Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fjallað um framtíðaráform í skólamálum Seltjarnarness á aðalfundi foreldraráðs Mýrarhúsaskóla Á aðalfundi foreldraráðs Mýrarhúsaskóla var rætt um framtfðarskipan skólamála á Seltjarnarnesi. VALH08AS1 Morgunblaðið/Arni Sæberg Skólanefnd Seiyarnarness mælir með því að 7. bekkur verði fluttur tír Mýrarhúsaskola í Valhúsaskdla. Óánægja með vinnu- brögð skólanefndar Seltjarnarnes ÓÁNÆGJA er meðal foreldra barna í Mýrarhúsaskóla vegna vinnubragða skóla- nefndar Seltjamamess. Þetta kom fram í samtali við Atla Amason, sem setið hefur í for- eldraráði undanfarin tvö ár, en á aðalfundi foreldraráðsins, sem haldinn var í skólanum í fyrrakvöld, átti m.a. að ræða framtíðaráform í skólamálum bæjarins og kynna skýrslu sem unnin var af Rannsóknar- stofnun Kennaraháskóla ís- lands um þau mál. A fundin- um, sem sóttur var af rúmlega 60 foreldram, kom hinsvegar í ljós að skólanefnd hafði, fyrr um daginn, tekið ákvörðun í málinu, þ.e. ákveðið að leggja til við bæjarstjóm hvaða leið hún teldi skynsamlegasta í þessu máli og olli það tals- verðri reiði á meðal foreldra. „Þessi ákvörðun nefndar- innar kom mér mjög á óvart og fyrst og fremst að hún skyldi hafa verið tekin áður en málið var formlega kynnt for- eldram," sagði Atli. „Það get- ur vel verið að sá kostur sem nefndin valdi sé sá skynsam- legasti og ég er ekki að gagn- rýna það val heldur það hvern- ig að þessu var staðið. Það hefði vel verið hægt að bíða með ákvarðanatökuna í eina viku.“ 7. bekkur í Mýrar- húsaskóla verði fluttur í Valhúsaskóla Atli, sem situr suma fundi skólanefndar sem áheyrnar- fulltrúi, sagðist hafa verið á fundinum fyrr um daginn. Hann sagðist hafa vitað að ræða hefði átt um skýrsluna, en ekki að taka ætti ákvörðun í málinu. A Seltjamamesi era tveir grunnskólar, þ.e. Mýrarhúsa- skóli, þar sem 1. til 7. bekkur hefur verið og Valhúsaskóli sem hefur hýst 8. til 10. bekk. Á fundi skólanefndar var ákveðið að leggja til að 7. bekkur yrði fluttur úr Mýrar- húsaskóla í Valhúsaskóla og byggja við Valhúsaskóla í framtíðinni. Þetta var einn af þeim níu kostum sem fjallað var um í skýrslu RKHÍ. Atli sagði að jafnframt þessu hefði skólastjómendum Valhúsaskóla verið falið að gera tillögur um það hvemig kennslufyrirkomulagi yrði háttað í skólanum, hvort það yrðu sérstakar frímínútur o.þ.h. Eiga þeir að skila tillög- um fyrir 28. febrúar. Atli sagði að á fundi for- eldraráðs hefði verið sam- þykkt samhljóða ályktun, þar sem farið væri fram á það að fundur yrði haldinn með skólanefnd, þar sem ákvörð- unin yrði rædd og næstu að- gerðir. Hann sagði það vera hlutverk nýkjörinnar stjórnar ráðsins að koma ályktuninni til skólanefndar. Skynsamlegra að kynna málið fyrst fyrir for- eldrum Þar sem málið snýst um vel- ferð barnanna í bænum sagði Atli mikilvægt að að það næð- ist um það sæmileg sátt og þá sérstaklega að skólanefndin og foreldraráðið ynnu saman að henni. Gunnar Lúðvíksson, for- maður skólanefndar, sagði að formaður foreldraráðs hefði fengið skýrsluna um leið og hún hefði verið lögð fyrir nefndina, þann 29. desember. Hann sagði að e.t.v. hefði verið skynsamlegra að kynna málið fyrir foreldram áður en ákvörðun í því hefði verið tek- in, þar sem mikilvægt væri að samstaða ríkti um skólamálin í bæjarfélaginu, en bætti því við að málið yrði kynnt