Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Þrátt fyrir lægrí tíðni alvarlegra glæpa hér á landi en meðal margra nágrannaríkja ern íslendingar engu síður
áhygg,jufullir yfír afbrotum. Meirihluti afbrota tengist áfengis- og vímuefnum og þau eru einnig talin af þjóðinni
ein helsta orsök afbrota. Þetta kemur meðal annars fram í bókinni Wayward Icelanders eða Afvegaleiddir
Islendingar, sem var að koma út hjá Wisconsin-útgáfunni í Bandaríkjunum. Salvör Nordal fékk bókina í
hendur og spjallaði við annan höfund hennar, dr. Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing.
Island verðugt rannsókn-
arefni í afbrotafræðum
AFBROTAFRÆÐINGAR hafa
einkum rannsakað samfélög þar sem
glæpatíðni er há. Helgi Gunnlaugs-
son, afbrotafræðingur, telur hins
vegai' að rannsóknir á samfélögum
með lága tíðni alvarlegra glæpa, eins
og á íslandi, séu jafnáhugavert rann-
sóknarefni og ekki síður líklegri til
að varpa ljósi á leiðir til að draga úr
afbrotum.
Helgi Gunnlaugsson er dósent í fé-
lagsfræðum og hefur einkum sér-
hæft sig í afbrotafræði. Hann lauk
doktorsprófí frá Missouri-háskólan-
um árið 1992 og hefur síðan kennt
við Háskóla íslands. Á dögunum
kom út bók eftir Helga og John F.
Galliher, prófessor við Missouri-há-
skóla, sem ber nafnið Wayward Icel-
anders: Punishment, Boundary Ma-
intenance and the Creation of
Crime. Bókin er gefin út af virtu
bókaforlagi í Bandarfkjunum, Há-
skólaforlaginu í Wisconsin. í bókinni
er rætt um þróun afbrota á íslandi á
þessari öld í kjölfar þjóðfélagslegra
breytinga og vaxandi ótta almenn-
ings við glæpi. Sérstaklega er rætt
um viðhorf Islendinga til áfengis- og
fíkniefnabrota og baráttu yfirvalda
gegn þeim. Einn kaflinn er til dæmis
helgaður bjórbanninu.
Bjórbann og áfengisbrot
„Kaflinn um bjórbannið er að
uppistöðu grein sem við skrifuðum
árið 1985-86 og var birt í erlendu fag-
tímariti. I þessum kafla veltum við
upp hinum þjóðfélagslega jarðvegi
þessara laga sem var mjög eldfimt á
sínum tíma. I því skyni fór ég í gegn-
um umræður á Alþingi og málflutn-
ing í fjölmiðlum. Helstu niðurstöður
voru að einkum fulltrúar dreifbýlis-
og verkafólks væru andsnúnir bjóm-
um og var því iðulega haldið fram að
bjórinn myndi auka drykkju lands-
manna, sérstaklega verkafólks og
ungs fólks. Þegar ég greindi frá nið-
urstöðunum í Morgunblaðinu árið
1986 fékk ég mjög sterk viðbrögð.
Þjóðviljinn sá til dæmis ástæðu til að
taka málið upp og gagnrýndi viðtalið
og niðurstöðumar með áberandi
hætti.“
Annar stór hluti bókarinnar era
rannsóknir á viðhorfum íslendinga
til afbrota og refsinga og hver þeirra
eru álitin alvarlegust. Þessi hluti var
upphaflega unninn á áranum 1988-
90. Það varð síðan úr þegar ég var í
rannsóknarmisseri í Missouri-há-
skóla árið 1996 að ég fór ásamt John
F. Galliher prófessor að draga efnið
saman á markvissan hátt með það
fyrir augum að skrifa bók sem var
síðan tilbúin til útgáfu fyiir tveimur
áram.
Eðli glæpa breyst á íslandi
„Við beitum margvíslegum að-
ferðum í bókinni til að varpa ljósi á
veröld afbrota á íslandi og greina
ísland í alþjóðlegu samhengi. Opin-
berri skráningu afbrota hefur verið
ábótavant og því þurftum við að
beita fjölmörgum aðferðum eins og
taka viðtöl, gera. kannanir og nota
fjölmiðlagreiningu. Helstu niður-
stöður okkar eru þær að eðli og um-
fang afbrota hefur gjörbreyst á síð-
ustu áratugum. í kjölfar mikilla
þjóðfélagsbreytinga eftir síðara
heimsstríð með þéttbýlu iðnaðar- og
þjónustusamfélagi hafa afbrotin
breyst. Auðgunarbrotum hefur
fjölgað til muna enda mun fleiri
tækifæri til þeirra í allsnægtasamfé-
Iagi samtímans.
