Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ferill fráfarandi leiðtoga Kristilegra demókrata Viljasterkur íhalds- maður á titleið Bonn. AFP. WOLFGANG Schauble, sem til- kynnti í gær afsögn sína úr embættum flokksleiðtoga og þingflokksformanns Kristilegra demó- krata í Þýzkalandi, CDU, á langan stjórnmálaferil að baki, sem lengst af var farsæll en hefur nú hlotið heldur snautlegan endi. Hann var um árabil staðgengill Helmuts Kohls, fyrrverandi kanzlara, og tók við flokksformennskunni af honum eftir kosn- ingaósigur CDU í þingkosning- unum haustið 1998. Hann lenti í því óláni að vera í hlutverki flokksleiðtoga þegar hneykslið í kringum leynilega bankareikn- inga og vafasama fjármálastjórn flokksins komst í hámæli í lok nóvember sl., og reyndist eftir því sem hneykslið vatt upp á sig og teygðist á langinn ekki unnt að komast hjá því að flækjast sjálfur í það. Lamaðist eftir banatilræði Scháuble er nú á 58. aldursári. Hann er sonur skattaráðgjafa í Freiburg í Suðvestur-Þýzkalandi, er lögfræðingur að mennt og gekk í CDU árið 1965. Frami hans var skjótur. Hann var yngsti fulltrúinn á þýzka þinginu þegar hann settist þar fyrst, þrí- tugur að aldri, og hæfileikar hans uppgötvuðust fljótt af flokksfor- ystunni. Árið 1981 gerði Kohl hann að framkvæmdastjóra þing- flokks CDU (og bæverska systur- flokksins CSU), og hann tók við for- mennsku hans árið 1991. I nóvember 1990, þegar hann var innan- ríkisráðherra í ríkis- stjóm Kohls, sýndi geðsjúkur maður hon- um banatilræði á kosningafundi. Síðan þá hefur hann verið lamaður fyrir neðan mitti og bundinn við hjólastól. Með hjálp sterks vilja, harðfylgis og eljusemi tókst hon- um að sanna fyrir þjóð sinni og flokkssystkinum að hann léti þessi örlög sín ekki slá sig út af laginu. Sex vikum eftir tilræðið var hann aftur seztur að störfum á skrifstofu sinni. Hann tók fyrst við ráðherra- embætti árið 1984, þá án ráðu- neytis en með ýmis viðkvæm mál á sinni könnu, svo sem að sinna tengslunum við stjórnvöld í Aust- ur-Berlín. Það var samdóma álit þeirra sem til þekktu að hann hefði innt þessi verkefni af hendi af stakri snilld og hann var út- nefndur innanríkisráðherra árið 1989. Morðtilræðið vakti miklar vangaveltur um hvort honum yrði fært framar að nýta hæfileika sína og starfsorku. En óbilandi viljastyrkur hans gerði honum kleift að klífa áfram metorðastig- ann og hann var óskaarftaki Kohls þegar hann lét af embætti eftir 16 ár á kanzlarastólnum og 25 ár sem flokksformaður. Scháuble var þekktur fyrir einstaklega gott innsæi í hvern- ig „kaupin gerðust á Eyrinni“ á þinginu í Bonn, nú Berlín, sem og fyrir leiftrandi gott minni og þekkingu á smáatriðum og ekki sízt mikla skilvirkni í vinnu- brögðum. Gagnrýnendur Scháubles hafa hins vegar jafnan talið hann vera kuldalegan og mislíkað meint óbilgirni hans, einkum við „ögun“ þingmanna í eigin þing- flokki. Scháuble átti tvímælalaust mikinn þátt í því að Kohl, sem hafði aðeins mjög nauman þing- meirihluta eftir þingkosningarn- ar 1994, tókst að halda völdum út allt það kjörtímabil. Hvað eigin pólitískar skoðanir varðar hefur Scháuble verið álit- inn allharður íhaldsmaður. En það var hið „feðraveldis- lega“ kerfi sem festist í sessi öll þau ár sem Kohl var við stjórn- völinn í flokknum, sem á endan- um varð Scháuble líka að falli. Það sem mest íþyngdi honum var að hafa fyrir kosningarnar 1994 tekið við 100.000 marka greiðslu í reiðufé, ætlaðri sem gjöf í kosningasjóðinn, frá vopnakaupmanninum Karlheinz Schreiber, lykilmanni