Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 25 ERLENT Kosið um grundvöll sam- félagsins í Iran Magnús Þ. Bernharðsson er kennari í Mið- Austurlandafræðum við Hofstra-háskóla í Bandaríkjunum. Hann var nýlega staddur hér á landi og hélt þá fyrirlestur um stjórn- mál í Iran. Óli Jón Júnsson átti við þetta tækifæri stutt spjall við Magnús. Morgunblaðið/Ásdís Magnús Þorkell Bernharðsson Á MORGUN eru þingkosningar í fjölmennasta ríki Mið-Austurlanda, Iran. Úrslit kosninganna era talin geta haft mikil áhrif á framtíð lands- ins, hvort þar muni verða þróun í átt til aukins frjálsræðis eða þjóðin búa áfram við íslamskt guðveldi og ein- angran frá umheiminum. Síðan bylt- ing heittrúarmanna var gerð í íran árið 1979 hefur þeim öflum sem vilja breytingar vaxið fiskur um hrygg og kom það ekki síst fram í sigri Sayed Muhammad Khatami í forsetakosn- ingum árið 1997. Sterkar líkur eru á því að umbótaöflin vinni frekari sigur í kosningunum á morgun. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi um stjómmál í Iran sem ung- ur íslenskur fræðimaður flutti í vik- unni á vegum Félags stjómmála- fræðinga. Magnús Þorkell Bernharðsson hefur um alllangt skeið unnið að rannsóknum á sögu og menningu Mið-Austurlanda. Hann hefur meistaragráðu í Miðaustur- landafræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum og einnig próf í arab- ísku frá háskóla í Damaskus, höfuð- borg Sýrlands. Nýlega lauk Magnús doktorsprófi frá Yale í sögu Mið-Austurlanda. Doktorsritgerð Magnúsar fjallar um hvernig ráðamenn í Irak hafa notað sögu og fomminjar landsins í þágu pólitískra markmiða, bæði til að skapa þjóðemisvitund meðal íbúanna og til að réttlæta völd sín. Magnús er nú kennari við sagn- fræðideild Hofstra-háskóla í New York og hefur verið valinn úr hópi umsækjenda til að hafa umsjón með námsbraut í Mið-Austurlandafræð- um sem ákveðið hefur verið að bjóða við skólann. Hann segir að námið verði þverfaglegt og að nemendur fái nokkurt svigrúm til að velja saman námskeið eftir óskum og áhuga. Hann segir einnig að til standi að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu við skólann í tilefni af því að námsbrautin hefurverið settupp. Ráðstefnan mun fjalla um tengsl Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda og verður haldin að ári. Vilji til breytinga Um hvaðer kosiðíIran? „Þrátt fyrir að efnahagsástand sé mjög bágborið í landinu, kemst það varla að í kosningabaráttunni nema með óbeinum hætti. Spumingin um eðli og framtíð samfélagsins yfir- gnæfir allt annað, þ.e.a.s. hvort og þá hvemig eigi að hleypa vestrænum áhrifum að í landinu. I Iran er mikið atvinnuleysi og jafnt skortur á nauð- synjum og fjármagni til uppbygging- ai'. Kosningamar snúast hins vegar um það hvort halda eigi áfram með umbætur í átt til aukins frjálsræðis eða ekki. Spumingin um aukið frjáls- ræði er jafnframt spuming um hvort Iran eigi að stefna að því að verða fullgildur þátttakandi í samfélagi þjóðanna. Sigur Khatamis í forseta- kosningunum 1997 sýndi að ríkur vilji er meðal margra kjósenda til að koma á raunverulegum breytingum í landinu." Hvert er __ hlutverk þingsins í stjómskipun Irans? „Vald þingsins er takmarkað og ákvarðanir þess eru háðar samþykki æðsta ráðsins sem sér til þess að lög séu ætíð i anda íslam. í raun má segja að þingið hafi ráðgjafarhlutverki að gegna gagnvart æðsta ráðinu. Þann- ig yrðu til dæmis hugsanlegar ákvarðanir þingsins um aukið frjáls- ræði og opnun að hljóta náð fyrir augum æðsta ráðsins.“ Hver er staða kvenna í stjómmál- um Irans? „Konur era meira áberandi í stjómmálum Irans en nágrannaríkj- anna. Það era nokkur hundruð konur á framboðslistum til þings fyrir þess- ar kosningar og nú era konur á bilinu 10-15% af alls 290 þingmönnum landsins. En konur era hvergi í for- ystuhlutverki í stjómmálum í Iran, það er ekki nein Margaret Tatcher eða Indira Gandhi á listunum." Er einhver leið að spá íyrir um úr- slit kosninganna? „Eg held að úrslitin verði í svipuð- um anda og forsetakosningamar 1997 , þ.e. að umbótasinnar komi til með að vinna stórsigur. Það kæmi mér mjög á óvart ef svo yrði ekki.“ Hvaða áhrif hefði sigur umbótaafl- anna? „Ég held að ef umbótaöflin styrkj- ast á þinginu verði Khatami forseti, sem hingað til hefur viljað vera varkár og fara hægt í sakirnar, óragari við að beita sér af meiri krafti fyrir raunveralegum breytingum. Hugsanlega hefði slíkt í för með sér að leitast yrði við að bæta samskiptin við Vesturlönd, einkum á menningar- sviðinu, og að opnað yrði fyrir er- lendar fjárfestingar í landinu. Þetta er þó ekkert sem mun gerast alveg á næstunni en vonandi geta breyting- amar hafist á næstu 5-10 áram. Það má reyndar ekki vanmeta völd og áhrif íhaldsaflanna. Æðstaráðið, undir forystu Ali Khameini, tók t.d. 700 manns sem ekki vora ráðinu þóknanlegir út af framboðslistum til þings. Allir þeir sem munu ná kjöri hafa því í ákveðnum skilningi einnig verið valdir af æðsta ráðinu.“ Friður ólfklegur í bráð Hverjar em líkurnar á því að takist að semja um frið í löndunum íyrir botni Miðjarðarhafs á næstunni? „Það er að mínu mati hálfgerð blekking og misskilningur að verið sé að vinna að friði í Mið-Austurlöndum. Þeir samningar sem liggja fyrir og þær ráðstafanir sem gripið hefur ver- ið til eru ekki til þess fallnar að auka líkur á varanlegum friði. Ég hef raun- ar stundum á tilfinningunni að við- ræðumar sem nú standa yfir séu til þess að koma til móts við óskir Vest- urlanda, fremur en að þátttakendur- nir hafi einsett sér að stefna að friði. Það er, held ég, ekki raunhæft að reikna með friði fyrr en Assad Sýr- landsforseti hefur farið frá. Einnig tel ég að viðhorf til stjórnmála í Isra- el þurfi að breytast veralega til að friður geti orðið. Það þjónar hags- munum mjög margra að styijaldar- ástandi sé viðhaldið og margir byggja sitt pólitíska líf bókstaflega á því. Stjómarhættir Assads miðast við að stríð ríki við ísrael og þar hafa stjómmál einnig nærst á þessum átökum. Hinu má þó ekki gleyma að staða mála hefur breyst nokkuð til hins betra á síðustu áram. Til dæmis er nú ekki lengur spurt hvort hvenær Palestínumenn fái að stofna sjálf- stætt ríki.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.