Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hver er kúnninn? „Peningar eru alltafþað fyrsta sem við tölum um. Lesendur eru alltafþað síð- asta sem við tölum um. “ Leo Wolinsky, ritstjóri á Los Angeles Times. Eru ofanskrifuð orð dapurleg játning blaðamanns sem hefur gefið sig kaldhæðninni full- komlega á vald, eða eru þetta orð raunsæismanns sem gerir sér einfaldlega grein fyrir því hvernig málum er í raun og veru háttað? Þessi orð, sem vitnað er til að ofan, voru höfð eftir Wol- insky í tengslum við umdeildan samning sem útgefandi og fram- kvæmdastjóri dagblaðsins Los Angeles Times gerðu um að deila hagnaði af útgáfu sérblaðs með umfjöllunarefninu, nýjum íþróttaleikvangi í Los Angeles. Þótt útgáfustjórinn bæðist á endanum afsökunar á því að hafa grafið undan orðspori blaðsins sem óháðs fréttamiðils voru ekki allir á því að það væri endilega eitthvað at- VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson hugavert við samninginn. Aug- lýsingastjóri blaðsins, John McKeon, sagði að Los Angeles Times væri „kynn- ingarmiðill“, að því er fram kem- ur í tímaritinu American Journa- lism Review, og sá ekki hvað væri athugavert við að slíkur miðill gerði samning um skipt- ingu á hagnaði. Á vissan hátt er dagblað sölu- vara, sem framleidd er af fyrir- tæki. (Litla strikamerkið sem er nýlega farið að vera á forsíðu Morgunblaðsins er ótvírætt merki um að hvert eintak blaðs- ins er söluvara). Fyrirtæki sem gefur út dagblað verður, eins og öll fyrirtæki, að skila hagnaði. Þetta liggur í augum uppi. Og hagnaður næst með því að selja það sem maður hefur upp á að bjóða. Núorðið er langmestur hluti tekna af útgáfu dagblaða í Norð- ur-Ameríku fenginn með sölu auglýsinga. Sala á blaðinu sjálfu, hvort heldur er í áskrift eða lausasölu, er lítið brot af hagnað- inum, og oft eru tugir ef ekki hundruð þúsunda eintaka á degi hverjum hreinlega gefin. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Undir lok nítjándu aldar voru auglýsingatekjur banda- rískra dagblaða innan við helm- ingurinn af heildartekjum þeirra. Það sem mestu skiptir er að ná til sem flestra lesenda til þess að auglýsendur sjái sér hag í að birta efni sitt í blaðinu. Og það skiptir ekki bara máli að ná til margra, einnig skiptir máli að ná til efnaðra lesenda sem hafa ráð á að kaupa það sem auglýsendur hafa upp á að bjóða. Þannig má segja að aug- lýsingastjóri Los Angeles Times hafi á vissan hátt hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði að blaðið væri kynningartæki. Það er tæki sem framleiðendur og seljendur nota til að kynna vörur sínar. Það er því kannski ekki nema von að útgefendur dagblaða meti auglýsendur mikils og reyni að gera þeim til hæfis. Án auglýs- endanna myndu útgefendurnir varla eiga fyrir salti í grautinn. Og nú á tímum, þegar litið er á hvaðeina sem menn gera sem viðskipti, þar sem einn selur öðr- um, leiðir þetta til þess að út- gefendur líta svo á, að auglýs- endur séu viðskiptavinir sínir. En þetta er alltsaman tölu- verður misskilningur. Fyrst og fremst er það misskilningur að auglýsendur séu viðskiptavinir dagblaðanna. Það eru lesendur, sem eru viðskiptavinir blaðanna. En það er auðvitað