Eðli ofbeldisbrota hefur sömuleið-
is breyst í takt við aukið þéttbýli og
ópersónulegri samskipti. En samfé-
lagsgerðin hefur ekki aðeins gjör-
breyst að innri gerð heldur einnig ut-
anfrá. Með vaxandi tengslum við
umheiminn gætir erlendra áhrifa í
afbrotum rétt eins og á öðram svið-
um samfélagisns. Fíkniefnin sem
flætt hafa til landsins era því hluti af
aukinni opnun og alþjóðavæðingu Is-
lands. Hins vegar hefur alvarlegum
afbrotum ekki fjölgað veralega á
allra síðustu áram þó að áhyggjur al-
mennings hafi vaxið mjög. Þá gætir
einnig vaxandi óánægju með réttar-
kerfið."
Afbrot á íslandi
í alþjóðlegu samhengi
„Ef við beram ísland saman við
önnur lönd era alvarleg afbrot, eins
og morð, vopnuð rán, grófar líkams-
árásir og skipulögð glæpastarfsemi
enn hlutfallslega fátíðari hér en víð-
ast í nágrannalöndunum. Þegar
kemur að ýmsum minniháttar glæp-
um eins og þjófnaði eram við þó ekki
ósvipaðir öðram þjóðum. Á sviði
áfengisbrota skipum við þó ákveðna
sérstöðu og sá málaflokkur er um-
fangsmikill. Áhyggjur íslendinga af
glæpum era þó talsverðar og síst
minni en hjá öðrum þjóðum. Það
kemur til dæmis fram að um 45%
þjóðarinnar telja afbrot mjög mikið
vandamál hér á landi en aðeins 12%
voru þessarar skoðunar fyrir rúmum
tíu árum. Og sama er að segja um þá
sem telja afbrot lítið vandamál hér á
landi. Einungis 8% þjóðarinnar telja
svo vera en var tæpur þriðjungur
fyrir um tíu árum(sjá mynd 1). Þann-
ig að breytingar á upplifun Islend-
inga af glæpum virðast ekki alveg
vera í takt við breytingar á fjölda
þeirra í samfélaginu."
Af hvaða afbrotum hafa íslending-
ar mestar áhyggjur?
„Mestar áhyggjur hefur almenn-
ingur af vímuefnabrotum. Helming-
ur þjóðarinnar telur fíkniefnamál
vera mestan vanda en var 40% fyrir
tíu áram. Sömuleiðis hafa áhyggjur
af ofbeldi vaxið mjög. Önnur afbrot
vega mun minna (sjá mynd 2).
Áfengislagabrot eiga sér langa sögu
hér á landi og hafa ávallt verið fyrir-
ferðamikill brotaflokkur eins og
bragg, smygl og ölvun og óspektir á
almannafæri. Þá er ölvunarakstur
stór hluti lögbrota, en hér á landi eru
nálægt 1% þjóðarinnar tekin fyrir
ölvunarakstur á hverju ári. Þetta er
hátt hlutfall og heldur hærra en við
sjáum í nágrannalöndunum og sýnir
hversu mikilvægur þessi málaflokk-
ur er hér á landi. Samt er neysla
áfengis á íslandi með því lægsta sem
þekkist á Vesturlöndum en drykkju-
siðirnir hafa hins vegar verið óhefl-
aðri.“
Hver er skýringin á vaxandi
áhyggjum Islendinga, sérstaklega ef
afbrotum hefur ekki fjölgað veralega
að undanförnu?
„Umíjöllun í samfélaginu um auk-
ið ofbeldi og aukna fíkniefnaneyslu
ungs fólks hefur vafalítið ýtt undir
almennar áhyggjui- íslendinga. Og
þó að tíðni afbrota hafi ekki vaxið
umtalsvert á síðustu árum sýna er-
lendar rannsóknir að jafnvel þótt af-
brotum og ofbeldisglæpum fjölgi
ekki álíta sífellt fleiri afbrot og of-
beldi vaxandi vanda. Einnig er ekki
ósennilegt að einstök stór afbrota-
mál sem komið hafa upp á síðustu
misseram og vakið óhug og umtal í
samfélaginu setji mark sitt á mat al-
mennings. Hins vegar er athyglis-
vert að þessar áhyggjur hafa ekki
enn a.m.k. dregið úr persónulegu ör-
yggi fólks í sínu byggðarlagi."
Vaxandi umræða um afbrot
„íslenskt samfélag hefur gengið í
gegnum miklar breytingar svo skýr-
ingar á vaxandi áhyggjum almenn-
ings era skiljanlegar í ljósi þeirra og
eðlisbreytinga á afbrotum. Málefni
afbrota hafa verið að koma meira
upp á yfirborðið og inn í daglega um-
ræðu. Hér áður fyrr vora afbrot
sjaldan rædd í þingsölum en síðustu
tíu árin hefur umræðan snúist um
þau í vaxandi mæli. Sama má segja
um fjölmiðla. Fjölmiðlalandslagið
hefur breyst með tilkomu einkarek-
inna fjölmiðla og afbrot eru vinsælt
og gott fréttaefni. Þannig að hér er
um nokkra samverkandi þætti að
ræða.
