Morgunblaðið - 02.02.2000, Page 42

Morgunblaðið - 02.02.2000, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON + Þorsteinn Guð- jónsson fæddist I Reykjavík 4. október 1928. Hann lést á Vífílsstaðaspítala 21. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 31. janúar. Vegna mistaka í vinnslu féll niður millifyrirsögn á und- an minningargrein .« Sigurðar Þórðarson- ar um Þorstein Guð- jónsson á blaðsíðu 43 í Morgunblaðinu sunnudaginn 30. janúar. Þar átti að standa: Kveðja frá Ásatrúarfé- iaginu. Hlutaðeigendur eru beðn- ir að afsaka þessi mistök. Þorsteinn tengdafaðir minn kvaddi þennan heim hinn 21. janúar á Víf- ilsstaðaspítala. Þar dvaldi hann oft um ævina og átti hann misgóðar minningar þaðan. í bemsku fékk hann berkla og bar hann merki eftir þá allt sitt líf. Eins og venja var fyrir daga sýklalyfja og skurðaðgerða á lungum, var hann höggvinn, eins og ^kallað var og annað lunga hans þann- " ig fellt saman. Líkamleg starfsgeta hans var alla tíð skert, hann þekkti ekki annað. Þrátt fyrir þessi veikindi var ævi Þorsteins ánægjurík. Hann hafði nægan tíma til að sinna hugarefnum sínum. Hann las mikið, skrifaði og stundaði ýmis fræðistörf. Hann átti mjög auðvelt með nám og var að miklu leyti sjálfmenntaður. Hann til- einkaði sér tölvutækni á síðari árum lítinn sumarbústað á jörðinni þegar synir þeirra voru litlir og var fjölskyldan þar á sumr- in fram á unglingsár þeirra. Sumarbústaðurinn litli var lítið notaður eft- ir það og má nú muna fffil sinn fegri. Hann stendur nú við hlið ann- ars stærri og betri sem Þorsteinn og Gerða létu byggja fyrir tíu árum. Eftir það fjölgaði ferð- um þeirra í sveitina aft- ur og hafa þau notið dvalar sinnar þar jafnmikið og áður. Oft hafa þau boðið bömum okkar með sér og gefið þeim þannig tækifæri til þess að kynnast langömmu sinni, frændfólki, lffinu í sveitinni og um- gengni við skepnur. Við Gautur höf- um einnig haft afnot af bústaðnum okkur til ómældrar gleði. Þorsteinn hafði gott skap og auð- velt var að gera honum til hæfis. Hann var bamgóður og sást það vel eftir að hann veiktist af heilablæð- ingu nú á jóladag. Léttist á honum brúnin og hýmaði yfir honum þegar bamabömin heimsóttu hann á spítal- ann. Hann náði sér ekki eftir heila- blæðinguna og vógu fylgikvillar berklanna þar þungt. Síðustu vikur vora honum erfiðar og hefur hvfldin eflaust verið honum kærkomin. Mig langar að lokum að vitna í orð Gibrans er hann segir: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Marta Þorvaldsdóttir. og gat nýtt sér ýmsa þá möguleika sem hún býður upp á. Þorsteinn var li^mjög minnugur á það sem hann las og svör hans við ýmsum spumingum vora nánast eins og flett væri upp í orðabók. Að þessu leyti var hann lík- ur móður sinni, skáldkonunni Mál- fríði Einarsdóttur. Einnig átti hann sameiginlegt með henni að vera stundum utan við sig og jafnvel gleyminn á hina smáu hversdagslegu hluti. Oft kom þetta mér dálítið á óvart að sjá þennan mikla mun á bókaminn- inu annars vegar og hvunn- dagsminninu hins vegar. Stundum kom það fyrir að hann spurði spum- inga, sem komu nokkuð flatt upp á mig, því þær sýndu glöggt hve lítinn gaum hann gaf sínu nánasta um- -^hverfi. Þorsteinn kynntist Gerðu konu sinni í Borgarfirði. Eftirtektarvert var hve samrýnd þau vora og miklir félagar. Þau stofnuðu heimili í Reykjavík en höfðu alla tíð mikil tengsl við