Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 25 MYND 1 Spuming: Telur þú að afbrot séu mikið eða lítið vandamál hér á landi? 56 56i Svör úr könnunum árin 45 föBPÍI. 1989> 1994 °9 1997: 32 12 ?! Mjög mikið i Frekar mikið 12 Frekar lítið Mjög lítið MYND 2 Spurning: Hvert af eftirtöldum afbrotum telurþú mest vandamála hér á landi? Svör úr könnunum árin 1989, 1994 og 1997: 25 ffn 21 17 10 4%E|5% □ 11 IB 5% Fíkniefna- Kynferðis- Þjófnaðir/ Fjársvik Ofbeldi/ um þetta samhengi. Aðrar ástæður eins og þær sem rekja má til þjóðfé- lagslegra aðstæðna eða breytinga; svo sem menntunar, fátæktar eða at- vinnuleysis eru ekki eins viður- kenndir orsakavaldar. Vímuefnin eru því að áliti íslendinga bæði meg- inástæða afbrota og eru einnig stærsta lögbrotið.“ Ungt fólk gert að glæpamönnum Hvað finnst þér þá um þær skoð- anir að leyfa vímuefni og hætta þar með að gera neyslu þeirra að glæp? „Við eigum ekki að rasa hér um ráð fram. Rétt eins og refsilöggjöf- inni hefur ekki tekist að leysa fíkn- iefnavandann er jafnvíst að lögleið- ing þessara efna gerir það ekki heldur. Líklega myndi neytendahóp- urinn stækka og kostnaður samfé- lagsins sömuleiðis. Ef við skoðum þetta hins vegar í ljósi lengri tíma tel ég líklegt að frjálsræði í fíkniefna- málum eins og á öðrum sviðum sam- félagsins muni aukast og áherslan á að leysa fíkniefnavandann í gegnum réttarkerfið eigi eftir að fara minnk- andi. Við getum ekki útrýmt fíkniefnum og ég spái því að í framtíðinni muni þessi málaflokkur í auknum mæli færast út úr réttarkerfinu inn í aðrar stofnanir eins og félags- og heil- brigðiskerfið og einstaklingurinn um leið gerður meira ábyrgur fyrir lífi sínu og heilsu. Með því að gera fíkni- efnaneyslu að glæp erum við í raun að hrekja hana útí skúmaskot spenn- unnar og hörkunnar og ungt fólk sem neytir þessara efna gerum við að glæpamönnum. Þó áhrif neyslunnar valdi óneitan- lega tjóni megum við ekki gleyma því að afleiðingar af handtökum og fangelsunum á ungu fólki geta einn- ig verið afdrifaríkar. Við verðum að reyna að tengjast ungmennunum betur og á markvissari hátt í stað þess að ýta þeim frá okkur með þess- um hætti. Stundum heyrist að gera verði skýran greinarmun á innflytj- endum efnanna, sölumönnum og neytendum og það er vitaskuld nauðsynlegt. Hins vegar má ekki gleyma því að í mörgum tilfellum er þetta í sömu höndum.“ Fíkniefnin sameina þjóðina! „Umræðan um þessi mál ein- kennist því miður stundum af óyfir- veguðum hræðsluáróðri. Dæmi um slíkt er yfirlýsing embættismanns nokkurs í sjónvarpinu þess efnis að hass og heróín væru í raun jafn- hættuleg efni. Hvað segir þetta ungu fólki sem er að fikta með kannabis- efni? Að það sé allt í lagi að prófa heróínið líka? í þessu samhengi er mikilvægt að flokka fíkniefnin í stað þess að hræra þeim saman í einn pott. Sum fíkniefni eru hættulegri en önnur - en öll ber að varast. Við verðum að ræða þessi mál yfirvegað og fordómalaust og umræðan verður að byggjast á rannsóknum og endur- spegla þekkta skaðsemi efnanna. Annað getur haft þveröfug áhrif.