í fjármála- hneyksli flokksins. Frásögn Scháubles af þessu stangast á við lýsingu þáverandi gjaldkera CDU, Brigitte Baumeister, sem og frásögn Schreibers. Fyrst eftir að hneykslið fór af stað sagðist Scháuble aldrei hafa hitt Schreiber, en viðurkenndi síðar að hafa hitt hann einu sinni og loks að fundum þeirra hefði borið saman tvisvar. Wolfgang Schauble Reuters George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, heilsar Vladímír Pútín, settum forseta Rússlands, fyrir fund þeirra í Moskvu í gær. Framkvæmdastjóri NATO í Moskvu Samþykkt að end- urnýja samstarf Moskvu. AFP, AP. LEIÐTOGAR Rússlands og Atlants- hafsbandalagsins, NATO, samþykktu á fundi í Moskvu í gær að hefja smám saman samstarf að nýju en Rússar slitu því að mestu vegna loftárása NATO á Júgóslavíu á síðasta ári. ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði eftir fund Vladímírs Pútíns, setts forseta Rússlands, og George Robertsons, framkvæmdastjóra NATO, að þeir hefðu samþykkt að „koma að nýju á tvíhliða sambandi milli Rússlands og NATO“ og það væri fyrsta skrefið í þá átt að koma samskiptum þeirra í það horf sem þau voru áður en deilan um loftárásirnar hófst. Þetta er í íyrsta sinn sem fram- kvæmdastjóri NATO fer til Moskvu frá því rússneska stjómin rauf tengslin við bandalagið í mars á síð- asta ári til að mótmæla loftárásunum á Júgóslavíu. Áður höfðu samskiptin kulnað vegna þeirrar ákvörðunar NATO að veita Tékklandi, Ungverjalandi og PóUandi aðild að bandalaginu. Átökin í Tsjetsjníu hafa einnig valdið spennu í samskiptum Rúss- lands og NATO sem hefur skorað á Rússa að hætta hemaðaraðgerðum sínum. Robertson sagði að afstaða banda- lagsins í því máli hefði ekki breyst þótt bandalagið viðurkenndi að Rúss- um stafaði hætta af hermdarverkum og öðmm vandamálum í Tsjetsjníu. Hann kvaðst hafa ítrekað viðhorf NATO til hemaðaraðgerðanna og Pútin hefði svarað „kröftuglegá* og skoðanaskiptin hefðu verið „fremur snörp“. Forseti Zimbabwe bíður mikinn ósigur í þjóðaratkvæði um nýja stjórnarskrá Andstæðingar Mugabes eygja von um að fella stiórn hans Harare. AFP. AP Ibúar Harare í Zinibabwe fagna ósigri sfjórnarinnar í þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrártillögu hennar. STJÓRNARANDSTAÐAN í Zimbabwe krafðist þess í gær að Robert Mugabe, forseti landsins, segði af sér eftir að hann beið auð- mýkjandi ósigur í þjóðaratkvæða- greiðslu um drög stuðningsmanna hans að nýrri stjórnarskrá sem hefði styrkt stöðu hans sem forseta. Stjórnarandstaðan kvaðst stefna að því að fella stjórnina í þingkosning- um í apríl en stjórnmálaskýrendur sögðu að það yrði mjög erfitt. Þeir spáðu því að ósigurinn í þjóðar- atkvæðinu yrði til þess að flokkur Mugabes, ZANU-PF, blési til mikill- ar sóknar og notfærði sér pólitíska yfirburði sína til hins ítrasta til að halda völdunum eftir að hafa haft bæði tögl og hagldir í stjórnkerfinu í tuttugu ár. Tillögunni var hafnað með 55% greiddra atkvæða og úrslitin em mikið áfall fyrir Mugabe sem hafði beitt sér ákaft fyrir stjórnarskrár- breytingunni og veitt mikið fé í áróður fyrir tillögunni. Fyrsti ósigur Mugabes Þetta er í fyrsta sinn sem kjósend- ur í Zimbabwe snúast gegn Mugabe frá því hann vann stórsigur í kosn- ingum árið 1980 eftir að hafa stjórn- að skærahernaði gegn stjórn hvíta minnihlutans í bresku nýlendunni fyrrverandi sem hét þá Suður-Ród- esía. Flokkur hans hefur unnið stór- sigur í öllum þingkosningum lands- ins frá því það fékk sjálfstæði og er nú með 147 þingsæti af 150. Ef tillagan