Morgunblaðið - 30.01.2000, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Varst þú nokkuð að segja, Dóri litli?
Island í brennidepli
Gautaborg, Morgunblaðið.
ENGLAR alheimsins, kvikmynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar eftir
skáldsögu Einars Más Guðmunds-
sonar var vígslumyndin á kvik-
myndahátíðinni í Gautaborg sem
hófst á föstudag.
Um tuttugu íslenskar kvikmynd-
ir, gamlar og nýjar, verða sýndar á
hátíðinni sem stendur til sjötta
febrúar. Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti Islands, og
Marita Ulvskog, menningarráð-
herra Svia, settu hátíðina með
ávörpum. Vigdís situr einnig í
dómnefnd hátíðarinnar sem af-
henda mun verðlaun til leikstjóra,
kvikmyndatökumanna og handrita-
höfunda.
Englar alheimsins var sýnd fyrir
fullum sal í Drekabíóinu í Gauta-
borg og lifðu áhorfendur sig
greinilega inn í atburðarásina og
klöppuðu er söguhetjurnar höfðu
lokið kvöldverði á Hótel Sögu og
báðu þjón að hringja á lögregluna.
I gær voru tveir umræðufundir
um íslenskar kvikmyndir. Annar
fjallar um undanfarin tuttugu ár í
íslenskri kvikmyndagerð, hinn um
einkenni íslenskra kvikmynda.
Atta kvikmyndir keppa um verð-
laun á hátíðinni sem nema eitt
hundrað þúsund sænskum ki-ón-
um. Meðal þeirra eru Englar al-
heimsins og Úngfrúin góða og hús-
ið.
Stafrænar og
myndavélar
Það sparar bæði tíma og peninga að fá myndirnar
á stafrænu formi beint í tölvuna. Hentar mjög vel
fyrir alla myndræna framsetningu t.d við gerð á
vörulistum, auglýsingum, skýrslum, netsíðum o.fl.
Komdu við hjá okkur í Lágmúla 8 og
kynntu þér málið. ;
• Hægt að tengja við sjónvarp
> Tekur 32 mb smartmedia kort (4mb fylgja með
59.900
kr. stgr.
mm
omt
OLYMPUS
1.3 mtton Ptm*
C-830
> 1,3 milljón punkta upplausn (1280x960)
> Hægt að tengja við sjónvarp
• Tekur 16 mb smartmedia kort (4 mb fylgja með)
39.900
kr. stgr.
BRÆÐURNIR
Lógmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
Nám í hugrænni atferlismeðferð
Hægt er
að breyta
viðbrögðum
sínum
FÉLAG um hugræna
atferlismeðferð
býður upp á tveggja
ára nám í hugrænni atferl-
ismeðferð. Auðm- R. Gunn-
arsdóttir sálfræðingur er
formaður íyrmefnds fé-
lags, hún var spurð hvað
hugræn atferlismeðferð
væri?
„I hugrænni atferlis-
meðferð er unnið með
tengsl tilfinninga, hugsun-
ar og hegðunar. Við erum í
hugrænni atferlismeðferð
að fást við sálræn vand-
kvæði á borð við kvíða og
þunglyndi. Skjólstæðing-
urinn laerir hvernig við-
brögð hans geta annað-
hvort magnað upp
óþægilegar tilfinningar svo
sem kvíða eða þunglyndi
eða hins vegar dregið úr óþægind-
unum. Áhersla er lögð á að hann
fylgist með því hvemig tengsl til-
finninga, hugsana og hegðunar er.
Skjólstæðingnum era síðan
kenndar aðferðir til að breyta við-
brögðum sínum og gera þau upp-
byggilegri fyrir líðan hans.“
- Hvernig eru þær aðferðir?
„Við skulum fyrst taka dæmi um
mann sem á við kvíða að etja. Inni-
hald kvíða hans er að líkamlegar
breytingar sem hann finnur fyrir
séu merki um að hann sé að fá
hjartaáfall. Maður þessi er að
vinna í garðinum heima hjá sér og
hann finnur fyrir breytingu á
hjartslætti og verk fyrir brjósti.
Hann sest niður og fær þessa yfir-
þyrmandi hugsun að hann sé að fá
hjartaáfall. Fyrst þarf auðvitað að
ganga úr skugga um að maðurinn
sé líkamlega heill. Ef svo er er lík-
legt að túlkun hans á hinum líka-
mlegu einkennum sé órökrétt.
