Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Svipir fortíðar LIST OG HÖNJVUN Hafnarborg LJÓSMYNDARI í REYKJAVÍK SIGRÍÐUR ZOÉGA Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 28. febrúar. Aðgangur 200 krónur, Sýningar- skrá /bók 3.500 krónur. Sjálfsmynd 1939-40, olía á striga 65x50 sm. Listakona ímótun MYJVDLIST Kjnning L i s t h ii s i ð F o I d LOUISA MATTHÍAS- DÓTTIR Opið laugardag kl. 9.30-18, sunnu- dag kl. 10-18, mánudag ogþriðjudag kl. 10-18. Aðgangur ókeypis. ÞÓTT Louisa Matthíasdóttir, sem lengstum hefur búið í New York, sé nestor íslenzkra mynd- listarmanna, er það fyrst á síðustu áratugum að hérlendir hafa áttað sig á stærð hennar sem málara. Bókin um líf og list Louisu, sem er ein veglegasta sinnar tegundar er gefin hefur verið út um íslenzkan myndlistarmann, og út kom fyrir nokkru, kórónaði svo uppgang hennar á hérlendum listavettvangi. Listakonan hefur aldrei verið til- ætlunarsöm um eigin vegsauka hér á landi, frekar haldið sig til hlés, og þannig hafa einkasýningar hennar verið fáar og enginn tiltak- anlegur hávaði í kringum þær. Að- allega hafa menn fengið að sjá nýj- ar myndir á þessum sýningum, en þó nokkurn veginn getað fylgzt með þróun hennar síðustu áratugi, sem var hæg og markviss með ein- falda hlutvakta flataskipan í fyrir- rúmi. Hins vegar hefur fátt sézt af eldri verkum og minnst þeim sem hún gerði á árunum 1937-1946, eftir heimkomu sina frá námi í Kaupmannahöfn 1937. Skeið um- brota og þreifinga til ýmissa átta, þótt hún héldi lengstum tryggð við upprunalegu pensilskriftina sem hún tileinkaði sér í Kaupmanna- höfn, ásamt afar rökréttum og klárum vinnubrögðum. í tilefni útkomu bókarinnar hafa menn safnað saman úrvali mynd- verka frá þessu tímaskeiði og eru þau öll í einkaeign, þá er ekki vit- að til að nema eitt þeirra hafi verið sýnt opinberlega síðustu áratugi. Verða myndirnar, sem eru 22, til sýnis í listhúsinu Fold næstu fjóra daga, en seinna á árinu eða frá júníbyrjun til júlíbyrjunar er ráð- gerð vegleg sýning á verkum Lou- isu, eiginmanns hennar Leland Bell og dótturinnar Temmu Bell í sölum Hafnarborgar, Af listmál- arafjölskyldu. Má þannig í og með taka þessari sýningu sem eins kon- ar inngangi að hinni stærri fram- kvæmd og er þannig séð snjöll hugmynd, því hún víkkar sjón- hringinn á list Louisu, og eykur skilning á þróun hennar. Slíkar sýningar, þar sem ýmis- legt óvænt er tínt til og sumt kannski án sýnilegs samhengis, nefna menn fágæti ytra og teljast afar markverðir listv- iðburðir og njóta óskiptrar athygli. Fólk vill eðlilega líka fá að sjá þessa hlið á nafnkunnum listamönnum, ekki einungis þröngt úrval hverju sinni. Það sem þessi samtíningur segir okk- ur öðru fremur, er hve drjúgum og upprunalegum hæfileikum Louisa var gædd og hve fljót hún var að átta sig á sértæku og afmörkuðu umfangi þeirra. Og allar tilraunir til annarra átta urðu einungis til að dýpka þessa tilfinningu fyrir opnu og óheftu vinnulagi, að auk reyndist það gæfa hennar að halda sig við hið hlutlæga í stað þess að snúa baki við því líkt og ýmsir fé- lagar hennar. Hún var þar á líku róli og Gunn- laugur Scheving, og bæði upp- skáru ríkulega því