í bókinni er kafli um fjölmiðla og
sérstaklega greind umræðan í Morg-
unblaðinu. Það sem vakti sérstaka
athygli okkar er að fjöldi innlendra
afbrotafrétta í blaðinu endurspeglar
mjög ástæður fangelsisvistar í land-
inu. Um helmingur frétta um afbrot
var um auðgunarbrot og um helm-
ingur fanga í fangelsum hefur setið
inni fyrir brot af því tagi og sama má
segja um hlutfall annarra afbrota-
frétta og ástæður fangavistar. Þá má
einnig sjá að fjöldi frétta um afbrot
hélst nokkuð stöðugur fram til 1993
en þá varð talsverð aukning sem
virðist hafa haldist síðan."
Ólík meðferð fíkniefna-
brota og kynferðisbrota
„Það er einnig áhugavert að bera
saman meðferð tveggja afbrota hér á
landi í réttarvörslukerfinu; fíkn-
iefnabrota og kynferðisbrota. Fyrir
rúmum tíu árum kom út tímamóta-
skýrsla um meðferð nauðgunarmála
á íslandi og í kjölfar hennar vora
gerðar verulegar lagabætur. Fyrstu
vísbendingar virtust gefa til kynna
að lögin hefðu í raun bætt réttar-
stöðu þolenda en síðan virðast ýmsar
vísbendingar benda til þess að sótt
hafi í sama farið. Þetta vekur upp
spurningar um hvort réttarkerfið sé
nægilega vel í stakk búið til að
vernda réttaröryggi þolenda kyn-
ferðisbrota.
Réttarkerfið setur stíf skilyrði um
sönnunarbyrði og að viðkomandi
hafi framið brotið af ásetningi sem
getur stundum verið örðugt að sanna
með óyggjandi hætti í kynferðis-
brotamálum. Af þessum sökum má
spyrja hvort að finna verði annan
farveg fyrir þessi mál við hliðina á
réttai'kerfinu, sér í lagi mál er tengj-
ast misnotkun á börnum. Þá er mik-
ilvægt að einblína ekki eingöngu á
athæfið sjálft heldur reyna einnig að
glíma við orsakirnar og reyna að
koma í veg fyrir verknaðinn sjálfan.
í Ijósi þessara vandkvæða í meðferð
mála af þessu tagi kemur niðurstaða
Hæstaréttar í nýlegu kynferðis-
brotamáli í raun ekki á óvart.
í samanburði við kynferðisbrota-
mál hafa fíkniefnamál gengið tiltölu-
lega snurðulaust í gegnum réttar-
vörslukei-fið og sýknudómar verið
sjaldgæfir. Fíkniefnamál eru al-
mennt viðurkennd í samfélaginu sem
stór vandi og fólk sammála að dómar
eigi að vera þungir. Það virðist því
vera leyfilegt að beita nánast hvaða
brögðum sem er til að uppræta
þennan vanda og tæknileg vafaatriði
ekki flækst eins mikið fyrir mönnum.
Þetta birtist t.d. í óhefðbundnum að-
ferðum eins og húsleit án heimildar
og götuhandtökum á fólki sem lítur
út fyrir að vera í fíkniefnum. Sama
afstaða kemur reyndar einnig fram í
framgangi lögreglunnar gegn ölvun-
arakstri en hér á landi virðist hún
geta stöðvað ökumenn af nánast
engu tilefni öfugt við það sem þekk-
ist t.d. í Bandaríkjunum. Af þessum
sökum kemur sýknudómurinn yfir
Kio Briggs á óvart. Ekki er ósenni-
legt að sá dómur endurspegli að ein-
hverju leyti alþjóðlega strauma í
réttarfarsfræðum um trygga og
hlutlæga málsmeðferð á öllum stig-
um málsins. Eg er t.d. ekki eins viss
um að Briggs hefði verið sýknaður
fyrir tíu áram.“
Ólögleg og lögleg
vímu- og fíkniefni
„Ólögleg fíkniefni era tiltölulega
ný í okkar heimshluta og valda því
skiljanlega meiri ótta og titringi en
lögleg fíkniefni eins og áfengi og
tóbak sem hafa unnið sér ákveðinn
sess. Og þó að fíkniefni valdi miklu
tjóni í samfélaginu bliknar það í sam;
anburði við löglegu fíkniefnin. I
Bandaríkjunum þar sem fíkniefna-
vandinn er álitinn hvað svæsnastur á
Vesturlöndum deyr t.d. um hálf mil-
ljón manna árlega vegna tóbaks- og
áfengisneyslu en einungis örfá þús-
und vegna ólöglegra fíkniefna. Hlut-
föllin era mjög svipuð hér á landi en
um 3-400 látast árlega vegna tóbaks-
notkunar. Þannig að fíkniefni, ekki
síst hin löglegu, valda óneitanlega
miklu heilsutjóni.
Hér er líka ríkjandi sú skoðun að
vímuefnin séu helsta orsök glæpa.
Hvort sem rætt er við lögreglu, dóm-
ara eða fanga, virðast allir einhuga