erfitt að koma því heim og saman í ljósi þess að lesendurnir borga sára- lítið fyrir blöðin. Þannig er þetta óneitanlega mótsagnarkennt, því að þrátt fyrir að lesendurnir borgi lítið sem ekkert fyrir vör- una sem þeir kaupa hefur fram- leiðandi vörunnar samt sem áður fyrst og fremst skyldum að gegna við lesendur - við- skiptavinina sem borga þó svo lítið. En málið er auðvitað aðeins flóknara. Með því að veita les- endum sínum dygga þjónustu veita útgefendur um leið auglýs- endum dygga þjónustu, því þeir sjá til þess að auglýsingamar komi fyrir augu sem flestra. Þess vegna skiptir miklu máli að lesendur treysti blaðinu. En af þessu leiðir ennfremur, að les- endur skipta í raun og veru meira máli en auglýsendur. Þetta getur þó auðveldlega snúist við í hugum manna, og út- koman orðið sú, að það séu í rauninni auglýsendur sem sjái lesendum fyrir blaðinu, og þess vegna sé ekki nema eðlilegt að útgefandinn hugsi fyrst og fremst um auglýsendur. Og þessi skoðun er farin að verða ofan á, nú á tímum, þegar peningar eru það fyrsta sem talað er um - og lesendur það síðasta. Mark Willes, sem tók við stjórnartaumunum á Los Angel- es Times fyrir nokkrum árum, sagði að nauðsynlegt væri að rjúfa hin skörpu skil á milli fréttadeildar og auglýsingadeild- ar. Þeir sem ekki sæju þessa nauðsyn hefðu ekki áttað sig á þvl að tímarnir hefðu breyst, og dagblöðin með. Willes hafði rétt fyrir sér um að breytingar hefðu orðið. En það var rangt hjá honum að eðli dagblaða hefði breyst. Tengsl þeirra við lesendur eru enn þau sömu, og þau tengsl eru ekki viðskiptalegs eðlis, heldur snúast um traust - en ekki það traust sem fæst í krafti peninga, heldur kviknar af orðspori og góðum kynnum. Reyndar seinunnið traust, en mun sannara en það sem fæst með því að bjóða greiðslu. Breytingin hefur orðið á hugs- unarhætti. Hann er orðinn þann- ig, að hvaðeina sem menn gera er skilið á markaðsforsendum - það er að segja, öll samskipti eru viðskipti - og því er Iitið á allt sem söluvöru. (Þeir sem fara til læknis eru samkvæmt þessu heilsugæsluneytendur). En áðumefnt samband blaðs og lesenda passar engan veginn við þennan nýja hugsunarhátt, því það lýtur ekki markað- slögmálum. Þess vegna fara menn að ein- blína á samband blaðanna við auglýsendur, því það samband er á markaðsforsendum, og því í samræmi við hinn nýja hugsun- arhátt. En samkvæmt honum er „traust“ ekki bara úrelt hugtak, heldur fullkomlega merkingar- laust. JÓN ÞORSTEINSSON + Jón Þorsteinsson fæddist hinn 3. júlí 1928 á Hálsi í Svarfaðardal. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jó- fríður Þorvaldsdóttir, f. 21.9. 1893, d. 8.9. 1974, og Þorsteinn Elías Þorsteinsson, f. 1.2. 1889, d. 17.4. 1974. Böm þeirra, önnur en Jón: 1) Guð- rún Jónína, f. 4.12. 1917, búsett á Hálsi. 2) Þorsteinn, f. 01.01. 1919, d. 01.11. 1980. 3) Áslaug, f. 11.3. 1920, búsett á Akureyri. 4) Þor- valdur, f. 26.6. 1923, d. 7.12. 1983. 5) Soffía, f. 27.3. 1925, d. 30.11. 1951. 6) Anna Jóhanna, f. 16.9. 1931, búsett á Akureyri. 7) Guð- mundur, f. 26.11. 1934, búsettur á Akureyri. 8) Gerður Sigurbjörg, f. 4.5.1936, búsett í Reykjavík. Jón kvæntist Sigríði S. Jakobs- dóttur, f. 27.1. 