Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 23
Hennes & Maurits
Landsbankinn um verðbólfflL og gengi krónunnar
Hagnað-
ur jókst
um 37%
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Eftir aukinn hagnað upp á 37 prósent
á síðastliðnu ári og hlutabréf, stefnir
sænska keðjan Hennes & Maurits
enn hærra. A árinu er ætlunin að
loka 16 búðum, en opna 90, þar af
funm í Bandaríkjunum, sem er nýr
markaður H&M. Þetta kom í ljós er
ársreikningar fyrirtækisins fyrir
1999 voru birtir nýlega.
Það er sama hvort farið er um
London, París eða New York. Alls
staðar blasa stór auglýsingaskilti
H&M við. Fyrirtækið er þegar búið
að koma sér vel fyrir í nágrannalönd-
unum, í Þýskalandi og Bretlandi, en
mun enn bæta við búðum þar. í Bret-
landi rekur keðjan 34 búðir, ætlar að
bæta 10-12 við á árinu eftir að hafa
opnað níu búðir þar í íyrra, sem að
sögn ganga allar mjög vel. í Þýska-
landi rekur keðjan 167 búðir, en einn-
ig þar stendur til að fjölga búðum. Á
síðasta ári voru opnaðar 75 nýjar
búðir en tólf lokað.
Innrás H&M á bandaríska mark-
aðinn er undir smásjá í geiranum, því
þar hefur evrópskum fatakeðjum
reynst erfitt að hasla sér völl. Aðal-
búðin verður opnuð á glæsigötunni
5th Avenue á Manhattan í vor, tvær
aðrar bætast við á Manhattan síðar á
árinu, tvær í New Jersey og síðan
verður fleirum bætt við í nágrenni
New York ef þessar ganga vel.
Salan á síðasta ári jókst um fjórð-
ung, úr tæpum 27 milljörðum
sænskra króna í tæpa 33 milljarða,
um 330 milljarða íslenskra króna.
Hið sérstaka við H&M er að hluta-
bréf fyrirtækisins eru í háu gengi,
svo þeim er fremur líkt við hágengis-
geira eins og netfyrirtæki, sem er
sjaldgæft í fatageiranum. Þau féllu
reyndar er reikningamir voru kynnt-
ir, en ekki er búist við að það verði til
lengdar.
H&M fer sér hægt í netsölu, en
forráðamenn þess segjast vera við-
búnir ef netsala á fötum tekur við sér.
------*-+-*------
Tæknival
selur í Axi
STJÓRN Tæknivals hf. tilkynnti
Verðbréfaþingi íslands á mánudag að
sala á öllum hluta Tæknivals í Axi
hugbúnaðarhúsi hf. hefði verið stað-
fest. Um er að ræða 25% hlut í fyrir-
tækinu á genginu 1,9, en nafnverð
bréfanna er 75 milljónir ki\ For-
kaupsréttur eigenda Ax er á bréfun-
um.
Verð á hlutabréfum í Tæknival
hækkaði um 12%, úr 12,5 í 14, í tæp-
lega 17 milljón jtróna viðskiptum á
Verðbréfaþingi Islands í fyrradag. I
gær héldu bréfin áfram að hækka og
nam hækkun dagsins 7,1% en einung-
is ein viðskipti upp á 1,5 milljónir
króna voru á bak við þá hækkun
í tilkynningu stjórnar Tæknivals
segir að þessi ákvörðun sé í samræmi
við stefnu Tæknivals um meginherslu
á sölu tæknibúnaðar, staðlaðra hug-
búnaðarlausna í samstarfi við viður-
kennda aðila eins og Microsoft, Cisco,
Novell o.fl., og sérþekkingu í flutningi
stafrænna gagna um net (IP), sem
tekur til hljóðs, myndar og texta.
Tæknival hf. er í dag eina íslenska
tölvufyrirtækið með viðurkenningu
sem „Senior Partner" hjá Microsoft
og hlýtur á næstu vikum stöðu „Silver
Partners" hjá Cisco. Þá hefur Tækni-
val tekið að sér rekstur símaþjón-
ustuvers fyrir Microsoft á íslanch.
