Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 48
.8 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir SÆL FRU PLANTA, ERTU HRESS í LAS ? Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk Fyrst nærðu að grípa snjókorn með tungunni. O Ú Og síðan seturðu það í gamla góða örbylgjuofninn. m. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lærum af reynslu annarra þjóða Frá Rúnari Kiistjánssyni: FULL ástæða er til þess að vekja at- hygli á þeim vanda sem getur fylgt vaxandi innflutningi fólks til lands- ins, einkum fólks sem hefur gjörólík- an bakgrunn menningar, trúar og siða en við Islendingar. Þar getur verið um að ræða ein- staklinga sem koma seint til með að falla inn í íslenskt þjóðlíf og hafa ef til vill enga löngun til þess heldur. Því hefur samt löngum verið haldið fram, að þetta fólk upp til hópa sé að koma hingað með þeim einlæga ásetningi að samlagast og verða Islendingar. Látið er óspart í veðri vaka að það vilji aðhyllast menningu okkar og siði og því sé allt í þessu sambandi hið besta mál. Sannleikurinn er hins- vegar sá, að þessu er alls ekki svo farið. Fyrir nokkru kom frétt í Morg- unblaðinu um Búddhatrúarmunk sem hefur dvalist hérlendis og þjón- ustað það fólk sem býr hér og er Búddhatrúar. Þar mun einkum vera um að ræða innflutta Taflendinga. I fréttinni kom fram að verið væri að safna fé til að reisa musteri fyrir Búddhatrúarmenn í Reykjavík eða nágrenni. Nú eru þau mál eflaust eitthvað lengra komin. Einnig hefur komið frétt í Morgunblaðinu um löggildingu trúfélags múslima hér- lendis og þeirra markmið er að koma upp mosku í Reykjavík! Ólfldr trúarsiðir Nú liggur það fyrir að trúfrelsi er stjómarskrárbundinn réttur á Is- landi, en hitt er jafnvíst að með ólík- um trúarsiðum getur fólk hætt að eiga samleið. Það er líka deginum ljósara að innflytjendur þeir, sem hér er rætt um, eru engan veginn að koma hingað til að samlagast ís- lensku mannlífi eins og það er og ganga inn í siði okkar og þjóðmenn- ingu. Það fer best á því að þar sé ekki verið að bera fram neinar blekking- ar. Þegar kristni var lögtekin á Is- landi fyrir árþúsundi, var það álit lögsögumannsins að eitt væri nauð- synlegt til að tryggja friðinn í land- inu - að allir játuðu sama sið! Ég veit ekki til þess að neitt haíi gerst sem dregur úr gildi þess álits fyrir þjóð- arheill. Allir vita að mestu ófriðar- svæði heimsins eru fyrst og fremst lönd þar sem menning, siðir og trúarbrögð rekast á, þar sem tvær eða fleiri þjóðir búa í sama landi við ólíka siði. Leikkonan Brigitte Bardot hefur varað við miklum innflutningi músl- ima í Frakkland og lfldr honum við innrás. Hún segist alls ekki vera neinn kynþáttahatari eða andvíg fólki á þeim forsendum, en hún hafi áhyggjur af framtíð lands síns. Ég get sagt það sama. Ég hef vissar áhyggjur af framtíð íslenskrar þjóð- ar með hliðsjón af þeim aðstæðum sem geta skapast við of mikinn inn- flutning fólks af öðrum uppruna menningar, trúai' og siða. Hver rækti sinn heimagarð Spurningin er einfaldlega sú hvort við Islendingar séum hugsanlega að búa okkur til vandamál í framtíðinni með því að vera andvaralausir í nú- tíðinni? Við erum í raun ekki fleiri en sem svarar íbúafjölda lítillar borgar erlendis. Það gerir okkur viðkvæm- ari en ella fyrir breytingum. Er verið að fara rétta leið í þessum málum? Hver er reynsla bræðraþjóða okkar á hinum Norðurlöndunum í þessum efnum, er eitthvað lagt upp úr henni? Það er að sjálfsögðu gott mál að hjálpa fólki, en stundum er það gert með þeim hætti, að það skapar fleiri vandamál en það leysir. Það fer ör- ugglega best á því að hver rækti sinn heimagarð. Ég held að íslendingar almennt þurfi að skoða þessi mál vandlega og fordómalaust. Nauðsyn- legt er að yfirvöld á hverjum tíma séu vel vakandi fyrir öryggis- og frið- arhagsmunum þjóðarinnar. Menn mega vara sig á því að vakna ekki upp við það einn daginn, að fólkið sem býr í landinu eigi ekki lengur samleið. Það er eðlileg þjóðhollusta að hugleiða þessi mál og vera á verði fyrir hagsmunum hins litla, íslenska samfélags. Menn mega aldrei vera svo hræddir við ásakanir um for- dóma, að þeir þori ekki að tjá sig um mál sem geta skipt ákaflega miklu varðandi velfarnað lands og þjóðar. Það má gæta sín á því að sá ekki þeim fræjum í nútíðinni sem vaxið geta upp til ófamaðar fyrir þjóðina í framtíðinni. Góð lausn í erfiðum mál- um er oft vandfundin, en ábyrgðar- laus og yfirborðskennd umhyggja getur oft orðið tfl mikils skaða. Til eru dæmin um það. Við Islendingar verðum að standa vörð um þjóðlega aríleifð okkar og vernda hana - því eitt er víst, að aðrir munu ekki sinna því hlutverki. Islenska þjóðin hefur aðhyllst kristin lífsgildi síðustu þúsund árin og ég álít að það fari ekki á milli mála að það hefur orðið henni til góðs. Von mín er því sú að hún fylgi þeim vegi áfram og glati ekki því sem ég tel að sé kjarni allrar blessunar í þjóðlífi okkar. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.