Morgunblaðið - 02.02.2000, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
^____________________________
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Nýju fötin
keisarans
SÍÐASTLIÐIÐ haust las ég ágæt-
is bók, „The Wind up Bird Chron-
icle“. Þar var meðal annars tilvitnun
sem var lögð í munn rússnesks liðs-
foringja: „Lenín tók það sem hann
skildi af kenningum
Marx og notaði í eigin
þágu, og Stalín tók það
sem hann skildi af
kenningum Leníns
(sem var ekki mikið) og
' ivotaði í eigin þágu. Því
þrengra sem vitsmuna-
svið manns er, því meiri
völdum er hann fær um
að ná í þessu landi.“
Síðan þá hefur mér
oft verið hugsað til þess
hvort hægt væri að
heimfæra þessa tilvitn-
un upp á íslendinga.
Nú ætla ég ekki að
stjómendur þessa
lands og helstu forvíg-
ismenn og skríbentar,
sem verja núverandi kvótakerfi, séu
einhverjir vitleysingar, en þau rök
sem hafa verið notuð til að styðja það
benda til að eitthvað sé ekki í lagi.
"* Nema þessir verndarar kerfisins
gefi sér að Islendingar séu upp til
hópa vitleysingar og því fáranlegri
sem rökin eru, þess heldur sé þeim
trúað.
Þau rök, sem notuð hafa verið, eru
helst þessi:
1. Þeir sem mótmæla kvótanum
eru leiðindaskarfar og nöldurseggir,
sem eru sífellt að tuða.
2. Ef svo mikið sem snert er við
kerfinu fer allt í rúst, það verður að
halda stöðugleikanum. Það er svo
jpfurleg hagræðing að þessu kerfi.
*” 3. Þeir sem eru á móti kerfinu hafa
ekki komið með nein úrræði í stað-
inn.
4. Ef einhveiju verður breytt, þá
munu útlendingar koma og veiða og
allir Islendingar líka.
Ef hægt verður að tuða kvótakerf-
ið í burtu þá er það gott. Ég er nefni-
lega þeirrar skoðunar að við íslend-
ingar séum miklu betri í tuði heldur
en vopnaburði og er alveg sannfærð
um það að á þann hátt hafi okkur tek-
ist að losna frá Dönum.
Varðandi önnur rökin þá sé ég ekki
betur en að allt sé að fara í rúst og
ekki nokkur stöðugleiki, að minnsta
kosti frá mínum bæjardyrum séð.
Fólksflótti og atvinnuleysi, gífurleg
^ákuldaaukning sjávarútvegsins og
heimilanna í landinu, verðbólga að
komast á skrið og samtök iðnaðarins
ósátt við sinn hlut. Hagræðingin er
kapítuli út af fyrir sig og verð ég að
játa að hana skil ég ekki. Ef maður á
nægan kvóta og hefur alltaf átt og
getur verðlagt hann á 115 krónur kíl-
óið óveiddan á hlutabréfamarkaði, þá
er auðvitað hagræðing í því. En ef
kaupa þarf kvóta er ekki það sama
upp á teningnum. Fyrirtæki voru
hvött til samruna til að bæta afkom-
una. Fyrirtæki sameinuðust, en fyrst
var hluthöfum borguð út kvótaeignin
og nýja fyrirtækið hóf rekstur stór-
skuldugt. Hverjum datt eiginlega í
hug að það væri svona hentugt að
afcmeinast?
Þriðju rökin eru nú að verða hálf-
gerður brandari. Hversu fullkomnar
þurfa lausnimar eiginlega að vera til
þess að þær séu virtar viðlits? Ég
veit ekki betur en að stöðugt sé verið
að setja fram nýjar hugmyndir um
breytingar, en alltaf heyrir maður
sama sönginn: „Það hefur ekki verið
bent á neinn raunhæfan valkost.“
Það er ekki einu sinni hlustað á
þær tillögur sem fram hafa komið um
breytingar á fiskveiðistjómun. Ætl-
ast er til að fólk trúi því að hér hafi
^erið búið til hið fullkomna kerfi sem
*arfnist engrar endurskoðunar. Það
voru nú meiri mannvitsbrekkumar
sem unnu að lausn á ofveiði á sínum
tima.
Annað slagið koma minniháttar
spámenn og tilkynna okkur að allir
útlendingar séu alveg yfir sig hrifnir
af þessu kerfi, (mikið að við fáum
ekki Nóbelsverðlaun fyrir það). En
Tæreyingar vilja ekki sjá þetta kerfi.
Þeir eru Uka þeir einu sem skilja eitt-
hvað í íslensku og vita þess vegna frá
fyrstu hendi um hvað kerfið snýst.
