Morgunblaðið - 02.02.2000, Page 53

Morgunblaðið - 02.02.2000, Page 53
Æ^L ■ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 53 I DAG BRIDS Vmsjón (iuAmundiir I'áll Arnarsun SVERRIR Ármannsson hætti sér upp á þriðja þrep í geimleit og þurfti hagstæða legu og trompbagð til að bjarga sér úr klípunni. Þetta var í einvígisleik Sverris og Aðalsteins Jörgensens á Net- inu aðfaranótt laugardags, en andstæðingar þeiiTa voru Paul Soloway, nýkrýndur heimsmeistari, og Chris Compton. Norður A G76 - V G54 ♦ D86 * K953 Austur A Á93 Vestur AK84 ¥D ♦ 10732 *ÁD1074 V K863 ♦ G954 * G2 Suður A D1052 V ÁD10972 ♦ ÁK * 86 Vestur Norður Austur Suður ComptonAðalst Soloway Sverrir Pass Pass 1 hjarta Pass 2 tíglar* Pass 2 spapar Pass 3 hjörtu Allir pass * 7-9 HP og stuðningur við hjartað. Tveggja tígla sögn Aðalsteins er gervisögn og sýnir „miðl- ungs“ hækkun í tvö hjörtu. Sverrir vonaðist eftir efnis- meiri spilum og gaf eina geimtilraun, en fékk skiljan- lega litlar undirtektir. Comp- ton kom út með tígul og Sverrir spilaði strax laufi að kóngnum. Compton drap og hélt áfram með tígulinn. Nú fór Sverrir inn í borð á lauf- kóng til að spila trompi á tí- una og drottningu vesturs. Enn kom tígull og drottning blinds átti slaginn, en Sverrir henti spaða heima. Hann spil- aði svo hjartagosa, Soloway lagði kónginn á og Sverrir tók með ás. Á þessari stundu er blindur innkomulaus svo ekki var hægt að svína fyrir trompáttu Soloways. Sverrir spilaði því spaðadrottningu. Compton lá lengi yfir þvi spili, en drap loks og spilaði aftur spaða. Lítið úr borði og Soloway dúkkaði réttilega, því ekki vildi hann skapa Sverri innkomu á spaðagos- ann. En þetta var gágafrest- ur, því Soloway fékk næsta slag á spaðaás og var nú í vanda staddur. Þrjú spil voru eftir á hendi: Soloway var með 86 í trompi og einn tígul, en heima átti Sverrir 972 í trompi, en tvö lauf og hjartafimmu í blindum. Soloway spilaði tígh, sem Sverrir trompaði með tvisti og yfirdrap í borði með fimmu. Blindur átti því út í tveggja spila endastöðu og vonai-peningur Soloways í trompinu varð ekki að neinu. SKAK I iusjmi Helgi Áss Grétarsson .. ÁA A Afy.il |A ■ ■ Hvítur á leik Tal Norðurlanda er án nokkurs vafa sænski stór- meistarinn Jonny Hector. Það fyrirfinnst varla djarf- ari og brögðóttari stór- meistari en hann. Bartel Mateusz fékk að finna fyr- ir þessu með svörtu á Ril- ton Cup mótinu í Stokk- hólmi á þessu ári í meðfylgjandi stöðu þar sem Svíanum tókst að þvinga hann til uppgjafar með næsta leik sínum. 37. Ha8! Svartur gafst upp þar sem hann verður a.m.k. manni undir. Arnað heilia Q fT ÁRA afmæli. I dag, O O miðvikudaginn 2. febrúar, verður áttatíu og fimm ára Fanney Þorsteins- dóttir frá Drumboddsstöð- um í Biskupstungum, Rauð- arárstíg 34, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í kvöld kl. 20 í Grand Hótel Reykja- vík (Háteigur), Sigtúni 38. Aí\ ÁRA afmæli. Hinn 4. xU febrúar nk. verður fertug Hrafnhildur Sigurð- ardóttir, félagsmálastjóri, Miðtúni 13, Seyðisfirði. Hún og eiginmaður hennar, Lárus Bjarnason, taka á móti gestum í félagsheimil- inu Herðubreið, Seyðisfirði, frá kl. 20.30-24 á afmælis- daginn. Með morgunkaffinu Ast er... ... að horfa saman á sólsetrið. ttos Því miður er hún ekki heima. Hún fór í brúðka- upsferð í morgun. Þú hefur enn einu sinni gleymt að salta gólfið, Umanaq! GRATITTLINGURINN Ungur var ég, og ungir austan um land á hausti laufvindar blésu ljúfir, lék ég mér þá að stráum. En hretið kom að hvetja harða menn í bylsennu. Þá sat ég ennþá inni alldapur á kvenpalli. Nú var trippið hún Toppa, tetur á annan vetur, fegursta hross í haga, og hrúturinn minn úti. Þetta var allt, sem átti ungur drengur, og lengi kvöldið þetta hið kalda kveið ég þau bæði deyði. Jónas Hallgrímsson. STJÖRJVUSPA eftir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbam dagsins: Pú virðist ekki þurfa að hafa fyrirneinu, en íraun hefur þú þurft að leggja þigallan fram. Hrútur (21. mars -19. apríl) Einhver draugagangur fer af stað á vinnustað þínum. Farðu beint til þeirra.sem róginum dreifa og komdu þínum mál- um á hreint gagnvart þeim. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er eitt og annað heima við, sem þú hefur látið sitja á hakanum. En nú verður ekki lengur undan því vikizt. Brettu upp ermamar og byrj- aðu. Tvíburar (21. maí - 20. júní) WA Það er engin ástæða að hengja haus, þótt smámótbyr sé. Lífið er ekki alltaf auðvelt og á reyndar ekki að vera það. Sinntu þínum störfum af kappi. