Morgunblaðið - 02.02.2000, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 02.02.2000, Qupperneq 52
52 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ I DAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ddnaskapur og tillitsleysi FÖSTUDAGINN 28. jan- úar sl. skrifar Sigrún í Vel- vakanda Morgunblaðsins og segir að fólk eigi að tala saman um málefni katta. Síðan kemur fram á ritvöll- inn annar spekingur og lætur Ijós sitt skína. Hann heldur þvi fram að Reykja- vík standi ekki undir nafn- inu menningarborg. Eg er á þveröfugri skoðun og ég tel Reykjavík menningar- borg einmitt vegna þessa átaks gegn lausagöngu katta og ég gef höfuðborg- inni rós í hnappagatið. Eg hef trú á að þetta kattafólk loki dýrin inni meðan þetta átak stendur yflr. Lítill er réttur og friðhelgi mann- fólksins þegar kettir geta gengið inn og út um glugga hjá fólki sem ekkert á í þessum dýrum. Ekki er hægt að skilja dyr eftir opnar. Eg veit um fjölbýlis- hús þar sem kettir gera þarfir sínar í stigahúsum og þurfti að hreinsa gólfteppin og lofta ærlega út. Þegar eigendum kattanna hefur verið bent á þetta hafa þeir borið því við að þessi óþrifnaður sé eftir aðra ketti (það er gott að fólk þekkir sinn kattaskít). Eg sé ekki mikinn dýrakær- leika í því, að hafa dýrin grenjandi úti um nætur í vetrarkuldanum. Eg tel það fólk ófært um að halda húsdýr, sem treður þeim ósjálfrátt upp á annað fólk. Veit ég um marga sem hafa ketti og skila sínu hlutverki með sóma og gef ég fisk þangað þegar svo stendur á. Heilbrigðiseftirlitið virð- ist hafa gengið í lið með þessum hirðulausu katta- eigendum og algjörlega vanrækt skyldu sína hvað heilsugæslu varðar. Það segist bara hafa hunda á sinni könnu. Hver er mun- urinn á hundum og köttum? Svo vísa þeir í allar áttir sem reynist svo tóm vit- leysa. Vinnur þetta fólk ekki hjá borginni? Er það bara þama til þess að svara í síma? Og kannski væri lágmark að það gæfi réttar upplýsingar. Eg er mikill dýravinur og hef sjálfur átt bæði hunda og ketti, en los- aði mig við þá af tillitssemi við nágranna mína. Nú ryðjast margir fram á ritvöllinn til varnar úti- gangsdýmm sem bæði bíta og bera smit. Mér er spurn: A ekki heilbrigðiseftirlitið að gripa inn í þegar menn em með ofnæmi fyrir kött- um? Heilbrigðiseftirlitið er auðsjáanlega að leggja stein í götu þessa fólks, sem reynir að leita réttar síns. Mér finnst sjálfsagt að fólk eigi dýr, en það verður að kunna að fara með þau eins og til er ætlast í þéttbýli og virða rétt annarra. Eg skora á fólk að taka til hendinni og hreinsa til eftir sín eigin dýr. Að lokum langar mig til þess að benda fólki í fjölbýl- ishúsum á, að það er ekki ætlast til þess að fólk safni alls konar drasli á ganga og í hjólhestageymslur hús- anna, og hvað er hægt að gera við fólk sem skýtur sér undan þrifum á sam- eign fjölbýlishúsa, í skjóli þess að aðrir þrífi í þess stað. 230626-4059. Bráðaofnæmi og kettir EG er með bráðaofnæmi fyrir köttum og auðvitað hlýt ég að hafa frekar rétt á að ganga um göturnar en kettir. Því er ég á móti lausagöngu katta. Þóra. Handbolti í útvarpi ÉG var stödd hjá mannin- um mínum á Sólvangi og við reyndum að hlusta á handboltalýsingu á Rás 2. En þulurinn var á „hrað- hlaupi“ í lýsingunni og ill- mögulegt var að greina orðaskil. Þetta á ekki að líð- ast í útvarpi, þar sem ein- göngu er á orð þularins að treysta, þar sem maður sér ekki leikinn. Ég vil biðja um að næsta leik verði lýst í orðum en ekki í „hrað- hlaupi". íþróttaunnandi. Tapaö/fundið Brún