Morgunblaðið - 17.02.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913
40. TBL. 88. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Scháuble segir af sér sem formaður kristilegra demókrata í Þýzkalandi
„Kreppa CDU verði ekki
kreppa lýðræðisins“
Berlfn. AFP, Keuters.
AP
Wolfgang Schauble á tali við Angelu Merkel, framkvæmdastjóra CDU,
er hann hafði sagt af sér sem formaður.
WOLFGANG Schauble tilkynnti í
gær að hann myndi láta af for-
mennsku kristilegra demókrata,
CDU. Lýsti hann því yfir að ein-
göngu með leiðtogaskiptum gæti
flokkurinn náð sér fljótt aft-
ur á strik eftir að hafa geng-
ið í gegnum erfiðustu
hneykslismál í yfir hálfrar
aldar sögu sinni.
Pungur á brún tjáði
Scháuble blaðamönnum í
Berlín að hann myndi einn-
ig hætta sem formaður
þingflokksins en því emb-
ætti hefur hann gegnt frá
árinu 1991. Með þessu
stendur flokkurinn frammi
fyrir mikilli forystukreppu
er hann berst við að binda enda á
hneykslismál vegna lögbrota og
leynimakks í tengslum við fjár-
mögnun flokksins í valdatíð Hel-
muts Kohls, fyrrverandi kanzlara.
Skoðanakannanir benda til að
stuðningur kjósenda við CDU fari
síminnkandi en mikilvægar héraðs-
þingkosningar eru framundan í
Slésvík-Holtsetalandi 27. febrúar og
í Nordrhein-Westfalen, hinu fjöl-
mennasta þýzku sambandslandanna
16, í maí. 41,3 milljóna marka sekt,
jafnvirði um 1.530 milljóna króna,
sem flokknum hefur verið gert að
greiða vegna brota á lögum um fjár-
mögnun stjórnmálaflokka, mun tak-
marka mjög möguleika
CDU á að reka skilvirka
kosningabaráttu.
„CDU er í mestu kreppu
í sögu sinni. Á liðnum árum
hafa verið framin fáheyrð
brot á löggjöf um stjórn-
málaflokka og grundvallar-
reglum um gegnsæi og inn-
anflokkslýðræði," sagði
Scháuble með tvímæla-
lausri tilvísun til Kohls.
„Kreppa CDU má ekki
verða að kreppu lýðræðis-
ins í landinu," sagði Scháuble og
bætti við að hann hefði gripið til
þessara ráða í því skyni að reyna að
sjá til þess að CDU héldi áfram að
vera mótandi afl í þýzkum stjórn-
málum.
Óljóst um arftaka
Scháuble svaraði engum spum-
ingum eftir að hann las upp yfir-
lýsinguna og því er með öllu óvíst
hvaða menn taka við forystunni. Þó
er búizt við að sami maður muni ekki
taka við báðum embættum Scháubl-
es. Líklegastur til að hljóta kjör til
formennsku í þingflokknum þykir
Friedrich Merz sem er 44 ára að
aldri og hefur sérhæft sig í að sinna
efnahags- og fjármálum. Öllu óljós-
ara er hver gæti tekið við flokksleið-
togaembættinu en möguleikar Ang-
elu Merkel, framkvæmdastjóra
flokksins, þykja hafa vaxið til muna.
Hinn 69 ára gamli Bernhard Vogel,
forsætisráðherra Þyringjalands,
hefur einnig verið nefndur en þá að-
eins til að fleyta flokknum yfir erfið-
an hjalla í stuttan tíma.
■ Viljasterkur/24
Kettirn-
ir kjaga
í spikinu
OFÁT og offlta eru fylgifiskar
velmegunarinnar og eitt af
mestu heilbrigðisvandamálun-
um í vestrænum velferðarrikj-
um og víðar. Það á þó ekki
bara við um mannfólkið, held-
ur heimilisdýrin líka, einkum
hunda og ketti.
Dýralæknar í Bandaríkjun-
um telja að um 30% hunda og
katta þar í landi eigi við al-
varlegt offítuvandamál að
stríða og gjaldi fyrir það með
sömu sjúkdómum og mennirn-
ir: Sykursýki, gigt, hjarta- og
húðsjúkdómum og sjúkdómum
í þvagfærum. Á þetta sérstak-
lega við um dýr, sem hafa ver-
ið vönuð, og þau, sem sjaldan
eða aldrei er hleypt út úr húsi.
