Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Gunnlaugur Jónsson fæddist í Reykjavík 9. janúar 1943. Hann lést hinn 20. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Elias Helgason, sjómaður og síðar deildarsljóri hjá Ríkismati sjáv- arafurða, f. 15. júlí 1912, d. 2. febrúar 1998 og Margrét'Jó- hannesdóttir frá Hlíð í Álftafirði, f. 9. sept- ember 1912, d. 28. mars 1999. Gunn- laugur var næstelstur Qögurra systkina 1) Sigurrós, lyQatæknir, f. 30. október 1937, gift Páli V. Jóns- syni vélfræðingi, 2) Jóhannes, flug- virki, f. 19. febrúar 1945, kvæntur Ingigerði Sigurðardóttur leik- skóiakennara. 3) Magnús tækni- fræðingur, f. 17.12. 1949, kvæntur Sigrúnu Knútsdóttur, sjúkraþjálf- ara. Eftirlifandi sambýliskona Gunnlaugs er Anna Soffía Óskars- dóttir sérkennari. Hennar foreldr- ar eru Pálína Þorsteinsdóttir, f. 12. apríl 1927 og Óskar Ögmundsson frá Kaldárhöfða í Grímsnesi, f. 2. júní 1923, d. 4. apríl 1996. Barn Gunnlaugs og Önnu Soffíu, er Ósk, f. 29. apríl 1979. Árið 1964 kvænt- ist Gunnlaugur Margréti Kristins- Við felum Guði genginn öðlingsmann Góð er heimavon, það er alira vissa Samt spyr ég stöðugt: Hvers vegna einmitthann. Hann sem vildi ég síst af öllu missa. (J.J.) Elsku pabbi. Ég hef aldrei óskað þess eins heitt og nú að geta fært tím- ann aftur. Ég gæfi hvað sem er fyrir eitt símtal, svo ég gæti sagt þér í orð- um það sem ég skrifa núna. Þú ert stór persóna í mínu lífí, stóri sterki pabbi. En bak við sterkt yfirborðið bjó viðkvæmt hjarta, og einhver byrði hefur verið þér of þung og myrkrið fyllt huga þinn sem annars var svo bjartur. Þú varst ríkur maður maður, áttir stóran barnahóp sem þú varst svo stoltur af, svo yndislega konu og fullt af bamabörnum sem áttu í þér hvert bein. Ég veit þú munt vaka yfir okkur öllum og við munum láta minningu þína lifa. Missir okkar allra er mikill en fyrir þau tuttugu og þrjú ár sem ég fékk að eiga með þér vil ég inni- lega þakka þér. Allar minningar mínar mun ég geyma og deila með bömunum mfn- um og ég veit að það munu systldnin mín líka gera. Eitt sagði vitur maður við mig: „Þú skalt aldrei dæma mann fyrr en þú hefur gengið daglangt í skóm hans.“ Ég vil að þú vitir að þótt ég skilji ekki hvers vegna þú tókst þessa ákvörðun þá verð ég að virða það og sætta mig við að þú hafir valið dauðann þótt þú hafir viljað lifa. Ég hafði alltaf áhyggjur af þvi að þú ynnir of mikið en þú hlóst og sagðir alltaf að ein- hvem daginn myndir þú fá þér vinnu í skóbúð og vinna frá tíu til tvö og taka klukkutíma í mat, en þú hefðir aldrei fundið þig í því, þú þurftir allt- af að hafa eitthvað fyrir stafni, og allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerð- irðu vel. Þú gast alltaf framkvæmt það sem öðrum fannst ómögulegt. Þú passaðir vel upp á okkur öll og varst alltaf tilbúinn að hjálpa okkur í öllu og hafðir óbifandi trú á okkur. Ég man svo vel eftir því þegar þú fórst með mig og bömin mín að skoða haustlitina í Heiðmörk, ég hafði dóttur frá Brautarhóli i Biskupstungum. Börn þeirra eru: 1) Jónína Hulda, f. 7. aprfl 1965. Sambýlis- maður hennar er Steinn Þórarinsson. Börn Jóninu eru Rut Margrét, Amleif Mar- grét, og Kristrún Dagmar Friðriksdæt- ur. Börn hennar og Steins eru Gunnlaug- ur Steinn og Páll Árni. 2) Jón Elías, f. 20. september 1971. Hans sambýliskona er Þór- hildur Rúnarsdóttir. 