Úppgangur er í sjávarútvegi á Ný-
fundnalandi, þeir vilja ekki frjálst
framsal, þeir segja að
með því safnist kvótinn
á fárra hendur og það
em fleiri þjóðir á sama
máli.
Fjórðu rökin era al-
veg makalaus. Ef ein-
hverju verður breytt,
þá koma útlendingarn-
ir. Þetta skil ég alls
ekki. Koma útlendingar
eitthvað frekar ef
reglum um fiskveiðist-
jómun verður breytt?
Ef íslenskum lögum og
reglugerðum verður
breytt, koma þá útlend-
ingar? Er ekki 200
mílna landhelgi á ís-
landi?
Fyrir 25 áram fótbrotnaði systir
mín, þá kom til mín stúlka sem vann
með mér í frystihúsinu (það var þeg-
ar hægt var að vinna fyrir mannsæm-
andi launum í fiski) og spurði mig
hvar hún hefði brotnað. Ég sagði að
hún hefði brotnað um ökklann. „Ég
veit nú ekki einu sinni hvar það er,“
svaraði stúlkan. Ég leit niður eftir
fætinum á mér og hugsaði: „Heitir
þetta ekki öragglega ökkli?" Mér leið
svipað þegar ég heyrði í sjónvarpinu
að allir útlendingamir kæmu um leið
Kvótamál
Sjávarútvegur er
frumvinnslugrein á
--------------------
Islandi, segir Bergljót
Halldórsdóttir, og
enn er ekkert komið í
staðinn.
og einhverju yrði breytt i fiskveiði-
stjómunarkerifinu. „Er ekki öragg-
lega landhelgi á íslandi?"
Svo er kveinað „Allir íslendingar
rjúka á miðin ef einhveiju verður
breytt." Ég get ekki ímyndað mér að
hún Gunna í Breiðholtinu nenni að
skrölta með skektuna sína niður að
Ægissíðu til að ná í þorsk ef framsal-
ið verður afnumið. Ekki nenni ég því,
þó er styttra á miðin hjá mér en
henni. En ef við Gunna ættum kvóta
sem við hefðum erft frá gömlum
frænda myndum við öragglega selja
hann.
Góðir samlandar, látið ekki mata
ykkur gagnrýnislaust á einhverjum
áróðursklisjum sem eiga sér enga
stoð í raunveraleikanum. Skoðið með
gagnrýnum hug það sem þessir
menn hafa fram að færa og þið mun-
uð komast að því að „þeir era ekki í
neinu“ frekar en keisarinn forðum.
Breytinga á kvótakerfinu er þörf,
fyrir þjóðina alla, ef ísland á að vera
byggt um ókomna tíð. Ef fólksflótti
frá landsbyggðinni heldur áfram í
svo ríkum mæli sem nú er þá fer ekki
hjá þvi að byggð leggst af á stóram
hluta landsins. Sjávarútvegur er
framvinnslugrein á íslandi og enn er
ekkert komið í staðinn. Menn skulu
ekki halda að fjarvinnsla í tölvum
leysi allan vanda, tölvur era atvinnu-
tæki ekki framleiðsluvara. Að nota
það sem lausn á byggðavanda væri
eins og að halda að dráttarvélaakstur
kæmi í staðinn fyrir landbúnað. Fisk-
veiðar og fiskvinnsla í landi skapa
önnur atvinnutækifæri svo sem þjón-
ustu og iðnað. Það gleymist svo oft
hversu fá við eram hér á íslandi og
eitt lítið borgríki lengst norður í Atl-
antshafi þrífst ekki. Látum það ekki
verða örlög í slands að sagt verði eftir
500-1000 ár: Á íslandi var einu sinni
byggð.
Höfundur er kennari á ísa firði og
varaþingmaður Frjálslynda flokks-
ins á Vestljörðum.
Bergljót
Halldórsdóttir
I tindátaleik með
hagsmuni almennings
RÖKÞROTA menn,
sem hafa vondan mál-
stað að verja, bregða
jafnan á tvö ráð: í
fyrsta lagi að kasta
ryki í augu lesenda
sinna með þvi að beina
sjónum þeirra frá aðal-
atriðum málsins og í
öðra lagi að gera um-
ræðuna persónulega.
Formaður bæjarráðs
Akraness, Sveinn
Kristinsson, gerir sig
sekan um hvort
tveggja í grein hér í
blaðinu í síðustu viku,
þar sem hann bregst
við gagnrýni undirritaðs á þá
ákvörðun meirihluta bæjarstjómar
Akraness, að segja bæjarfélagið úr
samtökum sveitarfélaga á Vestur-
landi.