Meðferðin gengur út á það að að-
stoða fólk við að líta á hugsanir sín-
ar sem tilgátur frekar en óyggj-
andi sannanir um að eitthvað
hræðilegt muni gerast. Við skulum
taka annað dæmi, nú um mann
sem á við þunglyndi að etja. Eitt
megineinkenni á þunglyndi er
breytingar á hugsunarhætti. I
þunglyndi fyllist maður vanmátt-
arkennd og vonleysi. Oft finnst
hinum þunglynda að hann sé al-
gerlega misheppnaður, sjálfs-
traustið er tapað og hann verður
upptekinn af eilífum mistökum
sem honum finnst hann hafa gert.
Framtíðin er dökk í hans augum
og hann sér engar undankomuleið-
ir. Þessi breyting á hugsunarhætti
leiðir oft til þess að viðkomandi
hættir að takast á við daglegt líf,
einangrast og lokar sig af. Við-
brögð hans við hinni slæmu líðan
verða til þess að hann verður enn-
þá daprari. Meðferðin felst í því að
aðstoða viðkomandi við __________
að hafa áhrif á hugsun-
arháttinn, viðhorf hans
til sjálfs sín og framtíð-
arinnar og takast á við
hið daglega líf aftur
smám saman með nýj- ““““““
um hugsunarhætti. Rannsóknir á
árangri meðferðar í hugrænni at-
ferlismeðferð sýna að hugræn at-
ferlismeðferð ásamt lyfjameðferð
skilar meiri árangri heldur en
lyfjameðferðin ein og sér.“
-Hvenær var Félag um hug-
ræna atferlismeðferð stofnað?
„Félagið var stofnað 1987 af
nokkmm sálfræðingum sem höfðu
Auður R. Gunnarsdóttir
► Auður R. Gunnarsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 1957. Hún lauk
stúdentsprófl frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1978 og BA-próf í
sálarfræði 1983 frá Háskóla ís-
lands. Kandfdatspróf f klfnískri
sálarfræði tók hún í háskólanum
í Bergen 1986. Hún starfaði eftir
námslok á geðdeild Landspítal-
ans og var þar í starfsþjálfun á
almcnnri geðdeild, barna- og
unglingageðdeild og áfengis-
deild. Á Fræðsluskrifstofu
Reykjaness starfaði Auður um
tíma en nú vinnur hún hjá Náms-
ráðgjöf Háskóla Islands og rekur
eigin sálfræðistofu. Auður er gift
Jóni Sveinssyni, sölumanni hjá
Herði Sveinssyni & co. Þau eiga
einn son og annan son átti Auður
fyrir.
áhuga hugrænni atferlismeðferð.
Nú em í félaginu tæplega 40
manns og er þetta stærsta félag
sinnar tegundar miðað við hina
frægu höfðatölu."
- Hvar fer kennsla í hugrænni
atferlismeðferð fram ?
„Félagið leigir stofu í Háskóla
Islands þar sem kennslan fer fram.
Þetta er tveggja ára nám og sam-
anstendur af fyrirlestrum og verk-
legum æfingum. Nemendur núna
em 23 sálfræðingar sem flestir
hafa töluverða meðferðarreynslu.“
- Á þetta nám sér erlenda fyrir-
mynd?
„Já, við hönnun námsins er lögð
áhersla á að uppfylla staðal sem
hefur verið settur af Evrópusam-
tökum um hugræna atferlismeð-
ferð. Þannig að þeir sem Ijúka
námi fái viðurkenningu á því og
geti stundað sams konar meðferð
hvar sem er í Evrópu. Fyrh-mynd-
in kemur meðal annars frá Sví-
þjóð.“
_________ - Hafa margir hér á
landi lokið svona
námi?
„Námið hófst 1998
og þetta er fyrsti hóp-
urinn sem fer í gegn-
um þetta „prógramm“
Unnið er með
tengsl tilfinn-
inga, hugsunar
og hegðunar
en við erum að leggja drög að því
að bjóða það aftur. Ný umferð í
náminu gæti hafist árið 2001. I bí-
gerð er að hanna vefsíðu Félags
um hugræna atferlismeðferð þar
sem fram koma upplýsingar um
námið og fræðsla um hugræna at-
ferlismeðferð við sálrænum vand-
kvæðum svo sem þunglyndi, kvíða,
áráttu og áfengisvanda.