kvenullarhúfa með deri týndist BRÚN ný kvenullarhúfa með deri týndist annað- hvort í Breiðholti, Lindar- hverfi eða Smáranum í Kópavogi fyrir stuttu. Upp- lýsingar í síma 557 3549 eða 554 3919. Gullarmband fannst GULLARMBAND fannst á Droplaugarstöðum á nýársdag. Upplýsingar á skrifstofu Droplaugarstaða á 3. hæð. GSM-sími týndist GSM-sími týndist annað- hvort fyrir framan Foss- vogsskóla í enda Haðar- lands eða fyrir framan Sjúkraþjálfunina Styrk í Stangarhyl. Þetta er svart- ur Panasonic-sími með út- draganlegt loftnet og hann er langur og mjór. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í 553 5516 og spyrji um Auði Ólafsdóttur. Dýrahald Lítill svartur kettlingfur fannst LITILL svartur kettlingur fannst laugardaginn 29. janúar sl. í Sæviðarsundi. Það er hægt að vitja hans í Kattholti. Morgunblaðið/Ómar Gæsunum gefið í Laugardalnum. Víkveiji skrifar... BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridshátíð Flug- leiða, BSÍogBR Nítjánda bridshátíðin verður haldin á Hótel Loftleiðum 18. - 21. febrúar. Gestir bridshátíðar að þessu sinni eru sænska landsliðið, sem er þannig skipað: Peter Fred- in, Magnus Lindkvist, Tommy Gull- berg og Lars Andersson og sterk kanadísk/bandarísk sveit: Georg Mittelman, John Carruthers, Howard Weinstein og Ralph Katz. Hjördís Eyþórsdóttir og Curtis Cheek mæta að venju,en ekki er gert ráð fyrir stórum hópi spilara frá Bandaríkjunum að þessu sinni. Dagskráin verður með hefð- bundnum hætti: Tvímenningur föstudag og laugardag, sveita- keppni sunnudag og mánudag. Skráning á www.bridge.is eða s. 587 9360. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 10. febrúar. Bridsfélag Hafnarflarðar I kvöld, miðvikudagskvöld, 2. feb. hefst okkar árlega SÍF keppni. Við spilum 3ja kvölda Monrad sveitakeppni með 10 spilum milli sveita. Þrjár efstu sveitimar fá andvirði keppnisgjaldsins á^Flug- leiðamótið í verðlaun í boði SIF. Þetta var hin skemmtilegasta keppni í fyrra með þátttöku 14 sveita. Við vonumst eftir að fá enn fleirisveitiríár. Bridsfélög BorgarQarðar og Borgarness Opna Borgarfjarðarmótið í sveita- keppni hófst síðastliðinn miðvikudag með þátttöku 12 sveita. Mótið er samhliða meistaramót beggja félag- anna og verður það vonandi til að auka samskipti þessara ágætu vina- félaga. Mótið fór vel af stað og nú er staða efstu sveita þessi: Sveit stig Magnúsar Magnússonar, Borgarfirði 48 Ama Bragasonar, Akranesi 46 Kristjáns B. Snorrasonar, Borgamesi 43 Sveit Guðmundar Ólafss., Borgamesi 41 Þetta eru allt kunnugleg andlit úr vestlenskum „gæðabridge". Heyrst hefur að sumir þeir sem ekki náðu inn á þennan lista eftir íyrsta kvöldið æfi nú stíft og hugsi hinum þegjandi þörfina. Bridsfélag HafnarQarðar Miðvikudaginn 26. janúar voru spilaðar 5 síðustu umferðirnar 1 A.- Hansen-mótinu. Úrslit þetta kvöld urðu þannig: Jón N. Gíslason - Snjólfur Olafsson +56 SiguijónHarðarson-HaukurÁmason +49 Hulda Hjálmarsd. - Halldór Þórólfss. +27 Lokastaðan í mótinu varð svo þannig: Jón N. Gíslason - Snjólfur Ólafsson +116 ErlaSiguijónsd-GuðniIngvarss +76 Hulda Hjálmarsd - Halldór Þórólfss +54 Guðm. Magnúss - Ólafur Þ Jóhannss +41 Sverrir Jónss-Ólafurlngimundars +39 Að öllu forfallalausu eru það þvi Jón og Snjólfur, Erla og Guðni, sem munu spila fyrir hönd félagsins á kjördæmamótinu í vor. Næsta miðvikudag hefst svo SÍF- sveitakeppnin, en þar fá þrjár efstu sveitirnar fría þátttöku á Bridshátíð BSÍ og Flugleiða í verðlaun í boði SÍF. Reiknað er með að spilað verði með Monrad fyrirkomulagi, 10 spila leikir og mun keppnin standa í 3 kvöld. Spilað er í Hraunholti, og hefst spilamennska kl. 19:30. