Morgunblaðið - 17.02.2000, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Besti vinur hvers?
Kristján Ingimarsson leikari frumsýndi leikrit sitt, Poodle, í Kaup-
mannahöfn fyrir skömmu og hefur hlotið góða dóma. Þórhallur
Magnússon þótti sýningin afar áhugaverð en í henni eru könnuð
samskipti manns og hunds.
Leikritið er yfirfullt af gróteskum húmor þar sem hjákátleiki mannlegr-
ar og hundlegrar tilveru er dreginn fram í dagsljósið en undir niðri
kraumar sorg og einmanakennd sem stafar af gagnkvæmu skilnings-
leysi þeirra.
ÞAÐ er gömul og margtuggin klisja
að hundurinn er besti vinur manns-
ins. Klisjur eiga það til að festa sig
svo sterkt í sessi að fólk hættir að
efast um sanngildi þeirra og þær
verða viðtekinn sannleikur. En er
hundurinn í raun og veru besti vinur
mannsins? Og öfugt, er maðurinn
besti vinur hundsins? Hvers konar
tengsl eru á milli þessara tveggja
lífvera sem búa saman og eru háðar
hvor annarri, en þó á hátt sem erfitt
er að skilgreina vegna mismunandi
heimssýnar tegundanna?
Þetta eru allt spurningar sem
leikarinn Kristján Ingimarsson vek-
ur upp í nýju leikriti sínu, Poodle,
sem frumsýnt var í Kanonhallen í
Kaupmannahöfn nýlega. Kristján,
sem búsettur hefur verið í Dan-
mörku undanfarin átta ár, tók fljót-
lega eftir því að hundaeign er gífur-
lega mikil í Kaupmannahöfn og
hann fór að velta því fyrir sér hvern-
ig líf eigandinn (maður) og eignin
(hundur) eigi sér í þröngum húsa-
kynnum hinna gömlu brúarhverfa
borgarinnar. Hann ákvað að skrifa
leikrit um einstæðan mann og sam-
band hans við púðluhund sinn.
Leikritið er yfirfullt af gróteskum
húmor þar sem hjákátleiki mann-
legrar og hundlegrar tilveru er
dreginn fram í dagsljósið en undir
niðri kraumar sorg og einmanak-
ennd sem stafar af gagnkvæmu
skilningsleysi þeirra.
Endurskoðun á manninum
Kristján Ingimarsson er lát-
bragðsleikari og hefur átt mikilli
velgengni að fagna í Danmörku síð-
ustu ár. Einleiksverk hans, Mike
Attack, fékk gífurlega góða dóma í
dönskum fjölmiðlum og var sýning-
in tilnefnd til Reumert-verðlaun-
anna sem besta kabarettsýningin
árið 1998. Síðasta vor var verkið
Tanker sýnt á Junge-Hunde hátíð-
inni sem er evrópsk farandlistahá-
tíð. I því verki sýndi Kristján að
honum er alvara með því að reyna á
þanþol látbragðsleiksins og gera
eins ögi'andi tilraunir með formið og
hugsast getur. Með Poodle heldur
hann þessum tilraunum sínum
áfram og hér hefur hann fengið til
liðs við sig leikarana Lars Knutsson
og Eline Borberg, leikstjórann Hel-
le Fuglsang og tónlistarmanninn
Rúnar Þór Magnússon sem einnig
gerði tónlistina í Tanker.
Sviðsmyndin er örlítil íbúð sem er
í yfirstærð og þegar komið er inn í
sýningarsalinn hangir Lars Knuts-
son sem púðluhundur uppi í loftinu
með gapandi andlit og starandi
augu. Inn á sviðið kemur svo hund-
eigandinn, sem Kristján leikur,
dragandi mat í búið (niðursoðnir
tómatar) með svo miklum persónu-
töfrum og leikhæfileikum að hann
fangar strax hjörtu áhorfenda.
Hann losar hundinn niður úr loftinu
og við taka öflugar og spennu-
þrungnar senur þar sem maðurinn
reynir að temja hundinn, leika við
hann og eyða tilverunni með honum.
Hið grátbroslega við þetta allt sam-
an er djúpt skilningsleysið sem ríkir
á milli manns og hunds. Það er eins
og þeir geti ekki séð neitt með sömu
augum og tilvera hvors þeirra er
hinum framandi.
