Morgunblaðið - 02.02.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 02.02.2000, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HJÓNAMINNING KIRKJUSTARF GRÉTA G UNNHILD UR SIGURÐARDÓTTIR OG GUÐMUNDUR ÓSKAR HELGASON + Gréta Gunnhild- ur Sigurðardótt- ir fæddist í Skógum, Kolbeinsstaða- hreppi, 1. sept. 1907. Hún lést 7. nóvember sfðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urður Þórðarson og Guðrún Guðjóns- dóttir. Eftir að móðir hennar lést árið 1912 ólst hún upp á Selj- um í Hraunhreppi hjá fóðursystur sinni, Elínu Þórðardóttur og manni hennar, Guðlaugi Jónssyni. Systkini Grétu voru: Þórður, f. 14. okt. 1900, Guðný, f. 27. júlí 1902, Ólöf Sigríður, f. 23. sept. 1903 og Lilja, f. 19. feb. 1909. Þau eru öll látin. Hálfsystkini hennar eru: Eirík- ur, f. 17. sept. 1917, látinn, Anna, f. 21. sept. 1921, Ólafur, f. 1. sept. 1924, Jósef, f. 4. nóv. 1926, og Ólöf Sigríður, f. 21. feb. 1930. Guðmundur Óskar Helgason fæddist í Borgarnesi 6. jan. 1912. Foreldrar hans voru Helgi Guð- mundsson og Katrín Jónsdóttir. Systkini Guðmundar voru: Mar- grét, f. 24. nóv. 1898, Jón, f. 2. jan. 1901, Þorsteinn Axel, f. 13. maí 1913 og Guðrún Sigríður, f. 19. okt. 1917. Þau eru öll látin. Guðmundur og Gréta giftust 27. sept. 1939 og bjuggu í Hólmakoti í Hraunhreppi allan sinn búskap. Þau eignuðust tvö böm, þau em: 1) Sigrún, f. 29. júní 1943 búsett í Grindavík, maki Karl Júlíusson, eiga þau þijú börn. 2) Helgi, f. 25. okt. 1947, búsettur í Hólmakoti, maki Sjöfn Inga Kristinsdóttir, böm Helga em fimm og auk þess á Sjöfn Inga þijú börn af fyrra hjónabandi. Utför Guðmundar fór fram frá Akrakirlgu 29. janúar. Nú þegar sæmdar hjónin í Hólma- koti hafa bæði kvatt þennan heim, langar okkur systur að minnast þeirra Grétu og Munda í örfáum orð- um. Gréta var móðursystir okkar og Mundi var foðurbróðir, þannig að skyldleikinn var í báðar ættir. Fyrstu ár ævi okkar bjuggum við í Skálanesi, sem er næsti bær við Hólmakot, og var mikill samgangur á milli bæjanna og einnig var mikil vinátta þar á milli sem entist alla tíð. Eftir að við fluttum suður tóku þau Hólmakotshjón okkur systur í sum- arfóstur þó ekki báðar í einu heldur liðu nokkur ár á milli þess sem við dvöldumst þar. Við systur teljum það forréttindi að hafa verið í sveit hjá þeim. Við minnumst þess að öll heyvinna var unnin með orfi og ljá, rakað og heyinu snúið með hrífu, heyið var flutt á hestvagni, einnig var mjólkin flutt í mjólkurbrúsum á litlum hestvagni í veg fyrir mjólkur- bílinn. Það var mjög gott að vera hjá þeim og umhyggjan fyrir okkur var mikil og rækilega var passað að við ofgerðum okkur ekki og fengum við þess vegna oft ekki að gera eins og við vildum eða gátum. Gott var að koma til þeirra hjóna, og vel tekið á móti gestum og þeir spurðir ítarlega frétta og enginn fór svangur frá þeim hjónum. Okkur er minnisstæð lyktin í eldhúsinu í Hólmakoti en hún stafaði af því að þar var kolaeldavél og ekkert var þar rafmagnið á þeim tíma, en allt átti þetta nú eftir að breytast því um 1966-67 var komin dráttarvél og seinna kom rafmagnið. Ef hugurinn er látinn reika er margs að minnast. Eins og hjá mörg- um munum við varla eftir nema góðu veðri í æsku og hvað okkur fannst Hólmakotshúsið fallegt í sólskininu, hvítt með grænu þaki þar sem það stóð við stórt fallegt vatn, Hólma- kotsvatn. Stutt frá landi voru tveir stórir hólmar með miklum gróðri. Eftir að Gréta lést, kom Mundi frændi oft suður og dvaldist þá hjá dóttur sinni í Grindavík eða hjá móð- ur okkar í Reykjavík og fórum við með hann nokkrum sinnum í bíltúr um Hafnarfjörð þar sem hann átti heima á unglingsárum sínum og hafði hann mjög gaman af að rifja upp staði sem hann hafði þekkt svo vel og sagði okkur frá breytingunum sem höfðu orðið á miðbæ Hafnar- fjarðar síðan þá. Við þökkum fyrir veruna hjá þeim og allar þær stundir sem við dvöld- umst þar í lengri eða skemmri tíma. Helga, Rúnu og fjölskyldum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Elín og Björk Þorsteinsdætur. