Morgunblaðið - 02.02.2000, Side 12

Morgunblaðið - 02.02.2000, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fórnarlambið stungið margoft í brj óstholið Þórhallur Ölver Gunnlaugsson leiddur fyrir dómara í gær. Morgunblaðið/Sverrir HÉR á eftir fer dómsniðurstaða fjölskipaðs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ríkissaksóknara gegn Þórhalli Olver Gunnlaugssyni. „í máli þessu er ákærða gefið að sök að hafa veist að Agnari Wil- helm Agnarssyni, og banað honum með því að stinga hann hnífi eða hnífum mörgum sinnum í brjósthol, bæði framan og aftan frá. Af vett- vangsrannsókn lögreglu að dæma, s.s. ljósmyndum og myndbands- upptöku, má ráða að átök hafi átt sér stað í íbúðinni. Samkvæmt vætti Þóru B. Vald- imarsdóttur var hún stödd á heimili Agnars að kvöldi 13. júlí sl. en fór þaðan um miðnættið. Hafði Agnar þá á orði að hann ætlaði að horfa á sjónvarp og fara síðan að sofa. Vitnið kom aftur um 15 mínútum síðar til að ná í gleraugu sem hún hafði gleymt og færði Agnar henni þau, eftir að hún hafði hringt dyra- bjöllunni. Síðan þá er ekki vitað til að nokkur hafi komið í íbúðina til Agnars fyrr en ákærði kom þang- að. Akærði hefur borið fyrir dómin- um að hann hafi komið að Leifs- götu 28 um kl. 01.20 þá um nóttina og lagt bifreið, sem hann var á, skáhallt gegnt húsinu. Hann hafi farið inn í húsið og inn í íbúð Agn- ars sem hafi legið þar látinn á gólf- inu með hníf í brjóstkassanum. Vitnin, Bryndís Gyða Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Sigþór Guð- jónsson, sem búa beint fyrir ofan íbúð Agnars, og Sigurður J. Jóns- son, sem býr í íbúðinni fyrir neðan, hafa borið fyrir dóminum að skömmu fyrir klukkan tvö aðfara- nótt 14. júlí sl. hafi óvenjumikil há- reysti heyrst frá íbúð Agnars. Vitn- in vöknuðu við hávaðann. Er framburður þeirra samhljóða um að hávaðinn hafi staðið yfir í skamman tíma og nefnir vitnið, Sigþór, um fimm mínútur, en sam- kvæmt framburði þeirra var um að ræða org, spörk og hljóð eins og þegar húsgögn færast til. Stuttu eftir að hávaðanum linnti heyrðu vitnin, Bryndís Gyða og Sigþór, að hurð var skellt og gengið niður stigann og fór þá vitnið, Bryndís Gyða, fram í eldhúsglugga til að að- gæta hver væri þar á ferð. Ber vitnið, Sigþór, að hann hafi þá litið á vekjaraklukku og hún sýnt 02.03. Við athugun lögreglu, hinn 20. júlí sl., kom í ljós að vekjaraklukkan reyndist þá 4 mínútum of fljót. Framburður vitnisins ívars [son- ur Bryndísar Gyðu og Sigþórs, innsk. Mbl.J er ekki fyllilega sam- hljóða þessum framburði hvað tímasetningar varðar þar sem hann taldi, ítrekað aðspurður, að hann hefði heyrt hávaða frá íbúð Agnars um eittleytið. Fyrir dóminum kom fram, að vitnið leit ekki á klukku þegar hann heyrði hávaðann frá íbúð Agnars og virtist í miklum vafa um tímasetningar. Þykir því framburður hans ekki veikja fram- burð áðurgreindra vitna að þessu leyti. Vitnið, Bryndís Gyða, hefur fyrir dóminum lýst því, að hún hafi séð mann fara út úr húsinu og inn í gráleita bifreið, sem lagt hafi verið hinum megin götunnar, skáhallt á móti. Hafi vitnið reynt að ná núm- eri bifreiðarinnar en það hafi ekki tekist. Lýsing vitnisins á manni þessum, bæði hjá lögreglu og hér iyrir dómi, kemur í meginatriðum heim og saman við lýsingu á ákærða þegar hann var stöðvaður af lögreglu skömmu síðar. Sérstaka athygli vitnisins vakti að buxur mannsins sýndust blettóttar. Vitn- ið, Sigþór, skýrði svo frá fyrir dóm- inum að Bryndís Gyða hefði sagt við sig þegar hún kom aftur til baka að buxur mannsins hefðu all- ar verið í blóðblettum. Lögregla stöðvaði ákærða kl. 02.01 við hús nr. 80 við Skúlagötu í Reykjavík og vakti útgangur hans þegar athygli lögreglu enda var ákærði allur blóðugur. Ákærði spann þegar upp sögu um átök í miðbænum sem átti að skýra ástand hans. Engu síður fór þá um nóttina fram á vegum lögreglu viðamikil rannsókn á ákærða og at- hugun á hugsanlegum afbrotum því tengdum. Af ljósmyndum sem þá voru teknar af