Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN SNÆBJÖRNSSON + Jón Snæbjörns- son (Manni) fæddist á Stað í Reykhólasveit 29. ágúst 1941. Ilann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 24. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Snæbjörn Jónsson, f. 8.11. 1909, d. 21.8. 1982, bóndi á Stað og Unn- ur Guðmundsdóttir, f. 7.7. 1914, hús- freyja á Stað. Bræð- ur hans eru Sigurvin Ólafsson, f. 27.9. 1934 (sam- mæðra), kvæntur Svandísi Sig- urðardóttur, f. 3.9. 1935; Árni, f. 1.3. 1946, kvæntur Sigríði Héð- insdóttur, f. 24.11. 1947; Frið- geir, f. 6.6. 1947; Eiríkur, f. 21.4. 1953, kvæntur Sigfríði Magnús- dóttur, f. 18.6. 1954. Jón kvæntist hinn 17. júní 1964 eftirlifandi eiginkonu sinni, Að- alheiði Hallgrímsdóttur, f. 30.12. 1945. Móðir hennar var Helga Halldórsdóttir, f. 18.6. 1903, d. 13.12. 1991, skáldkona og hús- freyja á Dagverðará. Faðir henn- ar var Hallgrímur Ólafsson, f. 26.10. 1888, d. 21.2. 1981, smiður og bóndi á Dagverðará. Böm Jóns og Aðalheiðar eru: 1) Snæbjörn, flugmaður, f. 1.12. 1964, kvæntur Júlionu Sveins- Kveðja frá Heiðu Við átt höfum hér undurgóðar stundir sem ætíð greyptar verða í huga mér. Pó saga okkar sé á ýmsar lundir er sælt og gott að eiga’ hana með þér. Og þó að oft á skeijum bárur skvetti og skoh köldu á okkar hjóna strönd, þá gegnum árin gönguna það létti að geta saman leiðst þar hönd í hönd. En sífellt hefur sólin geisla sína sent á okkar liðnu gönguferð, hún hér eftir sem hingað til mun skína og hlýja upp. Nú allt ég þakka verð. Og þegar lýkur lífsins kiukkutifi að lokum þessi jarðvist búin er, er ósk mín sú, - er ekki lengur lifi -, að líða inn í himininn með þér. Aðalheiður Hallgrímsdóttir. Lífið er óútreiknanlegt fyrirbæri. Við höldum að við höfum allt í hendi okkar en þegar á reynir kemur í ljós að við erum einungis lítil peð í stóru tafli. Þótt pabbi hefði verið veikur lengi kom andlát hans mjög snöggt. í rauninni trúi ég ekki enn að hann sé farinn og á mjög erfitt með að sætta mig við það. í mínum huga hefur pabbi alltaf verið fastur klett- ur. Það var alveg sama hvað bjátaði á alltaf var pabbi til staðar. Það er reyndar ekki fyrr en á svona stundum sem að maður fer í raun að velta fyrir sér um hvað lífíð snýst. Við því fæst í rauninni aldrei svar en það er alltaf hægt að spá í hlutina. Hvað er það er sem skiptir máli? Eru það stórar gjafir eða ein- hverjir „stórir" dagar... nei, það sem skiptir mestu eru öll þessi smá- atriði sem við venjulega lítum á sem hversdagslega hluti. En þegar upp er staðið eru það þeir sem gefa lífínu gildi. Það sem mér finnst svo dýrmætt núna er þær dóttur, f. 5.11. 1961. Barn hennar er Guðrún Erla Bald- ursdóttir, f. 8.11. 1979. 2) Inga Hrefna, sálfræðing- ur, f. 7.5. 1966, gift Árna Garðari Svav- arssyni, f. 14.4. 1964. Bam þeirra er Svavar Jón, f. 5.8. 1987. 3) Ólína Krist- ín, starfsmaður í umönnun, f. 19.12. 1975. 4) Unnur Helga, þjónustufull- trúi, f. 23.3.1979. Jón ólst upp á Stað í Reykhóla- sveit. Hann Iauk búfræðinámi frá Hvanneyri 1962. Hann var ráðs- maður við Tilraunastöðina á Reykhólum í 3 ár og bóndi í Mýr- artungu II í Reykhólasveit frá 1967. Jafnframt var hann frjó- tæknir í Austur-Barðastrandar- sýslu meðan hann stundaði bú- skap. Hann var formaður Búnaðarfélags Reykhólahrepps í 12 ár, var fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda í nokkur ár og sat lengi í stjórn Kaupfé- Iags Króksfjarðar. Árið 1988 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur vegna heilsubrests Jóns og hafa búið þar siðan. