Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Mikið annríki hefur verið hjá íslenska sendiherranum í Helsinki á liðnu ári þar sem íslensk landkynning skipar stóran sess S Islensk hagsmuna- gæsla í Finnlandi Morgunblaðið/Ami Sæberg „Þegar litið er á bakgrunn þessara einstaklinga er Ijóst að afar skörp skil eru á milli frambjóðendanna tveggja á nánast öllum sviðum,“ seg- ir Komelíus Sigmundsson sendiherra um finnsku forsetaframbjóðendurna, Esko Aho og Tarja Halonen. Um þessar mundir er tæpt ár liðið frá því að Kornelíus Sig- mundsson var skipaður sendi- herra í nýju sendiráði Islands í Helsinki. Elmar Gíslason hitti hann að máli og ræddi við hann um störf hans í Finnlandi, fínnsku forsetakosningarnar sem nú standa yfír og fleira. ÞAÐ var í ágúst 1997 sem íslendingar opnuðu formlega sendiráð í Finn- landi. Fyrsti sendiherrann með bú- setu í Helsinki var skipaður Kornel- íus Sigmundsson, en hann hefur mikla og víðtæka reynslu í utanríkisþjónustunni. Kom- elíus lauk prófi í hag- og félagsfræði frá háskól- anum í York árið 1971 og réðist tveimur árum síðar í utanríkisráðuneytið. A 26 ára starfsferli hefur hann m.a. unnið að verkefnum í ráðu- neytinu, sinnt stöðu varafastafulltrúa Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, stöðu aðalræðis- manns í New York og starfað í fastanefnd ís- lands hjá alþjóðastofnunum í Genf. Þar með er þó ekki allt upp talið. I ársbyrjun 1987 var hann skipaður forsetaritari Vigdísar Finn- bogadóttur og gegndi þeirri stöðu í fimm ár eða þar til í desember 1991. Þá hélt hann til New York í annað sinn, starfaði þar í rúm fjögur ár en var beðinn að taka aftur við stöðu forseta- ritara í febrúar 1996. Hann átti því samleið með Vigdísi síðustu sex mánuði hennar í emb- ætti áður en Ólafur Ragnar Grímsson tók við lyklunum að Bessastöðum. Kornelíus starfaði síðan með nýjum forseta í tæplega þrjú ár, allt þar til í lok mars á síðasta ári er hann tók við stöðu sendiherra í Helsinki. Skyldur hans ein- skorðast þó ekki einungis við Finnland, heldur afhenti hann jafnframt trúnaðarbréf sitt í Eistlandi, Lettlandi og Úkraínu. Sóknarfæri í ferðaþjónustu Með tilliti til sögu, nálægðar og samskipta íslands og Finnlands, vekur það nokkra at- hygli að Islendingar skuli ekki hafa ráðist í það fyrr en raun ber vitni, að setja upp sendiráð þar ytra. Finnar hafa t.a.m. haldið úti sendiráði hér á landi frá 1982. Um árabil hafa íslenskar sendiráðsskrifstofur verið starfræktar í höfuðborgum allra hinna Norður- landanna en málefni þau er varða Finnland voru lengstum í umsjá sendiherra íslands í Stokkhólmi. Fyrir þremur árum var loks ákveðið að setja á fót sendiráð í Finnlandi með bráðabirgðasendifulltrúa í forsvari og sendiráð með sendiherra búsettum í Helsinki varð að raunveruleika á síðasta ári. Líklega má tengja þá ákvörðun að einhverju leyti við þá þróun sem átt hefur sér stað á Eystrasaltssvæðinu á síðustu árum og þá staðreynd að íslenskir aðil- ar stunda orðið umtalsverð viðskipti á svæðinu. Komelíus lætur vel af vistinni í Finnlandi. Hann segir Finna einstaklega hugljúft fólk sem gaman sé að umgangast. Þrátt fyrir marg- breytileg verkefni segir hann hlutverk sitt í megindráttum vera tvíþætt. ,A liðnu ári hef ég annars vegar lagt á það áherslu að gera Island sýnilegra í Finnlandi. Þessu hef ég m.a. komið til leiðar í gegnum fjölmiðla sem eru áhuga- samir um landið okkar og hafa birt mikla um- fjöllun um ísland. Þetta tengist í raun hinu verkefninu sem snýr að