Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Varst þú nokkuð að segja, Dóri litli? Island í brennidepli Gautaborg, Morgunblaðið. ENGLAR alheimsins, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar eftir skáldsögu Einars Más Guðmunds- sonar var vígslumyndin á kvik- myndahátíðinni í Gautaborg sem hófst á föstudag. Um tuttugu íslenskar kvikmynd- ir, gamlar og nýjar, verða sýndar á hátíðinni sem stendur til sjötta febrúar. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Islands, og Marita Ulvskog, menningarráð- herra Svia, settu hátíðina með ávörpum. Vigdís situr einnig í dómnefnd hátíðarinnar sem af- henda mun verðlaun til leikstjóra, kvikmyndatökumanna og handrita- höfunda. Englar alheimsins var sýnd fyrir fullum sal í Drekabíóinu í Gauta- borg og lifðu áhorfendur sig greinilega inn í atburðarásina og klöppuðu er söguhetjurnar höfðu lokið kvöldverði á Hótel Sögu og báðu þjón að hringja á lögregluna. I gær voru tveir umræðufundir um íslenskar kvikmyndir. Annar fjallar um undanfarin tuttugu ár í íslenskri kvikmyndagerð, hinn um einkenni íslenskra kvikmynda. Atta kvikmyndir keppa um verð- laun á hátíðinni sem nema eitt hundrað þúsund sænskum ki-ón- um. Meðal þeirra eru Englar al- heimsins og Úngfrúin góða og hús- ið. Stafrænar og myndavélar Það sparar bæði tíma og peninga að fá myndirnar á stafrænu formi beint í tölvuna. Hentar mjög vel fyrir alla myndræna framsetningu t.d við gerð á vörulistum, auglýsingum, skýrslum, netsíðum o.fl. Komdu við hjá okkur í Lágmúla 8 og kynntu þér málið. ; • Hægt að tengja við sjónvarp > Tekur 32 mb smartmedia kort (4mb fylgja með 59.900 kr. stgr. mm omt OLYMPUS 1.3 mtton Ptm* C-830 > 1,3 milljón punkta upplausn (1280x960) > Hægt að tengja við sjónvarp • Tekur 16 mb smartmedia kort (4 mb fylgja með) 39.900 kr. stgr. BRÆÐURNIR Lógmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Nám í hugrænni atferlismeðferð Hægt er að breyta viðbrögðum sínum FÉLAG um hugræna atferlismeðferð býður upp á tveggja ára nám í hugrænni atferl- ismeðferð. Auðm- R. Gunn- arsdóttir sálfræðingur er formaður íyrmefnds fé- lags, hún var spurð hvað hugræn atferlismeðferð væri? „I hugrænni atferlis- meðferð er unnið með tengsl tilfinninga, hugsun- ar og hegðunar. Við erum í hugrænni atferlismeðferð að fást við sálræn vand- kvæði á borð við kvíða og þunglyndi. Skjólstæðing- urinn laerir hvernig við- brögð hans geta annað- hvort magnað upp óþægilegar tilfinningar svo sem kvíða eða þunglyndi eða hins vegar dregið úr óþægind- unum. Áhersla er lögð á að hann fylgist með því hvemig tengsl til- finninga, hugsana og hegðunar er. Skjólstæðingnum era síðan kenndar aðferðir til að breyta við- brögðum sínum og gera þau upp- byggilegri fyrir líðan hans.“ - Hvernig eru þær aðferðir? „Við skulum fyrst taka dæmi um mann sem á við kvíða að etja. Inni- hald kvíða hans er að líkamlegar breytingar sem hann finnur fyrir séu merki um að hann sé að fá hjartaáfall. Maður þessi er að vinna í garðinum heima hjá sér og hann finnur fyrir breytingu á hjartslætti og verk fyrir brjósti. Hann sest niður og fær þessa yfir- þyrmandi hugsun að hann sé að fá hjartaáfall. Fyrst þarf auðvitað að ganga úr skugga um að maðurinn sé líkamlega heill. Ef svo er er lík- legt að túlkun hans á hinum líka- mlegu einkennum sé órökrétt. Meðferðin gengur út á það að