1927 hinn 29. mars 1962. Foreldrar hennar voru Ja- kob Skarphéðinsson og Ástríður Pálsdóttir og bjuggu þau að Þverá í Miðfirði, þau eru bæði látin. Dótt- ir Sigríðar, fósturdóttir Jóns, var Rakel Árnadóttir, f. 7.6. 1948, d. 8.11. 1973. Synir Rakelar eru Siguijón Jóns- son, f. 6.7. 1965. Hann er giftur Helgu Jónsdóttur, f. 22.9. 1964. Þráinn Steins- son, f. 9.1.1969. Sam- býliskona hans er Eyþóra Geirsdóttir, f. 28.9. 1972. Þeirra dóttir er Rakel Eva Þráinsdóttir, f. 9.11. 1999. Jón gekk í Iðnskól- ann á Akureyri og lauk þaðan prófi í bifvélavirkjun og varð meistari í iðn sinni. Hann fluttist til Reykjavíkur og starfaði að iðn sinni alla tíð eftir það, ef undan er skilið ár sem hann var í Lögreglunni í Keflavík. Hann starfaði hjá Kr. Kristjánssyni í Ford-umboðinu, síðan á eigin verkstæði sem hann rak í félagi við Gest Jónsson. Eftir að þeir hættu rekstri vann hann í Bílasmiðjunni Kyndli í allmörg ár, en síðustu starfsárin var hann á verkstæði hjá Rörasteypu Reykjavíkur. Útför Jóns fer fram frá Háteigs- kirkju mánudaginn 31. janúar og hefst athöfnin klukkan. 13:30. Mér var ljóst að þessi stund myndi á endanum renna upp, en hvemig er hægt að búa sig undir lát foreldra sinna? Eg var „sem betur fer“ óviti þegar móðir okkar bræðranna féll frá langt fyrir aldur fram, en það þurfti einhver að taka þennan óvita í fóstur og sjá til þess að hann yrði einhvem tíma að manni. Afi og amma tóku það að sér að ala okkur bræðuma upp og em þau þar af leiðandi einu foreldr- amir sem ég hef þekkt. Það getur varla verið auðvelt að taka að sér tvo unga stráka á þeim aldri þegar upp- eldishlutverki flestra lýkur, en það gerðu þau með reisn og hafa skilað sínu með sóma. Ég veit að ég var ekki auðveldasta barn í heimi, með mikið skap og alltaf einhver ólæti, en það var tekið á því í rólegheitum og málin alltaf settluð á góða vegu. En með tímanum og vonandi þeim þroska sem ég tók út við það að alast upp hjá afa og ömmu hefur þó eitthvað ræst úr manni. Afi hvatti okkur bræðuma til að vinna fyrir okkur og finnst mér svona eftir á að hyggja að það sé þeim að þakka að maður er til einhvers nýt- m-. Afi hjálpaði mér með allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur og verð ég honum að eih'fu þakklátur fyrir allt sem hann hefur gefið mér. Ég held að ég hafi á endanum gefið honum eitt- hvað til baka, ég held að hann hafi verið stoltur af drengjunum sínum. Hann var farinn að berjast við þann sjúkdóm, sem á endanum hafði betur, þegar mér og Eyþóru fæddist h'til stúlka, ég man hvernig hann ljómaði þegar ég setti Rakel Evu í fangið á honum. Hann var loksins að fá afa- börnin sem hann hafði beðið eftir, við komin með hana og Sjonni með eitt á leiðinni, og vildi ég óska að hann hefði náð að sjá bam Sjonna og Helgu. „Þetta gastu“ sagði hann kíminn, þeg- ar við sögðum þeim frá að það væri erfingi á leiðinni. Afi barðist hetjulega við sinn sjúk- dóm og fór ég alltaf vongóður heim eftir að við höfðum heimsótt hann á sjúkrahúsið, en hann lá inni meira og minna frá í september, og fóram við bræðumir, til skiptis, á hverjum degi með ömmu til hans, og munum við halda áfram að hugsa um ömmu. Ég mun alltaf minnast afa sem