hvorugt snéri baki við eðli sínu og upplagi né fórnuðu jarðbundnum kenndum fyrir stundlegan frama í þröngum hópi kenningasmiða. Fígúran dó með sanni aldrei nema í þeim fámenna hópi og eru myndir þeirra Gunnlaugs, Louisu og fleiri hér til vitnis um, og þó eru þær í eðli sínu jafn nútímaleg- ar við hlið óhlutbundinnar listar og myndir Georgíu O. Keeffe við hlið amerískra »hard edge« málara á núlistasöfnum vestra. Hér er það frumkrafturinn og lífsneistinn sem ræður för, hvemig sem pentskúf- urinn nú annars er meðhöndlaður. Bragi Ásgeirsson NÚ í upphafi 21. aldar er engum blöðum um það að fletta, að ljós- myndin í öllum þáttum sínum sé einn giidasti hlekkur sjónlista og myndlistar um leið. Sköpunarmátt- ur ljósmyndarinnar er löngu viður- kenndur, einnig og jafnvel ekki síst hinar svonefndu stofuljósmyndir fyrri ára sem skjalfestu ásjónur samtíðarinnar. Fram hefur komið hve margir þeirra er lögðu fagið fyr- ir sig beittu persónulegum vinnu- brögðum, og að hér var á engan hátt um einslita fjöldaframleiðslu að ræða, þótt slík væri einnig til líkt og í öllum öðrum listgreinum. Og það er löngu Ijóst hve íslenzkir ljósmyndar- ar eiga veigamikinn hlut í íslenzkri menningarsögu, ekki einungis þeirri hlið hennar sem hefur með varð- veislu heimilda að gera, sjálft heim- ildagildið, heldur mun frekar er hann sjónmenntalegs eðlis og skarar listhugtakið um leið. Ljósmyndarar voru virðuleg stétt hér á árum áður, jafnvel í þeim mæli að nálgaðist helgiathöfn að koma inn í stofur þeirra, tól og tæki öllu meiri um sig en nú gerist og tilfæringarnar í kringum tökurnar ólíkt svipmeiri. Að vissu marki litu þeir á sig sem listamenn, en öðru fremur voru þeir afar stoltir og virðulegir fagmenn sem tekið var eftir. Skilin á milli fag- manns og listamanns í ljósmyndun voru önnur og óljósari en nú gerist, og margt af því sem á árum áður áð- ur taldist einungis afar fagmannlega gert nú orðið að heimslist sem ratað hefur inn í virðuleg söfn myndlistar og hangir uppi í nágrenni mikils- háttar myndverka. Óhætt að slá því föstu, að uppgangur og upphefð ljós- myndarinnar var aldrei meiri en síð- asta áratug hðinnar aldar og tók raunar gríðarlegan kipp er hún var í andarslitrum eins og áður hefur verið hermt frá. En þrátt fyrir út- breiðslu og vinsældir ljósmyndarinnar nú um stundir, hefur Ijós- myndavélin smám sam- an orðið að svo almenn- um og fullkomnum brúkshlut í höndum fólks, að almenningur í það heila á erfitt með að skilja hvað veldur að einstakar ljósmyndir eru slegnar á himinháu verði á uppboðum. Heimildagildið á auðvitað sinn hlut að máli um ris ljósmyndarinnar, sjálf myndatakan og meðhöndlan ljósopsins þó öllu meiri. Hér er kom- ið að veigamiklu atriði, sem er að menn leita stöðugt að eigin sjón- reynslu í Ijósmyndum, einhverju sem þeir þekkja og kannast við, helst þykir vænt um, og til saman- burðar við stofuljósmyndirnar má vera portrettmálverkið. Það sem fólk á í báðum tilvikum erfitt með að meðtaka, er að veigurinn liggur ekki einungis i því að fanga sál og útlit persónunnar, kortleggja þetta tvennt, heldur líka í gæðum mynda- tökunnar og meðhöndlun pentskúfs- ins, vinnu- og listbrögðum gerend- anna