hefði verið samþykkt hefði Mugabe haldið völdum sínum að mestu þótt viðhorfskönnun, sem gerð var út um allt landið, hefði bent til þess að þorri landsmanna væri hlynntur því að völd forsetans yrðu skert veralega. Stjómarskrárbreyt- ingin hefði einnig gert stjórninni kleift að taka bújarðir hvítra bænda eignarnámi án þess að greiða þeim bætur og úthluta landlausum blökkumönnum jörðunum. Mugabe hefur lengi stefnt að því að taka jarð- irnar eignarnámi en samkvæmt núg- ildandi stjórnarskrá þarf að greiða bændunum bætur og stjórnin hefur ekki efni á að greiða þær. Litið var á þjóðaratkvæðagreiðsl- una sem prófstein á styrk stjómar- flokksins fyrir þingkosningar í apríl og andstæðingar stjórnarinnar sögðu að úrslitin sýndu að hún hefði misst stuðning þjóðarinnar. Masipula Sithole, prófessor í stjómmálafræði við háskóla Zimb- abwe, tók undir þetta og sagði að kjósendur hefðu sent skýr skilaboð um að hún vildi brejdingu á yfir- stjóm landsins. Stjórnarandstæðingr fögnuðu úr- slitunum og kröfðust þess að Mug- abe segði af sér. „Þegar ríkisstjórn bíðar slíkan ósigur í þjóðaratkvæða- greiðslu í eðlilegu lýðræðisríki er henni ekki stætt á öðra en að segja af sér. En Zimbabwe er ekki lýðræðis- ríki,“ sagði Morgan Tsvangirai, leið- togi Hreyfingar fyrir lýðræðislegri breytingu (MDC), nýs flokks sem nýtur stuðnings verkalýðshreyfing- arinnar. Talið er að MDC geti náð miklu fylgi af stjórnarflokknum í kosningunum í apríl en margir efast þó um flokkurinn fái meirihluta á þinginu í fyrstu atrennu. Erfíð barátta framundan Stjómmálaskýrendur telja að ZANU-PF notfæri sér drottnunar- vald sitt í stjórnkerfínu til að snúa vörn í sókn með hjálp öflugra fjöl- miðla sem eru á bandi stjórnarinnar. Stjórnarandstaðan eigi því mjög erf- iða baráttu fyrir höndum. Nokkrir forystumenn MCD spáðu því að flokknum tækist að fella stjórnina í kosningunum í aprfl en aðrir vöruðu við of mikilli bjartsýni. David Coltart, sem á sæti í fram- kvæmdastjóm MDC, sagði að þótt flokkurinn fengi ekki meirihluta gæti hann vel við unað ef niðurstaða kosninganna yrði sú að fram kæmi „kröftug stjómarandstaða á þing- inu“ í ljósi þess að hún hefur aðeins haft 2-3 þingsæti til þessa. Samkvæmt stjórnarskránni er framkvæmdavaldið í höndum forset- ans, sem er kjörinn á þinginu. Næsta forsetakjör verður árið 2002 þannig að Mugabe getur haldið völdunum í tvö ár til viðbótar þótt flokkur hans missi þingmeirihlutann. Samkvæmt stjórnarskránni þarf stjórn forset- ans hins vegar að njóta trausts þingsins og framkvæmdavaldið gæti því lamast ef andstæðingar Mugabes fá meirihluta á þinginu. „Zimbabwe á heljarþröm“ Andstaðan við Mugabe hefur auk- ist vegna mestu efnahagskreppu í landinu frá því það fékk sjálfstæði fyrir tuttugu árum. Atvinnuleysið er meira en nokkru sinni fyrr og verð- bólgan um 60%. „Mikil óánægja er meðal lands- manna og ég er ekki hissa á því þar sem verðbólgan er hömlulaus og efnahagurinn að hrani kominn vegna óstjórnar,11 sagði Peter Hain, aðstoð- arutanríkisráðherra Bretlands. „Zimbabwe er á heljarþröm og úr- slitastundin er runnin upp.“ Efnahagurinn snarversnaði eftir að stjórn Mugabes sendi 11.000 her- menn til stuðnings Laurent Kabila, forseta Lýðveldisins Kongó, sem hét áður Zaire. Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn (IMF) hætti að veita Zimbabwe fjárhagsaðstoð í fyrra vegna aukinna útgjalda til hersins á sama tíma og ; framlögin til heilbrigðis-, mennta- og félagsmála minnkuðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.