Morgunblaðið - 02.02.2000, Page 58
58 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
I3ICMIEGA
E-vítamín
MYNDBOND
Prúgandi veru-
leiki vinnunnar
Sindurvari sem verndar
frumuhimnur líkamans.
Fæst í næsta apóteki.
O
Omega Farma
echinaforce
Sóihattur
Oflug vörn
í vetrarkulda
ÉK
náttúrulegal
€ilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi
Skrifstofurými
(Office Space)
Gamanmynd
★★★
Leikstjórn og handrit: Mike Judge.
Aðalhlutverk: Jennifer Aniston,
Ron Livingston, David Herman og
Ajay Naidu. (90 mín.) Bandaríkin.
Skífan, janúar 2000. Öllum leyfð.
PETER og kollegar hans eru að-
eins lítil peð í valdaformgerð íyrir-
tækjasamsteypunnar sem þeir starfa
hjá. Vanmáttar-
kennd þeirra eykst
til muna þegar orð-
rómur kemst á
kreik um yfírvof-
andi „hagræðingu".
Þegar Peter áttar
sig á að hver einasti
dagur er versti dag-
ur lífs hans ákveður
hann að nú sé nóg
komið. Þessi hnyttna skrifstofusatíra
er fyrsta leikna kvikmyndin sem Mi-
ke Judge gerir, en hann er höfundur
hinna vinsælu „Beavis og Butthead“-
teiknimynda. Skrifstofurými er jafn-
framt byggð á skopmyndum um
sama efni sem kenndar eru við „Mil-
ton“. Líkt og í „Dilbert“-seríunni, er
tekið á skoplegan hátt á mikilvægum
þætti í tilveru hins markaðsvædda
nútímamanns, þ.e. vinnunni og hún
afhjúpuð sem óhagganlega stofnun
sem skipar einstaklingnum á sinn
bás, umkringdan reglum og yfir-
mönnum. Unnið er sérlega vel með
þetta sjónarhom í fyrri helmingi
myndarinnar og á þeim kafla nær
hún miklum hæðum. En um miðbikið
leitar fléttan á önnur mið og slappast
því talsvert upp úr því. Myndin held-
ur áfram að vera skemmtileg sem
gamanmynd en hið áhugaverða inn-
tak hennar tapast. Engu síður er
Skrifstofurými bráðskemmtileg
kvikmynd, sem er vel leikin og fersk.
Heiða Jóhannsdóttir
CfficseSSto
Work ftifka
MEGRUN
Tt 895 8225
mínúta
frábært útlit
Tafarlaust. Áhrifaríkt. Magnað.
EXTRACT OF SKIN CAVIAR
FIRMING COMPLEX
Einföld andlitslyfting.
Fínar línur hverfa.
Farðinn endist lengur.
Frábært.
SWITZERLAND
KYNNING
í dag og á morgun fimmtudag
10% kynningarafsláttur
og fallegur kaupauki.
■ínsimM
jnyrtivðruverjlun
FÓLK í FRÉTTUM
Christian Bale leikur aðalhlutverkið í myndinni umdeildu American
Psycho sem frumsýnd var á Sundance-hátíðinni.
Tvær myndir
bestar á Sundance
KVIKMYNDAHÁTÍÐ lítilla og
óháðra kvikmynda sem kennd er við
smábæinn Sundance í Utah-ríki lauk
um helgina. Tvær myndir fengu út-
nefningu sem bestu leiknu myndirn-
ar, „Girlfíght" eftir Karyn Kusama
og „You Can Count on Me“ eftir
Kenneth Lonergan. Ekki taldi dóm-
nefndin unnt að gera upp á milli þess-
ara ólíku mynda en hin fyrrnefnda
fjallar um kvenkyns boxara og síðar-
nefnda um samband og lífsskeið
systkina, bróður og systur.
Karyn Kusama var síðan valin
besti leikstjórinn og Kenneth Lon-
ergan fékk verðlaun fyrir besta
handritið en hann er nú þegar orðinn
kunnur handritshöfundur í Holly-
wood, m.a. fyrir handrit sitt að mynd-
inni ,Analyse This“.
