Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚÁR 2000 43 MINNINGAR Sturlusonar og frásögnum Egils sögu af ættföður Borgfirðinga. Minntist hann Önnu í Þingnesi jafn- an síðan með þökk í huga. Löngu síð- ar fór hann margar ferðir að bænum í fylgd fjölskyldu sinnar og sagði þá frá ýmsum atburðum úr bernsku, er honum voru minnisstæðir. Námsferill föður míns varð stopull og í raun lét honum sjálfsnám betur en hefðbundið skólanám. Hann lagði stund á norræn fræði, tungumál og sögu, fyrst við Háskóla íslands og síðar í Osló, en lauk ekki lokaprófum. Fór því svo, að hann vann alla ævi að rannsóknum sínum og ritstörfum sem sjálfstæður og óháður fræði- maður, óbundinn af ríkjandi kenn- ingum háskólafræðanna og hygg ég að þetta hafi orðið honum að miklu leyti til góðs. En jafnan virti hann vísindin mest allrar mannlegrar við- leitni og var fróður um sögu þeirra að fornu og nýju. Um tvítugt kynntist Þorsteinn kenningum þeim, sem jarðfræðing- urinn og heimspekingurinn dr. Helgi Pjeturss hafði borið fram í Nýalsrit- um sínum íyrr á öldinni. Honum varð fljótt ljóst, að þar var um að ræða heilsteypta og vel rökum studda heimsfræðikenningu og kom sér fljótt í kynni við aðra áhugamenn um þetta málefni. Hann var meðal stofn- enda Félags Nýalssinna árið 1950 og tók virkan þátt í starfi þess frá upp- hafi, ritstýrði m.a. fyrstu tímaritum félagsins og komst við það í tengsl við margt ritfært gáfufólk til sjávar og sveita. Frá öllum landshornum komu bréfin, þar sem lýst var áhuga á málefninu og margvíslegum stuðn- ingi heitið. Og af dugnaði var safnað frásögnum af draumum og merkileg- um fyrirbærum, sem Islendingar hafa löngum viljað kalla dulræn og síðan látið þar við sitja. En það nægði ekki Nýalssinnum, sem leituð- ust jafnan við að skilja fyrirbærin og skýra þau til fulls með vísindin að vopni. Á fundum þeirra var fjallað Þá gafst henni í tækifæri til að hitta allan hópinn sinn og spjalla og fræð- ast ögn um hagi hvers og eins. Bömin hópuðust í kringum hana og nutu þess að segja henni frá og fá um leið að hlúa ögn að ömmu sinni. Þegar ég horfi til baka og lít yfir samskipti okkar síðustu þrjá áratug- ina er mér efst í huga þakklæti og hlýja. Að fá að ganga með slíkri konu og læra af henni réttsýni, ráðvendni og skynsemi er ómetanlegt. Okkur sem eftir lifum, ber skylda til að heiðra minningu Herdísai’ með því að gera lífsspeki hennar að okkar: Vertu sannui' og trúr því sem þér er falið. Hvíl í friði. Ingibjörg. Elsku amma á Sogó. Nú þegar þú ert farin vitum við að þú ert komin á betri stað. Þrátt fyrir það munum við alltaf saknað þín. Við vitum að þú verðui- hjá okkur hvert sem við förum og í gegnum allt sem framtíðin á eftir að bera í skauti sér það sem við eigum eftir ólifað og þar til við hittumst aft- ur. Elsku amma, við munum aldrei gleyma þér og öllu því sem þú gerðir fyrirokkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson.) Þegar við komum til þín í Árskóga varstu ekki lengi að útbúa fyrir okkur pönnukökur og annað gott. Á meðan sagðir þú okkur skemmtilegai’ sögur af honum Jóni langafa. Þú varst alltaf svo glöð og aldrei leið og vildir gefa okkur allt og gera allt fyrir okkur, sama hvað það var. Þú tókst ávallt á móti öllum með opnum örmum, líka þegar þú varst orðin veik. Þá skipti það þig alltaf miklu máli að okkur hði vel, fyrr varstu ekki ánægð. Þú vildir hafa nóg konfekt til að gefa okkur. Við munum alltaf muna þegar við komum til þin á spítalann á nýái-sdag og þú baðst okkur um að klára konfektið því að þú ætlaðir heim þegai' það klárað- ist og við hámuðum það í okkur. Guði treysti ég og óttast eigi. Jón Ómar (Nonni), Elísabet (Lisa), og Gunnar. um stjörnufræði, jarðfræði, þróun- arkenningu og vísindasögu og gefin út margvísleg rit og er ekki ofsagt að félagsskapur þessi hafi, þegar