ákærða má glögg- lega sjá, að hann var meira og minna ataður blóði. Þannig var all- ur fatnaður blóðugur bæði að aftan og framan og voru sérstaklega bux- ur hans blóðugar á lærum og við hné. Þá voru handabök sem og lóf- ar meira og minna vætt blóði. Blóð- kám var á nefi, höku og framan- verðum hálsi hans. Rannsókn sem gerð var á rannsóknarstofu stað- festi að þetta var blóð úr Agnari. Þegar virtur er framburður vitna, þ.e. annars vegar um það hvenær maðurinn á hafa yfirgefið húsið við Leifsgötu 28 og hins veg- ar framburður lögreglumanna sem handtóku ákærða við Skúlagötu 80 er ljóst að skeikað getur 2-3 mínút- um miðað við þann tíma sem það tekur að aka þessa leið. Dómurinn telur hins vegar, að þegar atvika- lýsingin sé að öðru leyti virt, verði að leggja til grundvallar að þarna hafi verið um sama mann að ræða. Ákærði gaf þá skýringu fyrir dóminum að hann hefði runnið til í blóði Agnars og dottið ofan á hann þegar hann kom að honum liggj- andi á gólfinu í íbúðinni. Þá hefði hann runnið aftur til í blóði þegar hann reyndi að standa upp. Að- spurður kvaðst hann fyrst hafa komið vinstra megin að Agnari en breytti þeim framburði þegar hon- um var bent á að samkvæmt ljós- myndum, væri þeim megin lítið blóð á gólfinu. Þá kvaðst hann hafa komið að Agnari hægra megin. Ákærði hafði gert athugasemdir við staðsetningu á stól sem á ljós- mynd var sýndur liggja við fætur Agnars og kvað hann stólinn hafa verið þar sem blóðblettur er sýnd- ur á ljósmynd hægra megin við hinn látna. Samkvæmt þessu átti stóllinn að vera á þeim stað þar sem ákærði kom að Agnari og þar sem hann segist hafa dottið og fengið á sig blóðið. Framburður ákærða fyrir dóm- inum um þennan þátt málsins þykir með miklum ólíkindablæ og að mati dómenda fær hann alls ekki staðist. Þá er ekki að sjá, hvorki af vett- vangsrannsókn, þ.e. ljósmyndum og myndbandi, að einhver hafi runnið til í blóði á gólfinu við hægri hlið Agnars. Dómurinn hafnar því þeirri skýringu ákærða að hann hafi fengið á sig allt það blóð sem á honum var þegar lögregla stöðvaði hann, með þeim hætti sem hann hefur lýst. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu í viðurvist skipaðs réttargæslu- manns síns þar sem hann lýsti at- burðum á þann veg að hann hefði lent í átökum við Agnar sem lauk með því að Agnar lá á gólfinu með hníf í brjósti sér. Ekki gerði ákærði athugasemdir við þennan framburð sinn þegar hann var leiddur fyrir dómara í tilefni af kröfu um gæslu- varðhald yfir honum fyrst 20. júlí. sl., en þar staðfestir hann lögreglu- skýrslu, sem tekin var af honum þann sama dag og kveður þar rétt eftir sér haft. Eftir það gaf ákærði alls fjórar skýrslur hjá lögreglu án þess að framburður hans breyttist að þessu leyti. Vitnið, Björgvin Björgvinsson lögreglufulltrúi, sem var viðstaddur skýrslutöku af ákærða þegar hann játaði á sig verknaðinn, skýrði svo frá fyrir dóminum að ákærði hefði verið trú- verðugur í frásögn sinni. Hann hefði skýrt frá kunningsskap sínum við Agnar og ágreiningi þeirra í milli. Hann hefði lýst aðdraganda og upphafi átakanna en átt mjög erfitt með að lýsa átökunum sjálf- um. Ákærði hefur ekki gefið neina trúverðuga eða haldbæra skýringu á því hvers vegna hann breytti framburði sínum fyrir dóminum. Vitnið, Sigurður Páll Pálsson geðlæknir, bar fyrir dóminum að við geðrannsókn á ákærða hefði hann verið búinn að játa verknað- inn hjá lögreglu og hefði það komið fram í samtölum þeirra. Þess vegna hefði hann sett í skýrslu sína bein- ar tilvitnanir ákærða um þá játn- ingu. I málinu liggur fyrir heildstæð og ítarleg rannsókn lögreglu af vettvangi og ákærða svo og skýrsl- ur sérfræðinga. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið telst sannað að ákærði sást yfirgefa húsið nr. 28 við Leifs- götu, stuttu eftir að íbúar þar heyrðu háreysti og skarkala frá íbúð Agnars, sem benti til þess að þar hafi átt sér stað átök. Þá var ákærði handtekinn í beinu fram- haldi alblóðugur eins og lýst hefur verið. Freistaði hann þess þá að leiða lögreglu á villigötur með því að spinna upp sögu um átök í mið- bæ Reykjavíkur sem skýrt gæti ásigkomulag hans. Rannsókn málsins sýndi að ákærði var við handtöku með mikið magn amfetamíns og kókaíns í blóði. Einnig hefur verið upplýst að áhrif þessara efna veldur dóm- greindarleysi og hugsanabrenglun sem geti leitt til ofbeldis. í ljós kom að ákærði hafði stolið verðmætum úr íbúð Agnars áður en hann yfir- gaf hana. Þegar virt er allt það sem hér að framan hefur verið rakið telur dómurinn sannað, að ákærði hafi gerst sekur um að hafa banað Agn- ari Wilhelm Agnarssyni eins og honum er gefið að sök í þessum lið ákærunnar og er brot hans þar rétt heimfært til refsiákvæðis. Ákærði hefur játað þjófnað sem honum er gefin að sök í 2. lið ákær- unnar. Er játning hans í samræmi við önnur rannsóknargögn málsins og brot hans þar réttilega heim- fært til refsiákvæðis." Mótmæli innlendra og erlendra náttúruverndarsamtaka gegn fyrirhugaðri Fljótsdalsvirkjun Ekki hjálpað N or sk Hy dro MÓTMÆLI innlendra og erlendra náttúruverndarsamtaka gegn fyrir- hugaðri Fljótsdalsvirkjun og gerð miðlunarlóns á Eyjabökkum hafa ekki beinlínis skaðað orðspor Norsk Hydro á alþjóðavettvangi, en heldur ekki hjálpað upp á sakirnar. Þetta er mat Thomas Knutzens, upplýsingafulltrúa Hydro Alumin- ium, áldeildar Norsk Hydro, sem kynnti stefnu fyrirtækisins á mánu- dag. Umhverfísvernd flókið hugtak „Þessi umræða hefur svo sannar- lega ekki hjálpað okkur. Enn sem komið er höfum við þó ekki orðið áþreifanlega varir við hana annars staðar en í Noregi og á íslandi," segir Knudsen og bætir við að mestu mótmælin hafi komið frá drífandi og áhugasömum einstakl- ingum. „Það er ekki gott að sjá hvaða áhrif þetta hefur til framtíð- ar; við eigum í samskiptum víða um lönd en höfum ekki enn orðið neins áskynja. Þegar heildarmyndin ligg- ur fyrir verður e.t.v. auðveldara að meta hvort þetta hefur skaðað okk- ur að einhverju marki.“ Knutzen segir að Hydro hafi ver- ið meira á hliðarlínunni þegar mest bar á mótmælum síðastliðið haust og fyrii' áramót, enda komi fyrir- tækið aðeins að einum þætti í flók- inni rökræðu, þ.e. byggingu ál- verksmiðju við Reyðarfjörð. „Að mínu mati er umhverfis- vernd afar flókið hugtak sem tekur til víðtækrar hringrásar. Þannig geta þeir jákvæðu þættir sem fylgja nýrri álverksmiðju, t.d. í byggða- og efnahagsmálum, vegið þyngra á vogarskálunum en neik- væðir þættir vegna virkjunar fall- vatna. Vissulega þarf alltaf að fórna einhverju, en ég kýs sjálfur að setja málin í stærra samhengi, þótt ég vilji alls ekki með því taka beina af- stöðu í þessu eina máli, sem er hreint og klárt innanlandsmál á Isl- andi,“ segir Knutzen enn fremur. Hann nefnir sem dæmi að sívaxandi eftirspurn sé eftir áli í heiminum, enda um vistvænan málm að ræða með mikið notagildi. Hann sé auk- inheldur endurnýtanlegur og skipti sífellt meira máli í framleiðslu bíla og flugvéla, þar sem ál sé léttur málmur sem stuðli að minni elds- neytisnotkun. Tæknivæddasta málmbræðsla í heimi Knutzen fullyrðir að álverksmið- jan við Reyðarfjörð verði tækni- væddasta málmbræðsla sem nokk- urn tímann hefur verið reist í heiminum. „Þetta er auðvelt að fullyrða, þar sem fyrirliggjandi þekking auk nýrra upplýsinga er höfð til hlið- sjónar þegar verksmiðja af slíkri stærðargráðu er byggð, svo í raun má segja að hver ný verksmiðja sé sú besta í heiminum. Við í Hydro getum ekki leyft okkur að reisa annars flokks álver þar sem sömu gildi eiga við í umhverfismálum og orkunýtingu og ráða í rekstri fyrir- tækja.“ Knutzen leggur áherslu á að það séu úrelt sjónarmið að störf í álver- um séu einhæf verkamannastörf. „Þannig var það í gamla daga, en á ekki við í dag. Rekstur þessa álvers verður byggður á tölvustýrðu stjórnkerfi og nákvæmustu mæli- tækjum. Þetta krefst mikillar kunn- áttu og þekkingar starfsmanna," segir hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.