1976 hóf Gunnlaugur sambúð með Auði Strandberg. Börn þeirra eru 1) Guðrún Erla, f. 11.6.1976, sambýl- ismaður hennar er Heiðar Reynis- son. Börn hennar era Róberta Sól Bragadóttir og Sigurður Sævar Bragason. 2) Friðþjófur Helgi, f. 25. október 1980. 3) Hrafnhildur Björg, f. 2. nóvember 1983. Gunn- laugur ólst upp við Skeijaljörðinn í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann hóf sjómennsku ungur að árum, eftir grunnskólapróf vorið 1958 réðst hann sem háseti á bv. Úranusi síð- ar á bv. Hallveigu Fróðardóttur og starfaði hann við fiskimennsku og farmennsku til ársins 1962. Nám í pípulögnum hóf hann árið 1964, aldrei komið þangað áður en nú mun ég minnast þessarar stundar hvert haust með börnunum mínum. Elsku pabbi, heimurinn verður fá- tækari án þín og það er svo margt hægt að segja og margt sem mig langar að þakka þér fyrir en við hitt- umst á ný, þar til óska ég þér alls hins besta og bið þess að þér líði vel. Kaffi- bollann sem við ætluðum alltaf að skreppa saman og fá okkur mun ég rukka þig um seinna. Mig langar að kveðja þig um sinn með laginu sem þér þótti svo fallegt. Eg sem í fjarlægð ijöllin bakvið dvelur og fagi'ar vonir tengdir líf mitt við. Minn hugur þrárir, hjartað ákaft saknar er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei hvem hjartað kallar á? Heyrirðu storminn kveðju mína ber? M fagra minning eftir skildi eina sem aldrei gleymi meðan lífs ég er. (Karl 0. Runólfsson.) Ég elska þig, pabbi minn, alltaf. Þín dóttir Guðrún Erla. Elsku pabbi. Ég hefði aldrei trúað því síðast þegar ég talaði við þig að það yrði í síðasta skipti sem ég myndi tala við þig. Og núna þegar hugurinn er svo fullur af svo mörgum spurn- ingum og söknuðurinn er svo mikill þá eru allar yndislegu minningarnar um þig sem fá okkur til að brosa í gegnum tárin. Minningamar um þig eru svo ótal margar, þegar ég var lítil til pabbastelpa og þú bjóst alltaf til töfrakakóið okkar sem var búið til úr okkar leyniuppskrift, ferðalögin okk- ar og bara allt sem við höfum gert saman. Þú varst alltaf svo sannur og alltaf svo hjálpsamur og þú varst allt- af tilbúinn að gera allt sem þú gast fyrir alla. Þú lagðir alltaf allan þinn metnað í allt sem þú tókst þér fyrir hendur og varst svo duglegur og fyrir þér var ekkert ómögulegt. Þú hafðir alltaf óbifandi trú á okkur systkinun- um, eins og þegar við hittumst fyrir jól rétt áður en ég fór í próf og ég kveið fyrir en þá sagðir þú mér að hafa engar áhyggjur því ég gæti þetta alveg. Þetta lýsir þér svo vel, þú varst alltaf svo stoltur af okkur syst- stundaði búskap með tengdaföður sinum 1965 og 1966. Tekur síðan til við nám og lýkur sveinsprófi í pípulögnum árið 1971. Á samdrátt- artíma í byggingariðnaði árin 1968-1970 starfrækti hann ásamt Margréti eiginkonu sinni fiskbúð í Árbæjarhverfí í Reykjavík sam- tímis pípulagningarstörfum sín- um. Hann stofnar fyriríækið Stál- ofna árið 1976 ásamt Gunnari Þormóðssyni. Árið 1980 hóf hann starf sem verksmiðjustjóri í físki- mjölsverksmiðju útgerðarfélags- ins Njarðar í Sandgerði og starfaði þar til ársins 1987, með þessu erils- ama starfi setur hann upp harð- fiskþurrkun og pökkun í bflskúr við íbúðarhús sitt og starfaði við það ásamt sambýliskonu sinni Auði Strandberg, koma þau sfðan upp fullkominni harðfiskverkun