Morgunblaðið - 02.02.2000, Page 64
I
4
Heimavöm
SECURITAS
Sími: 580 7000
Drögum næst
10. febrúar
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Þorsteinn Vilhelmsson hefur selt Kaupþingi hlut sinn í Samherja
Enn fleiri
Kaupverðið rúmir
þrír milljarðar krðna
KAUPÞING hf. hefur keypt 21,6% hlut Þorsteins
Vilhelmssonar og fjölskyldu hans í Samherja hf. á
genginu 10,6, eða fyrir rúmlega þrjá mOIjarða
króna. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings,
segist vænta þess að stór hluti bréfanna verði seld-
ur á næstunni.
Þorsteinn Vilhelmsson segir í yfírlýsingu vegna
sölunnar á hlutnum í Samherja að íyrst og fremst
liggi hagkvæmnissjónarmið að baki ákvörðuninni,
en einnig markist hún af því viðhorfi að góður sam-
i%tarfsandi þurfi að ríkja innan hlutafélaga.
Ákvörðun um að selja hlutinn í Samherja sé á eng-
an hátt vísbending um að hann sé hættur afskipt-
um af rekstri sjávarútvegsfyrirtækja, en að und-
anfömu hafi hann, fjölskylda hans og fyrirtæki
þeirra, Ránarborg ehf., fjárfest í nokkrum sjávar-
útvegsfyrirtækjum.
í samtali við Morgunblaðið sagði Þorsteinn að
hann gæti ekki sagt að sér væri eftirsjá að því að
yfírgefa Samherja að öðru leyti en því að samskipt-
in við starfsfólkið minnki. „Að öðru leyti hef ég
gert upp hug minn hvað söluna varðar og er sáttur
við þá ákvörðun," sagði Þorsteinn Vilhelmsson.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja,
sagði ljóst í sínum huga að Kaupþing hlyti að hafa
trú á því sem stjómendur fyrirtækisins væm að
gera og að fyrirtækið ætti framtíð fyrir sér. Hann
sagði að ágætur andi hefði ríkt innan Samherja í
gegnum árin, en það gæti þó alltaf komið upp að
menn hefðu mismunandi skoðanir.
„Þó svo að menn séu eigendur að Samherja eru
þeir ekki dæmdir til að eiga þann hlut til eilífðar,“
sagði Þorsteinn Már.
handteknir
í gærkvöld
MAÐUR um tvítugt, sem handtekinn
var í fyrrakvöld í tengslum við nýja e-
töflu-málið sem verið hefur í rann-
sókn síðan skömmu fyrir áramót, var
úrskurðaður í viku gæsluvarðhald í
gær. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins vora fleiri handteknir vegna
málsins í gærkvöld. Lögreglan útilok-
ar ekki að enn fleiri verði handteknir
og heldur rannsókn málsins áfram.
Maðurinn sem úrskurðaður var í
gæsluvarðhald var handtekinn í
fyrrakvöld ásamt fjórum öðram
mönnum, en þeim var sleppt að lokn-
um yfirheyrslum. Við húsleit í tengsl-
um við handtöku mannanna fimm
fannst smávægilegt magn kókaíns,
amfetamíns og LSD.
Rán í
söluturni
RÁN var framið í Hlíðakjöri við
Eskihlíð í Reykjavík, klukkan
21.50 í gærkvöld og komst maður,
sem talinn er vera á aldrinum 18-
22 ára, undan. Hálftíma eftir að
ránið var framið var tilkynnt um
það til lögreglunnar. Ræninginn
kom inn í söluturninn án þess að
fela andlit sitt og bað afgreiðslu-
stúlku að skipta fyrir sig fimm
hundruð króna seðli. Þegar hún
opnaði peningakassann hrinti ræn-
inginn henni frá honum og hrifsaði
lausafé úr kassanum. Talið er að
hann hafi náð einhverjum tugum
þúsunda. Ekki er langt síðan rán
var framið í þessari sömu verslun.
Lögregla hafði ekki náð að hand-
sama manninn í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Ómar
16 ára
fangelsi
fyrir
manndráp
^og- þjófnað
FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðs-
dóms Reykjavíkur fann Þórhall Öl-
ver Gunnlaugsson, 41 árs, sekan
um morðið á Agnari W. Agnarssyni
í júlí sl. og dæmdi ákærða í 16 ára
fangelsi í gær fyrir manndráp og
þjófnað.
Til frádráttar refsingunni kemur
199 daga gæsluvarðhald hans en
ákærði var dæmdur til greiðslu alls
sakarkostnaðar, sem nemur 400
þúsund krónum.
Ákærði áfrýjaði dómnum til
Hæstaréttar við dómþingið í gær.
Ákærði á að baki rúmlega 20 ára
Jfcakaferil og hefur ítrekað gengist
undir dómsáttir fyrir umferðar-
lagabrot, áfengislagabrot og brot á
fíkniefnalöggjöfinni. Frá árinu
1978 hefur hann hlotið 9 refsidóma
fyrir skjalafals, fjársvik, fjárdrátt
og fyrir brot á umferðarlögum og
fíkniefnalöggjöfinni. Ákærði hlaut
þriggja ára fangelsi hinn 9. maí
1995 fyrir auðgunarbrot eða hið
svokallaða Vatnsberamál og var
dómurinn staðfestur í Hæstarétti
23. nóvember sama ár að öðru leyti
en því að fangelsisrefsing var
ákveðin tvö og hálft ár. Hinn 13.
september 1997 hlaut ákærði
reynslulausn í tvö ár á 300 daga
eftirstöðvum refsinga. Með þeim
*fcrotum, sem ákærði var sakfelldur
fyrir í gær, rauf hann skilorð
reynslulausnarinnar og var hún því
tekin upp og dæmd með málinu.
■ Fórnarlambið stungið/12
■
s
Eg þori!
Snjórinn er jafnan fagnaðarefni hjá
yngstu kynslóðinni. Einbeitnin
skein úr andlitum þessara sleða-
manna sem renndu sér niður
brekkuna fyrir neðan Seltjarnar-
ncskirkju.
Maestro
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
Fyrsti fundur
Landsvirkjunar og
hreppsnefndar
HREPPSNEFND Fljótsdals-
hrepps ogyfirmenn Landsvirkjun-
ar hittust á fundi eystra í gærkvöld
þar sem aðilar komu sínum sjónar-
miðum á framfæri. Þetta er fyrsti
formlegi fundur þessara aðila um
þetta mál. Forsvarsmenn Lands-
virkjunar kynntu hreppsnefndar-
mönnum fyrirhugaðar fram-
kvæmdir og leyfisveitingar sem
þurfa að liggja fyrir. Jafnframt var
rætt um hvaða skipulag menn
gætu hugsað sér að viðhafa í samn-
ingaviðræðum við jarðeigendur og
ábúendur á virkjunarsvæðinu.
Líklega er þar um að ræða á bilinu
10-15 jai’ðir, ýmist í einka- eða lík-
iseign. Samningar þurfa að liggja
fyrir við jar ðeigendur og ábúendur
í byrjun júní. Jóhann F. Þórhalls-
son oddviti Fljótsdalshrepps segir
að hver og einn landeigandi verði
að ákveða í hvem farveg þeir setji
sín mál.
Landsvirkjun hyggst boða til al-
menns kynningarfundar um málið
fyrir austan í lok þessa mánaðar
eða í byrjun þess næsta. Jafnframt
verður sendur upplýsingabækling-
ur á hvern bæ.
H