Borgarfjörðinn. Heimili tengdaforeldra hans, Úlfsstaðir í Hálsasveit, var eins og þeirra annað heimili. Fjöldi fólks, bæði ættingjar og ýmsir aðrir, dvöldust þar hér áður fyrr. Þorsteinn og Gerða byggðu sér Þorsteinn frændi minn var hetja sem alla ævi þurfti að berjast við iíl- skeyttan sjúkdóm og gegn líkamlegri hrömun. Hann vann margan sigur, en síðustu orrastuna vinnur enginn. Því eru nú þessi kveðjuorð sett á blað að henni er lokið. Aldrei framar mun ég sitja yfir kaffibolla með þeim hjón- um við notalegt rabb um daginn og veginn, um borgfirska fortíð eða framtíðarsýnir úti í ómælisgeimnum. Síðustu samfundimir voru í nóvem- ber sl. þegar ég fór með þeim upp að Reykholti þar sem þess var minnst að eitt hundrað ár vora liðin frá fæðingu Málfríðar móður hans, sem á efri ár- um varð þekktur rithöfundur - ánægjulegt kvöld sem allir nutu og Þorsteinn gladdist yfir þeirri viður- kenningu sem móðir hans fékk. Þorsteinn var gáfaður maður og vel menntaður. Ekki var námsbraut- in samt hnökralaus því frá þriggja ára aldri og fram yfir tvítugt mátti segja að Vífilsstaðir væra sem hans annað heimili og fyrir milligöngu góðra manna og lipurð kennara fékk hann að ijúka síðustu stúdentspróf- unum þar. Eftir það var útlitið tvísýnt en lífi hans bjargað með mikilli brjóstholsaðgerð í Danmörku. AJdrei gekk hann samt heill til skógar. Há- skólanám stundaði hann hér heima og í Noregi og vora aðalgreinamar heimspeki, latína og þjóðháttafræði, en hann hafði mikinn áhuga á þjóð- háttum, sögu og fomum sið. Alla ævi var hann að bæta við þekkinguna. Hann ritaði margt, einkum um heim- speki og fyrirburðafræði, og hinn mikli Kosmos - alheimurinn - var sí- fellt rannsóknar- og umfjöllunarefni. Ég hygg að hann hefði getað tekið undir með heimspekingnum Imm- anuel Kant sem sagði að það sem vekti sér mesta lotningu væri hinn al- stimdi himinn yfir sér og siðalögmál- ið í bijósti sér. Lengst vann Þorsteinn skrifstofu- y Minningarkort IMinningarsjóðs Karlakórsins Stefnis fást i gegn heimsendingu gíróseðils. ^Símar 587 6768, 898 4721, 566 7216^ 1| Geymið auglýsinguna Æ störf og hann átti að góðu að hverfa að vinnudegi loknum. Þrátt fyrir erf- iðleika og áfoll mátti kalla hann gæfu- mann. Það var mikið gæfuspor þegar þau Steingerður Þorsteinsdóttir gengu í hjónaband, betri lífsfórunaut gat hann naumst fengið og synirnir þrír vora miklir efnismenn. Steing- erður er frá Úlfsstöðum í Hálsasveit og þar átti fjölskyldan sér sumar- athvarf fjarri ys og þys borgarinnar en í Reykjavík var heimilið, fallegt og vel um gengið - griðastaður. Elskulegur frændi hefur kvatt, frændi sem eingöngu skildi eftir góð- ar minningar. Eg sendi Steingerði og öðram aðstandendum einlægar sam- úðarkveðjur. Þuríður J. Kristjánsdóttir. Við lát Þorsteins Guðjónssonar koma margar góðar minningar fram í hugann. Hugurinn leitar til ársins 1969 í Sólheimana þar sem Þorsteinn og Steingerður bjuggu þá. Viðmót húsráðenda var sérstaklega hlýtt og samvera með þeim uppbyggileg og skemmtileg enda vora gestakomur tíðar. A unga aldri veiktist Þorsteinn mjög illa af berklum og varð að ganga undir það sem kallað var höggning en það var fólgið í því að rifbein vora fjarlægð úr líkama sjúklings, stund- um mörg, svo að hið sjúka lunga félli saman. Þetta var örþrifaráð þess tíma til að bjarga lífi sjúklingsins og reyna um leið að hefta útbreiðslu