Við könnun meðal kattaeig-
enda kom í Ijós, að meira en
helmingurinn hafði enga hug-
mynd um hvað kötturinn
þurfti að fá mikið. Það sýndi
sig líka, að þvi fólki, sem kann
sér ekki magamál og er mikið
gefið fyrir kólesterólríkan
mat, hættir til að ala dýrin sín
með sama hætti. Afleiðingin er
sú, að stutt æviskeið hunda og
katta, sem margir sjá ekki sól-
ina fyrir, verður enn styttra
og erfiðara.
Friedrich Merz,
líklegur formað-
ur þingflokksins.
Viðræður deiluaðila á N-Irlandi
Drottning-
arlegar
móttökur
MARGRÉT Þórhildur, drottning
Dana, kom í þriggja daga opinbera
heimsókn til Bretlands í gær ásamt
Henrik drottningarmanni. Tók EI-
ísabet Bretadrottning, frænka Mar-
grétar, á móti henni við Windsor-
kastala en þar höfðu nokkrar þús-
undir manna safnast saman með
danska og breska fánann.
Samkomulag
ekki í sjónmáli
London, Belfast. AP, AFP.
sinna, myndu bera mikinn árangur en
engu að síður ollu þær vonbrigðum.
Blair sagði í gær, að hann vildi ekki
trúa því, að menn létu þetta tækifæri
sér úr greipum ganga eftir aUt, sem
áunnist hefði, en nú virðist ljóst, að
samsteypustjórn allra flokka á N-ír-
landi verður ekki endurreist alveg í
bráð.
Kenna hvor öðrum um
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein,
ítrekaði, að IRA, írski lýðveldisher-
inn, myndi ekki ljá máls á neinni af-
vopnun fyrr en samsteypustjórnin
hefði verið endurreist og Sinn Fein
fengið aftur sín tvö ráðherraembætti.
David Trimble, leiðtogi sambands-
sinna, sagði hins vegar, að gangurinn
yrði að vera alveg öfugur, fyrst af-
vopnun og síðan framhald á stjómar-
samstarfinu. Kenndu þeir hvor öðr-
um um hvernig komið væri.
Bill Clinton, forseti Bandaiíkj-
anna, sagði í gær, að vissulega hefði
friðarferlið á N-írlandi steytt á skeri
en hann kvaðst trúa því, að framhjá
því yrði komist.
MORGUNBLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 2000
090000
690900
Ríkisstjórn Spánar leggst
ekki gegn frelsi Pinochets
Madrid. AFP.
RÍKISSTJÓRN Spánar mun ekki
leggjast gegn því að Augusto Pin-
ochet, fyrrverandi einræðisherra
Chile, verði veitt frelsi að því er Abel
Matutes, utanríkisráðherra Spánar,
greindi frá í gær.
„Læknaskýrslan er skýr, formleg
og gallalaus og sýnir, að Pinochet er
ekki fær um að koma fyrir rétt,“
sagði Matutes í viðtali við spænsku
útvarpsstöðina Cope. Kvaðst hann
búast við að Jack Straw, innanríkis-
ráðherra Bretlands, tæki á næstunni
ákvörðun um hvort Pinochet yrði lát-
inn laus. Spænska ríkisstjórnin
myndi ekki mótmæla ef Straw sendi
Pinochet heim enda myndu mótmæli
við því aðeins hafa slæm áhrif á sam-
skipti Spánar og Suður-Ameríku.
Framsalskrafan hefði farið fyrir
dómstóla og það væri nú í höndum
ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun.
■ Ófær/26
ENGINN árangur varð af fundi, sem
þeir Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og Bertie Ahem, forsætis-
ráðherra Irlands, áttu í gær með leið-
togum stjórnmálaflokka á Norður-
írlandi til að freista þess að endur-
reisa samsteypustjórnina í héraðinu.
Ríkir svartsýni á framhaldið, ekki síst
vegna þess, að írski lýðveldisherinn
(IRA) tilkynnti í fyrradag, að hann
hefði rofið öll tengsl við afvopnunar-
nefndina.
Ekki hafði verið búist við, að við-
ræður Blairs og Ahems við fulltráa
flokks hófsamra kaþólikka, SDLP,
Sinn Fein, hins pólitíska arms IRA,
og UUP, stærsta flokks sambands-