Morgunblaðið - 02.02.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 02.02.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 45 ORLYGUR ARON STURLUSON + Örlygur Aron Sturluson fædd- ist í Keflavík 21. maí 1981. Hann lést af slysförum í Njarðvík 16. janúar si'ðastlið- inn og fór útför hans fram frá Njarðvíkur- kirkju 27. janúar. Ölli frændi getur ekki verið farinn frá okkur. Ölli sem alltaf var svo fullur af lífi. Ölli sem var hetjan okkar. Við eigum aldrei eft- ir að geta áttað okkur á þessari staðreynd. Þú sem varst alltaf svo mikið í kringum okkur fjölskylduna á Lágmóanum. Þegar við minnumst Ölla er svo margt sem kemur upp í huga manns, allt gott en ekkert slæmt, því persónuleikinn þinn var svo sterkur. Þú varst alltaf þú sjálfur, og þó að þú hafir verið orðinn vel þekktur, þá léstu það aldrei stíga þér til höfuðs, þótt þú hefðir alveg mátt það, því þú varst svo stórkost- legur á allan hátt. Elvar og Ölli hafa alltaf verið sem eitt og það verður skrýtið að segja Elvar, án þess að Ölli fylgi á eftir. Það var yndislegt að sjá hvað þú varst ánægður með litlu systur þína. Þið bræðurnir voruð báðir svo fallegir þegar hún var skírð. Við vit- um að nú ert þú orðinn verndar- engillinn hennar á himninum. Þú varst alltaf svo mikil barnagæla. Þú varst fyrirmynd Óskars og litli frændi þinn var varla farinn að geta kastað bolta þegar hann sagði: ,,Mamma, sjáðu ég er alveg eins og Ólli frændi minn.“ En nú vitum við að þú ert kominn til Guðs á himnin- um og ert orðinn stjarna þar, rétt eins og þú varst hjá okkur. Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku Særúnu, Elvar, Lillý og Valda, pabba þinn, ömmu og afa og fjöl- skyldu þeirra í þessari miklu sorg. Við elskum þig, Ölli frændi, ekki bara vegna þess hvernig þú varst, heldur líka fyiir það hvernig við urðum í návist þinni. Berglind, Telma og Óskar. Kæri vinur. Aldrei hefði okkur grunað að við ættum eftir að sitja og skrifa kveðjuorð til þín. Þú svona ungur og áttir framtíðina fyr- ir þér. En margt hafðirðu afrekað sem við og margir aðrir látum okk- ur aðeins dreyma um, til að nefna íslandsmeistaratitil, sæti í landsliði og að spila erlendis. Þú varst góður vinur og alls staðar þar sem þú komstvar þér ávallt tekið fagnandi. En því miður hafa örlögin hagað því þannig að við fáum ekki að hitta þig oftar. En við vitum það fyrir víst að sál þín lifir og mun hún ef- laust dvelja margar stundir í Ljónagryfj- unni. Við viljum því þakka Guði fyrir að fá að kynnast þér, án efa efnilegasta körfuknattleiksmanni sem ísland hefur átt. Við þökkum þér fyrir all- ar góðu stundirnar. Hvíl í friði, Ölli minn. Stulli, Særún, Elvar og fjöl- skylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð styðji ykkur og styrki í sorg ykkar. Skúli Sig. og Guðbjörn. Elsku frændi og vinur. Og því var alit svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skin ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Kæru foreldrar, systkini, afi og amma. Guð styrki ykkur í sorg ykk- ar. Fjölskyldan Hafnargötu 42, Keflavík. Orð mega sín lítils þegar stórir hlutir gerast en oft er nú sagt að guðirnir elski þá sem deyja ungir. Hvernig er hægt að koma orðum að svo að þau veiti stuðning og styrk á svona tímum þegar harmurinn er svo mikill? Ungur drengur er hrif- inn á brott í blóma lífsins og ekkert stendur eftir nema tómleikinn. Drengurinn var stolt móður sinnar og föður, svipmikill á velli og íþróttamaður af guðs náð. Hann var NÚMI ÞORBERGSSON + Númi Þorbergs- son fæddist í Grafarholti í Staf- holtstungum 4. sept- ember 1911. Hann lést á Vífiisstaðaspít- ala 19. desember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 28. des- ember. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, Núma Þorbergs- sonar, en það eru liðin rúm 30 ár síðan ég tengdist honum. Ég var krakki heima í sveitinni þegar ég heyrði fyrst nafnið þitt en það var í gegnum útvarpið. Dægur- lagatextarnir þínir urðu margir mjög vinsælir og eiga þeir eflaust eftir að halda nafni þínu á loft um ókomna tíð. Þú leist oft í heimsókn til okkar Hafsteins og var margt spjallað bæði í gamni og alvöru. Við fórum stundum með þér í sumarbústað upp í Borgarfjörð þar sem þér leið alltaf vel og var gaman að heyra þig segja sögur frá uppvaxtarár- um þínum. Eftir að þú giftist Valgerði ferðuðust þið mikið um landið og höfðuð þá alltaf veiði stangirnar með. Ef minnst var á læk eða vatn hafðir þú prófað að veiða þar og vissir hvernig fisk var þar að fá og hvernig hann bragðaðist. Þú varst mikill dans- og gleðimaður, varst dansstjóri á gömlu dönsunum um árabil. Ög þú hélst áfram að dansa á meðan heilsan leyfði. Númi minn, nú hefur þú kvatt þennan heim. Þú varst orðinn þreyttur og undir það síðasta mikið veikur en aldrei heyrði ég þig kvarta og ekki vildir þú vera upp á aðra kominn. Ég þakka þér fyrir ánægjuleg kynni sem aldrei bar skugga á. Þín tengdadóttir, Sigrún Steinþóra. líka góður drengur, vel gerður og með góða sál. Elsku Særún og fjölskylda, guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum, minningin um góðan son og bróður mun ylja ykkur og styrkja um ókomna framtíð. Friðjón, Sólveig og fjölskylda. Kveðja Þar sem englamir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Vð hin sem lifum lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig med sól að morgni Drottinn minn, faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína á hann. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós í bæninni frið ég fann. Þú vekur hann með sól að morgni, þú vekur hann með sól að morgni Hugga þú, faðir, fjölskyldu hans sem fmnur ei ró í hjarta. Blessaðu sál hins unga manns og láttu jjósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni, vekja hann með sól að morgni Drottinn minn, réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökktu hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni, svo vaknar hann með sól að morgni Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei þér skal ég gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni Bubbi Morthens. Stjórn og leikmenn Körfuknatt- leiksdeildar Keflavíkur vilja með nokkrum orðum minnast Örlygs Arons Sturlusonar, sem féll frá með sviplegum hætti langt fyrir aldur fram. Án þess að hallað sé á nokkurn er hægt að segja að Körfuknattleikslið Njarðvíkur og Keflavíkur hafi borið ægishjálm yfir andstæðinga sína á leikvelli undanfarin ár. Gaman hef- ur verið að fylgjast með innbyrðis Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á liorni Bergstaðastrætis, súni 551 9090. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnartirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsta. Sverrir OLsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ leikjum þessara liða, því þar hafa leikmenn beggja liða oft farið á kostum. Þrátt fyrir margar rimmur á leikvelli, þar sem menn berast á banaspjótum, læra menn að bera virðingu fyrir andstæðingum sínum og oftar en ekki verða leikmenn góðir félagar. Þeir sem fylgjast grannt með íþróttum hafa gaman af að fylgjast með leikmönnum liðanna á vellin- um, þó sérstaklega með ungum og efnilegum leikmönnum sem tekið hafa miklum framförum og hafa verið að sanna tilverurétt sinn, á meðal þeirra bestu. Einn þessara leikmanna sem óx með hverjum leik var Örlygur Ar- on. Með leikni sinni og áræði ávann hann sér ekki aðeins lof félaga sinna heldur einning virðingu and- stæðinga sinna. Þarna var kominn verðugur andstæðingur með svip- mót föður síns og frænda sem við Keflvíkingar þekkjum svo vel til á leikvellinum. Við kveðjum fallinn félaga með trega og söknuði. Foreldrum, fjölskyldu og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Örlygs Ar- ons. F.h. KKD Keflavíkur, _ Þorgrímur St. Árnason. Kæri vinur. Ég trúi ekki að þú sért farinn frá mér. Ég mun sakna þín sárt. Allir þessir góðu tímar eru horfnir og ekkert eftir nema minn- ingarnar, bæði innan og utan vall- arins. Ég vona að þau sem taka á móti þér njóti þess jafn mikið og við gerðum hér að vera með þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. (V. Briem.) Fjölskyldu Ölla votta ég innilega samúð. Megi algóður Guð varðveita og styrkja ykkur öll. Þinn vinur, Þorbergur Þór. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN KR. JÓNSSON, Dalsgarði, Mosfellsdal, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 4. febrúar ki. 15.00. Fróði Jóhannsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Gerður Jóhannsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Signý Jóhannsdóttir, Jón Baldvinsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Karl Friðrik Karlsson, Jón Jóhannsson, Pascal Jóhannsson, Arndís Jóhannsdóttir, Guðmundur ísidórsson, Gísli Jóhannsson, Helena Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Grettisgötu 55A, sem lést á Grund þriðjudaginn 1. febrúar, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 8. febrúar kl. 13.30. Ágústa Þorsteinsdóttir, Jón Guðmundsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Hulda Eggertsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR J. GUÐMUNDSDÓTTIR, Vogatungu 25A, Kópavogl, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 19. janúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Árni Sigurðsson, Þuríður Árnadóttir, Jakob Gunnarsson, Sigurður Árnason, Valgerður Árnadóttir, Jón Rúnar Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + . Systursonur minn, toróðir okkar og föðurbróðir,; BJÖRGVIN MAGNÚSSON, Keflavíkurgötu 18, Hellissandi, verður jarðsettur laugardaginn 5. febrúar kl. 14. Jarðarförin fer fram frá Ingjaldshólskirkju. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 9 á laugardag. Vin- samlegast látið vita í s. 557 4712 eða 892 3555. * Gísli Ketilsson, Kristín Herdís Magnúsdóttir, Sólveig Eiríksdóttir, Jón Eiríksson, Kristinn Breiðfjörð Eiríksson, Þórhildur Hinriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.