berkla. Aðgerðin var þess eðlis að sjúklingurinn bar hennar merki ævi- langt. Brjóstkassinn skekktist og það segir sig sjálft hvernig fólki hefur lið- ið eftir þessa meðferð. Aldrei bar Þorsteinn mál í þetta því að sjálfs- vorkunn var ekki til hjá honum. Þeg- ar Þorsteinn veiktist var hann langt kominn í námi við Menntaskólann í Reykjavík en það sem á vantaði fékk hann að taka utanskóla þar sem hann lá á Vífilsstaðahæli. Þar var hann á margra manna stofu og sjúklingar mikið veikir. Hann las á nóttunni meðan aðrir sváfu því að þá var helst næði til lestrar. Það má því segja að hann hafi lokið stúdentsprófi frá Víf- ilsstaðaspítala! Vegna þessara miklu veikinda varð nám við Háskóla ís- lands í norrænum fræðum slitrótt og miklar frátafir vegna veikinda. Síðar fór hann til náms við Óslóarháskóla í þjóðfræði, latínu og sagnfræði. Þorsteinn var bráðgáfaður og Qölfróður með ólíkindum. Til hans var oft leitað með sérfræðiálit til dæmis á sviði norrænna fræða. Öll slík erindi leysti hann með stakri ljúf- mennsku og mikilli þekkingu. Ungur að áram hreifst hann af kenningum Dr. Helga Fjeturss, „vísindamanns- ins sem frægastur hefur orðið með þessari þjóð af jarðfræðirannsóknum sínum“. Þorsteinn sagði sjálfur: „En til era þeir sem fengið hafa þó nokk- um áhuga á því, sem Helgi Pjeturss taldi sjálfur mest um vert af því sem hann hafði unnið, og þykir hann vera sér hinn mesti velgerðarmaður að hafa opnað sér þann skilning á tilver- unni, sem einn virðist eðlilegur þegar hann er fenginn.“ Hér ræðir að sjálf- sögðu um Nýal sem gefinn var fyrst út á árabilinu frá 1919 til 1947. Þorsteinn var lengi formaður Fé- lags Nýalssinna og vann þar af eld- móði. I dagfari sínu var hann jafnan léttur í lund og hefði hann ekki borið ummerki höggningar hefði margur í einfeldni sinni getað haldið að honum hefði aldrei orðið misdægurt á ævi sinni og allar sorgir hjá honum sneytt. Svo var þó ekki. Son sinn, Eir- ík, en um þann góða dreng á undirrit- aður dýrmætar minningar, misstu þau Þorsteinn og Steingerður langt um aldur fram. Undirritaður var svo heppinn að fá að kynnast móður Þorsteins, Málfríði Einarsdóttur rithöfundi, en hún hlýt- ur að hafa verið öllum sem hana þekktu ógleymanleg enda langt á undan sinni samtíð í frumlegri hugs- un og lífsviðhorfum. Á áttræðisaldri vann hún við að þýða úr „La Divina Commedia" eftir Dante Alighieri úr frummálinu og lýsir það vel kjarki hennar sem var með ólíkindum. Til heiðurs Málfríði var haldin sérstök dagskrá 17. nóvember síðastliðinn í safnaðarsal Reykholtskirkju í Borg- arfirði en um það leyti hefði Málfríður orðið hundrað ára. Nú er efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst og átt að vini Þorstein Guðjónsson. Steingerði, hans góðu konu, sonum og öðrum aðstandend- um vottum við hjónin samúð okkar. Gunnar Grettisson. Við fráfall Þorsteins Guðjónssonar minnist ég góðra og alúðlegra kynna við merkan mann um leið og ég votta fjölskyldu hans samúð í söknuði hennar. Fundum okkar Þorsteins bar fyrst saman í Noregi fyrir fjórum áratug- um, en frekari kynni hófust nokkru eftir að mér skolaði á land á ný fyrir tveimur áratugum eftir langdvalir er- lendis. Það var alltaf upplífgandi að ræða við Þorstein, en umræðuefni hans vora ekki bundin við dægur- vanda líðandi stundar og áhugamálin vora mörg og margvísleg. Við létum nægja að ræða sameiginlegt