„Ákvörðun um sölu á hlut Tækni-
vals í Axi, hugbúnaðarhúsi, skapar
skýrari sýn á ofangreindar áherslur.
Sérstaða fyrirtækisins í IO-umhverfi,
sölu vandaðra hátækniiausna og bún-
aðar til fyrirtækja og stofnana, auk
öflugs sölukerfis á heimilismarkaði,
boðar áhugaverða framtíð fyrir
Tæknival," segir í tilkynningunni.
Vaxtamunur
má ekki minnka
Óvissa um gengi krónunnar hefur,
að mati Landsbankans, almennt
aukist vegna vaxandi verðbólgu,
viðskiptahalla og kjarasamninga.
Bankinn segir verðbólgu hér á
landi alltof háa. Hún sé allt að
þrisvar sinnum hærri en í okkar
helstu viðskiptalöndum, t.d. sé
verðbólga í evrulandi 1,5% á mæli-
kvarða samræmdrar neysluverðs-
vísitölu.
í ársfjórðungsskýrslu bankans,
sem kynnt var nýlega, kemur fram
að þó svo að styrking krónunnar
hafi stemmt nokkuð stigu við enn
frekari verðbólgu þá sé aukinn
þrýstingur á gengi krónunnar
vegna verðbólgu og viðskiptahalia.
Bankinn telur að til að hægt
verði að koma böndum á verðbólg-
una í landinu og halda jafnframt
krónunni sterkri sé nauðsynlegt að
vaxtamunur á milli Islands og
helstu viðskiptalanda minnki ekki
á næstu mánuðum, jafnvel út árið.
Og þar sem vextir séu að hækka í
þessum löndum þá gæti reynst
nauðsynlegt að Seðlabankinn
hækkaði stýrivexti enn meira á
næstunni, hugsanlega um 1-1,5%.
Landsbankinn segir ljóst að
kjarasamningar skapi töluverða
óvissu en þeir muni ráða miklu um
þróun verðbólgunnar. Að mati
bankans eru verulegar launahækk-
anir ávísun á frekari ofþenslu og
þar með verðbólgu. Það hafi svo
áhrif á gengi krónunnar, a.m.k. til
lengri tíma litið. Því er talið að
verði þessar hækkanir óraunhæfar
þá sé hætt við að tiltrú á gengi
krónunnar minnki. Helsti áhrifa-
valdurinn til hækkunar verðbólgu
hefur verið fasteignaverð og bank-
inn telur að ekki séu líkur á að fa-
steignaverð fari lækkandi á næstu
mánuðum. Hvað aðra liði varðar,
sem hafa haft mikii áhrif til hækk-
unar, er talið að áfram muni ríkja
óvissa um verðþróun innfluttra
orkugjafa en að mati bankans sæt-
ir það furðu hversu mikið matvara
hefur hækkað. Ástæða sé til að
spyrja hvers vegna svo mikil
hækkun hafi orðið á matvöru á síð-
asta ári þrátt fyrir að krónan hafi
styrkst um 2,8%, mikill innflutn-
ingur sé í þessari atvinnugrein og
mikil samkeppni ætti að vera í
greininni.
þráðlaust
Internetsamband
LoftNet Skýrr - meiri hraði - meiri hagkvæmni
Með LoftNeti Skýrr býðstfyrirtækjum öflug tenging við Internetið sem er
alltaf opin. Bið eftir tölvupósti og sambandi við Internetið heyrir sögunni til
og skráarflutningur verður leikur einn.
LoftNet Skýrr gefur allt að 2048 kb/s tengingu við Internetið, tengingu sem
er allt að 32 sinnum hraðvirkari en 64 kb/s ISDN og ræður við mun meiri
gagnaflutninga á mun styttri tíma. Rekstrarkostnaðurinn er þekktur og
breytist ekki við meiri notkun.
Örbyigjutenging við Internetið er lausn til framtíðar.
(Leitaðu nánari upplýsinga hjá
sölu- og markaðsdeild Skýrr hf.
ármúla 2 • 108 Reykjavik • Sími S69 5100
Bréfaiimi S69 525 1 • Netfang ikyrr@skyrr.ii
Heimasíða http://www.skyrr.is
hf
ÖRUGG MIÐLUN UPPLÝSINGA