best var stefnt, verið nokkurskonar akad- emía íslensks alþýðufólks. Bóndinn og rithöfundurinn Þor- steinn Jónsson á Úlfsstöðum í Borg- arfirði var löngum einn af foringjum Nýalssinna og höguðu örlögin því svo að hann varð einnig tengdafaðir Þorsteins. Hann kvæntist Steingerði konu sinni árið 1959 og var sambúð þeirra afar farsæl. Móðir mín studdi starf eiginmanns síns með miklum drengskap og dugnaði og saman komu þau á legg sonunum þrem. Og þótt faðir minn væri jafnan mjög með hugann við áhugamál sín og sæti löngum stundum við ritvél og síðar tölvu, unni hann sonum sínum mikið og ræktaði vel skyldur sínar sem fjölskyldufaðir. Um rúmlega 20 ára skeið var hann skrifstofumaður við heildverzlunina Járn og gler og kynntist í því starfi daglegum gangi þjóðfélagsins, sem honum hafði lengi verið nokkuð fjarlægur vegna hinna langvinnu veikinda. Nýalsmál áttu enn sem fyrr hug hans allan og árið 1975 réðst hann í ritun bókar á ensku um kenningar dr. Helga. Þeirri bók gaf hann heitið Astrobiology (Stjömulíffræði) og náði hún nókkurri útbreiðslu í Bandaríkjunum og víðar erlendis. Þótti sumum bókarheitið djai'flega valið og víst er, að á þeim tímum þótti ekki viðeigandi að velja slíkt nafn vísindum þeim, sem fást við leit að lífi utan Jarðar. En þegar fréttir tóku að berast af fundi nýrra sól- hverfa fyrir fáeinum árum varð hér snögg breyting á og Astrobiologi var skyndilega orðin viðurkennd vís- indagrein á vegum NASA og ann- arra stofnana. Þá hló föður mínum hugur í brjósti - jafnvel þótt hann vissi að enn væri langt bil milli hinn- ar viðurkenndu stjömulíffræði og þeirrar, sem hann hafði lengi boðað. Faðii' minn var fræðimaður um hinn forna arf íslendinga, þaulkun- nugur Eddukvæðum, íslendingasög- um, konungasögum og Sturlungu. Hvikaði hann aldrei frá þeirri skoð- un sinni, að hinum best rituðu sögum væri vel treystandi sem heimildum um atburði á fyrstu öldum byggðar í landinu. Þau hjónin fóm víða um land í sumarleyfum sínum og heim- sóttu sögustaði og enn minnist ég þess er hann las fyrir okkur Islend- ingasögur á heimili okkar við Álf- hólsveginn fyrr á ámm. Og hin síðari ár leið varla sá dagur að ekki væri einhver hinna bestu sagna á vinnu- borði hans, því aldrei taldi hann sig fullnuma í þeim ritum. Hann liðsinnti fornvini sínum, Sveinbirni Beinteins- syni, við stofnun Ásatrúarfélagsins árið 1973 og var félagsmönnum jafn- an ráðhollur síðan, þótt hann tæki lítinn þátt í hinu daglega starfi. Tímar liðu og nokkuð dofnaði yfir starfsemi Nýalssinna og þótti Þor- steini hægfara brekkusóknin í þágu þess málefnis hér á landi. Hann beindi því sjónum sínum meir og meir til útlanda og tók árið 1986 að gefa út tímaritið Hugin og Munin, sem hann sendi vinum og kunningj- um í ýmsum löndum. Rauði þráður- inn var sem fyrr kenningar Helga Pjeturss, en einnig flutti tímaritið margvíslegan fróðleik um hina fornu norrænu menningu og annað merki- legt. Og ekki leið á löngu þar til bréf- in fóru að berast og að þessu sinni frá öllum heimshornum og veitti það honum mikla ánægju að skrifast á við gáfað og hugsandi fólk austan hafs og vestan. Líklega skiptir það fólk hundruðum eigi allfáum erlend- is, sem af tímariti þessu hefur fræðst um hinar íslensku heimskenningar og höfðu margir lesenda á því orð, að Þorsteinn hefði beint þeim inn á braut sjálfstæðrar hugsunar með skrifum sínum. Nokkrar ferðir voru farnar til út- landa að hitta góða vini og samherja og vil ég hér segja sögu af einni þeirra. Félag ásatrúarmanna í Ber- lín bauð Þorsteini til sín árið 1992 og var augljóst fyrirfram að hann mundi flytja fyrii’lestur um hin fornu fræði í Schloss Charlottenburg, þar sem félagsmenn höfðu pantað fund- arsal. Sama dag birtist svohljóðandi fyrirsögn þvert yfir baksíðu helsta dagblaðs borgarinnar: „Eingöngu heiðingjar? Hverjir