áhuga- mál, allvíðfeðmt, sem er líf í alheimi og rannsóknir á lífsskilyrðum utan jarðar. í fjölda blaðagreina sást að Þorsteinn hugsaði margt annað og skrifaði á góðu máli tæpitungulaust um hugðarefni sín og hugsjónir, kenningar Helga Pjeturss, móður- málið, sögu þjóðarinnar og hinn nor- ræna arf sem hún hafði í nesti við landnám. Það var Þorsteini ánægjuefni að fregna af þróun og uppgötvunum allra síðustu ára sem hafa rennt stoð- um undir líkur á lffi annars staðar í sólkerfinu, og í alheimi. Þróun þessi hefur að vonum aukið áhuga vísinda- manna á slíkri gátu og ný kynslóð verður móttækilegri fyrir hugmynd- um um lífsskilyrði og líf annars staðar en á jörðinni. Þetta gladdi Þorstein sem áratugum saman hafði talað fyrir daufum eyram fullviss um einmitt þetta og mikilvægi þess að mannkyn- ið hugsaði hærra og lengra - út fyrir örsmáajörð. Þorsteinn var allra Islendinga fróðastur um ítalska heimspekinginn Giordano Bruno sem uppi var á 16. öld. Brano kenndi óendanleika heimsins, gegnsýrðan óendanleika guðs, nær og fjær. Hann ályktaði út frá nýlegri sólmiðjukenningu Kóp- emikusar, þar sem jörð og reiki- stjömur ganga umhverfis sólu, að stjörnur himins væra fjarlægar sólir, en umhverfis sólimar liðu hnettir á borð við jörðina og á hnöttunum leyndist líf, gróður og dýr. Árlega í sjö undanfarin ár höfum við Þor- steinn hist yfir kaffibolla í Perlunni, ásamt öðram sem til náðist, á dánar- degi Branos, 17. febrúar. Með til- hlökkun lagði hann á ráðin um mál- þing, hans orð, um Bruno og líf í alheimi 17. febrúar nk., en þá er 400 ára ártíð Brunos. En enginn má sköpum renna. Fræðslustefna fyrir almenning um líf í alheimi sem haldin verður í Nor- ræna húsinu 17. febrúar nk. og Brunohátíð á vegum Stofnunar Dante Alighieri á íslandi um kvöldið sama dag verða því miður án sýni- legrar nærvera hans sem hér er minnst. Dvelur aðra lengur, sam- ferðamennina, en með þökk fyrir samfylgd óska þeir honum á kveðju- stund velfamaðar út í óendanleikann. Blessuð sé minning Þorsteins Guð- jónssonar. Þúr Jakobsson. Við Þorsteinn þekktumst í 35 ár. Hann var maður fálátiu- en einbeitt- ur. Harðari vilja hef ég sjaldan kynnst. Að geta öll þessi ár, og enn lengur, staðið af sér endalaust mót- læti og tómlæti án þess að láta nokk- um bilbug á sér finna, án þess nokkra sinni að láta undan síga, er fágætt dæmi um mikinn kjark. Ég man eins og gerst hefði í gær er við hittumst fyrst og var það til að ræða sameiginlegt áhugamál okkar - íslenzka heimspeki - þ.e. kenningar dr. Helga Fjeturss. Þorsteinn gerði mér strax grein fyrir því að þar væri við ramman reip að draga og að þetta málefni væri lítt til þess fallið að koma manni til valds og metorða í þjóðfélaginu, en ef ég hefði áhuga á sannleikanum, þá skyldi ég fá nokkra ánægju af ferðalaginu. Það gekk eft- ir. Við mannfólkið eram mörg okkar þannig gerð að við getum orðið gagn- tekin af einhveiju sem við kynnumst á lífsleiðinni, nánast eins og heilluð, jafnvel í þeim mæli að fátt annað kemst að í huga manns. Dæmin era ótalmörg. Menn geta orðið alveg gagnteknir af einhverjum trúar- brögðum t.d. kristinni trú, múhameð- strú, ásatrú eða spíritisma eða guð- speki, eða þá einhverri vísindagrein, pólitískri stefnu eða jafnvel einni persónu. Maður sem kemst í þessa aðstöðu getur verið í miklum vanda staddur. Hvað á hann að gera? Á hann að fylgja sannfæringu sinni