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Ef þér finnst þú verða fyrir of miklu ónæði af vinnufélögum þínum, skaltu bara segja þeim það hreint út. Þá ættirðu að fá vinnufrið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það er allt í lagi að vera öðrum gott fordæmi, en fólk verður að fá að velja sína leið. Þú átt ekki að segja öðrum hvernig þeir eiga að haga lífi sínu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (filL Þú hefúr lagt hart að þér til þess að Ijúka við verkefni, sem þér var falið. Nú er komið að því að þú hljótir umbun erfiðis þíns. Njóttu hennar. Vog m (23. sept. - 22. október) 4) Það er nauðsynlegt að af- greiða fortíð sína til þess að geta haldið lífinu áfram. Gefðu þér tíma til þess að gera upp liðna atburði sem leita á þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Nú geta góð tækifæri boðizt, en umfram allt skaltu fara varlega, bera saman alla möguleika og hafa það á hreinu, að sá sem þú velur, sé beztur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) nÍO Nú er lag að koma skikki á fjármálin. Ekki humma það fram af þér. Farðu í gegn um hlutina og vertu harður við sjálfan þig. Það margborgar sig. Steingeit „ (22. des. -19. janúar) 4K Mál, sem þú berð mjög fyrir brjósti, fær óvænt fylgi, sem getur hjálpað þér vel í átt að takmarki þínu. Nýttu þér byr- inn til hins ítrasta. Vatnsberi . (20. jan.r -18. febr.) Það er allt svo laust í reipun- um hjá þér. Settu þér dagskrá og fylgdu henni. Byijaðu ró- lega og smáauktu svo við þar til þú hefur stjórn á öllu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það er engin minnkun að leita sér hjálpar, þegar þannig stendur á. Þú átt vini á mörg- um stöðum, sem eru meira en fúsir til þess að hlaupa undir Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRETTIR Málstofa um verð- bréf og verkfræði MÁLSTOFA véla- og iðnaðarverk- fræðiskorar verður haldin fimmtu- daginn 3. febrúar kl. 16 í húsi verk- fræðideildar Háskóla íslands á Hjarðarhaga 2-6, í stofu 158. Á málstofunni mun Jón Helgi Egilsson, framkvæmdastjóri Verk- fræðihússins hf., fjalla um aðferðir sem þróaðar hafa verið til að greina áhættu og arðsemislíkur og til að spá fyrir um breytingar á verðbréfamarkaðinum. „Á tímum þar sem landsmenn fjárfesta í væntingum er augljóst mikilvægi áhættugreiningar við ákvörðunartöku. En geta spálíkön og reikniaðferðir sagt til um marg- breytileika markaðarins? Þegar hlutafélög á sviði knattspyrnu, erfðavísinda og upplýsingatækni eru orðin spútnik-fyrirtæki í fjár- málaheiminum, er þá hægt að nota verkfræði til að greina áhættuna? Er hægt að spá fyrir um tímann sem þessi fyrirtæki fá til að slá í gegn eða hvernig er áhættan met- in? Hefur hagsaukinn eitthvað að segja eða erum við þátttakendur í einu allsherjar lottói? í erindi sínu mun Jón koma inn á þessi atriði og eftir erindið mun hann svara spurningum," segir í fréttatilkynn- ingu. Málstofustjóri er Magnús Þór Jónsson, skorarformaður véla- og iðnaðarverkfræðiskorar, og er mál- stofan opin öllum meðan húsrúm leyfir. Rætt um bókaárið 1999 FÉLAG íslenskra fræða efnir til málfundar um bókaárið 1999 og ástandið í íslenskum bókmenntum. Verður fundurinn haldinn í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld, miðvikudags- kvöld 2. febrúar, og hefst hann kl. 20.30. Frummælendur verða Eiríkur Guðmundsson, bókmenntafræðing- ur og dagskrái-gerðarmaður hjá Rík- isútvarpinu, og Sigríður Albertsdótt- ir, bókmenntagagnrýnandi DV. Eftir framsöguræður þeiira verður orðið gefið laust og geta þá fundargestir rætt um íslenskar bókmenntir sam- tímans. Öllum er heimill aðgangur. ÚTSALAN ER HAFIN Teg.:Jip 21901 Litur: Bordo Stærðir: 26-40 Verð frá 1.995, “ Verð áður frá 3.99fr^" PÓSTSENDUM SAMDÆGURS M Voppskórinn L VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 * I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Sparidagar á Hótel Örk Sparidagar á Hótel Örk. Holl hreyfing og útivera, skemmtun, glens og gaman alla daga. Okeypis aukanótt Sparidagarnir lengjast um einn dag ykkur að kostnaðarlausu og hefjast nú með kynningarfundi og kvöldverði á sunnu- dagskvöld svo að dagskráin geti byrjað af fullum krafti strax á mánudagsmorgun. Innifalið: Gisting, morgunverður af hlaðborði, þríréttaður kvöld- verður og eldfjörugt félagslíf alla daga og kvöld. Gleðistund á Miðgerðisbar öll kvöld. Sparidagar verða: 27. feb. 5., 12.og 19. mars og 2. apríl. Verð kr. 15.900 fyrir manninn í 5 daga í tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500 á nótt. Átthagafélög í Reykjavík athugið! Nú er vinsælt að hitta gamla vini og kunningja á sparidögum á Hótel Örk. Kynnið ykkur hvenar sveitungar ykkar verða á sparidögum og bókið sömu daga. LYKIL HÖTEL HVERAGERÐI, sími 483 4700. Fax 483 4775 #

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.