Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 28
Í8 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
/ /
Aætlað hefur verið að velta tengd stangaveiði á Islandi sé í kringum 1,8 milljarðar á ári hverju og þar af renni um
helmingur beint til veiðifélaga, þ.e.a.s. landeigenda. Laxveiðileyfí standa undir stærstum hluta þessarar tölu sem
hefur farið hækkandi síðustu árin. En auðlindin, þótt rík sé og gjöful, er einnig brothætt og viðkvæm. Guðmund-
ur Guðjónsson ræddi um þessi mál við Sigurð Guðjónsson, framkvæmdastjóra Veiðimálastofnunar, sem sagði
m.a. að oftrú á kerfíð mætti ekki stefna framtíð fiskistofna í voða.
Morgunblaðið/gg
Hver lax er dýrmætur.
Gj öful
auðlind en
viðkvæm
Sumir telja það laxastofnum til framdráttar að sleppa veiddum laxi.
UMRÆDD tala, 1,8 milljarðar, er
einskorðuð við veiðileyfi og nánustu
þjónustu við veiðimenn, svo sem
fæði og uppihald í veiðihúsum, leið-
sögumenn og umboðslaun milhliða
við sölu veiðileyfa. Inni í tölunni eru
ekki tekjur fjölmargra aðila sem
njóta góðs af miklum og vaxandi
fjölda stangaveiðimanna. Má þar
nefna þá sem reka söluskála, bens-
ínstöðvar, gistiþjónustu, bflaleigur,
flugþjónustur og fleira. Sigurður
Guðjónsson styðst í útreikningum
sínum við ritgerð sem Björn Snær
Guðbrandsson vann á sínum tíma
og var notuð til uppreiknunar af
tímaritinu Frjálsri verslun fyrir
nokkrum árum. Um það bil helm-
ingur af umræddri upphæð er til-
komin af veiðileyfunum einum, hinn
helmingurinn af þjónustunni þeim
tengdum. Laxveiði á nær alfarið
umrædda tölu, en að sögn Sigurðar
er hlutur silungsveiði vaxandi. Þar
eru tölur þó allar lægri. Bæði eru
silungsveiðileyfi mun ódýrari en
laxveiðileyfi þó þau hafi víðast
hækkað talsvert síðustu árin og í
langflestum tilvikum vantar auk
þess marga þjónustuliðina sem
tengjast beint laxveiðinni. Hins veg-
ar njóta óbeinu aðilarnir ekki síður
ríkulega góðs af landshomaflakki
silungsveiðimanna. Sá þáttur kann
að vera nokuð stór, því almennt er
talið að silungsveiðimenn séu mun
fleiri en laxveiðimenn.
Hver lax skilar miklu
Sigurður hefur reiknað út hvað
hver lax er að skila í tekjum talið.
Hann segist hafa miðað við fjögur
síðustu árin, en tvö þau fyrstu var
verðlag nokkuð stöðugt á veiðileyfa-
markaðinum. Síðan byrjaði verð að
hækka nokkuð og á síðasta ári mik-
ið. „Það er mikil þensla farin af
stað, það nægir að skoða ár eins og
Miðfjarðará, Þverá, Langá, Fnjóská
og fleiri. Aðrar ár eru fastar í samn-
ingum, en þær munu eflaust fljóta
með um leið og færi gefast. Ég
reiknaði út meðalverð veiðileyfa á
þessu tímabili og miðað við að í
fyrra veiddust liðlega 30.000 laxar á
stöng hér á landi, sem var aðeins
undir meðalveiði síðustu ára. Mér
telst til, að með þjónustunni hafi
hver lax lagt sig á um 58.000 krón-
ur, þar af renna 18.000 til 20.000
krónur beint til veiðifélaganna.
Þetta er tala sem hækkar með
þenslu og því fleiri laxar sem veið-
ast, þeim mun minna skilar hver
veiddur lax. Hins vegar sjáum við
síðustu árin að það eru engar bylt-
ingar í veiði, heildaraflinn að að
dingla þetta sitt hvoru megin við
meðaltalið. Það var þó 9.000 laxa
sveifla á milli sumranna 1998 til
1999, en fyrra sumarið veiddust rétt
tæplega 40.000 laxar og komu þá
um 45.000 krónur fyrir hvem veidd-
an lax,“ segir Sigurður.
