Morgunblaðið - 02.02.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.02.2000, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hrafn Bragason hæstaréttardómari fjallar um samskipti fjölmiðla og dómstóla í Timariti lögfræðinga Oftast leitað til sama lög- mannsins „Dómurum og líklega mörgum öðrum lögfræðingum þykir allt of oft farast fyrir að blaðamenn tryggi að réttar og sannar heimildir séu að baki fréttum af dómsmálum,“ segir Hrafn Bragason í grein sinni í Tímariti lögfræðinga. Hann veltir fyrir sér hvað dómstólar geti gert til að viðhalda og bæta ímynd sína. HRAFN Bragason hæstaréttar- dómari ritar grein í nýtt hefti Tíma- rits lögfræðinga, um samskipti dómstóla og fjölmiðla. Tekur hann m.a. til umfjöllunar endurupptöku- beiðni sakbomings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og þátt fjöl- miðla í umræðunni í kjölfarið. Telur hann heimildarmynd þá, sem Ríkissjónvarpið sýndi um mál- ið, hafa verið áróðursmynd, gerða því til styrktar að málið yrði endur- upptekið. Sé það gott dæmi um að fjölmiðill, annaðhvort að eigin frumkvæði eða málsaðila, taki skýra afstöðu til máls áður en það er afgreitt af dómstólum og vinni þvi stuðning meðal almennings. Hrafn hefur ýmislegt að athuga við það við hverja fjölmiðlar ræða um niðurstöður dóma. Raddir sak- fræðinga og háskólakennara fái mun meira að njóta sín, í þessum tilvikum, annars staðar á Norður- löndunum. Hérlendis virðist hins vegar svo komið að flestir fjölmiðlar leiti til sama hæstaréttarlögmannsins um álit á lögfræðilegum málefnum. Það álit sé oftast neikvætt í garð dóm- stóla og almenningur geti því feng- ið það á tilfinninguna að þar sé eitt- hvað mikið að, þegar svo sé ekki. Að mati Hrafns verða dómarar að venjast aukinni umfjöllun fjöl- miðla um dómsmál. Þjálfa verður þá og aðra starfsmenn dómstólana til að vinna í því umhverfi. Hugsan- lega þurfi að setja ákveðnar starfs- reglur um samskipti dómstóla við fjölmiðla. HÁLFDÁN Kristjánsson, bæjar- stjóri Hveragerðisbæjar, telur um- sögn Árna Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Heilsustofnunar, á margan hátt ómaklega, eftir því sem fram kemur í bréfi hans til landbúnaðarráðherra. í bréfinu kemur fram að Hveragerðisbær uppfylli hvergi nærri þær kröfur sem staðlar Evrópusambandsins gera til umhverfis heilsustofnana almennt og meginástæðan fyrir því sé lélegt ástand á frárennsliskerfi, skortur á þjónustustofnunum og slæmt ástand í gatnagerð. Að sögn Hálfdáns er í gangi markviss áætlun sem miðar að því að leysa fráveitumál á næstu árum og að gott ástand muni ríkja í gatnagerð eftir 2-3 ár. Hveragerð- isbær eigi því ekki að teljast neinn þröskuldur fyrir hugmyndum um stórfellda uppbyggingu í heilsu- tengdri ferðaþjónustu á svæðinu. Hveragerðisbær vinnur nú eftir áætlun um endurbætur á fráveit- umálum sveitarfélagsins, líkt og önnur sveitarfélög. Hálfdán telur í greininni, ber heitið „dómstólar og fjölmiðlar", vitnar Hrafn í skoð- anakönnun, sem fram fór að til- stuðlan tímaritsins Mannlífs, í maí 1997. Þar var meðal annars spurt um traust almennings á dómskerf- inu. Hrafn telur að framkvæmd könn- unarinnar hafi verið nokkuð ábóta- vant. „Mestu skiptir þó að hún var gerð í beinum tengslum við kröfu eins sakborninga í umdeildu máli um endurupptöku þess,“ segir hann. Telur Hrafn að þeir 28% svar- enda, sem ekki sögðust vita hvort íslenskir dómstólar hefðu komist að réttri niðurstöðu um endurupp- tökubeiðnina, hafi líklega svarað skynsamlegast. Málið hafi verið yf- irgripsmikið, sönnunarfærslan verulega erfið og hæpið að ein- hverjir svarenda hefðu lesið dóm- inn. Sakborningurinn og lögmaður hans helstu heimildarmennirnir Um áðurnefnda umfjöllun Ríkis- sjónvarpsins um endurupptökumál- ið segir Hrafn ennfremur: „Ósagt skal látið hvort þetta hafi í þessu tilfelli verið gert til að