enn frekar á næstu dögum. Að sögn Gunnars var eining um ákvörðunina í skólanefnd og sagði hann að sú leið sem nefndin mælti með, þ.e. flutn- ingur 7. bekkjar í Valhúsa- skóla og stækkun skólans, væri sú leið sem höfundar skýrslunnar hefðu talið skynsamlegasta. Hann sagði að Mýrarhúsaskóli væri mjög þétt setinn, en að í Valhúsa- skóla væra alltaf 3 til 4 stofur ónýttar og að með því að færa 7. bekkinn væri verið að hag- ræða þessum málum. Nemendum fjölgar um 80 til 100 á næstu árum Gunnar sagði að búast mætti við því að nemendum í grannskólum bæjarins myndi fjölga um 80 til 100 á næstu ár- um og að því hefði verið ákveð- ið að bregðast strax við og láta kanna þá möguleika sem væra fyrir hendi til að bregðast við þessari fjölgun. Hann sagði að ástandið í skólamálum í dag væri í raun ágætt og því væri fyrst og fremst verið að hugsa til framtíðar í þessum málum, enda væri ekki ætlunin að byggja strax við Valhúsa- skóla. Hann sagði að það yrði líklega gert samhliða væntan- legum framkvæmdum á Hrólfsskálamelum, en þar er gert ráð fyrir íbúðarbyggð. Morgunblaðið/Ásdís Mosfellingar vilja nýja Ijósastaura við Vesturlandsveg. Vilja nýja ljósastaura Mosfellsbær BÆJARYFIRVÖLD í Mos- fellsbæ hafa skrifað Vega- gerðinni og óskað eftir að gerð verði áætlun um end- urnýjun Ijósastaura á Vest- urlandsvegi með það í huga að í stað núverandi staura komi staurar sem brotna við ákeyrslur. Tryggvi Jónsson, bæjar- verkfræðingur í Mosfellsbæ, segir að slíkir staurar séu meðfram Reykjanesbraut og bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ telji tímabært að hafist verði handa við að skipta þeim 10- 15 ára gömlu staurum, sem nú eru meðfram Vestur- landsvegi úr fyrir nýja. Staurar eins og þeir við Reykjanesbraut eiga að þola að keyrt sé á þá en þeir brotna niður við ákeyrslu. Hefðbundnir staurar eru hins vegar grafnir niður og verða oft alvarleg slys þegar ekið er á þá. Tryggvi sagði að Vega- gerðin hefði fengið málið til athugunar í tengslum við samræmingu reglna um að við þá vegi þar sem umferð- arhraði er hæstur verði komið fyrir sams konar staurum og við Reykja- nesbraut. Skýrsla Rannsóknarstofnunar KHÍ um skólamál á Seltjarnarnesi Byg^t verði við Valhúsa- skóla eða Mýrarhúsaskóla Seltjarnarnes í skýrslu Rannsóknastofnunar Kennara- háskóla íslands, sem fjallar um það hvemig best sé að koma til móts við fjölg- un nemenda á grannskólaaldri á Seltjam- amesi, era níu kostir tilteknir. Ingvar Sigurgeirsson prófessor, höfundur skýrslunnar ásamt Allyson Macdonald, forstöðumanni RKHÍ, sagði að þó fjallað væri um níu kosti snerist umræðan fyrst og fremst um tvo fyrstu kostina, þ.e. að byggja við Mýrarhúsaskóla eða Valhúsa- skóla. Við gerð skýrslunnar var gengið út frá nokkram forsendum. Meðal annars að nemendum á grunnskólaaldri muni fjölga um 80 til 100 á næstu 5 til 15 áram, vera- legar sveiflur verði í stærð árganga og að breytingar verði á vinnuskyldu kennara á næstu áram þannig að kennsluskylda fari minnkandi. Kostimir níu sem fjallað var um í skýrslunni era: 1. Byggt við Mýrarhúsaskóla. Óbreytt skólaskipan. Rök: Lágur byggingarkostnaður og lít- il röskun fyrir Valhúsaskóla. Gagnrök: Skólinn verður of stór, en fjöldi nemenda verður á bilinu 650 til 700 og þar með skapast þrengsli. Þá mun skapast vandi vegna lista- og verkgrein- astofa og aukin hætta á einelti. 