þar. Stórfellt átak í að mennta hinar fátæku þjóðir heims mundi smátt og smátt skila þeim langt fram á veg. Svo umfangsmiklar aðgerðir á heimsvísu í heilbrigðismálum og menntamálum fátæku þjóðanna kosta mikla fjármuni en þeir eru til á Vesturlöndum og mundu skila sér í vaxandi arði þeiri'a sjálfra á næstu áratugum vegna aukinna viðskipta við þessar þjóðir. Hvar eru hugsjónir Yestur- landabúa? EFTIR AÐ BAR- áttunni við einræði og kúgun kommúnism- ans lauk hafa þjóðir Vesturlanda ekki lengur neinar hug- sjónir að berjast fyr- ir. Að vísu blasa merkileg viðfangsefni við, ekki sízt á sviði umhverfismála og í því að þróa fulltrúalýðræðið i átt til beinna lýðræðis, þar sem fólkið sjálft tekur ákvarðanir í stað kjörinna fulltráa þess. En vandamál okkar eru ekki mörg, ef þau eru mæld á mælikvarða fátæku þjóðanna. Fyrir nokkrum árum var íslendingur, sem gegnir starfi ræðismanns fyrir fjarlæga þjóð á fundi með helzta ráðamanni þeirrar þjóðar. Sá bað ræðismann sinn segja sér frá þeim vandamálum, sem við væri að etja á íslandi. Eftir að íslenzki ræðismaðurinn hafði lýst vandamálum okkar á sviði verðbólgu og fleiri slíkum sagði hinn erlendi ráðamaður: þér komið frá landi, þar sem engin vandamál eru. Þetta er auðvitað kjarni málsins. Vandamál okkar og annarra Vesturlandabúa eru smá- munir í samanburði við þau verkefni, sem við blasa hjá fátæku þjóðunum. Ef hinar menntuðu og upplýstu þjóðir í okkar hluta heimsins hafa þörf fyrir að berj- ast fyrir nýjum hugsjónum er varla hægt að hugsa sér stærra baráttu- og hugsjónamál en það að koma þróunarríkjunum frá fátækt til bjargálna á næstu fimmtíu árum. Það er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Umræðurnar í Davos vekja vonir um að sá vilji sé að skapast. Á nýrri öld hafa Vesturlandabúar ekki stærra verk- efni að takast á við en að skapa meira efnahag'slegt jafn- ræði um heims- byggðina alla. Það á að vera eitt stærsta við- fangsefni hinna ríku þjóða heims á nýrri öld. 111 þess liggja margvíslegar ástæður bæði til- fínningalegar og vegna eigin hags- muna þessara þjóða. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.