I þessu alvarlegasta máli í bæjar-
málapólitík Akraness á síðari tímum
vekur það óneitanlega furðu, að for-
maður bæjarráðs skuli bregða á það
ráð, að gera gagnrýnendur sína tor-
tryggilega með vísun í ungan aldur
þeirra og með kostulegum myndlík-
ingum úr hernaði. Að mati undirrit-
aðs er það mál sem hér er til umræðu
mun miklu mikilvægara en svo, að
um það sé hægt að heyja einhvem
tindátaleik. En það er kannski fyrst
við lestur greinar Sveins sem hægt
er að skilja hvaða hvatir lágu að baki
ákvörðun meirihluta bæjarstjómar.
Sú ákvörðun að kljúfa Akranes úr
samstarfi við önnur sveitarfélög á
Vesturlandi, var greinilega ekkert
annað en mótleikur í tindátaleik
Sveins Kristinssonar og félaga í bæj-
arstjórn Akraness; krókur á móti
bragði - sjálfstæðismenn skyldu fá
að finna til tevatnsins.
Hverjir bera skaðann?
En þolendur í þessu einkastríði
Sveins Kristinssonar og félaga era
ekki þeir sem vopnunum er beint að.
Þegar æði ræður för er kannski ekki
við öðra að búast en að þolendur
verði þeir sem síst skyldi, í þessu til-
viki almenningur á Vesturlandi, og
ekki síst umbjóðendur Sveins Krist-
inssonar á Akranesi. Er nema von að
ákvörðun meirihluta bæjarstjómar
Akraness veki undran
og reiði hvarvetna í
kjördæminu?
Skoðanabróðir
Sveins Kristinssonar,
Guðbrandur Brynjólfs-
son, bæjarstjómar-
maður í Borgarbyggð,
lét eftirfarandi ummæli
falla á bæjarstjómar-
fundi skömmu eftir að-
alfund SSV: „Annað-
hvort er hér um að
ræða tylliástæðu að
hluta til, eða þá að reiði
og fljótfæmi hefur bor-
ið mannlega skynsemi
ofurliði um stund. Ég
er sannfærður um að Akurnesingar
hafa margvíslegan hag af aðild að
SSV, ekki síður en önnur sveitarfé-
Sveitarstjórnarmál
En þolendur í þessu
einkastríði Sveins Krist-
inssonar og félaga, segir
Pétur Ottesen, eru ekki
þeir sem vopnunum er
beint að.
lög á Vesturlandi, og hvet þá því
eindregið til að endurskoða þessa
ákvörðun sína, sem augljóslega set-
ur framtíð SSV í mikla óvissu. Klofni
SSV mun það veikja Vesturland,
bæði innávið og útávið."
Hvað í ósköpunum
gerðist í Reykholti?
Og hver skyldi þessi tylliástæða
vera? Sveinn Kristinsson sparar
ekki stóru orðin í grein sinni: „vald-
níðsla", „pólitískt ofbeldi“, „valda-
streitumenn" og „valdarán". Er
nema von að lesendur spyrji: Hvað í
ósköpunum gerðist eiginlega á aðal-
fundi SSV? Það sem gerðist var
þetta: Lýðræðislega kjömir full-
trúar allra sveitarfélaga kusu stjóm
samtakanna. Stjórnarmenn greiddu
síðan atkvæði um hver skyldi gegna
formennsku og var Gunnari Sigurðs-
syni fremur treyst til starfans en
Sigríði Gróu Kristjánsdóttur.
Er formaður bæjarráðs Akraness
í alvöra að halda því fram að þetta sé
„valdarán" eða er hann einungis að
kasta ryki í augu lesenda, svo sem
áður var minnst á? Það lýsir ekki
einungis hroka og lítilsvirðingu í
garð lesenda að setja mál sitt fram
með slíkum hætti, heldur einnig
ákaflegri málefnafátækt og óöryggi
um eigin málstað.
Undarlegur samstarfsvilji
Það er í raun jafn skiljanlegt og
það er aumkunarvert, að talsmaður
meirihluta bæjarstjórnar í þessu
máli grípi til slíkra gífuryrða - hann
hefur afar vondan málstað að verja.
Kjami málsins er nefnilega sá, að
meirihlutinn fór gróflega yfir strikið
í tilraun til að ná sér niður á pólitísk-
um andstæðingum og gerðist þar
með sekur um brot á framskyldu
sinni; að setja hagsmuni almennings
í öndvegi en ekki sína eigin - tindáta-
leikurinn var of freistandi.
Nokkur yfirbót birtist greinilega í
niðurlagi greinar Sveins Kristins-
sonar, þar sem hann segir orðrétt:
„Meirihluti bæjarstjómar Akraness
horfir til framtíðar í samstarfi að
sveitarstjórnarmálum. Hagsmunir
Akumesinga sem annarra sveitarfé-
laga á Vesturlandi felast í því að unn-
ið sé að samstarfi um sameiginleg
verkefni." Einmitt það já! Svo mælir
maður sem átti síst minnstan þátt í
því að Akumesingar slitu samstarfi
við önnur sveitarfélög á Vesturlandi.
