Morgunblaðið - 02.02.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 02.02.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 27. TBL. 88. ARG. MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Austurríkismenii láta erlendan þrýsting lítið á sig fá Stj órnarsáttmáli frágenginn Vín. AFP, Reuters, AP. ÞJÓÐARFLOKKUR austurrískra íhaldsmanna og hinn umdeildi Frels- isflokkur gengu í gærkvöld frá sátt- mála um myndun nýrrar ríkisstjórn- ar. Leiðtogar flokkanna kynna sáttmálann fyrir Thomas KJestil for- seta í dag. A sameiginlegum blaðamanna- fundi vísuðu þeir Wolfgang Schussel, leiðtogi Þjóðarflokksins og kanzlara- efni væntanlegrar hægristjórnar, og Jörg Haider, leiðtogi Frelsisflokks- ins, erlendri gagnrýni á stjórnar- myndunina á bug, þar með talið við- vörunum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um að Austurríkis- menn kölluðu yfir sig alþjóðlega ein- angrun ef af stjómarþátttöku Frels- isflokksins yrði. „Við höfum náð samkomulagi um innihald umbótastefnu tnýrrar ríkis- stjómar],“ sagði Schiissel. Sagði hann að sáttmálinn yrði lagður íyrir Klestil forseta í dag, en óvíst væri hvað gerðist næst, þar sem uppi væri sú óvenjulega staða, að hvorugur flokkurinn sem að stjómarsáttmál- anum standa hefði formlega fengið Jörg Haider (t.h.) og Wolfgang Schiissel tilkynna lok stjómar- myndunarviðræðna sinna í gærkvöld, með fána Evröpu- sambandsins við hún. umboð til stjórnarmyndunar. „Ég veit ekki hvernig málið mun þróast,“ sagði Schiissel. En þótt for- setinn hafi vald til að leggja ekki blessun sína yfir þessa stjórnar- myndun, er talið ólíklegt að hann geri það, jafnvel þótt hann óttist við- brögð umheimsins, þar sem að öðr- um kosti yrði óhjákvæmilegt annað en að boða til kosninga á nýjan leik. Pantaði Klima hin hörðu við- brögð ESB? Að sögn vefútgáfu austurríska blaðsins Die Presse hefur danska blaðið Jyllandsposten öruggar heim- ildir fyrir því að Viktor Klima, kanzl- ari Austurríkis og leiðtogi jafnaðar- manna, hafi á alþjóðlegu helfararráðstefnunni í Stokkhólmi í síðustu viku hvatt aðra leiðtoga Evrópusambandsríkja til að bregð- ast mjög hart við mögulegu stjórnar- samstarfi Þjóðarflokks og Frelsis- flokks, og að Klestil forseti hafi ýtt á eftir þessari ósk kanzlarans um helgina. Er Poul Nymp Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagð- ur hafa greint utanríkismálanefnd danska þingsins frá þessum óvenju- legu ráðagerðum ESB. Þetta hefði Jyllandsposten fengið staðfest hjá nokkrum meðlimum nefndarinnar. Talsmaður Austurríkiskanzlara var hins vegar sagður vísa þessu á bug sem „fáránlegum uppspuna". ■ ESB fylgist grannt með/26 Þyria og björgunarskip bandarísku strandgæzlunnar sjást hér við leit á Kalifornfuflóa, þar sem farþegaþota Alaska Airways hrapaði í fyrrinótt með 88 manns innanborðs. Segir olíu- verð of hátt Ósló. AP, AFP. ORKUMÁLARÁÐHERRA Banda- ríkjanna, Bill Richardson, sagði á fundi með fulltráum olíuframleiðslu- ríkja í Ósló í gær að hann teldi olíu- verð í heiminum of hátt. Hann ítrek- aði þó að Bandaríkin hygðust ekki selja hluta af olíubirgðum sínum til að ná verðinu niður. Lokaður ráðherrafundur olíu- framleiðsluríkja stendur nú yfir í Ósló. Norðmenn eiga ekki aðild að OPEC, samtökum olíuframleiðslu- ríkja, en hafa engu síður farið að dæmi þeirra og takmarkað fram- leiðslu til að halda verði á olíu uppi. Richardson sagðist ekki vera kom- inn til Noregs til að þrýsta á stjórn- völd þar að létta takmörkunum af framleiðslunni. Hann sagði hins vegar að markaðsöflin ættu að ráða verði á olíu. McCain vin- sæll í New Hampshire MARGLITUM „konfettí“-pappír rignir yfir John McCain, sem sæk- ist eftir forsetaframboðsútnefn- ingu Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, og eiginkonu hans, Cindy, á kosningafundi í Peterborough í New Hampshire, en hinir 700.000 almennu kjósend- ur New Hampshire-ríkis gengu í gær til forkosninga fyrir for- setakosningarnar f haust. George W. Bush, keppinautur McCains um útnefningu repúblik- ana, spáði eigin sigri í gær, en McCain var engu síður sigurviss. Hinn