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, Árskógum 6, Reykjavík, sem lést á heimili sínu aðfaranótt laugardags- ins 22. janúar, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju föstudaginn 4. febrúar klukkan 13.30. > Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Guðrún Sveinsdóttir, Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir, Hilmar Adólfsson, Sigurður Sigurðsson, Hjördís Rósantsdóttir, Sigríður Krístin Sigurðardóttir, Ólafur Valsson, Ingibjörg Sigurlín Sigurðardóttir og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR HJÁLMARSSON, Laufvangi 1, Hafnarflrði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði fimmtudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnnast hans, er bent á hjúkrunarþjónustuna Karítas. Ingibjörg Pálsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Hjálmar Gunnarsson, Sigríður Þorleifsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, AUÐBJARGAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, Stekkjarflöt 15, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki deildar A7 á Borgar- spítala og Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir einstaka umönnun. Gunnar H. Kristinsson, Gunnar I. Birgisson, Vigdís Karlsdóttir, Þórarinn Sigurðsson, María Sif Sveinsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Elsa Friðfinnsdóttir, Sigrún B. Gunnarsdóttir, Hjörleifur Ingólfsson, Karl Á. Gunnarsson, Guðlaug Bernódusdóttir, Guðrún J. Gunnarsdóttir, Katrfn Gunnarsdóttir, Hafsteinn H. Gunnarsson, Auðbjörg B. Bjarnadóttir, Bjarki V. Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. Safnaðarstarf Tónleikar hjá KFUM & K KANGAKVARTETTINN heldur tónleika á föstudaginn, 4. febrúar, í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg kl. 20.30. Kangakvartettinn er skipaður systrunum Heiðrúnu og Ólöfu Inger Kjartansdætrum og Helgu Vilborgu og Öglu Mörtu Sigurjónsdætrum. A efnisskrá verða m.a. gospel, gamlir og góðir sálmar í nýjum útsetning- um og einnig söngvar frá Afríku, en þær stöllur hafa allar dvalið um lengri eða skemmri tíma í Kenýa eða Eþíópíu. Urval tónlistarmanna aðstoðar kvartettinn við flutninginn auk þess sem þær munu syngja án undirleiks. Miðaverð á tónleikana er 700 kr. en frítt verður fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Miðar verða seldir við innganginn. Tónleikarnir eru liður í undirbún- ingi útgáfu geisladisks sem áætlað er að komi út haustið 2000. Allur ágóði af starfl Kangakvartettsins rennur til starfs Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga sem vinn- ur að þróunar- og kristniboðsstarfi í Eþíópíu og Kenýa. Alfa-námskeið Landakirkju SKRÁNING á Alfa-námskeið í Landakirkju, Vestmannaeyjum, stendur yflr. Alfa-námskeiðið í Landakirkju leitar svara við grund- vallarspurningum lífsins. Alfa er ódýrt, skemmtilegt og lífbreytandi 10 vikna námskeið um grundvallara- triði kristinnar trúar. Námskeiðið hefst mánudaginn 7. febrúar og stendur kl. 19-21, og verður viku- lega. Hver sund hefst með léttum málsverði, síðan fræðsla og fyrir- spurnir, endað er með góðri stund uppi í kirkju. Kennarar verða prest- ar Landakirkju. Þessi námskeið hafa hlotið lof víða um landið og opn- að fólki nýja sýn. Skráning stendur yfir í safnaðarheimili Landakirkju í síma 481-2916, þrið.-föst. kl. 11- 11.50. Takmarkaður fjöldi þátttak- enda. Fyrstir koma fyrstir fá. Með blessunaróskum. Sr. Bára Friðriksdóttir. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður með ung börn kl. 10.30-12 í safnað- arheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur máls- verður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, samverustund, kaffiveitingar. TTT- starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Unglingastarf kl. 19.30. Haligrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Biblíu- lestur kl. 20 í umsjá Kristjáns V. Ingólfssonar. Náttsöngur kl. 21. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13-17. Spil, lestur, handavinna. Kaffi og meðlæti kl. 15. Djákni flytur hugvekju. Söngstund undir stjóm Jóns Stefánssonar org- anista. Bænagjörð kl. 18. Laugarrieskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kirkjuprakkarar kl. 14.30. Starf fyrir 6-9 ára böm. TTT kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára börn. Ferm- ingartími kl. 19.15. Unglingakvöld kl. 20 í samvinnu við Laugarnes- kirkju, Þróttheima og Blómavals. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Sr. Örn Bárður Jónsson ræð- ir um uppeldi og hlutverk foreldra. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Örn Bárð- ur Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til prestasafnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. Kirkjuprakkar- ar, starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. Digraneskirkja. Unglingastarf á vegum KFUM & K og Digranes- kirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Léttur hádegisverður. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22 í Engjaskóla. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45- 18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Léttur kvöld- verður að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldriborgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Vídalúiskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur málsverð- ur á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl. 13. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samvera í Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshóp- ar. Alfa-námskeið hefst í Kirkju- lundikl. 19. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 20 opið hús unglinga í KFUM & K- húsinu. Kl. 20 Aglow-fundur í safn- aðarheimilinu. Akraneskirkja. Unglingakórinn. Söngæfmg í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 17.30. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Kl. 12 bæn og súpa. Allir velkomnir. KEFAS. Samverustund unga fólks- ins kl. 20.30. Fíladelfia. Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30. Krakkaklúbbur, unglingafræðsla. Kennsla fyrir enskumælandi og biblíulestur. Állir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan. Kl. 20 3. hluti námskeiðs um Opinberunarbók Jó- hannesar á Omega og Hljóðneman- um FM 107 í beinni útsendingu. Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórð- arson. Efni kvöldsins er „Óvinur guðs og manna“. Á morgun, fimmtu- dag, verður dr. Steinþór með hug- leiðingu á Hljóðnemanum kl. 15. Fjölskylduþjónustan Miðgarður. Eldri borg- ara hópurinn Korpúlf- arnir hittast á Korpúlfs- stöðum í hluta Golfkúbbs Reykjavíkur fimmtud. kl.10.00. Spjallað, gengið og púttað. Upplýsingar veitir Oddrún Lilja Birg- isdóttir sími 587-9400 virka daga kl. 9.00- 13.30. Húmanistahreyfingin. Fundir á fimmtud. kl. 20.30 í hverfamiðstöð húmanista Grettisgötu 46. Hvítabandsfélagar Fyrsti fundur ársins 2000 verður í kvöld kl. 20 á Hallveigarstöðum. ITC-deildin Fífa, fund- ur á Digranesvegi 12 í Kópavogi í kvöld klukk- an 20.15. Kvenfélagið Hrönn, Aðalfundurinn verður fimmtudag 3. feb. í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 20. Þorramatur. Slysavarnadeild kvenna, Reykjavík. Að- alfundurinn verður í Höllubúð 10. feb. kl. 20, venjuleg aðalfundar- störf. Sumarferðin verður farin til Þýskalands og Prag í Tékklandi. Þátt- taka tilkynnist fyrir 10. febrúar til Bimu s. 557- 1545 eða Helgu s. 566- 7895. Sjálfsbjörg á höfuð- borgarsvæðinu, Hátúni 12. Félagsvist kl. 19:30. Allirvelkomnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.