við Hafnargötu í Sandgerði. Hannaði hann þá verksmiðju sjálfur, smíð- aði hús og búnað, einnig stundaði hann róðra á eigin bát ásamt eldri syni sfnum. Árið 1994 starfar hann sem verksmiðjustjóri við fiski- mjölsverksmiðju Lóns hf. á Vopna- firði, síðar starfar hann við upp- setningu á fiskimjölsverksmiðju í Sinaloc-héraði í Mexfkó árin 1995- 1996. Eftir heimkomu frá Mexfkó hefur hann störf við fiskimjöls- verksmiðju á Djúpavogi og vann meðal annars við uppbyggingu þeirrar verksmiðju og starfaði þar til æviloka. Útför Gunnlaugs fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 31. janúar og hefst athöfnin klukkan 13.30. kinunum og efaðist aldrei um að við gætum það sem við ætluðum okkur. Það var ekki til neitt bam sem ekki hændist að þér og þú sagðir okkur alltaf hlæjandi sögumar af bama- bömunum sem þú varst líka alltaf svo stoltur af. Ég vildi óska að ég hefði nokkrar mínútur í viðbót með þér til að segja þér hvað mér þótti ofboðslega vænt um þig og þótt það sé erfitt verð ég að sætta mig við ákvörðun þína. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minnmgum hlýjum. (Hailgrímur J. Hallgr.) Elsku pabbi minn, ég þakka þér fyrir yndislegu sextán árin sem við áttum saman. Minningarnar um þig munu alltaf eiga stóran hluta af hjarta mínu. Þín dóttir Hrafnhildur Björg. Faðir minn. Hvaðseméggeri, hvertsemégfer, þaðégframkvæmi meðþér, þvíþúáttþinnstað héríhugamér. Þínsártmunégsakna ensælqamunfram þvíégveithvarégget gengið að ömggri hjálp. Pabbi, takk fyiir allt. Friðþjófur Helgi. Það fá ekki allir uppskorin laun erfiðisins. Pabbi var einn af þeim. Það er margt gott hægt að segja um hann, of margt til að segja í stuttu máli. Hann hafði þann góða sið að tala aldrei illa um fólk. Eitt sinn sagði hann við mig, „Ef þú ert staddur þar sem tveir hópar manna eru saman og annar hópurinn er að tala um veðrið en hinn að tala illa um fólk, sestu þá hjá þeim sem eru að tala um veðrið.“ Góð speki. Hann hafði endalausa starfsorku, sennilega of mikla. Hann hlífði sér aldrei þegar vinna var ann- ars vegar. Hún skyldi ganga fyrir. Hann vann oft sólarhringum saman án mikillar hvfldar, það varð jú að redda hlutunum. Ef hver maður hefði til að bera þá vinnusemi sem hann hafði, þá væri ísland öðruvísi. Ég þyrfti að ganga ævina tvisvar á enda til að vinna þau handtök sem hann vann. Það var lítið um frí. Hann vildi öllum vel, það var alveg sama hvað borið var undir hann, hann vildi ávallt hjálpa, sama hvort það var til að redda horuðum unglingi plássi á sjó eða aðstoða við pípulagn- ir. Við reddum því, sagði hann. Þá var því reddað. Þetta reddast, elskan, þetta reddast, sagði hann þegar eitt- hvað bjátaði á. Það var ekki til það vandamál sem ekki var hægt að leysa, það var ekkert óleysanlegt. Því miður varð það ekki hinn stóri sann- leikur. Það reddast því miður ekki aJlt. Um jólin hittumst við öll, börn pabba og barnabörn, hann hafði á orði að þar færi fríður og vandaður hópur. Það voru orð að sönnu. Það er óhætt að segja að hann hafi skflið eft- ir sig mikil verðmæti í ómetanlegum mannauð þótt hann sé til feðranna genginn. Það hafði lengi verið draum- ur pabba að róa á trillu, honum leið vel á hafinu, frjáls eins og múkkamir, mávamir og riturnar, óháður öflu og öUum nema veðri og almætti. Fyrir nokkram áram lét hann drauminn