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju mánudaginn 31. jan- úar og hefst athöfnin klukkan 15. stundir sem ég pældi hvað minnst í, öll smáu atriðin, minningamar, eða eins og hún amma mín orðaði það: Þegar lífsins leiðir skilja læðist sorg að hugum manna. Enþásáliralltaffmna yl frá geisium minninganna. (Helga Halldórsdóttir frá Dagverðará.) Þegar ég var lítil var pabbi alltaf að segja mér sögur. í gegnum tíðina hefur hann sagt okkur systkinunum öllum sögur. Grámann í Garðshorni, Lítill, Trítill og fuglamir, Mjallhvít, Rauðhetta og svo allir útilegumenn- irnir... allt eru þetta ævintýri sem pabbi hefur gert ljóslifandi í huga okkar. Orðin: „Pabbi, segðu mér sögu“, hvað ætli hann hafí heyrt þessi orð oft! Pabbi átti alltaf til sög- ur um álfa, tröll, huldufólk, útilegu- menn, og ef hann kunni ekki ein- hverja sögu þá samdi hann hana á staðnum og oft spurði hann: Og um hvað á sagan að fjalla? og maður fékk sögu um það sem maður vildi heyra. Mér er sérstaklega minnisstæð ein nótt þegar við bjuggum í Kríu- hólunum. Eg sem er ótrúlega hrædd við kóngulær asnaðist til að fara með vinkonu minni á myndina Hættuleg tegund. Eg kom heim skjálfandi á beinunum og sá kónguló í hverju horni. Ég gat ekki hugsað mér að sofna og því rifjaði ég upp orð sem ég hafði ekki notað lengi: „Pabbi, segðu mér sögu,“ og pabbi sat þolin- móður við rúmstokkinn bróðurpart nætur og sagði mér sögur og í stað kóngulóa fór ég að hugsa um álfa, huldufólk og útilegumenn. Pabbi vissi líka ótrúlega margt, ef maður þurfti að vita eitthvað þá kall- aði maður bara: „Pabbi“ og yfirleitt stóð ekki lengi á svarinu. Það var líka rosalega gaman að ferðast með pabba því hann vissi svo margt um landið. Maður þurfti stundum að stoppa hann af því að maður var kannski ekki alveg í stuði þá stund- ina til að meðtaka alla fróðleiksmol- ana, hann var alltaf að reyna að troða einhverjum fróðleik í kollinn á okkur með mismiklum árangri. Pabbi las alveg rosalega mikið og var Kiijan í miklu uppáhaldi hjá hon- um sérstaklega Sjálfstætt fólk sem hann las tvisvar á ári, vor og haust. Ég man að þegar ég var að lesa Is- landsklukkuna í skóla gat ég rætt hana fram og til baka við pabba og fékk þá nýja innsýn í söguna. Það var hægt að ræða næstum því allt við hann - hann kunni skil á flestu. Maður gat alltaf vitað hvað maður átti að gefa pabba í jólagjöf. Engin jól eru án bóka, átti svo sannarlega vel við um pabba. Honum fannst mest til þess koma að fá bók í jóla- gjöf. Þegar hann opnaði pakkann og upp úr honum læddist bók þá kom þetta þvílíka bros sem yljaði manni um hjartarætur. Pabbi hefur alltaf lesið á pakkana á jólunum, ef hann fékk bók tók hann sér stundum hlé til að lesa aft- an á og ef hann var ákaflega spennt- ur fyrir einhverri bók þá vildi hann helst byrja strax að lesa. Það er eitt sem pabba einum var lagið. Stundum þegar maður var eitthvað að fíflast setti hann stund- um upp einhvern svip og maður gat ekki annað en skellihlegið, það var ótrúlegt. Hann átti það líka til