besta manns sem ég hef kynnst. Hann hjálpaði mér svo mikið með allt. Hann sá um að bíllinn minn væri í lagi og pantaði alltaf tíma og rak mig með hann í skoðun, til að setja vetrar/sum- ardekkin undir og gerði við bílinn á meðan hann gat. Hann og amma að- stoðuðu okkur við að koma okkur upp húsnæði og svo mætti lengi telja. Afi spilaði oft á orgelið heima og lá ég oft uppí sófa í stofunni og hlustaði, það var besta leiðin til slappa af, ég vona að hann sé farinn að spila á besta orgel sem fyrirfinnst, hann á það svo skilið. Elsku afi, ég þakka þér allt sem þú gafst mér, og mest af öllu fyrir að hafa tekið mig að þér, lífið með þér og ömmu var lífið sem ég vildi. Þráinn Steinsson. Á morgun verður til moldar borinn Jón Þorsteinsson, kær frændi og vin- ur og viljum við minnast hans með nokkram orðum. Það er alltaf erfitt að sjá á bak þeim sem eru okkur kærir, jafnvel þó að við vitum að dauðinn er lausn fyrir þá sem þjást og hafa ekki von um bata. Jón veiktist alvarlega sl. haust og greindist þá með hvítblæði sem eftir stranga baráttu lagði hann að velli. Jón hafði áður glímt við hjartasjúk- dóm og farið í aðgerðir af þeim sök- um. Nokkur bati náðist en honum þurfti að fylgja eftir með þjálfun, hreyfingu og útivist. Fengu undirrit- uð einmitt að kynnast Elliðaárdal og Breiðholtsumhverfi í gönguferðum með honum. Jón tók veikindum sínum af æðraleysi eins og reyndar öðrum áfollum í lífinu. Jón eða Jonni eins og hann var kall- aður frá því á uppvaxtarárum sínum, var fæddur á Hálsi í Svarfaðardal, mannmörgu myndarheimili, sonur hjónanna Jófríðar Þorvaldsdóttur húsfreyju og Þorsteins Þorsteinsson- ar, bónda og skipasmiðs. Hann ólst upp við algeng sveitastörf í stórum systkinahóp en hann var sjötti í röð- inni af níu systkinum. Jón lauk barna- skólaprófi en um frekara nám var ekki að ræða á þeim tíma. Um tvítugt fór hann í Iðnskólann á Akureyri, lærði þar bifvélavirkjun og vann á B.S.A. í nokkur ár. Jón flutti suður og var í lögreglunni í Keflavík í 1 ár. Starfaði síðan í sínu fagi í Reykjavík, fyrst hjá Kr. Kristjánssyni í Ford- umboðinu síðan á eigin verkstæði í Súðarvoginum með félaga sínum Gesti Jónssyni sem einnig var ættað- ur úr Eyjafirði. Þar var gott að koma, Erfisdryklcjur tfcltiooohð/ia IralGfiPi-inii Dalshroun 13 S. 555 4477 *555 4424 öllum vel tekið og þjónustað af sam- viskusemi. Einnig var oft glatt á hjalla hjá þeim félögum, sagðar sögur og vísur kveðnar. Eftir að þeir hættu með verkstæðið á Súðai’voginum vann hann í allmörg ár í Bílasmiðjunni Kyndli. Síðustu ár- in vann hann á verkstæði hjá Röra- steypu Reykjavíkur. I Reykjavík kynntist Jón eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sigríði Jakobs- dóttur, mikilli dugnaðar og sóma- konu. Sigríður átti fyrir dótturina Rakel Amadóttur sem varð fóstur- dóttir Jóns. Ég átti því láni að fagna þegar ég fór til náms í Fóstraskólan- um haustið 1962 að Jón og Sigríður buðu mér að búa hjá sér, á Lauga- nesveginum, meðan ég væri að finna mér húsnæði og aðlagast höfuðborg- inni. Húsplássið var ekki mikið en hjartarými nóg og deildum við Rakel herbergi þennan tíma. Fór vel á með okkur og minnist ég þessa tíma með hlýju og þakklæti. Það