standa á bak við þetta fundarhald?" Það var greini- legt að fréttamanninn grunaði að fé- lagsskapur þessi ætti þarna von á gesti sem flytja mundi mjög vafa- saman boðskap, enda var fundurinn um kvöldið vaktaður af útsendurum yfirvalda auk þess sem blaðafólk í leit að einhverju mjög bitastæðu var mætt á staðinn. En þessum óboðnu gestum varð ekki að ósk sinni, því gesturinn frá íslandi hafði ekkert misjafnt fram að færa. Hann flutti þarna skörulegt erindi um Snorra Sturluson og goðasögur hans, sem góður rómur var gerður að og lauk síðan máli sínu með því að lýsa yfir því, að síðustú orð Snorra, „Eigi skal höggva“, ættu að verða einkunnar- orð hins þriðja árþúsunds, sem senn færi í hönd. Þetta hefur orðið mér minnis- stætt, því það sýnir svo vel, líkt og fjöldamargt annað sem hann skrifaði um dagana, að ævistarf hans var í raun unnið með málstað alls mann- kyns í huga, þótt hann legði jafnan mikla áherslu á þjóðerniskennd sína og færi aldrei með hana í neinar fel- ur. Hann hafði oft áhyggjur af fram- tíð þjóðarinnar á tímum örra breyt- inga, sem enginn virðist vita með vissu hvert stefna. Yngsta son sinn, Eirík, misstu for- eldrar mínir árið 1996 og varð sonar- missirinn föður mínum erfiður. Tók heilsu hans þá smám saman að hraka og var hann síðustu árin undir stöð- ugu eftirliti lækna og hjúkrunarfólks á Vífilsstaðaspítala. Móðir mín ann- aðist hann af einstakri umhyggju jafnt nótt sem dag en undir lokin var ljóst að hverju dró. Við leiðarlok er mér tvennt minnisstæðast um þenn- an mann; annars vegar hugprýði sú og einurð, sem hann sýndi með því að fylgja ekki tíðarandanum heldur vinna áratugum saman að kynningu á starfi Helga Pjeturss, jafnvel þótt engin viðurkenning fengist fyrir af hendi „þjóðfélagsins“. Hins vegar er það stórhugur sá og metnaður fyrir hönd íslenskrar fornmenningar, sem fram kom í öllu er hann ritaði um þau mál. Fylgismenn hans, vinir og ætt- ingjar kveðja hann nú og þakka hon- um merkilegt ævistarf og nú er eftir að sjá hvort nokkrir verða til að taka upp merkið og halda því starfi áfram. Þorsteinn Þorsteinsson. Um síðustu helgi barst sú frétt frá Vífilsstöðum að skarð hefði verið höggvið í raðir ásatrúarmanna, þar sem látinn væri Þorsteinn Guðjóns- son, siðfélagi vor, eftir æðrulausa baráttu við langvarandi heilsubrest. Þorsteinn var með afbrigðum þjóð- rækinn og gagnmenntaður, sér í lagi í íslenskum fræðum. Það var því mikill hvalreki fyrir vorn sið að Þor- steinn gerðist einn af frumkvöðlum Ásatrúarfélagsins og langar mig að rekja þá sögu stuttlega. Upp úr 1960 fóru þeir Þorsteinn og Sveinbjöm Beinteinsson (síðar allsheijargoði), sem reyndar áttu ættir að rekja til sömu sveitar, að hittast meðal ann- ars til að bera saman bækur sínar og fara með fornan kveðskap. Smám saman löðuðust fleiri að fundum þessara fræðaþula, einkum áhuga- menn um heiðinn menningararf okk- ar íslendinga. Það var þó ekki fyrr en árið 1971 að ásatrúarmenn fóru fram á að félag þeirra yrði viður- kennt sem löggilt tnifélag. Það hljómar sjálfsagt undarlega í eyrum yngi-a fólks að þessi ósk mætti harðri andstöðu ýmissa þjóðkunnra valds- manna, bæði veraldlegra en þó eink- um geistlegra. Af þessu tilefni spratt ritdeila milli stríðandi fylkinga auk þess sem fylgja þurfti málinu fast eftir hjá viðkomandi ráðuneyti. Það var ekki síst fyrir þrautseigju og rökfestu Þorsteins sem sigur vannst, þó Ása-Þór hafi rekið smiðshöggið, sem eftir var tekið. Lokasennan var ákaflega mögnuð: Mótbárur ráðun- eytisins voru m.a. rökstuddar með því að stjórnarskráin heimilaði mönnum að trúa á guð með ólíkum hætti og stofna um það félög en ekki væri gert ráð fyrir fleiri en einum guði. Snemma árs 1973 fóru þeir Svein- björn og Þorsteinn einu sinni sem oftar á fund Ólafs Jóhannessonar þá- verandi dómsmálaráðherra. Á við- ræðufundi þeirra var loft lævi bland- ið en þófkennt þar til Ólafi var bent á að hann hafði í bók um íslenska stjórnskipan túlkað þetta ákvæði þannig að ef svo ólíklega vildi til að einhverjum dytti í hug að stofna hér ásatrúarfélag yrði að leyfa það. Ráð- herrann sló hendi í borð og hringur féll af fingri í þann mund er hann sleit fundi. Þorsteinn hafði þá á orði: „Hrynja nú af þér gullhringamir, Ól- afur.