síðarnefndi naut nokkurs forskots í flestum skoðanakönn- unum. Meðal demókrata hafði A1 Gore varaforseti naumt forskot á Bill Bradley, en Bradley vann á síðustu daga kosningabaráttunn- ar. Kjörsókn var mjög góð. ■ Nú er að duga/32 Tsjetsjneskir skæruliðar farn- ir frá Grosní Alkhan-Yurt, Moskvu. AP, AFP. UM 2.000 skæruliðar hafa yfirgefið Grosní og í gær voru þeir að reyna að komast í gegnum rússnesku víg- línuna fyrir sunnan borgina. Rúss- ar segja þó, að enn sé barist í borg- inni. Skæruliðar segjast hafa náð markmiðum sínum með því að verja borgina í mánuð en viður- kenna, að sprengjuregn Rússa hafi neytt þá til undanhalds. Fyrstu skæruliðahóparnir héldu frá Grosní á mánudag og áfram í fyrrinótt en ekkert hefur orðið vart við flótta óbreyttra borgara. Er ekki vitað hve margir þeir eru í borginni en giskað er á 15-40.000. í sjálfheldu á jarðsprengjusvæði Haft er eftir skæruliðum og óbreyttum borgurum, að nokkrir háttsettir foringjar í skæruliða- hernum hafi fallið eða særst al- varlega er stór hópur skæruliða fór út á jarðsprengjusvæði á borgar- mörkunum. Þá féllu tugir þeirra er rússneskt stórskotalið lét sprengj- unum rigna yfir skæruliðahópinn. Rússneskir embættismenn vildu ekki gera of mikið úr fréttum um flótta skæruliða og sögðu að enn væri barist, en fréttir eru um, að rússneska herliðið sé um það bil að ná miðborg Grosní á sitt vald. Haft er eftir einum skærulið- anna, Akhmed að nafni, að ákveðið hafi verið að yfirgefa Grosní vegna látlausrar sprengjuhríðar Rússa. „Þeir börðust ekki við okkur í návígi, heldur voru að drepa okkur með sprengjunum," sagði hann. Þótt skæruliðarnir hafi hörfað frá Grosní þykir víst, að þeir muni halda stríðinu áfram sunnar í land- inu, og minna má á, að í Tsjetsjníu- stríðinu fyrra misstu þeir Grosní 1995 en náðu henni aftur 1996. Sagt er, að meðal þeirra skæru- liðaforingja, sem féllu á jarð- sprengjusvæðinu, hafi verið Aslan- bek Ismaflov, sem stjórnaði vörn Grosní; Khunkar-Pasha Israpílov og Lecha Dúdajev, borgarstjóri Grosní. Þá slasaðist hinn kunni skæruliðaforingi Shamil Basajev illa er bíll, sem hann var í, ók yfir jarðsprengju. Eru fréttir um að hann hafi misst annan fótinn. Skæruliðarnir fóru út úr Grosní með járnbrautinni og virðast hafa ætlað að safnast saman í þorpinu Alkhan-Kala, sem er rétt fyrir vestan borgina. Rússar hafa hins vegar umkringt þorpið og sagði talsmaður rússneska hersins, að verið væri að „uppræta" skærulið- ana. Haft var eftir íbúum í Alkhan- Kala í gær, að tugir særðra skæru- liða lægju í snjónum úti fyrir lítilli sjúkrastöð vegna þess, að ekkert pláss væri fyrir þá inni. „Særðir menn liggja næstum því í haugum inni í stöðinni og tugi annarra urðum við að leggja frá okkur í snjónum,“ sagði Baíant Múnajeva, sem var að hjúkra mönnunum. Hrapaði í Kali- fornmflóa Oxnard í Kaliforníu. AP. FLUGMENN MD-83 farþegaþotu Alaska Airlines, sem hrapaði í Kali- fomíuflóa í fyrrinótt, áttu í skyndi- legum vanda með stjóm vélarinnar í sex mínútur áður en hún hvarf í hafið með 88 manns innanborðs. Frá þessu greindu rannsakendur slyssins í gær. Flugmenn fjögurra annarra þotna urðu vitni að síðustu samskiptum flugmanna Air Alaska-vélarinnar og leitaði Öryggisnefnd samgöngumála í Bandaríkjunum, NTSB, eftir því að fá að yfirheyra þá. Rannsakendur greindu einnig frá því, að fjögur lík hefðu fundizt, og töldu þeir að tekizt hefði að nema hljóðmerki frá flugrit- um vélarinnar. Ér mikið kapp lagt á að finna þá. Farþegi af íslenzkum ættum Meðal farþeganna í vélinni vora hinn íslenzkættaði Karl Karlsson frá Petaluma, skammt norðan við San Francisco, og bandarísk eiginkona hans, Carol Karlsson. Höfðu þau hjónin verið í tíu daga leyfi í Puerta Vallarta til að halda upp á afmæli beggja, eftir því sem Adda Sigurdar, sem býr í San Francisco, tjáði Morg- unblaðinu. Þau áttu þrjú uppkomin börn og móðir Karls, Hulda Agústs- dóttir Karlsson, á heima í Petaluma. Föðuramma Karls, Hansína Jóns- dóttir, býr í Reykjavík. ■ Hugöist nauðlenda/25 MORGUNBLAÐK) 2. FEBRÚAR 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.