I flokki heimildamynda þótti
„Long Night’s Joumey into Day“
skara fram úr öðrum. Myndin rekur
fjögur kynþáttabrotamál sem lögð
voru fyrir dómstóla í Afríku í kjölfar
afnáms Apartheit-kynþáttaaðskiln-
aðarstefnunnar.
Stóraukin auglýsingamennska
Það var einkum tvennt sem setti
svip sinn á hátíðina. I fyrsta lagi stór-
aukin auglýsingamennska og öflugri
áróðursmaskínur í kringum
ákveðnar myndir. Einkum þótti
mönnum keyra fram úr hófí um-
stangið í kringum frumraun Sofiu
Coppola, dóttur Francis Fords
Coppola, „The Virgin Suicides".
Bæði þóttu veislurnar sem haldnar
voru henni til heiðurs yfirdrifnar og
síðan þótti lofsöngur ýmissa leikara
myndarinnar full mikið af því góða.
Hinn margreyndi James Woods lét
t.d. hafa eftir sér að Sofia væri einn af
þremur bestu leikstjórum sem hann
hefði unnið með: „Og við skulum hafa
í huga að ég hef unnið með Scorsese,"
bætti hann við. Menn velta nú fyrir
sér hvaða leikstjóra sem unnið hafa
með Woods hann telur ekki falla í
þann fríða flokk; Arthur Penn, Sydn-
ey Pollaek, Sergio Leone?
Kynlífið fyrirferðarmikið
Hitt atriðið sem þótt hefur ein-
kenna hátíðina að þessu sinni er
fjöldi mynda um kynlífstengd efni.
Má þar m.a. nefna hina umdeildu
„American Psycho", eftir sögu Brett
Easton Ellis, með Christian Bale í
aðalhlutverki, mynd Emilio Estevez
„Rated X“ um líf Mitchell-bræðr-
anna sem gátu sér gott orð sem
klámmyndaframleiðendur, og leiknir
eru af Estevez og bróður hans Char-
lie Sheen..
Val Kilmer
bætir óvin-
um í safnið
ENN fjölgar óvildarmönnum
Val Kilmer. I gegnum árin
hefur hann fengið á sig það
orðspor að
vera erfiður í
umgengni og
ósam-
vinnuþýður í
meira lagi.
Frægt er orð-
ið ósætti hans
við leikstjór-
ana Joel
Schuma-
cher, sem
vann með
honum að
„Batman
að eili'fu", og John Franken-
heimer sem sá mikið eftir
því að hafa valið Kilmer til
að leika í vonlausri mynd
sinni um „Eyju dr. Moreau“.
Nú hefur Tom Sizemore,
meðleikari Kilmer í mynd-
inni „Rauðu plánetunni“,
sem væntanleg er síðar á
þessu ári, bæst i hópinn. í
blaðaviðtali nýverið sagði
hann um samstarf þeirra:
„Eg mun aldrei koma til með
að fara til neinnar plánetu
með þessum manni, svo mik-
ið er víst. Hann á við stór-
kostleg vandamál að striða.
Ekki skilja mig svo að að ég
vilji koma á hann höggi. Það
er bara vonlaust að vinna
með honum.“ Kilmer blæs
hinsvegar á ummæli Sizem-
ore og segir hann vita hæfi-
leikalausan leikara.: „Hann
sýnir aldrei nein tilþrif. En
ég viðurkenni þó fúslega að
hafa átt í erfiðleikum með
að vinna við myndina. Hún
var jú eftir allt saman mynd-
uð í Jórdaníu!" Dæmi nú
hver fyrir sig hvor hafi
meira til síns máls.
Val Kilmer
er ekki vönd-
uð kveðjan.
Rússnesk
veisla
Café Bleu
í VEISLU Borgarleikhússins eft-
ir frumsýningu Djöflanna 21. jan-
úar síðastliðinn var borinn fram
rússneskur matur frá veitinga-
staðnum Café Bleu í Kringlunni,
en með myndum frá veislunni var
ranglega farið með nafn veitinga-
staðarins. Eru hlutaðeigandi
beðnir velvirðingar á mistökun-
um.