að taka dansspor á miðju eldhúsgólfi eða að reyna að spila á greiðu eða bara hvað sem honum datt í hug. Ég veit alveg að við vorum oft mjög ósátt um hlutina en það var alltaf eitthvað sem risti ekki djúpt, við vissum það bæði. Ég á eftir að sakna pabba alveg gífurlega en þakka samt fyrir þann tíma sem ég þekkti hann. Maður veit ekki ævina fyrr en öll er og verður maður bara að taka því sem að höndum ber þótt það sé sárt. Ég veit að pabbi er kominn á betri stað núna og að einhvern tímann eigum við eftir að hittast aftur. Pabbi gerði mikið af því að yrkja og í erfiljóði um sveitunga sinn fann ég brot sem veitir manni smáhugg- un nú þegar hann er farinn. Þeim sem sitja eftir einir illa líður fyrst í stað, aftur mun þó vítt til veggja vonintrúarsérumþað. (Jón Snæbjömsson.) Unnur Helga Jónsdóttir. Hann tengdafaðir minn er látinn. Kynni okkar hófust ári eftir að hann fékk heilablóðfall eða þegar ég var 16 ára er þau bjuggu í Mýrartungu í Reykhólasveit. Það var mjög skrítið fyrir mig að koma inn í þessa fjöl- skyldu þar sem allir meðlimir eru jafnir og var ég svolítinn tíma að læra það. Ég kunni strax mjög vel við Manna og Heiðu. Kenndu þau mér mjög mörg og ný og góð lífsgildi því að hugsun þeirra var af allt öðr- um toga en ég var alinn upp við. Allt- af voru það börnin sem höfðu for- gang í lífi þeirra og ef eitthvað var að hjá þeim voru þau alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd. Það var alltaf gaman að vera með þeim Heiðu og Manna á Dagverðará þar sem þau voru búin að koma sér upp sumarhúsi. Þar var hægt að sitja tímum og dögum saman að hlusta á Manna segja sögur og ýms- an fróðleik sem virtist vera óþrjót- andi í hugarfylgsnum hans. Þegar Manni var við búskap fyrir vestan starfaði hann mikið að félagsmálum bænda og voru þau ofarlega í huga hans alla tíð og var oft gaman að ræða þau hugarefni við hann. Þegar við Inga Hrefna bjuggum á Svartagili var Manni mikið hjá okk- ur. Hjálpaði hann mjög mikið til við búskapinn og var þá gott að hafa gamalreyndan bónda sér til leið- sagnar. Eftir að hann flutti suður var Reykhólasveitin honum alltaf of- arlega í huga og þegar hann hitti menn að vestan og sérstaklega menn úr eyjunum var mjög gaman að sitja við hlið hans og hlusta á um- ræður þeirra um sveitina, því það var ótrúlegt hvað hann kunni sögu þessarar sveitar vel. Manni var mjög vel hagmæltur og ekki kom hann í afmæli, giftingu, á þorrablót eða hvaða samkomu sem var, öðruvísi en að nokkrar vísur hrytu fram af vörum hans og þegar Manni kom í heimsókn til okkar var alltaf reynt að muna eftir gestabók því þá fékk maður vísu hjá honum. Eitt er það sem Manna og Heiðu verður aldrei fullþakkað og það er hversu natin og þolinmóð þau hafa verið við son okkar Ingu Hrefnu, hann Svavar Jón. Alltaf þegar þau fóiu vestur að Dagverðará vildi Svavar fá að fara með þeim og alltaf var hann velkominn til þeirra og á veturna var ein spurning hjá honum sem hann spurði alltaf ef hann átti frí í skólanum daginn eftir sem var: „Má ég gista hjá ömmu og afa?