rætast. Ég fékk það hlutverk að vera háseti á trillunni. Þá kynntumst við fyrst. Tvö sumur, tveir á báti. Hann lagði allt undir. Sá draumur fjaraði þó út smám saman, það var nefnilega að mati sumra ekki talið skynsamlegt að slíkir menn skyldu eiga þau for- réttindi skilin að mega lifa af því sem hafið gefur. I sátt við guð og náttúr- una. Það var ekki nógu hagkvæmt. Það er engum manni hollt að vera sviptur draumum sínum og frelsi. Nú rær hann á æðri miðum, laus við lénsherra, undir eftirliti almættis- ins. Það er nokkuð víst að sólin held- ur áfram að koma upp á morgnana, það verður bara ekki eins gaman. Ég þakka fyrir samverana, pabbi minn, og þær góðu, en of fáu stundir sem við áttum saman. Ég kveð þig með miklum trega. Jón Elias. Elsku pabbi, þakka þér fyrir síð- ast, þegar þú komst hér við hjá okkur í Rauðholtinu að kveðja á leiðinni austur. Við kvöddumst innilega og vel. Það var svo gott að hafa þig hjá okkur á jólunum og yndisleg stund sem við áttum saman systkinin með þér og Önnu Soffíu. Alltaf hefur þú verið svo duglegur að hafa samband, að heyra hvernig við hefðum það, og sýnt okkur og okkar högum mikinn áhuga. Þar af leiðandi hafðir þú góða innsýn í öll okkar störf og líðan. Hvernig stelpumar spjöraðu sig í skólanum, hvar strákarnir væru staddir á þroskaferlinum, hvað Steinn væri að braska og hvernig ég hefði það. „Hvemig hefurðu það, elskan mín?“ spurðir þú gjaman, enda vora þér töm hlýleg orð til sam- ferðamanna þinna. Að hlusta var einn af þínum góðu eiginleikum og af góðum ráðum áttir þú nóg. Sá lærdómur sem lífið gaf þér, honum miðlaðir þú til mín og ég er ríkari fyrir bragðið. Þinn lífsins skóli var oft erfíður og þrautimar sífellt þyngri. En þú með þína skemmtilegu lífssýn sást skondnu hliðamar á henni „tóru“. Sagðist vera búinn að sjá það að þetta yrði erfitt svona fyrstu hundrað árin. Ég þekki ekki marga sem hafa steytt á svo mörgum skerjum á líf- sleiðinni. Nú ert þú róinn, pabbi minn, vonandi á fengsæl mið án allra skerja og óveðra. Við óskum þér góðrar ferðar, þú munt ávallt vera í hugum okkar og hjörtum. Guð geymi þig- Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta þvi sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Þín dóttir, Jónína, Steinn, Ruth, Amleif, Gunnlaugur og Páll. Hjartkæri afi, far í friði, fóðurlandiðhimnesktá, þúsundfaldar þakkir hljóttu, þínumlitluvinumfrá. Vertu sæll um allar aldir, alvaldshendi falinn ver, innílandiðunaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Elsku afi, takk fyrir stundirnar sem við áttum saman. Guð geymi þig. Sigurður Sævar og Róberta Sól. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHF. Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Aðstoðum við skrif minningarrgreina Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri_________________útfararstjóri GUNNLAUGUR JÓNSSON Elsku afi, nú veit ég að vegú- Guðs eru órannsakanlegir. Og ég veit líka að þér á ég aldrei eftir að gleyma. Og Guði vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Það var alltaf svo gaman að fá að hafa þig hjá okkur um jólin. Manstu núna síðustu jól þegar Kristrún var að líma fiðrildið á hár- spöngina fyrir mig með naglalíminu. Og þetta límdist allt fast á puttana á henni þegar klukkumar hringdu inn jólin. Mamma hringdi upp á sjúkra- hús