Firring, er orðið sem lýsir best
sambandi þeirra, en ekki aðeins því,
heldur einnig sambandi leikaranna
við áhorfendur. Við fyrstu sýn er
eins og lífi mannsins sé gert skil út
frá sjónarhorni hundsins og lífi
hundsins út frá sjónarhorni manns-
ins. Sú skýring dugir þó skammt,
því að sjónarhornið á þessar aum-
ingjans lífverur er svo framandi að
svo virðist sem um sé ræða sjónar-
horn einhverrar ómennskrar veru
sem horfir á athafnir manns og
púðlu án þess þó að botna upp né
niður í þeim.
Ekki er það til að minnka spaugi-
lega fjarlægðina á manninn og
hundinn hans, að inn í sýninguna
koma rof þar sem þeir fara hver fyr-
ir sig upp á eins konar tískusýning-
argöngubrú í formi færibands og
rödd kemur að ofan með framburð
vísindalegrar hlutlægni sem lýsir
þeim líkt og í dýralífsþáttum sjón-
varpsstöðvanna. Þannig er maður-
inn skilgreindur sem „alæta í sí-
felldri leit að öryggi og
tilfinningalega óstöðugur". En
hvaðan kemur þessi rödd? Hún er
varla mennsk þó að hér sé lesið á
mannamáli, því að í sýningunni
tekst að skapa svo mikla grundvall-
arendurskoðun á manninum og lífi
hans að hann er orðinn áhorfendum
jafnframandi og hundurinn.
Innrás kvendýrsins
Tónlist Rúnars Þórs á mikinn
þátt í að skapa og viðhalda þessari
tilfinningu um framandgervinguna
og skilningsleysið á sviðinu. Um er
að ræða raftónlist sem byggir á
vissri eyðileggingarfagurfræði þar
sem rafræn tölvuhljóð eru þjöppuð
og teygð, skorin, beygð og blönduð.
Tónlistin getur verið bæði óendan-
lega falleg en þó fullkomlega óþol-
andi í stöðugri árásargirni sinni inn
í vitund áhorfandans. Þar sem lát-
bragðsleikur er án orða og talað er
með líkamanum sjálfum er það djörf
ákvörðun að nota svo óhlutbundna
tónlist í verkinu, því hún vísar ekki
til neinna sögulegra né tilfinninga-
legra staðreynda sem skýrt gætu
hvað er að gerast á sviðinu. Þar
liggur einmitt styrkur hennar í
þessu samhengi. Þó kemur fyrir í
leikritinu að gamall kántrý-slagari
er tekinn og honum misþyrmt af
Rúnari með þeim afleiðingum að úr
verður stórkostlega fyndin sena þar
sem hið mannlega fær endanlegan
dauðadóm.
Hápunktur stykkisins er þegar
kona kemur inn í líf þeirra félaga
eins og árás utanfrá og stokkar upp
öllu því lífsmynstri, siðum og venj-
um sem þeir höfðu komið upp. Hold-
mikil konan æðir um íbúðina og
borðar allt ætt sem hún finnur og
birtist eins og framandi hlutur sem
er bæði viðfang girndar karldýrsins
en um leið ógn sem honum stafar
hætta af. Leikurinn verður kynferð-
islegur þar sem maður og hundur
keppast um athygli konunnar sem
sjálf er fullkomlega meðvitundar-
laus um veru sína. Þeir verða af-
brýðisamir eða hræddir og hoppa
hvor upp um annan með miklum lát-
um og hraða. Hitað hafði verið upp
fyrir þessa senu með mögnuðum
einleik Kristjáns þar sem hann naut
ásta með venjulegum eldhússtól en
með innrás kvendýrsins verður allt
vitlaust þar sem leikurinn verður
ástríðufullur, nánast ofbeldisfullur
og færist að mörkum þess líkam-
lega.