var mikið reið- arslag þegar Rakel veiktist af krabba- meini og lést 11. nóvember 1973, að- eins 25 ára gömul. Rakel eignaðist tvo drengi, Sigurjón, og Þráinn. Eftir frá- fall móður sinnar ólust þeir upp hjá ömmu sinni og afa (Sigríði og Jóni) og urðu gleðigjafar í þeirra lífi. Fjöl- skyldan þurfti þá meira rými og fluttu þau í Álftahóla 8 þar sem Jón og Sig- ríður hafa búið síðan. Það var ánægjulegt að fylgjast með stolti af- ans yfir vexti og þroska „drengjanna sinna“. Eftir að þeir bræður, Siguijón og Þráinn, uxu úr grasi hafa þeir verið stoð og stytta afa síns og ömmu og staðið mjög þétt við hlið þeirra beggja í veikindum síðustu árin. Þeir munu halda áfram að styðja ömmu sína, nú eftir að afi þeirra er fallinn frá. I nóv- ember eignuðust Þráinn og Eyþóra h'tinn sólargeisla sem sldrð var Rakel Eva eftir ömmu sinni heitinni. Jón var alvöragefinn við fyrstu sýn en stutt var í glettnina og gamansem- ina. Hann var ekki margmáll um eigin hagi en vildi alltaf fregna af vinum og vandamönnum, hvað þeir væra að að- hafast og hvemig þeim hði. Á fyrstu búskaparáram okkar bjuggum við um tíma í Reykjavík með dætur okk- ar litlar. Þá var gott að eiga þau að, Jón og Sigríði, og var oft leitað til þeirra sem alltaf vora tilbúin að rétta hjálparhönd. Sigríður og Jón vora sérstaklega gestrisin alla tíð og tóku vel á móti okkur Norðlendingum sem og öðrum sem sóttu þau heim. Jón var söngmaður góður, var í karlakór á sínum yngri áram og hafði gaman af að taka lagið við hin ýmsu tækifæri s.s. á ættarmótum og öðram mannamótum. Hann hafði sérstakt dálæti á kvæðinu „Lilju í Holti“ sem hann kenndi okkur og söng oft. Við munum ætíð minnast hans er við syngjum það lag. Einnig er eftir- minnilegt er Jón spilaði á orgelið sitt og við sungum með. Vora það aðal- lega sálmar og ættjarðarlög. Jón hafði einnig mikinn áhuga á veiði- skap, hvort heldur sem var stangveiði eða skotveiði og stundaði það þegar tækifæri gáfust. Margar ferðirnar fór Jón norður í dalinn sinn sér til ánægju og upplyftingar. Þar lágu rætumar og þar þekkti hann þúfur og lautir. Á Hálsi var fastur liður að fara út að sjó og renna fyrir fisk. Þegar afkomend- ur Jófríðar og Þorsteins á Hálsi ákváðu að koma upp ættarreit við Háls, tU að koma saman árlega og gróðursetja tijáplöntur, var Jón þar fremstur í flokki. Honum fannst ekk- ert tUtökumál að keyra frá Reykjavík norður í Svarfaðardal ef hann gat orð- ið að liði. Stundum hringdi hann tU að vita hvort ekki þyrfti að fara að huga að girðingunni, bytja á skjólbeltinu eða hvað það var sem þurfti að gera í það skiptið. Hans verður sárt saknað, ekki síst fyrir þá hvatningu og uppörvun sem hann lét okkur í té varðandi gróður- reitinn. Ættarreitnum er ætlað að sameina ættingja og minna þá á upp- rana sinn og vonum við að það takist sem best. Við munum heiðra minn- ingu þeirra ættmenna okkar sem gengnir era með því að halda áfram að rækta garðinn. Við þökkum Jóni samfylgdina og sendum Sigríði, Sigurjóni, Þráni og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur með ósk um góða daga. Blessuð sé minning Jóns Þor- steinssonar. Jófríður og Þórður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.