hafa bein áhrif á úrlausn málsins fyrir dóm- stólunum, en tæpast verður slík hegðun þoluð í venjulegu lýðræðis- þjóðfélagi." Eins og kunnugt er var niður- staða Hæstaréttar sú, að ekki hefðu komið fram ný gögn í málinu sem leitt gætu til endurupptöku þess. að Hveragerði sé tiltölulega fram- arlega í þeirri röð og eigi sam- kvæmt áætlun að hafa lokið við að koma fráveitumálum í gott horf ár- ið 2005. „Ef menn eru að tala um að fara í milljarðauppbyggingu í ferða- þjónustu, þá verður auðvitað lítið mál að hraða þeim framkvæmdum sem þá verða eftir, kannski eftir tvö ár. Þá verða hugsanlega eftir framkvæmdir upp á 100 milljónir og lítið mál að klára það til þess að uppfylla þessa staðla,“ segir Hálf- dán. Varðandi gatnakerfið í sveitarfé- laginu segir Hálfdán að þar sé búið að gera mikið átak sem haldið verði áfram í sumar. Hann telur að ástand í gatnagerð verði komið í „Niðurstöðunni var að vonum illa tekið eftir þessa forsögu og upp hófst margra vikna umfjöllun ríkis- fjölmiðlanna um hana þar sem sak- borningurinn og lögmaður hans virtust vera helstu heimildarmenn- irnir. Raka Hæstaréttar var hins vegar að litlu getið,“ segir Hrafn. Hann bendir á, að skilyrði til endurupptöku mála séu lík á Norð- urlöndunum, þótt meðferð málanna sé nokkuð mismunandi. „Auðvitað finnst öllum hrapallegt séu ein- hverjar líkur á því að saklaus mað- ur hafi verið dæmdur sekur og vilja komast að því hvort sú hafi verið raunin. Hér leikast hins vegar á þessi ósk um að fá fulla vissu um rétta niðurstöðu og sú staðreynd að dómskerfið byggist á því að lyktir verða að vera á allri þrætu.“ í greininni setur Hrafn fram þá skoðun, að ný meðferð málsins hefði tæpast getað orðið vandaðri við nýja meðferð, úr því sem komið var, nema fram hefðu komið ný sýnileg sönnunargögn. „Líklega eru þau sjónarmið, sem uppi hljóta að vera við endurupptöku mála, hvorki skýr fyrir almenningi né starfsfólki fjölmiðla. Meira að segja virðist vel menntaða lögfræðinga stundum skorta skilning á þeim sjónarmiðum sem að baki búa og á því að dóm- stólar verði að sýna varfærni við endurupptöku máls.“ Lítill greinarmunur á dóms- valdi og framkvæmdavaldi Hrafni verður tíðrætt um skoð- anakannanir sem gerðar hafa verið mjög gott ástand eftir 2-3 ár. „Þannig að þessi ummæli, þó að þau eigi vissan rétt á sér í dag, eru á margan hátt ómakleg, vegna þess að þau eru sett fram eins og það sé ekkert í farveginum sem hafi í för með sér breytingar. Eins og menn fljóti sofandi að feigðarósi. En það er nú aldeilis ekki.“ Uppfyllum staðla áður en byggingar verða teknar í gagnið Bæjarráð Hveragerðisbæjar hef- ur tekið til umfjöllunar erindi land- búnaðarráðherra, þar sem hann fer fram á umsögn varðandi fyrirhug- aðar framkvæmdir við byggingu heilsuþorps á Reykjum í Ölfusi. Að sögn Hálfdáns hefur bæjarráð eng- hér á landi og sýna að almenningur ber lítið traust til dómskerfisins. „Þótt ef til vill megi hafa eitthvert gagn af almennum viðhorfskönnun- um, ..., sýnist auðvelt að hafa áhrif á niðurstöður skoðanakannana um einstök mál og málaflokka sé nægi- lega sterkur einhliða áróður hafður uppi skömmu áður en þær fara fram. Á þann hátt mæla þær helst hversu vel áróðurinn hefur skilað sér,“ segir Hrafn og spyr hvort dómstólar eigi endilega að sækjast eftir vinsældum enda þótt augljóst sé að þeir verði að afla sér trausts svo þeir fái náð markmiðum sínum. Hrafn tekur fyrir könnun um álit almennings á áreiðanleika fjölmiðla og álítur að lögfræðingar myndu líkast til ekki vera á sama máli og almenningur hvað þetta varðar. „... þeir myndu margir kvarta undan því að frásagnir af niðurstöðum dómsmála væru oft ónákvæmar, fréttamatið brenglað og fréttir af málefnum dómstólanna misvísandi og í litlu jafnvægi." Síðar segir hann: „Dómurum og líklega mörgum öðrum lögfræðing- um þykir allt of oft farast fjTÍr að blaðamenn tryggi að réttar og sannar heimildir séu að baki frétt- um af dómsmálum, frásagnir verði oft éinhliða og venjuleg sakamál kalli á stórar fyrirsagnir, en minna sé sagt frá dómum sem hafa mikið fordæmisgildi og geta haft veruleg áhrif á líf almennings.