Ljóst er, að um umtalsverðar
tekjur er að ræða hjá þeim landeig-
endum sem eru svo heppnir að eiga
hluti í laxveiðiám, en á sama tíma
og menn hafa umræddar tekjur vill
Sigurður undirstrika að auðlindin
er bæði viðkvæm og brothætt. ís-
lenskir laxastofnar hafa verið í
nokkru jafnvægi, en erlendis er
ekki sömu sögu að segja og þrátt
fyrir margs konar umsvif einstakl-
inga og hópa í þágu laxvemdar hafa
laxastofnar í flestum löndum farið
hallloka. Svo mjög, að fyrir vestan
haf berjast ýmsir umhverfisvemd-
arhópar fyrir því að Atlantshafs-
laxinn verði skráður sem tegund í
útrýmingarhættu.
Sigurður segir að vel þurfi að
gæta auðlindarinnar á íslandi og
menn megi ekki sofna á verðinum.
Blikur séu fljótar á loft ef ekki er að
gætt. „Það þarf að skoða vandlega
hvort laxastofnar hér á landi þola
þá aukningu í sókn sem orðið hefur.
Að mínu viti hafði lagabreyting sem
gerð var árið 1994 ekki góð áhrif.
Þar var kveðið á um rýmri heimildir
í veiðitíma. Menn gátu sótt um
framlengingar og hafa verið tals-
vert í því fari að treysta um of á
kerfið. Hugsað sér að fyrst þetta sé
leyfilegt þá hljóti það að vera allt í
lagi. A sama hátt hafa menn freist-
ast til að bæta við stöngum þegar
eftirspurnin eftir laxveiði hefur auk-
ist. Veiðifélög verða að fara að öllu
með gát og afla sér þekkingar á ást-
andi stofnsins í ánni. Þetta gera
mörg veiðifélög með árlegum rann-
sóknum, en alls ekki öll.En spurn-
ingin er alltaf þessi: Hvað þolir
stofninn? Er verið að taka of mikið
af stórlaxi, er gengið of freklega á
hrygningarstofninn? Hvað með ný-
liðun og hvað með ofveiði? Við
þekkjum dæmi um að stangaveiði
getur náð 70-80% af laxagöngunni í
einstökum ám. Við höfum áhyggjur
af þessu og höfum hleypt af stokk-
unum vöktunarverkefni þar sem við
munum fylgjast með tveimur af
þessum minni og viðkvæmari ám,
Krossá á Skarðsströnd og Vestur-
dalsá í Vopnafirði, og nota reynslu
okkar þar til að draga ályktanir og
finna út hvemig best er að tryggja
vöxt og viðgang laxastofna. Þetta
mun verða eitt af meginmálum okk-
ar á ársfundinum í mars. Þá mun
m.a. Bjarni Jónsson fiskifræðingur
á Hólum mæta með niðurstöður sín-
ar frá rannsóknum á ástandi laxa-
stofns Vatnsdalsár, þar sem nær
öllum veiddum laxi hefur verið
sleppt síðustu sumur. Það er mikil-
vægt að fá botn í þetta mál, því sum
árin eru litlu árnar hart sóttar. Ef
það er bara eitt og eitt ár, þá ná
þær sér aftur, en ef ástandið er við-
varandi þá er illt í efni og ástæða til
grípa til viðeigandi ráðstafana."
Hvuð vakti eiginlegu fyrir mönn-
um að heimila þessar frumlenging-
ar?
„Þessi breyting var hugsuð fyrir
bergvatnsár sem falla til jökulvatna,
þar sem lax á það til að ganga seint
á hausti úr jökulvatninu. Þetta á
reyndar ekki við um Borgarfjarð-
arárnar og ekki lengur um Svartá,
þar sem Blanda er nú tæplega jöku-
lá lengur. Þá er eftir Stóra-Laxá.
Mistökin í þessu liggja í þeirri
hættu, að menn fari að færa sig upp
á skaftið og komast upp með það.