eftir að við vorum búin að reyna öll sterk efni sem við fundum til að reyna að ná spönginni af henni. En á meðan hún hringdi notaðir þú „afa- sálfi'æðina og náðir að mjaka þessu af á meðan hún öskraði eins og Ijón. Svo era nú óteljandi ólsen ósen spil sem við spfluðum hér við eldhúsborðið. Stundum birtist þú óvænt frá Djúpa- vogi og ef ég spurði þig hvaða ferða- lag væri á þér sagðir þú að þig hefði bara langað til að spila ósen. Ég á alltaf eftir að hugsa til þín þegar ég sæki einkunnimar mínar því þú minntir mig alltaf á að taka með mér prik til að skoppa núllunum í tíunum mínum heim. Það vora svo skemmti- leg ferðalögin sem þú fórst með okk- ur Hrafnhildi í. Gerðir þér lítið fyrir og keyrðir alla leið á Akureyri með okkur, bara vegna þess að okkur langaði að prófa sundlaugina þar. Svo þegar við foram í Vík í Mýrdal og þú fórst og skoðaðir allt og gerðir allt sem hægt var að gera þar í kring. Afi, ég vona að þér líði betur núna þar sem þú ert og fáir að hvfla í friði. Ég veit að þú fylgist með okkur í hverju fótspori þótt við sjáum þig ekki. „Jesús bróðir vor og frelsari. Þú þekkir dánarheiminn. Fylgdu vini voram, þegar við getum ekki fylgst með honum lengur. Miskunnsami faðir, tak á móti honum. Heflagi andi, huggarinn, vertu með oss. Amen.“ Afi, þú veist að mér mun alltaf þykja vænt um þig og ég gleymi þér aldrei. Mundu mig og ég man þig. Takk fyrii' að fá að kynnast þér. Þín dótturdóttir, Ruth Margrét. Elsku afi. Ég veit að þú ert í góðum höndum núna. Ég veit líka að þér mun ég aldrei gleyma. Ég man svo vel eftir því þegar við fóram að heimsækja þig á Vopnafjöi'ð. Við spiluðum Ólsen Ólsen og yddjódd og svo gafstu okkur kfló af lakkrís. Ég man líka eftir því þegar þú komst til okkar á Þorláks- messu og Kristrún hljóp til mín og sagði mér að þú værir kominn. Þú varst svo glaður og allir vora svo glaðir þegar þú komst til okkar. Þú spurðir mig hvort ég vildi spila og við fóram í keppni og þú vannst með smá svindli og auðvitað svindlaði ég líka smá. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig á jólunum. Það verður svo tómlegt á næstu jólum þegar þú verður ekki hjá okkur. Þeg- ar ég græt heyri ég þig segja „Ekki gráta, elskan, þá gerir þú meira úr því sem minna er.“ Guð, ég þakka þér að í þínum höndum er bæði líf og dauði. Þú annast um okkur í lífinu og þú annast líka um okkur þegar við deyjum. Ég bið þig, leyfðu afa sem er farinn frá okkur að vera hjá þér um alla eilífð, svo við getum glaðst þó að við séum sorgmædd. Elsku afi, þú munt ávallt búa í hjarta mínu. Þín dótturdóttir, Arnleif Margrét. Hann var alinn upp við slark, útilegur, skútuhark. Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stældu kjark. (Öm Arnarson) Þar kom að því, Gulli minn, að ég settist niður og páraði þér nokkrar línur. Svei mér, en ég held að þessar h'nur séu þær fyrstu sem ég skrifa þér ef frá eru talin nokkur póstkort. Þú hefur verið mér ofarlega í huga undamfama daga og hugurinn hefur reikað til liðins tíma. Mínar fyrstu skýra minningar um þig era frá þeim tíma þegar ég var bam og þú ungl- ingur. I bamsminni varst þú mikill harðhjaxl og töffari og vinahópurinn þinn var af því tagi sem við pollarnir í „Skeijó" voram hálf smeykir við, enda margir þeirra „stórtöffarar af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.