Er formaður bæjamáðs Akraness,
Sveinn Kristinsson, að henda gaman
að lesendum sínum?
En Sveinn og félagar hans í meiri-
hluta bæjarstjómar Akraness hafa
enn tækifæri til að bæta ráð sitt.
Með því að taka til baka ákvörðun
sína um úrsögn úr samtökum sveit-
arfélaga á Vesturlandi, myndi meiri-
hlutinn hugsanlega endurheimta
æra sína og öragglega þjóna hags-
munum umbjóðenda sinna betur en
með framgöngu sinni í málinu til
þessa.
Höfundur er bæjarfulltrúi á Akrn-
nesi og fyrrverandi formaður SS V.
Pétur Ottesen
Undarlegur tvískinnungur
eða skilningsleysi
JÓN Magnússon,
lögmaður og varafor-
maður Neytendasam-
takanna, ritar grein í
Morgunblaðið 27. jan-
úar sl. og fjallar þar um
glóralausar verðhækk-
anir, hátt vöruverð á
íslandi og dýrtíð. Hann
talar um „að ríkis-
stjómin ætti að hafa
það sem forgangsverk-
efni að láta kanna hvers
vegna verðlag og verð-
þróun hér á landi er og
hefur verið sú að Island
skuli jafnan skipa sér
sess í efsta sæti hvar
varðar söluverð á vöram út úr búð.“
Ég tek undir það að slík könnun
fari fram og tel að þá muni koma í
ljós að hið opinbera taki veralega
stóran skerf í sinn hlut í formi inn-
flutningsgjalda, vöragjalda og tolla.
Ég tek einnig undir það sjónarmið að
mjög sterkar vísbendingar era um
óeðlilegar blokkamyndanir og verð-
samráð á íslenskum markaði hjá
stóra verslanakeðjunum.
Á hinn bóginn verður því ekki neit-
að að á íslenskum smásölumarkaði
er bullandi samkeppni. Hitt er svo
annað mál að markaðsumhverfið er
kolraglað. Forsendur fyrir eðlilegri
samkeppni era stórlega brenglaðar.
Komum að því síðar.
Það er rétt hjá þér að
samkeppni er öflugasta
vopnið sem stuðlar að
lágu vöraverði og til að
hafa hemil á verðbólgu.
í viðhorfi þínu, Jón,
er hinsvegar ákaflega
undarlegur tvískinn-
ungur eða skilnings-
leysi. Þú gagnrýnir að-
allega há sölulaun
kaupmanna, eða þann-
ig skil ég orð þín, þú
gleymir hinsvegar vilj-
andi eða óviljandi að
minnast á þá þætti sem
kaupmaðurinn ræður
litlu eða engu um, þú gleymir að tala
um gráðuga milliliði sem hafa
þröngvað sér upp á milli kaupmanns-
ins og kúnnans með óhóflegum
gjaldtökum. Þú gleymir með öðram
örðum að kaupmaðurinn er orðinn að
innheimtumanni fyrir bankakerfið
vegna kortanotkunar viðskipta-
manna bankakerfisins. Þú gleymir
því að starfsemi bankakerfisins á
þessum vettvangi er undanþeginn
lögmálum samkeppninnar og því
geta þessir aðilar hagað verðlagn-
ingu að eigin vild. Þú ræðst á kaup-
manninn sem hefur fullan vilja til að
hlíta eðlilegum samkeppnislögmál-
um en gleymir þeim aðila sem ekki
Samkeppni
*
A íslenskum smásölu-
markaði er bullandi
samkeppni, segir Sig-
urður Lárusson í svari
til Jóns Magnússonar.
lýtur þeim lögmálum og það sem
meira er; þín lögmannsstofa aðstoð-
aði Yísa Island við að viðhalda meint-
um brotum á lögmálum samkeppn-
innar.
Að lokum:
Lögmál samkeppninnar virkar
þannig að það er eins og ósýnileg
hönd stjórni vöraverði. Menn ein-
faldlega leitast hver um sig við að
bjóða það lægsta vöraverð sem þeir
treysta sér til á hveijum tíma.
Ékki verður þá þörf á opinbera
eftirliti eða tilskipunum. Það passar
hver maður upp á sitt. En grandvall-
aratriðið er að lögmál samkeppninn-
ar nái til allra þátta viðskipta þ.m.t.
greiðslumiðlanar.
Kæri Jón, þú mátt ekki hengja
bakara fyrir smið.
Höfundur er kau/nnaður.
Sigurður Lárusson