En það er veiðifélaganna að sækja
um framlengingar á sama hátt og
það er fyrst og síðast þeirra að hafa
áhyggjur af hugsanlegum afleiðing-
um þessa. Þetta eru jú þeirra
tekjur. Eins og ég sagði, menn hafa
haft tilhneigingu til að treysta um
of á kerfið, en vonandi er það að
breytast. Við höfum látið vita af
okkur í þessu máli, m.a. sent út bréf
til veiðiréttareigenda þar sem við
óskum eftir upplýsingum um veiðiá-
lag og fjölda stangardaga.“
Silungur einnig í deiglunni
Á sama tíma og laxveiðin hefur
rótfest sig svo mjög að vinsældum
að nánast engin aukning er á fram-
boði og slegist er um þekktustu
árnar, lendi þær í útboði, eykst
mjög ásókn í göngusilungsveiði,
sjóbirting og sjóbleikju. Þama eru
miklir möguleikar. Þó að átak hafi
verið í rannsóknum á þessum teg-
undum allra síðustu ár, má segja að
þama sitji menn aftar á merinni í
þekkingu á því hvað þeir stofnar
þola.
„Þetta var ekki vandamál, sóknin
var óvíða svo þung, en nú verður að
skoða málin. Sjóbirtingur getur ver-
ið sérstaklega viðkvæmur og ámar
sjálfar verja stofna sína misvel. Þá
á ég við að þær em misjafnar frá
náttúmnnar hendi. Flestar bestu
sjóbirtingsárnar em í Vestur-
Skaftafellssýslu og þó stutt sé á
milli þeirra em þær afar ólíkar.
Tökum sem dæmi Grenlæk annars
vegar og Hörgsá hins vegar. Fram-
leiðslan er margfalt meiri í Grenlæk
og áin sýnist standa undir því veið-
iálagi sem hún er beitt. Aðgengilegt
veiðisvæði Hörgsár er hins vegar
stutt og framleiðslan lítil miðað við
á eins og Grenlæk. Hins vegar hef-
ur álag á Hörgsá aukist til muna.
Þar er bæði vor- og haustveiði á
sjóbirtingi og góð nýting stangar-
daga. í slíkum tilvikum er nauðsyn-
legt að skoða hvort stofn árinnar
þolir álagið,“ segir Sigurður.
Sjóbleikjustofnar em liðfleiri í
flestum tilvikum en stofnar sjóbirt-
inga og sjóbleikjan er sterk í mun
fleiri ám og víðar á landinu en sjó-
birtingurinn. Lífsskilyrði fyrir hana
era víða mjög góð og sumar ár era
beinlínis gósenland fyrir hana. Sig-
urður bendir á að ein allra besta
sjóbleikjuá landsins, Eyjafjarðará,
er ekki aðeins vatnsmikil og því
vandveiddari en smærri vatnsföll,
heldur getur snjóbráð hamlað veið-
um og þá varið um leið stofninn, svo
dögum og jafnvel vikum skiptir.
Sama megi segja um Svarfaðar-
dalsá.
,AHrar aðgæslu er þó þörf við
mat á hvað sjóbleikjustofnar þola,
því aðsóknin í hana eykst ekki síður
en í sjóbirtinginn. Því miður þekkj-
um við lífsferil sjóbleikju allt of lítið
og svo koma einnig inn atriði eins
og netaveiði í sjó, sem víða er tals-
verð en lítið skráð, t.d. í Eyjafirði.
Gallinn við silungsrannsóknir er
hins vegar sá að þó veiðifélög séu
öll af vilja gerð, þá em yfirleitt litl-
ar tekjur af veiðiskapnum í byijun
og ná aldrei þvílíkum upphæðum og
þar sem lax er aðalfiskurinn. Fyrir
vikið eiga landeigendur tæplega
fyrir rannsóknum og eina leiðin er
að fá fé utan frá. Það er erfitt verk
og ekki hlaupið að því, þó það hafi
tekist stöku sinnum eins og við
sjóbirtingsrannsóknir í Fitjaflóði og
norður í Hópi. Þetta stendur og fell-
ur með styrkjum á sama tíma og
rannsóknir þarf venjulega að
stunda um eitthvert árabil. Menn
sjá vandann þar í hnotskurn," segir
Sigurður Guðjónsson.