“ Hrafn segir að fjölmiðlamenn, sem samskipti hafa við dómstólana, þekki þá reglu að dómari hafi tjáð ar athugasemdir fram að færa við þau áform. Hann bendir jafnframt á að Reykir séu í sveitarfélaginu Ölfusi og komi til framkvæmda þurfi Ölfushreppur að semja við Hveragerðisbæ um fráveitumál. Ekki telur Hálfdán að það ætti að verða flókið mál, enda sveitarfélög- in í góðu samstarfi á mörgum svið- um. Hálfdán segist fagna allri upp- byggingu í heilsutengdri ferða- þjónustu sem yrði til að efla Hveragerði með einum eða öðrum hætti. „Fyrir áramótin kynntum við skýrslu sem lýtur að stefnu- mótun í ferðaþjónustu og framtíð- arsýn varðandi atvinnulífið og þar er tekið á mörgum atriðum sem lúta að því sem sveitarfélagið ætlar að gera varðandi þennan þátt. Við verðum búnir að uppfylla þessa staðla áður en byggingarnar verða teknar í gagnið, sem myndu fylgja í kjölfar þessara hugmynda, nái þær fram að ganga. Við verðum ekki þröskuldur fyrir því að þær gangi eftir.“ sig um málefnið með dómi sínum og eigi ekki að rökstyðja úrlausn sína frekar. Þeir hafi nokkurn skilning á þessari reglu. Hinir, sem lítil sam- skipti hafi við dómstólana þekki ekki regluna eða hafi engan skiln- ing á henni. „Þeir kvarta undan því að erfitt sé að nálgast dómarana og þeir séu í einhverjum fílabeinsturni. Þeir virðast gera lítinn greinarmun á störfum dómsvaldsins og fram- kvæmdavaldsins,“ bætir Hrafn við. Löggjafarstarfið þarf að taka verulegum framförum ímynd dómstólanna segir Hrafn ekki eingöngu ráðast af þeirri mynd sem fjölmiðlar gefi, heldur einnig af störfum dómara og lög- manna. Skoða þurfi hvað dómarar geti gert, bæði einir sér og í samvinnu við lögmenn. „Lögmennirnir verða, svo sem flestir þeirra gera, að skilja að þeir eru ekki lítill hluti dóm- skerfisins. Það skiptir því máli hvernig þeir kynna dómskerfið með orðum og athöfnum sínum. Þeir hljóta því að vanda málflutning sinn og láta dómstólana njóta sannmælis þegar þeir túlka málsmeðferð þeirra og niðurstöður fyrir umbjóð- endum sínum og opinberlega." I greininni spyr Hrafn hvað megi gera til að viðhalda og bæta ímynd dómstóla. Telur hann að hlutlægnin eigi að vera sýnileg. „Með sýnilegri hlutlægni á ég við það, að ekki sé nægilegt að innan dómstóls ríki vissa um hæfi dómara til meðferðar máls, heldur einnig að ekki verði með sanngjörnum hætti bornar á það brigður af utanaðkomandi aðil- um.“ Að mati Hrafns eru þó tilraunir til að styrkja þessa ímynd að litlu gagni ef starfsfólk dómstólanna hefur neikvæða afstöðu til fjölmiðla og ef það er ekki gert að hluta af starfsumhverfi þess að liðsinna fjölmiðlafólki við fréttaöflun. „Sá tími virðist liðinn, að dóm- stólar geti látið hjá líða að svara ádeilum í fjölmiðlum. Virðist ekki hjá því komist að huga betur að slíkum störfum í framtíðinni innan dómstólanna. Það hlýtur hins vegar að vera dómsmálastjómarinnar að huga að almennri fræðslu og kynn- ingu á dómskerfinu og hlutverki þess, meðal almennings og ákveð- inna hópa sem láta sig starfsemi þess varða, almennt eða á ákveðn- um stigum,“ segir Hrafn ennfrem- ur._ í niðurlagi greinarinnar segir m.a. að löggjöf sú, sem dómur verði að byggjast á, geti verið ófullkomin eða umdeilanleg. „Óánægjan bein- ist þá í raun eða ætti að beinast að löggjafai'valdinu enda verður því tæpast neitað að löggjafarstarf þyfti að taka verulegum framförum hér á landi,“ segir Hrafn. * Bæjarsljóri Hveragerðisbæjar telur umsögn framkvæmdastjóra HNLFI ómaklega Unnið markvisst að úrbótum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.