“ Við fráfall Manna ríkir mikill söknuður hjá okkur öllum. Farinn er til fjarlægra heima, fmn ég söknuð mikinn nú. Ég minningu þína mun ætíð geyma, í mínu hjarta lifir þú. Megi æðri máttarvöld styrkja Heiðu og börn þeirra hér eftir sem hingað til. Árni Garðar. Fyrir hönd stjórnar Barðstrend- ingafélagsins í Reykjavík, vil ég stinga niður penna og minnast fáum orðum, félaga okkar, Jóns Snæbjörnssonar, eða Manna eins og hann var oftast nefndur í okkar hópi. Fráfall hans á miðjum aldri kom okkur í opna skjöldu, þó vissulega hafi heilsuleysi hrjáð hann um ára- bil. Manni kom í stjórn Barðstrend- ingafélagsins 1994 og sýndi þá strax að þangað átti hann erindi, var kos- inn í ritnefnd Sumarliða pósts, fréttablaðs félagsins og lagði þar styrka hönd á plóg. Hlýhugur í garð félagsins var of- arlega í hans sinni og góður vilji til eflingar starfseminnar, enda komu hann og Aðalheiður kona hans á flestar samkomur félagsins. Manni var hagyrðingur góður og eru ljóð og tækifærisvísur hans mörgum kunn. Stundum naut félagið orð- sniildar hans í ljóðum sem lesin voru á samkomum við ýmis tækifæri. Hagmælskuna fékk hann í vöggu- gjöf, trúlega úr báðum ættum. Til staðfestingar má þar nefna langafa hans Snæbjörn í Hergilsey og móð- urbróður Hafstein Guðmundsson frá Skjaldvararfossi, sem nýlega er látinn og var einnig stjórnarmaður í félaginu og öllum þar einstaklega kær. Á einum stjórnarfundi félagsins forfallaðist ritari og hijóp Manni þá í skarðið, sú fundargerð er í bundnu máli. Ekki ætla ég að rekja frekar ævi- feril Jóns Snæbjörnssonar, vona að einhver mér færari geri slíkt, því orðstír á hann góðan. Við hjá Barðstrendingafélaginu sem störfuðum með Manna, sjáum nú á eftir góðum dreng sem smitaði frá sér ást og tryggð til átthaganna vestra. Að lokum viljum við senda Aðal- heiði og börnum, móður og bræðrum og öllum ástvinum, innilegustu sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd Barðstrendingafé- lagsins. Ólafur A. Gislason. Látinn er æskufélagi okkar Jón Snæbjörnsson. Hann var fæddur hinn 29. ágúst 1941 á Stað á Reykja- nesi í Reykhólasveit og ólst þar upp. Kynni okkar af Manna, eins og hann var oftast kallaður, hófust snemma því við vorum allir á svipuðu reki og mikill samgangur milli bæja í sveit- inni. Síðar tók við dvöl í Barnaskól- anum á Reykhólum þar sem við stunduðum nám hjá Jens Guð- mundssyni kennara. Þá var þar heimavist og kynntumst við krakk- arnir vel. Strax á þessum árum kom fram hversu hagmæltur Manni var. Það kom enn betur í ljós seinna á ævinni og eftir hann liggur talsvert af kvæðum og vísum. Manni vann öll almenn sveitastörf á heimili foreldra sinna á Stað en síðar lá leið hans í Bændaskólann á Hvanneyri þaðan sem hann lauk búfræðiprófi árið 1962. Skömmu síð- ar kynntist hann konu sinni Aðal- heiði Hallgrímsdóttur frá Dagverð- ará á Snæfellsnesi. Þau hófu búskap sinn í Tilraunastöðinni á Reykhólum þar sem Manni var ráðsmaður en fluttu sig síðan að Mýrartungu II í sömu sveit. Þar bjuggu þau um ára- bil eða þar til heilsa hans fór að gefa sig og þau brugðu búi og fluttu með fjölskyldu sína til Reykjavíkur. En þó að þau fiyttu suður hélt Manni sterkum tengslum við Reykhóla- sveitina og dvaldi þar öðru hvoru. Annar staður sem var Manna hjart- fólginn var Dagverðará. Þar byggðu þau hjónin sumarbústað ásamt börnum sínum og dvöldust þar oft á sumrin. Þær voru ófáar helgarferð- imar sem við félagarnir fórum vest- ur í Reykhólasveit og ferðahugurinn var ætíð mikill. En þau ferðalög sem ber hvað hæst í minningunni