ferðamálum þar sem við horfum fram á töluverð sóknarfæri. Því til staðfestingar má benda á að á síðasta ári fjölg- aði finnskum ferðamönnum hingað til lands um 56%, eða úr 5.000 í um 8.500. Aukningin er ekki síst ánægjuleg sökum þess að heimsóknirnar eru ekki eingöngu bundnar við sumarmánuð- ina, heldur dreifast ferðirnar nokkuð jafnt yfir allt árið, sem er afar mikilvægt atriði að ná fram, eigi ferðaþjónusta á Islandi að dafna í framtíðinni." Aðspurður kveðst Komelíus ekki sjá fram á mjög aukin viðskipti á milli landanna í framtíð- inni. Hann segir þá hluti í nokkuð föstum skorðum. Finnar hafi um árabil keypt af okkur sjávarafurðir, s.s. síld og fiskunjöl, á meðan Is- lendingar flytji inn pappír, timbur og trjávörur frá Finnlandi og auðvitað Nokia-vörur í vax- andi mæli. Hann segir sóknarfærin fremur felast í greinum innan ferðaþjónustunnar, líkt og ofan- greint dæmi sýnir. A liðnu ári hefur hann ferð- ast til Úkraínu og Eystrasaltsríkjanna Eist- lands og Lettlands. Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um að vilja ganga í Evrópusambandið og NATO, telur Komelíus Úkraínu líklega enn eiga talsvert langt í land hvað slíkt varðar. Öðm máli gegni hins vegar um Eystrasalts- löndin. Þar hafi mikið umbótastarf átt sér stað sem hafi m.a. leitt til þess að umsvif íslenskra fyrirtækja og fjárfesta hafa farið þar vaxandi að undanförnu. Skörp skil milli forsetaframbjóðenda Þessa dagana standa yfir forsetakosningar í Finnlandi sem marka viss tímamót í ljósi þess að Martti Ahtisaari hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Eins og komið hefur fram höfnuðu þau Taija Halonen, núverandi utanríkisráðherra og Esko Aho, þingmaður og fyrrverandi forsætisráðherra, í tveimur efstu sætunum að lokinni fyrri umferð kosninganna þann 16. janúar sl. Halonen hlaut flest atkvæði eða 40% en Aho hafnaði í öðra sæti með 34%. Þau munu því mætast að nýju í síðari umferð- inni þann 6. febrúar. Að sögn Kornelíusar áttu fæstir von á þess- um úrslitum, ekki síst í ljósi þess að í byrjun desember nam fylgi Halonen einungis 18% samkvæmt skoðanakönnunum og vora því litl- ar líkur taldar á að hún kæmi til með að blanda sér í baráttuna fyrir alvöru. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Eftir að toppfundi Evrópu- sambandsríkjanna lauk í Helsinki þann 11. desember, hóf Halonen baráttuna fyrir alvöra með kosningamaskínu jafnaðarmanna á bak við sig. Árangurinn lét ekki á sér standa og ör- fáum vikum síðar stóð hún uppi sem sigurveg- ari í fyrri umferð kosninganna. Líkt og fyrir fjórum áram stendur lokabar- áttan nú á milli karls og konu. Þá hafði Ahtisa- ari betur gegn Elisabet Rehn og kom í veg fyr- ir að Finnar eignuðust kvenkyns forseta í Þá birtist skyndilega ís- lenskt varðskip úti á sundum sem var kannski ekki sá táknræni bakgrunn- ur sem menn höfðu í huga þegar heimsbyggðin liti leiðtogana augum á friðar- fundinum i Reykjavík. fyrsta sinn. Kornelíus segir einvígi Halonen og Aho athyglivert fyrir margra hluta sakir: „Þeg- ar litið er á bakgrann þessara einstaklinga er ljóst að afar skörp skil skilja frambjóðenduma tvo að á nánast öllum sviðum. I fyrsta lagi er Halonen frekar vinstri sinnaður jafnaðarmað- ur sem á sæti í ríkisstjórn en Aho er fulltrúi borgaraaflanna og oddviti stjórnar- andstöðunnar. f öðra lagi má segja að baráttan standi á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Halonen er fædd og uppalin í Helsinki en Aho á rætur sínar að rekja til landsbyggðarinnar. í