að- stoða fólk við að líta á hugsanir sín- ar sem tilgátur frekar en óyggj- andi sannanir um að eitthvað hræðilegt muni gerast. Við skulum taka annað dæmi, nú um mann sem á við þunglyndi að etja. Eitt megineinkenni á þunglyndi er breytingar á hugsunarhætti. I þunglyndi fyllist maður vanmátt- arkennd og vonleysi. Oft finnst hinum þunglynda að hann sé al- gerlega misheppnaður, sjálfs- traustið er tapað og hann verður upptekinn af eilífum mistökum sem honum finnst hann hafa gert. Framtíðin er dökk í hans augum og hann sér engar undankomuleið- ir. Þessi breyting á hugsunarhætti leiðir oft til þess að viðkomandi hættir að takast á við daglegt líf, einangrast og lokar sig af. Við- brögð hans við hinni slæmu líðan verða til þess að hann verður enn- þá daprari. Meðferðin felst í því að aðstoða viðkomandi við __________ að hafa áhrif á hugsun- arháttinn, viðhorf hans til sjálfs sín og framtíð- arinnar og takast á við hið daglega líf aftur smám saman með nýj- ““““““ um hugsunarhætti. Rannsóknir á árangri meðferðar í hugrænni at- ferlismeðferð sýna að hugræn at- ferlismeðferð ásamt lyfjameðferð skilar meiri árangri heldur en lyfjameðferðin ein og sér.“ -Hvenær var Félag um hug- ræna atferlismeðferð stofnað? „Félagið var stofnað 1987 af nokkmm sálfræðingum sem höfðu Auður R. Gunnarsdóttir ► Auður R. Gunnarsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1957. Hún lauk stúdentsprófl frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1978 og BA-próf í sálarfræði 1983 frá Háskóla ís- lands. Kandfdatspróf f klfnískri sálarfræði tók hún í háskólanum í Bergen 1986. Hún starfaði eftir námslok á geðdeild Landspítal- ans og var þar í starfsþjálfun á almcnnri geðdeild, barna- og unglingageðdeild og áfengis- deild. Á Fræðsluskrifstofu Reykjaness starfaði Auður um tíma en nú vinnur hún hjá Náms- ráðgjöf Háskóla Islands og rekur eigin sálfræðistofu. Auður er gift Jóni Sveinssyni, sölumanni hjá Herði Sveinssyni & co. Þau eiga einn son og annan son átti Auður fyrir. áhuga hugrænni atferlismeðferð. Nú em í félaginu tæplega 40 manns og er þetta stærsta félag sinnar tegundar miðað við hina frægu höfðatölu." - Hvar fer kennsla í hugrænni atferlismeðferð fram ? „Félagið leigir stofu í Háskóla Islands þar sem kennslan fer fram. Þetta er tveggja ára nám og sam- anstendur af fyrirlestrum og verk- legum æfingum. Nemendur núna em 23 sálfræðingar sem flestir hafa töluverða meðferðarreynslu.“ - Á þetta nám sér erlenda fyrir- mynd? „Já, við hönnun námsins er lögð áhersla á að uppfylla staðal sem hefur verið settur af Evrópusam- tökum um hugræna atferlismeð- ferð. Þannig að þeir sem Ijúka námi fái viðurkenningu á því og geti stundað sams konar meðferð hvar sem er í Evrópu. Fyrh-mynd- in kemur meðal annars frá Sví- þjóð.“ _________ - Hafa margir hér á landi lokið svona námi? „Námið hófst 1998 og þetta er fyrsti hóp- urinn sem fer í gegn- um þetta „prógramm“ Unnið er með tengsl tilfinn- inga, hugsunar og hegðunar en við erum að leggja drög að því að bjóða það aftur. Ný umferð í náminu gæti hafist árið 2001. I bí- gerð er að hanna vefsíðu Félags um hugræna atferlismeðferð þar sem fram koma upplýsingar um námið og fræðsla um hugræna at- ferlismeðferð við sálrænum vand- kvæðum svo sem þunglyndi, kvíða, áráttu og áfengisvanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.