að baki. Fólk hengir myndir af ættingjum sínum á veggi híbýla sinna, sem er besta mál, en mun síð- ur af ókunngugu fólki fyrir það eitt hve ljósmyndin er frábær í sjálfu sér eða málverkið einstakt. En það er á þessu sem er að verða breyting, því myndefnið er ekki aðalatriðið og eitt sér megnar það sjaldnast að hefja ljósmynd eða málverk á æðra veldi, þótt sérstakar aðstæður hafi hér sitt að segja. Þessar staðreyndir þrýstu mjög á Söguleg mynd á íslenzkum listavettvangi. Sigríður Zoéga & Co: Fundur Listvinafélagsins á ljésmyndastofu Sigríðar Zoéga & Co árið 1922. Talið frá vinstri: Þórarinn B. Þorláksson listmálari, Jófríður Zoéga, Sigríð- ur Zoéga, Jón Stefánsson listmálari og Steinunn Þorsteinsdóttir. Frumkopía í eigu Bryndísar Jónsdóttur. August Sander og Sigríður Zoéga í Kiichhausen um 1960. Eigandi Bryndís Jónsdóttir. Brómolíumynd August Sanders, eins nafnkenndasta ljósmyndara Þýskalands á síðustu öld, af nemanda sínum Sigríði Zoéga 1911. Frumkopía í eigu Bryndís- ar Jónsdóttur. varðandi umfjöllun um stórmerka sýningu Þjóðminjasafns Islands á Ijósmyndum Sigríðar Zoéga í Hafn- arborg, er opnaði í gær. Sigríður er tvímælalaust einn merkasti stofu- ljósmyndari sem Island hefur átt, en það hefur ekki í annan tíma komið betur fram en á þessari sýningu. Myndirnar eru afar vel gerðar og svo hafði Sigríður sitthvað í náms- malnum sem hún lagði rækt við og rekja má til kennara hennar í Köln, hins snjalla ljósmyndara Augusts Sanders, sem tók margar afar góðar myndir af nemanda sínum. Mjög er vandað til sýningarinnar og hafa verið gerðar nýjar og fullkomnar eftirmyndir af flestum myndunum á sýningunni og ekki að efa að margur mun hafa mikið gagn og ómælda ánægju af að litast um á henni, minnast við horfnar kynslóðir og njóta um leið metnaðarfullra vinnu- bragða listakonunnar. Óþarfi er að fara hér út í smáatriði varðandi ævi og lífsferil Sigríðar, því hvorttveggja hefur á skilvirkan hátt verið rakið af Æsu Sigurjónsdóttur listsögufræð- ingi í Lesbók, og enn frekar afar vandaðri bók sem gefin hefur verið út í tilefni sýningarinnar og ritstýrt hefur Inga Lára Baldvinsdóttir, og prentuð var í Odda. Öll sýningin og umbúðir hennar eru sem klár skila- boð þess efnis, að minnimáttar- kennd er óþörf. íslendingar þurfi ekki að leita til útlanda að merkis- viðburðum sambandi við listvið- burði, frekar skyggnast um í túninu heima. Bragi Ásgeirsson M-2000 Sunnudagur 30. janúar Jóhannes Kjarval Yfirlitssýning á verkum Jó- hannesar S. Kjarval verður opn- uð í Listasafni Reykjavíkur kl. 17. Sýningin spannar allan feril Kjarvals og mun hún eiga sér fastan sess í safninu til frambúð- ar. Vefslóð: www.rvk.is/listasafn. Karlakór Reykjavíkur Vígslutónleikar Vígslutónleikar tónlistarhúss- ins Ymis hefjast kl. 14. Sofa urtubörn á útskerjum - frumsýning Frumsýning á heimildarmynd um íslenska selinn hefst í Há- skólabíói kl. 17. Á sömu sýningu verða einnig sýndar: í gegnum linsuna - heimildarmynd um Sig- ríði Zoéga og Órsögur úr Reykjavík - stuttmynd byggð á þremur frumsömdum dansverk- um. Myndirnar þrjár verða sýndar saman kl. 17 fram til 4. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.