“ Var eftir því tekið að Ólafi var bmgðið við þessi orð. Lauk þannig fundi þeirra að mikil þykkja var í mönnum þegar þeir gengu frá stjórnarráðinu í björtu og heiðskíru veðri. En rétt í þvi laust eldingu nið- ur í spennistöð í miðbænum sem olli því að mið- og vesturbær, þar með talið stjórnarráðið, varð rafmagns- laust. Þá sáu menn að þrumuguðinn Þór var á ferð og nokkrum dögum síðar kom samþykki ráðuneytisins. Síðan hefur eldingu ekki lostið niður í Reykjavík. Eftir að leyfi var fengið fyrir fé- laginu barst hróður þess víða og kom það í hlut Þorsteins að annast um öll erlend samskipti Ásatrúarfélagsins. Sinnti Þorsteinn því starfi svo lengi sem heilsa hans leyfði. Þor- . steinn mótaði strax þá stefnu að nota íslensk orð s.s. ásatrú, Lögrétta, Al- þingi, goðar o.s.frv. Þetta kom fram í bréfaskriftum hans, Þingvallabók- inni og fréttabréfinu Huginn og Muninn, sem gefið er út á ensku. Um þessar mundir eru erlendu félögin orðin hátt á þriðja hundrað að tölu og líta þau flest að mestu til Islands sem fyrirmyndar. Þannig hefur Þor- steinn markað söguleg spor og mun lifa í verkum sínum um ókomin ár. Eins og fram hefur komið hafði Þorsteinn trausta fræðilega þekk- ingu á vorum sið sem ekki var vef- engd. Það bar því oft við að Svein- bjöm og síðan Jörmundur leituðu til Þorsteins þegar þurfa þótti. Þor- steinn átti sem goði fast sæti í Lög- réttu og gegndi undirritaður starfi staðgengils hans í fjarveni Þor- steins. Samskipti okkar Þorsteins urðu því meiri hin síðari ár eftir að veikindi hans ágerðust. Ég lít á það sem mikil forréttindi að hafa ekki einungis notið leiðsagnar Þorsteins heldur og öðlast vináttu þess góða drengs. Það var sannarlega mann- bætandi. Þorsteinn óttaðist ekki dauðann enda trúði hann einlæglega á fram- haldslíf. Valkyijan Sigurdrífa, sem fylgir mönnum til Valhallar, mælir fyrir um hvemig búa skuli sómasam- lega um nái hvort heldui' þeir hafa farist á hafi, eru vopndauðir eða hafa dáið á sóttarsæng. Laugskalgera, þeimerliðnireru, þvohenduroghöfuð, kembaogþerra, áður í kistu fari, ogbiðjasælansofa. (Sigurdrífumál) Þetta hefur nú verið gert. Ása- trúarmenn kveðja Þorstein með virðingu og söknuði, en meiri er missir fjölskyldu hans eiginkonu, sona og bamabarna. Goð og góðar vættir veiti þeim styrk og stoð. , Sigurður Þórðarson. • Fleirí minningargreinar um Þor- stein Guðjónsson bíða birtingar og munu birtastí blaðinu næstu daga. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLÍNAR KRISTMUNDSOÓTTUR frá Eskífírði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjaldarvíkur og Dalbæjar fyrir kærleiksríka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Vilborg Friðriksdóttir, Hjálmar Ólafsson og fjölskyldur. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS ÞORSTEINSSONAR, Engjaseli 70, Reykjavík. Reynir Ragnarsson, Halldóra Gísladóttir, Anna Nína Ragnarsdóttir, Þorsteinn Hreggviðsson, Þorsteinn Ragnarsson, Svava Sigurðardóttir, Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, Ingimundur Einarsson, Snorri Ragnarsson, Elínborg Ragnarsdóttir, Michael Clausen, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Valdimar Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR TEITSSONAR verkstjóra, Glæsibæ 12, Reykjavík. Guðrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Helga Herlufsen, Anna Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.