2. Byggt við Valhúsaskóla og 7. bekkur fluttur þangað. Þetta er sú leið sem skóla- nefnd mælir með. Rök: Unnt verður að nýta þá aðstöðu sem fyrir er, t.d. list- og verkgreinastof- ur, tölvukost og skólasafn. Ef þessi kost- ur verður valinn kemur það til með að létta á Mýrarhúsaskóla. Faggreinakenn- arar í Valhúsaskóla munu nýtast betur og unnt verður að skapa aukna sérhæfingu í báðum skólunum. Breytingin er talin geta haft jákvæð áhrif á skólastarf og grósku vegna nýrra verkefna og þá getur verið jákvætt að tengja saman starf í 7. og 8. bekk. Gagnrök: Þessi kostur er dýrari en 1. kostur. Óæskilegt getur verið að hafa 11 ára börn með unglingum og röskun getur orðið á starfi Valhúsaskóla, sem er skóli afkjörstærð. 3. Báðir skólarnir verði heildstæðir grannskólar. Rök: Væri í bestu samræmi við ís- lenska skólaskipan. Skólamir gætu haft ólíkar áherslur. Nemendur og foreldrar hefðu nokkurt val um skóla og heilbrigð samkeppni gæti ríkt milli skólanna. Gagnrök: Óhagkvæm lausn. Fagþekk- ing og færni bestu kennaranna nýtist ekki til hins ítrasta. Á báðum stöðum verður að koma upp sambærilegri að- stöðu fyrir alla aldurshópa. 4. Nýr smábamaskóli (1.-3. bekkur eða 1.-4. bekkur). Rök: Léttir á Mýrarhúsaskóla. Lítil röskun fyrir Valhúsaskóla. Unnt er að skapa nemendum bestu aðstæður miðað við aldur og þroska. Skólarnir á Seltjarn- amesi yrðu sem næst kjörstærð. Skóla- skipti skapa æskilega tilbreytingu. Gagnrök: Dýr lausn vegna mikils bygg- ingarkostnaðar, landnýtingar og sam- gangna. Byggja verður upp þrefalda að- stöðu í flestum atriðum. Staðarval vandasamt. Hætta á að samfella í námi raskist, þar sem nemendur skipta oftar um skóla. 5. Nýr skóli fyrir miðstig. Rök og gagnrök þau sömu og í 4. kosti. 6. Nýr skóli fyrir 1.-3., 1.—4. eða 1.-6. bekk til hliðar við Mýrarhúsaskóla. Rök: Rök og gagnrök þau sömu og í 4. kosti. 7. Byggt verði við annan leikskólann eða báða og þar verði grannskóladeild(ir). Rök: Sömu og í 4. kosti. Styrkir tengsl leik- og grannskóla. Jákvæð gagnkvæm áhrif. Gagnrök: Sömu og í 4. kosti. Óhagræði í framkvæmd og rekstri. Frávik frá því sem almennt tíðkast. Vandséð hvemig unnt verður að byggja við leikskólann. 8. Byggt við Valhúsaskóla og yngstu börnin (1.-3. bekkur) færð þangað. Rök: Hagkvæmur kostur, þar sem unnt verður að nýta þá aðstöðu sem fyrir er í Valhúsaskóla. Léttir á þrengslum í Mýrarhúsaskóla. Skapar ýmsa mögu- leika á að virkja unglinga til stuðnings yngstu börnunum. Gagnrök: Ýmis vandamál vegna sér- hæfingar, t.d. varðandi skólasafn, tölvu- kost og húsbúnað. Röskun á starfi Val- húsaskóla. Óvenjuleg skipan. 9. Yngstu börnin flutt í Valhúsaskóla og þau eldri í Mýrarhúsaskóla (viðbygg- ingþar). Rök: Opið svæði í kringum Valhúsa- skóla skapar möguleika á stóram, sólrík- um leiksvæðum. Yngsta hópnum tryggt meira öryggi. Nálægð við tónlistarskóla og íþróttamannvirki. Gagnrök: Báðir skólamir era sérhann- aðir með hliðsjón af viðkomandi aldurs- stigi. Kostnaður vegna breytinga. I lokaorðum skýrslunnar er bent sér- staklega á þá tilhögun að flytja 7. bekk í Valhúsaskóla í tilraunaskyni, t.d. í eitt eða tvö ár og meta með skipulegum hætti hvernig til tekst. Þá er einnig lögð sér- stök áhersla á það að í skólamálum sé unnið í nánu samráði við starfslið skól- anna og foreldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.