þriðja lagi er annars vegar um að ræða karlmanninn Aho, giftan fjögurra bama föður, meðlim í þjóðkirkjunni og ímynd fjölskyldunnar og hins vegar konuna Halonen sem er einstæð móðir og utan þjóðkirkjunnar. Þarna leiða saman hesta sína tveir mjög reyndir stjómmálamenn með afar ólíkan bakgrann," að sögn Komelíus- ar. Hann kveðst hafa fylgst náið með kosninga- baráttunni síðustu daga þar sem frambjóðend- umir hafa ferðast vítt og breitt um landið til að afla sér fylgis. „Eins og eðlilegt er hefur um- ræðan að stóram hluta snúist um ólíka hug- myndafræði jafnaðarstefnunnar og frjáls- hyggjunnar, hlutverk ríkisvaldsins og sldptingu þjóðartekna. Jafnframt hefur tölu- vert verið rætt um heilbrigðis-, mennta- og skattamál. Annar stór málaflokkur er atvinnu- leysið í Finnlandi sem er mikið, eða um 10% í þéttbýli og 20% í sveitum." Að sögn Kornelíus- ar hafa hin skörpu skil á milli Halonen og Aho gert kosningabaráttuna mjög áhugaverða. Samkvæmt skoðanakönnunum að undanfömu hefur Halonen öllu sterkari stöðu fyrir síðari umferðina um næstu helgi. Fylgismunurinn er þó ekki mikill og enn vika þar til spurt verður að leikslokum. Þrátt fyrir að lífsháttum og samfélagsgerð í Finnlandi svipi á margan hátt til hinna Norðurlandanna era ýmsir þættir sem veita landinu sérstöðu í þeim hópi, s.s. tungumálið. Á liðnu hausti ákvað Komelíus að setjast á skólabekk og hefja finnskunám, sem hlýtur að teljast tals- verð þrekraun. Hann neitar því ekki að við- fangsefnið sé erfitt og framfarimar hægar. Hann bendir á að ekki sé nóg með að tungum- álið sé ólíkt, heldur er það jafnframt afar flókið. Til dæmis má benda á að í finnskri tungu era ein sextán ólík föll sem er umfangsmikið við- fangsefni að ná tökum á. En lífið í Helsinki er þó ekki eingöngu vinna og skyldur. Komelíus segist hafa byijað að iðka golf síðastliðið sum- ar, sem sé skemmtileg íþrótt og góð hreyfing. Þess utan eyðir hann frítímanum að mestu við lestur auk þess sem hann gengur mikið. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort sendi- herrann hefði ekki frá einhverjum minnisstæð- um atvikum að segja eftir 26 ára starfsferil í ut- anríkisþjónustunni. Komelíus segir að vissulega hafi margt markvert drifið á sína daga á þessum tíma en ef hann ætti að nefna einhvem einn viðburð öðram fremur, þá væri það leiðtogafundurinn í Höfða. „Ég átti sæti í undirbúningsnefnd á vegum ríkisstjórnarinnar fyrir fundinn og var fulltrúi hennar í Höfða meðan á honum stóð. Þetta vora sérlega minn- isstæðir dagar. Það var hálf broslegt við upp- haf fundarins þegar leiðtogamir komu saman til myndatöku fyrir heimspressuna. Þeir sátu í stólum við aðalgluggann norðanmegin í húsinu með merki Reykjavíkurborgar á milli sín. í því sem myndatakan átti að hefjast birtist skyndilega íslenskt varðskip úti á sundum sem var kannski ekki sá táknræni bakgrunnur sem menn höfðu í huga þegar heimsbyggðin liti leiðtogana augum á friðarfundinum í Reykja- vík. Ég hringdi því án tafar í landhelgisgæsl- una og skipið hvarf snarlega af vettvangi," seg- ir Komelíus. Um framtíðina kveðst Kornelíus lítið geta tjáð sig. Hann segist vera ánægður í Finnlandi, en hversu lengi hann gegnir stöðu sendiherra þar sé alls óráðið. I dag hefur hann hugann við það að stýra starfsemi sendiráðsins og leysa þau verk sem fyrir liggja, efla samskipti ríkj- anna og gæta hagsmuna íslands í Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi og Úkraínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.