eftir og láta skeika að sköpuðu? Hann gæti til dæmis lent í því að fylgja einhverri stefnu sem svo síðar kæmi í ljós að væri kolröng, jafnvel alger helstefna (kommúnismi, nazismi, trúarof- stæki), hann gæti lent í því að fylgja stefnu sem beinlínis hættulegt væri að gera, ef valdhafar væra á annarri skoðun, eða þá að sú stefna sem hann fylgdi fengi litlar eða engar undir- tektir samferðamanna, sem gæti leitt til erfiðrar stöðu í þjóðfélaginu, jafn- vel hugarvíls og vonleysis. Á hinn bóginn gæti maður orðið svo lánsa- mur að einmitt með því að fylgja sannfæringu sinni eftir, halda fram sinni stefnu, sinni kenningu eina- rðlega og gefa ekkert eftir, kæmi hann einhverju því til leiðar sem yrði þjóð hans og jafnvel mannkyni og jarðlífi öllu til heilla og framfara. Og er þá til mikils unnið. Mín skoðun er sú að ekkert mark- vert gerist í örlagasögu þessarar þjóðar, þessa mannkyns, nema fyrir tÚstilli þeirra, sem verða gagnteknir og heillaðir af því sem þeir taka sér fyrir hendur. Ekkert hálfkák hefur nokkra sinni leitt til neins merkilegs. Þannig maður var Þorsteinn Guð- jónsson. Hjá honum var ekkert hálf- kák. Hreinn og beinn hélt hann því fram að viðurkenning og sigur hinnar íslenzku heimspeki myndi verða þjóð og mannkyni öllu til sívaxandi gæfu. Að þessu marki stefndi hann látlaust og óstöðvandi og enn var hann að, nú alveg undir það síðasta. Fárveikur og að dauða kominn var hann að vinna að því að fá hingað til lands pólskan fræðimann til þess að tala um hinn merka ítalska heimspeking, Giordano Brúno, á 400. ártíð hans 17. febrúar nk. En þýðingu þess skilja þeir sem nokkuð vita um hina íslenzku heim- speki. Jæja, Þorstenn minn, ég ætla nú ekki að hafa þessi orð fleiri í bili, en votta þér traust mitt og stuðning, en nú ert þú þangað kominn, sem við töldum báðir að við tæki, og nú væri gaman ef þér tækist að koma áreiðan- legri vitneskju um einmitt það, hing- að yfir til okkar. Astvinum þínum sendi ég samúð- arkveðjur. Kjartan Norðdahl. Fallinn er í valinn einn helsti tals- maður íslenskrar heimspeki um langt árabil. Ég kynntist Þorsteini síðla árs 1970 er við hjónin fengum að sitja fund hjá nýalssinnum eftir að hafa uppfyllt þau skilyrði að hafa lesið Ný- al eftir dr. Helga Pjeturss. Það vakti athygli mína hve Þor- steinn og reyndar öll hans fjölskylda var samhent hvað varðaði nýölsk mál- efni og eftirtektarvert og jafnframt aðdáunarvert, hvað Þorsteinn var ið- inn við að koma málefninu fram, þrátt fyrir heilsubrest meirihluta sinnar ævi. Hann átti í bréfaskiftum út um all- an heim, auk þess að gefa út rit á ensku sem víða fór um heiminn og að auki nokkrar bækur um íslenska heimspeki eins og hún birtist í Nýöl- unum. Þorsteinn var mikill íslandsvinur og vildi sóma Islands og íslenskrar tungu sem mest gagn gera og ekki hvað síst voram við Þorsteinn sam- mála um það, ásamt hundruðum ann- arra íslendinga, að heimsfræði dr. Helga væri besta heimspeki sem komið hefur fram á þessari jörð hing- að til. Þorsteinn var vel heima í fornsög- um og var hafsjór af fróðleik í þeim fræðum og var ódeigur við að benda mönnum á eitt og annað, er betur mátti fara í umfjöllun um fornsögum- ar, sem að hans mati era merkustu rit allrar heimsbyggðarinnar og hefðu hvergi getað orðið til nema á Islandi. Nú er Þorsteinn fluttur á aðra jörð,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.