Hið mennska f hundinum
Með Poodle hefur Kristján Ingi-
marsson sýnt og sannað að hann er
stórkostlegur látbragðsleikari með
gífurlega fágun í líkamstjáningu og
fíngerðan húmor. Þó hefur hann
ekki síður sýnt að hann er listamað-
ur sem þorir að stíga skrefið til fulls
og reyna á þol leikhússins í heild
sinni, bæði á áhorfendur og sjálft
listformið. Samvinna þeirra Rúnars
skapar gífurlega sterka heild og er
hljóðheimur verksins mikilvægur
hluti af niðurstöðu þess. Lars
Knutsson er einnig spennandi leik-
ari, en hann nýtur sín ekki á sama
hátt og Kristján þar sem hann, af
einhverjum ástæðum, er með and-
litið glennt upp út alla sýninguna og
getur því ekki tjáð sig með andlit-
inu. Andlitið er vitaskuld eitt mikil-
vægasta tæki látbragðsleikarans og
hér er hugsunin líklega sú að stuðla
að enn meiri fjarlægð við dýrið. En
hafa hundar ekki svipbrigði? Ein
sterkasta hlið sýningarinnar gengur
nefnilega út á að skoða hið mennska
í hundinum og hið dýrslega í mann-
inum og sameina þessa þætti á plani
þar sem lífveran (við erum komin
handan manns og hunds) er sýnd
sem leitandi að öryggi og tilfinn-
ingalegri ró en verandi í kroppi sem
er drifinn áfram af óstjórnlegri
girnd. Það eru þessar andstæður
sem mynda togstreituna og fárán-
leikann er einkennir öll samskipti
leikritsins. Hugmynd Kristjáns að
skoða tilvist mannsins út frá þessum
sjónarhóli veitir áhorfandanum
gífurlegt magn af hráefni til heim-
spekilegrar umhugsunar um lífið og
tilveruna, ást og hatur, gleði og
sorg, út frá vinkli sem er óvenjulega
frumlegur og skemmtilegur.
Leikritið Poodle er sýnt í Kanon-
hallen í Kaupmannahöfn til 26. febr-
úar og þann 28. og 29. febrúar á
Entré Scenen í Árósum.
Guð bjargi
STÚLKAN á myndinni skoðar hér
málverkið Sáðmaðurinn eftir rúss-
neska listamanninn Ilya Glazunov.
Sáðmaðurinn er eitt fjölmargra
nýrra verka eftir Glazunov sem eru
til sýnis í Sankti Pétursborg þessa
Reuters
Rússlandi
dagana. Sýningin, sem var opnuð á
þriðjudag, nefnist Guð bjargi Rúss-
landi og má í nokkrum myndanna
kenna þjóðþekktar persónur á borð
við Borís Jeltsín, fyrrum Rússlands-
forseta.
Sigga á Grund sýnir
í Galleríi Garði
NU stendur yfir sýning útskurð-
arlistakonunnar Siggu á Grund,
Sigríðar J. Kristjánsdóttur, í
Galleríi Garði, Miðgarði, á Sel-
fossi.
Sigga á Grund er fædd í Vill-
ingaholti í Villingaholtshreppi og
ólst þar upp, en býr nú á Grund í
sömu sveit. Hún byrjaði ung að
sækja í smíðahús föður síns og
bróður og um fimm ára aldur var
hún komin með blaðbrotna hnífa
í hendurnar og farin að tálga
hesta úr spýtukubbum, en í
fréttatilkynningu segir að hestar
hafi ávallt verið henni hugleiknir
í verkunum og umgengni hennar
við þá orðið henni hvatning til
betri sköpunar. Þegar Sigga var
12 ára seldi hún fyrsta verk sitt
og linnulaust siðan skorið út
ýmsa muni eftir pöntunum. Hún
vinnur aðallega úr viði en einnig
úr horni, beini og fleiri cfnum.
Sigga er sjálfmenntuð í list-
sköpun sinni utan vetrardvalar
við City & Guild of London Art
School, þar sem hún hlaut mikið
lof gagnrýnenda fyrir útskurð
sinn. Einnig hefur hún sótt: nám-
skeið í skúlptúr í Bretlandi. Sl.
sumar vann hún svo í listamið-
stöðinni Straumi og sést árangur
þeirrar vinnu á sýningunni. Sigga
hefur einnig tekið þátt í mörgum
samsýningum á ferli sínum og
hlotið margar viðurkenningar, en
sýningin í Miðgarði er hennar
fyrsta einkasýning.
Sýningin er opin á opnunar-
tima verslana Miðgarðs, laugar-
daga frá kl. 10-18. Auk þess
verður opið sunnudagana 20. og
27. febrúar kl. 12-19. Sýningunni
lýkur 15. mars.