Morgunblaðið - 17.02.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 9
FRÉTTIR
Menntamálaráðherra um utboðstillög’ur
borgarstjóra varðandi tónlistarhús
Jafngóð leið og aðrar
skynsamlegar leiðir
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra telur að hugmynd Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur sé
vissulega ein leið í byggingu tónlist-
arhúss og annaira mannvirkja við
Ingólfsgarð í Reykjavík. Borgar-
stjóri segist hallast að því að leitað
verði eftir tilboðum í hönnun, bygg-
ingu og rekstur mannvirkja sem
gert er ráð fyrir að rými ráðstefnu-
miðstöð, hótel, tónlistarhús og bíla-
geymslu við Ingólfsgarð. Þá myndu
undirbúningsaðilar að byggingu
hússins einungis afmarka lóðina og
setja fram almennar forsendur og
óskir en gefa að öðru leyti tilbjóð-
endum að mestu leyti frjálsar hend-
ur.
Ráðherra telur sjálftsagt fyrir
undirbúningsnefnd, sem skipuð er
sameiginlega af ríki og borg, að
skoða þessar hugmyndir borgar-
stjóra eins og aðrar skynsamlegar
leiðir. Hann segir að málið sé fyrst
og fremst skipulagslegs eðlis fyrir
Reykjavíkurborg, þarna sé um
mjög verðmætt svæði í borginni að
ræða og eðlilegt að borgarstjóri
veki máls á því að leita eftir tillög-
um með þessum hætti.
Skýrar kröfur um gæði
tónlistarhússins
„Okkar afskipti og ákvarðanir
hafa snúist um það að við erum
samþykk því að húsið verði á þess-
um stað. Hvernig það er útfært í
einstökum atriðum skipulagslega er
málefni sem hægt er að finna út úr.
Við höfum gert ákveðnar kröfur um
gæði tónlistarhússins og kröfur
varðandi hljómburð og öll þau atriði
sem lúta að því að þetta verði mjög
fullkomið og gott hús.“
Ráðherra segir að kröfurnar til
tónlistarsalarins séu skýrar og
hvernig hann þurfi að vera úr garði
gerður. Varðandi útlitið segist
Björn hafa litið þannig á að til
verksins kæmu sérfræðingar og
arkitektar með tillögur að hönnun
hússins. Þeir þurfi hins vegar að fá í
hendurnar ákveðna hluti og kröfur
sem þurfi að uppfylla.
Hugsanleg- sameining Rarik og
veitustofnana á Akureyri
Rarik eigi
fulla aðild að
undirbúningi
„Skipulagsyfirvöld geta bundið
hendur manna en einnig veitt þeim
meira svigrúm og þessi hugmynd
borgarstjóra beinist að því að veita
þeim mönnum sem gera slíkt tilboð
mjög mikið svigrúm. Frá okkar
bæjardyrum séð er það eins góð leið
og aðrar skynsamlegar leiðir sem
menn vilja fara að þessu markmiði."
QTTO
Vor- og sumarlistarnir
komnir!
Ármúla 17a • S: 588-1980
V____www.otto.is_^
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfai’andi ályktun stjórnar Raf-
magnsveitna íTkisins:
„Vegna frétta í fjölmiðlum um
hugsanlega sameiningu Rarik og
veitustofnana á Akureyri og flutning
á höfuðstöðvum Raiik til Akureyrar
hefur stjórn Rarik samþykkt eftir-
farandi ályktun:
1. Það hefur veríð viðhorf Rarik að
nauðsynlegt sé að sameina orkufyr-
h-tæki á landsbyggðinni í eitt öflugt
fyrirtæki sem hefði burði til að veita
góða þjónustu og væri betur í stakk
búið til að taka þátt í þeirri sam-
keppni sem fyrirsjáanlega verður á
þessu sviði. Aðalatriðið er að ná fram
aukinni hagræðingu og tryggja
þannig framtíð fyrirtækisins og
hagsmuni viðskiptamanna þess.
2. Ljóst er að hlutdeild veitufyrir-
tækjanna á Akureyii í Rarik mundi
leiða til mikillar hagræðingar í
rekstri og því fagnar stjórnin athug-
un á því máli. Við ákvörðun um hvar
höfuðstöðvar fyiirtækisins verða
staðsettar verður fyrst og fremst að
horfa til hagkvæmnissjónarmiða og
þess að sátt sé um staðsetninguna.
3. Stjórn Rarik lýsir yfii- ánægju
með áhuga Akureyringa á hlutdeild í
Rarik sem öflugu orkufyrirtæki á
landsbyggðinni. Stjórnin telur hins
vegar afar óheppilegt að forráða-
menn og starfsmenn Rarik skyldu
fyrst heyra af þessu máli í fjölmiðl-
um. Stjóm og starfsmenn munu gera
sitt besta til þess að greiða fyrir mál-
inu og leggja fram vinnu við athugun
þess. Stjórnin leggur ríka áherslu á
að Rarik eigi fulla aðild að undirbún-
ingi og vinnslu málsins."
G LAS Adagar
20% AFSLÁTTUR jfc
ROYALCOPENHAGEN
Öll gllös frá Royal Copenhagen (Holmegárd) með 20% afslætti
í takmarkaðan tíma.
KUNIGUND
Skólavörðustíg 8, sími 551 3469. OPIÐ LAUGARDAGA 10 TIL 16.
Sinaskeiðabólga P
BlOflex segulmeðferð heíúr slegið í gegn
ræða segufpynnur í 5 stærðum sem festar
húðvænum plástri.
Dæmi þar sem BlOflex
[ulþynnan hefiir sýnt
bær áhrif
n á íslandi. Um er að
eru á líkamann með
Sem hársnyrtir hef ég átt í
vandræðum með olnbo;
úlnliðsbólgur, auk vöðvr
baki og hnakka. BlOflex
segulþynnurnar hafa bjargað
mer og er BlOflex góðar tréttir
fyrir þá sem kljást við
atvinnusjúkdóma.
Bima Lúðvíksdóttir, hársnyrtir
Igu i
Höfuðverkur
• Hnakki
• Axiir
• Tennisolnbogi
® Bakverkir
t Liðaverkir
• Þursabit
• Hné
• Æðahnútar
• Ökklar
Scgulþynnurnar eru fáanlegar
í flestum lyfjaverslunum,
Heilsuhúsinu, Yggdrasil og
Græna Torginu - Blómavali
(tarlegar (slenskar leiðbeiningar
fylgja með og einnig liggja
kynningariræklingar frammi á
sölustöoum.
Upplýsingasími er 588 2334
ipið laugardag kl. 10-14.
t í 's k u v c r s I u n
Rauöarársíítí l.ními 561 5077
Clinique
á allra vörum
Ráðgjafi frá Clinique verður í
Lyf & heilsa í Mjódd
í dag kl. 13-18 og
býður þér fría húðgreiningu
á Clinique tölvuna og
ráðleggingar um Clinique
snyrtivörur og notkun þeirra.
Að lokinni húðgreiningu færð þú
varalit að gjöf frá Clinique.
(Meðan birgðir endast)
V
LLINIQUt
100% ofnæmisprófoð
Lyf&heitsa
Mjódd