“ Er afstaða Islendinga til fíkniefna dæmi um mál sem sameinar þjóðina og því nauðsynleg? „Fíkniefnaneysla hefur óneitan- lega orðið að tákni um að ekki sé allt með felldu í samfélaginu. Á tímum róttækra þjóðfélagsbreytinga eins og á Islandi þar sem hefðbundin gildi virðast í uppnámi er nauðsyn- legt að hafa eitthvað sem allir geta sameinast um. Fíkniefnin þjóna þessu hlutverki í íslensku samfélagi, það er auðvelt að sameinast gegn ógn fíkniefna, hvort sem í hlut á for- seti, þingmenn eða almenningur og samkennd íslendinga vex um leið. Ekki síst í Ijósi þess að hér er um ut- anaðkomandi hættu að ræða sem beinist einna helst að ungu fólki, sem eru framtíð þjóðarinnar. Þetta eru því eðlileg viðbrögð við breyttu eðli afbrota en þau mega ekki verða til að dreifa huga okkar frá því að þessi mál eru margslungin og einfaldar lausnir eru ekki í boði. Okkur er einnig hollt að hafa í huga að við búum enn a.m.k. í samfélagi með ótal kostum sem við ættum að leitast við að vemda og hlúa að um leið og við tengjumst æ meir hinu al- þjóðlega samfélagi. Viltu rétta HJÁLPARHÖND? Viljum bæta við sjáfboðaliðum Sjálfboðaliðar Rauða krossins starfa við átaksverkefni eða föst verkefni 6-10 tíma í mánuði hjá: - Vinalínu - Ungmennadeild - Kvennadeild - Sjálfboðamiðlun - Rauðakrosshúsi Starfið er fjölbreytt og uppbyggjandi, en ekki síst - skemmtilegt! KYNNINGARFUNDUR KL. 20.00 MÁNUDAGINN 31. JANÚAR í SJÁLFBOÐAMIÐSTÖÐ R-RKÍ, HVERFISGÖTU 105. Upplýsingar í síma 551 8800. Sölubúðir á sjúkrahúsum, alþjóðahópur, símsvörun, verkstæði, skyndihjálp, sjúkravinir, unglingastarf o.fl. AUT ÚTSALA ALA TSALA TSAL SALAÚTSALAÚTSAL ALAÚTSALA LAÚTS AÚTS ÚTSALA UTSAL AUTSA ÚTSALAÚTSALAÚTSA ÚTSALAÚTSALAÚ TSALAÚT ALAÚT ALAÚTSAL LAÚTS ALAÚT LAÚTS AÚTSA ÚTSALAÚTS SALAÚT SALAÚTSAL ALAÚT TSALAÚ ALAÚ LAÚTSALA LAÚT LAÚT TSALA UTSA UTSA SALAÚ TSALA SALAÚ ÚTSALAÚTSA SALAÚ LAÚT ÚTSAL LAÚTS ÚTSA TSALA ÚTSAL TSALA AUTSAL TSALA LAUT ÚTSAL ALAÚT ÚTSA UTSALAUTSALAUTS AÚTSAL AUTSAL SALAU ALAUTSALAUTSALA SALAÚTSALAÚTS LAUTSALAUTSALA ALAÚTSALAÚTSA TSALA ALAÚTSALAÚT AÚTSA LAÚTS ÚTSALAÚTSALA TSAL UTSA ALAÚTSAL ÚTS LAÚTSA AÚT LAÚ ÚTSALAÚTSA TSA ÚTS OPIÐ LAUGARDAG11-16 SUNNUDAG 13-16 VIRKA DAGA10-18 Raðgreíðslur til allt að 36 mán. HÚSGAGNAVERSLUN SÍÐUMÚLA 20 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 553 3200,568 8799 • FAX 553 3100 HAFNARSTRÆTI 22 • AKUREYRI SÍMI 4611115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.