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 27. janúar lauk tveggja kvölda Board a match sveitakeppni. Lokastaðan varð þessi: SveitVina 67 Sveit Þórðar Bjömssonar 64 Sveit Ármanns J. Lárusson 62 Sveit Þróunar 58 í Sveit Vina spiluðu Árni M. Bjömsson, Gísli Þ. Tryggvason, Guðlaugur, Nílsen, Heimir Þ. Tryggvason, Leifur Kristjánsson og Sigurþór Þ. Tryggvason. Fimmtudaginn 3. febrúar hefst Aðalsveitakeppni félagsins. Skrán- ing er hafin og geta menn skráð sig í síma 586-1319 (Heimir). Hvetjum við alla spilara til að mæta og ef það eru stök pör verður þeim hjálpað til að mynda sveitir. Spilað er í Þinghóli, Kópavogi, og hefst spilamennska kl. 19.45. Bridsfélag Siglufjarðar Nú stendur yfir aðalsveita- keppni félagsins með þátttöku 10 sveita. Spilaðir eru tveir 12 spila leikir á kvöldi, tvöföld umferð. Eft- ir fjögur kvöld, þ.e. að 8 leikjum loknum, er staða efstu sveita þessi: Sv. Antons Sigurbjörnssonar 159 Sv. Björns Ólafssonar 143 Sv. Þorsteins Jóhannssonar 142 Sv. Þórleifs Haraldssonar 139 Sveit Antons hefur titilinn að verja frá síðasta ári og ætlar aug- ljóslega ekki að gefa hann eftir átakalaust. Bikarkeppni Norðurlands vestra Nú er öllum leikjum lokið í 1. umferð bikarkeppninnar og urðu úrslit þessi: Sv. Ingibergs Guð- mundssonar, Skagaströnd, vann sv. Guðna Kristjánssonar, Sauðár- króki, með 115 stigum gegn 87. Sv. Neta- og veiðarfæragerðarinnar hf., Siglufirði, vann sv. Karólínu Sigurjónsdóttur með 129 stigum gegn 85. Sveitin 3 grönd og Tono, Siglufirði, vann sv. íslandsbanka með 137 stigum gegn 72. Sv. Gunnars Þórðarsonar, Sauðár- króki, vann sveit Guðmundar H. Sigurðssonar, Hvammstanga, með 89 stigum gegn 90. Þrjár sveitir sátu yfir. Dregið hefur verið í 2. umferð og spila neðangreindar sveitir saman og á fyrri sveit heimaleik. sv. 3 grönd og Toni - Ingibergur Guðmundsson sv. Neta- og veiðarfæragerðin - Björn Ólafsson 3. sv. Eyjólfur Sigurðsson - Stefán Berndsen sv. Gunnar Þórðarson - Benedikt Siguijónsson Þessum leikjum á að ljúka fyrir lok febrúar. Svæðamót Norðurlands vestra í sveitakeppni Helgina 22. og 23. janúar sl. var svæðamót Norðurlands vestra í sveitakeppni haldið á Siglufirði. Mótið var jafnframt úrtökumót um rétt til þátttöku í undanúrslitum íslandsmótsins í sveitakeppni, en Norðurland vestra á rétt á þremur sveitum í undanúrslitin. Atta sveit- ir tóku þátt í mótinu og urðu úrslit þessi: Sv. Neta- og veiðarfæragerðin, Sigluf. 151 Sv. Bræðrasveitin, Sigiufirði 149 Sv. Birkis Jónssonar, Siglufirði 145 Sv. Skúla Jónssonar, Sauðárkróki 95 Eins og sjá má var hart barist um efstu sætin, en sv. Birkis var eina sveitin sem var taplaus í mót- inu. Þrjár efstu sveitirnar unnu sér rétt til þátttöku í undanúrslit- unum og koma allar frá Siglufirði að þessu sinni. Það sem einnig má telja nokkuð sérstakt er að liðs- menn þessara þriggja sveita eru ein og sama fjölskyldan með einni undantekningu. Þannig skipa sveit Neta- og veiðafæragerðarinnar (fyrirtæki Stefaníu) Stefanía og Jóhann sambýlismaður hennar, Ásgrímur bróðir hennar og Ingvar bróðursonur, en fimmti meðlimur sveitarinnar er Jón Berndsen makker Ásgríms, sem ekki er fjöl- skyldumeðlimur, en haft hefur verið á orði að leita beri afbrigða til þess að tengja hann fjölskyld- unni. I bræðrasveitinni eru bræð- urnir Sigurður og Dagur ásamt bræðrunum Páli og Ara sem eru synir þeirra systra Kristrúnar og Stefaníu. Sveit Birkis skipa síðan bræðurnir Birkir og Ólafur, Jón og Bogi ásamt konu Jóns. Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Meistaratvímenningskeppnin stendur nú yfir hjá félaginu og urðu úrslit efstu para miðvikudag- inn 25. janúar þessi: Garðar Garðarsson - Óli Þ. Kjartansson35 Ævar Jónasson - Jón H. Gíslason 32 Gunnar Guðbjömsson - Eyþór Jónsson 12 Heildarstaða efstu para er þessi þegar eitt kvöld er eftir: Ævar Jónasson - Jón H. Gíslason 42 Þröstur Þorlákss. - Heiðar Sigurjónss. 30 Garðar Garðarsson - Óli Þ. Kjartansson29 MIKLAR umræður spretta upp með reglulegu millibili um gæði grænmetis og ferskleika í mat- vörum yfirleitt í matvöruverslunum landsmanna. Geta menn rifið sig hása í þessum umræðum og ef ekki er fussað og sveiað yfir verðinu má altént röfla yfir því hversu illa er far- ið með þessa vöru og lítið um hana hugsað í búðunum. Að minnsta kosti sumum. Stundum. Hún er látin liggja frammi í kössum og handröð- um og er ekki alltaf ásjáleg eða girni- leg þegar varan verður „þreytt“. Víkveiji heyrði snert af þessari umræðu nýverið, meðal annars það sem einn viðmælandinn hafði að segja um ferskleikann. Honum er nefnilega ekki alltaf fyrir að fara þótt sumir stórmarkaðir kenni sig við hann. Hafði þessi viðmælandi nefni- lega rekið sig á myglaða vöru í um- ræddri verslun þegar hann hugðist grípa eitthvað fljótlegt með sér í kvöldmatinn. Víkveiji hefur kannski ekki rekist á myglaða vöru (nema gráðaost) en oft er grænmetið orðið heldur lítið spennandi þegar langt er liðið á helgi og hann hefur verið seinn fyrir í innkaupunum. Þá verður bara að kaupa eitthvað annað í staðinn. En talandi um stórmarkaði og um innkaup um helgar þá er greinilegt að eitthvað dregur úr mönnum þrótt- inn við árveknina seint á sunnudög- um. Hillur eru orðnar hálf eyðilegar, það vantar hina og þessa vörutegun- dina nokkurn veginn alveg og úrvalið orðið heldur gisið. Afgreiðslutíminn er greinilega farinn að bera þjón- ustugetuna ofurliði; ekki er hægt að splæsa mannskap á vakt alla helgina til að fylgjast með og kannski erfitt að fá vöruna frá heildsölum og fram- leiðendum (í dag kallaðir birgjar á fagmáli). Þessu til viðbótar má nefna að það virðist orðið æ útbreiddara að þessir birgjar sendi starfsfólk sitt til að fylla í hillur. Að minnsta kosti varð Víkverja það á að spyrja ein- hvern, sem var önnum kafinn við að raða í hillur, til vegar að einhverri vörutegundinni. Hann leit á Víkverja með skilningsríku augnaráði á þess- um aula sem virtist vera að kaupa inn matvöru í fyrsta sinn og sagði: Ég vinn ekki hér og hélt áfram við iðju sína. Víkverji reyndi ekki að vera jafnskilningsríkur en sá það náttúr- lega um leið að maðurinn var ekki í réttum galla fyrir þessa verslun svo þetta átti nú vitaskuld að liggja í aug- um uppi. En alla vega: Getur ekki verið að matvöruverslanir þurfi að taka sér tak? I íyrsta lagi að hafa vakandi auga fyrir þvi að varan sé nógu geðs- leg til að menn vilji kaupa og í öðru lagi að hillurnar séu ekki eins og eyðimörk þótt langt sé liðið á af- greiðslutímann. Er ekki nauðsynlegt að fylgjast betur með á þessu sviði? Það getur heldur varla verið nóg að treysta utanaðkomandi fólki til að sjá til þess að allt sé í lagi í þessum efn- um. Og hver á þá líka að vísa til veg- ar? í lokin er rétt að leiðrétta talna- meðferð Víkverja fyrir viku þegar hann fjallaði um byggðamálin. Ibú- um á Skagaströnd fjölgaði nefnilega um 19 á síðasta ári frá árinu 1998 en fækkaði ekki eins og Víkverji hafði nefnt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.