eru all- ar bátsferðirnar um Breiðafjörð. Oft var lagt upp frá Stað og þaðan tekin stefna vestur á nes eða út um eyjar. Manni var víðlesinn og vel að sér um staðhætti og mannlíf á þessum slóð- um. Urðu ferðirnar hinar skemmti- legustu og oft var slegið upp tjaldi og gist á fögrum stað. Þessar ferðir eru ekki hvað síst eftirminnilegar fyrir félagsskap Manna sem var bæði ræðinn og fróður. Hann var skemmtilegur félagi og áttum við margar góðar stundir þar sem ýmis mál voru rædd, oft fram á nótt. Við kveðjum góðan dreng og sendum fjölskyldu hans og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Theodórsson, Gísli Sævarr Guðmundsson. Horfinn er úr hópnum Jón Sæbjömsson, fyrrverandi bóndi í Mýrartungu í Reykhólahreppi, holl- vinur minn og annarra þeirra, er honum kynntust. Hann átti um langt skeið við van- heilsu að stríða, sem gerði það að verkum, að hann varð á sínum tíma að bregða búi í Mýrartungu og hverfa þaðan til annarra staða, þar sem hag hans var betur borgið mið- að við heilsufar hans. Jón var glaðvær maður í dagfari sínu og sýndi öllum vinsemd og virð- ingu, sem hann umgekkst. Hann var skáld gott og orti jafnan eftirmæli um þá gömlu sveitunga sína, sem hann varð að horfa á eftir yfir móð- una miklu. Og ætíð var hann mættur í kirkjunni á Reykhólum til að minn- ast allra þeirra sem með honum höfðu átt samleiðarspor í sveitinni. Á hverju hausti mætti Jón í smalamennskur og annað fjárrag í sveitinni sinni og var þar gjarnan hrókur alls fagnaðar. Það er ánægjulegt að hafa kynnst manni eins og Jóni og fjölskyldunni hans, sem öll bjó yfir miklum mann- kostum hvað vit, mannkosti og aðra góða þætti áhrærði. Eftir að ég sett- ist að á Reykhólum, kynntist ég fljótlega Jóni og fjölskyldunni hans. Börnunum hans kenndi ég í Reyk- hólaskóla og varð þess þá fljótt áskynja, hve vel þau voru af Guði gerð og gátu lært allt það sem fyrir þau var lagt. Við fráfall Jóns sakna margir vin- ar í stað. Það verður ekki umflúið að minnast með trega og jafnframt virðingu slíkra heiðursmanna, sem Jón vinur minn svo sannarlega var. Ég varð honum einu sinni samferða frá Mýrartungu til Reykjavíkur og skemmtilegri ferðafélaga hef ég ekki átt. Hann flutti endalaust frum- samin ljóð alla leiðina til höfuðborg- arinnar, ljóð, sem hann hafði ort fyr- ir nokkrum árum og kunni utanbókar. Já, það er ljúft að minnast slíkra manna sem Manna, en undir því nafni gekk hann jafnan í sveitinni sinni. Hann var líka af miklum gáfu- mönnum kominn, en Jón Þorvalds- son, sóknarprestur á Stað í Reyk- hólahreppi, var afi hans. Ég votta konunni hans og börnun- um og öðrum ættingjum innilega samúð mína og fjölskyldu minnar og þakka honum innilega fyrir góðu kynnin, sem geymast, en gleymast ekki. Blessaður sértu um alla eilífð, ástkæri vinur og félagi, og megi góð- ur Guð þig vernda og geyma í eilífð- inni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi og hafðu þökk fyrir allt og allt. Bragi Benediktsson, Reykhólum. + GUÐBORG EINARSDÓTTIR, lengst af til heimilis á Rauðarárstíg 30, Kpf ; < ti sem lést 23. þessa mánaðar, verður f jarðsungín frá Frikirkjunni í Reykjavík þriðju- ¥T' L daginn 1. febrúar kl. 13.30. J Fyrir hönd systkinabarna, Þorsteinn Júlíusson. M.—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.