Morgunblaðið - 17.02.2000, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
á uppieið
stendur í stað
á niðurleið
Dolphins Cry
Live
Maria Maria
Santana
Other side
Red Hot Chili Peppers
Sex Bomb
Tom Jones
Bad Touch
Bloodhound Gang
Falling Away From Me
Korn
Starálfur
Sigur Rós
Okkar nótt
Sálin hans Jóns míns
10. Crushed
Limp Bizkit
11.1 Learned from the best
Whitney Houston
12. Whata girl wants
Christina Aguilera
13. Born to make you happy
Britney Spears
Tin Tin Out & Emma B
15. The Great Beyond
REM
16. Break Out
Foo Fighters
17. Vínrauðvín
Ensfmi
18. Mixed Biznez
Beck
19. So Long
Everlast
Vinsældalisti þar sem
þú hefur áhrif!
Listinn er óformleg vinsældakðnnun og byggist á vali gesta mbl.is.
0 mbl.is
SKJÁRE/NN ..........
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Dröfti Sigurðardóttir pakkar loðnu með bros á vör hjá Vinnslustöðinni hf.
Loðnustemmning í Eyjum
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
LOÐNUFRYSTING hófst í báðum
stóru frystihúsunum í Eyjum í
gær. Það var eins og gamalt bros
hefði tekið sig upp hjá starfsfólk-
inu og reyndar taka allir bæjar-
búar þátt í stemmningunni, því
eftirvæntingin hvort vertíðin
tekst eða ekki liggur í loftinu og
spurningar hvort loðnan verði
nógu stór og hrognafyllingin við-
unandi eru spennandi. Það var því
létt yfir Stefáni Friðrikssyni, að-
stoðarframkvæmdasfjóra Vinnslu-
stöðvarinnar hf., þegar Morgun-
blaðið náð af honum tali í
veðurblíðunni í Eyjum í gær.
Hann sagði að frystingin færi vel
af stað og á fyrstu vaktinni sem
var reyndar aðeins sex klukku-
stundir voru fryst 70 tonn af
stórri og fallegri loðnu. „Það eru
undir 60 stykki í kílói sem er mun
stærri Ioðna en við höfum séð
undanfarnar vertíðar og hrogna-
fyllingin er 17%. Það er því útlit
fyrir að fryst verði í allt að viku-
tíma ef allt gengur að óskum og
náð rúmum 1.000 tonnum,“ sagði
Stefán kampakátur.
Stefán sagði aðspurður að út-
litið með fryst loðnuhrogn væri
gott og menn biðu spenntir eftir
því að tíðin lagaðist svo ekki verði
frátafir á veiðum yfír þennan
mikilvæga tíma, sem getur ráðið
svo miklu í afkomu fyrirtækjanna.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Starfsstúlkur Vinnslustöðvarinnar hf. setja loðnuna í svokallaða tröllakassa að lokinni frystingu.
Stafnbúi til
Færeyja
Norsk
skipa-
skrá
SKRÁ um norsk fiskiskip er
nú komin út hjá norska út-
gefandanum Ulustrert Norsk
Skipsliste AS. Þetta er 17. út-
gáfa bókarinnar og gildir fyrir
árið 2000. í norsku skránni
eru fískiskip sem eru yfir 15
metrar að lengd. Auk þess eru
í bókinni ferjur og farþegaskip
í strandsiglingum, fiskflutn-
ingaskip, herskip og gæslu-
skip, björgunarskip og bátar.
Einnig er í bókinni skrá yfir
útgerðir skipanna, skrá um
einkennisstafi og kallmerkja-
skrá.
Ljósmyndir eru af langflest-
um skipanna og ítarlegar
tæknilegar upplýsingar.
Skerpla ehf. sér um sölu
norsku skipaskrárinnar hér-
lendis, m.a. á Netinu;
www.skerpa.is. Skráin er 736
bls. og kostar 4.480 krónur.
STAFNBÚI, félag sjávarútvegs-
fræðinema við Háskólann á Akur-
eyri, mun í næstu viku heimsækja
sjávarútvegsfyrirtæki í Færeyjum
og kynna sér það sem færeyskur
sjávarútvegur hefur upp á að bjóða.
Stafnbúar fara m.a. í heimsóknir í út-
flutningsfyrirtæki, frystihús, fisk-
eldi, fiskirannsóknarstofuna, skipa-
smiðju, Fiskimálastýrið og líta til
útgerðarmanna. Einnig munu Stafn-
búar kynna fyrir nemendum í
mennta- og verslunarskólum Þórs-
hafnar, sem og nemendum fiski-
vinnuskólans í Vestmanna, þá mögu-
leika sem bjóðast til náms í
Háskólanum á Akureyri. Ennfremur
munu Stafnbúar athuga hvernig ís-
lenskum fyrirtækjum vegnar í Fær-
eyjum.
Fróðleg heimsókn
Arnljótur Bjarki Bergsson, nem-
andi í sjávarútvegsfræðum við HA,
segir að venjulega sé farið í vísinda-
ferðir til sjávarútvegsfyrirtækja hér
innanlands. í tilefni þess að nú séu
10 ár liðin frá því kennsla hófst í
sjávarútvegsfræðum við HA hafi
verið ákveðið að breyta út af vanan-
um og halda út fyrir landsteinana.
Hann segir að í Færeyjum gefist
nemendum kostur á að kynna sér
fjölbreytt svið sjávarútvegs og þar
ættu nemendumir að geta kynnst
ýmsum nýjungum. „Fiskeldi í Fær-
eyjum er til dæmis mun öflugra en á
íslandi. Færeyingar framleiða um 30
þúsund tonn af laxi á ári en heildar-
framleiðsla fiskeldis á Islandi er um
10 þúsund tonn. En að öðru leyti er
sjávarútvegur í Færeyjum mjög
áþekkur þeim íslenska, þeir fram-
leiða á sömu markaði en hafa verið
nokkuð öflugir í útflutningi á fersk-
um fiski. Við hljótum þannig að geta
lært eitthvað af Færeyingum og ég
reikna með að hópurinn snúi aftur
öllu fróðari um færeyskan sjávarút-
veg,“ segir Amljótur Bjarki.