Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 31
LISTIR
Judi Dench í hlutverki Elísabetar I í kvikmyndinni
Ástfanginn Shakespeare.
Rósin reist við
Reuters
London. Morgunblaðið.
LEIKKONAN Judi Dench sér nú
fram á, að draumur hennar um
endurbyggingu Rósarinnar, leik-
hússins, sem Shakespeare skrifaði
fyrir og lék í, kunni að rætast.
Judi Dench lék Elísabetu I í
kvikmyndinni Ástfanginn Shake-
speare og fékk Óskarsverðlaunin
fyrir. Til kvikmyndarinnar var
gerð lcikmynd af Rósinni og segir
The Times, að Dench hafi hrifist
svo af henni, að hún lagði hart að
framleiðandanum David Parfitt að
láta ekki taka hana niður. Það var
þó gert, en fyrir hennar orð var
leikmyndin ekki rifín, heldur sett í
geymslu í gámum. Sjálf fór Dench
að leita leiða til þess að nýta leik-
húsið með einhverjum hætti.
Nú hefur henni tekizt að vekja
áhuga annarra á framkvæmdinni
og leikhúsinu hefur verið valinn
staður á horni Islington Green og
Essex Road í Norður-London, þar
sem áður var Sam Collins tónlist-
arhöllin, en sjóður kenndur við
hana hefur ákveðið að leggja fé til
þess að Rósin rísi aftur.
The Rose var opnuð 1587 og
vinsældirnar urðu til þess, að tólf
árum síðar tók The Globe til
starfa. Síðarnefnda leikhúsið hef-
ur verið endurreist og leifar The
Rose fundust við framkvæmdir á
suðurbakka Thames fyrir nokkr-
um árum og eru nú varðveittar.
Ekkert þak er á The Globe og því
er leikhúsinu lokað á vetrum. Hins
vegar er ætlunin að setja glerþak
á The Rose, þannig að það geti
verið opið allt árið um kring.
Gömlu góðu lögin
TOJVLIST
K ó r t« n I e i k a r
HAMRAHLÍÐARKÓRINN
undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur í Karlakórshúsinu Ými. Sungin
voru íslensk kórverk frá fyrri hluta
aldarinnar. Tónleikaröð Tón-
skáldafélagsins og Reykjavikur,
menningarborgar 2000. Mánudag-
skvöld kl. 20.30.
KÓRSÖNGSLÖG fyrri hluta aldar-
innar eru annarri íslenskri tónlist
fremur rótgróin í þjóðarsálinni.
Mörg þeirra tilheyra trúlega því sem
þjóðin upplifir sterkast sem hluta af
sameiginlegum arfi. Ættjarðarlög,
náttúrustemmningar, vögguvísur og
gleðikvæði eru meðal þessara laga,
sem hvert mannsbarn kann, eða að
minnsta kosti þekkir. Útgáfa Sigfús-
ar Einarssonar á íslensku söngva-
safni og metnaðarfull kórverkaút-
gáfa Þórðar Kiistleifssonar á
Ljóðum og lögum áttu sinn þátt í að
elstu íslensku sönglögin héldu velli
og lifðu. Kórarnir voru ekki margir
hér á fyrri hluta aldarinnar, en nógu
margir til að viðhalda þeirri hefð sem
var í mótun. Nú í aldarlok er sannar-
lega verðugt að líta til upphafsins;
rifja það upp sem tónskáldin voru að
spá og spekúlera á þessum árum. Sú
leið var farin á þessum tónleikum að
flutt voru mörg þau lög sem best eru
Þórhallur Magnússon
Úr sýningu Kristjáns Ingimundarsonar, Poodle, sem er á Ijölunum Kaupmannahöfn þessa dagana.
Hláturgas til Sjúkrahúss Akraness
FARANDSYNINGIN Hláturgas,
læknaskop frá vöggu til grafar, verð-
ur opnuð á Sjúkrahúsi Akraness á
morgun, föstudag, kl. 15.
A sýningunni er að finna fjölda
skopteikninga eftir innlenda og er-
lenda höfunda, en af íslenskum
teiknurum má nefna Þorra Hrings-
son, Hallgrím Helgason, Brian Pilk-
ington, Gísla Ástþórsson og Halldór
Baldursson. Efnið er ýmist gamalt
Kópavogs-
skáldin í
Gerðarsafni
KÓPAVOGSSKÁLDIN
Helga K. Einarsdóttir, Val-
gerður Benediktsdóttir og
Þórður Helgason lesa ljóð og
sögur eftir sig og aðra og
Þórhallur Gunnarsson leikari
les sögu eftir móður sína,
Guðríði Lillý Guðbjörnsdóttur
í kaffistofu Gerðarsafns í dag,
fimmtudag, kl. 17.
Það er Ritlistarhópur
Kópavogs sem stendur fyrir
dagskránni og er aðgangur
ókeypis.
eíkLéiúa-
tií: Barbour vuíí|GLLúlu
L .\.U. '['• L2U U-'_’_S"Vc2--‘C LlLl’
Sendum samdægurs í póstkröfu
þekkt í bland við önnur lítið sem ekk-
ert þekkt. Óneitanlega gefur það
nýja sýn á fortíðina að heyra vinsælu
lögin meðal þeirra sem að jafnaði
heyrast ekki. Maður hlýtur að spyrja
sig hvers vegna þau sjaldheyrðu hafi
horfið í skuggann; var það vegna
þess að þau voru verri, of erfið í
flutningi, - eða hurfu þau bara í
glatkistuna af öðrum ástæðum?
Hvert og eitt hinna „gleymdú1 laga á
sér sína sögu og sínar ástæður fyrir
því að hafa „gleymst“.
Upphafslag tónleikanna var Lof-
söngur eftir Helga Helgason, einn af
frumherjum íslensks tónlistarlífs um
og upp úr aldamótum. Hamrahlíðar-
kórinn stillti sér upp í hring með-
fram veggjum sexstrends salar Ým-
is, utan um áheyrendasvæðið, og
söng þannig þetta fyrsta lag tónleik-
anna. Lag Helga, við 150. Davíðs-
sálm hljómaði fallega í hvelfingu
nýja Karlakórshússins, lagið prýðis
gott og ákaflega vel sungið. Meðal
þekktra kórperla sem kórinn söng
voru ættjarðarlögin Yfir voru ættar-
landi eftir Sigfús Einarsson, Island
ögrum skorið eftir Sigvalda Kalda-
lóns, Islands lag eftir Björgvin Guð-
mundsson, Land míns föður eftir
Þórarin Guðmundsson og Hver á sér
fegra föðurland eftir Emil Thorodd-
sen; allt elskuð lög og margsungin,
sem og gleðisöngvar Friðriks
Bjarnasonar I Hlíðarendakoti og
Abba-labba lá. I sumum þessara laga
fengu tónleikagestir að syngja með,
og var vel tekið undir í salnum. Ólaf-
ur Einar Rúnarsson söng einsöng í
Islands lagi. Ólafur hefm- yndislega
fallega baritonrödd og söng lagið af
mikilli tilfinningu. Þorgerður Ing-
ólfsdóttir kann þá kúnst að gæða
þessi gömlu lög nýju lífi og fersk-
leika, með því að móta þau ekki í
sama form og maður heyrir þau jafn-
an. Hver hending var yfirveguð,
skýrt hugsuð og fallega mótuð,
textaframburður kórsins frábær og
söngurinn músíkalskur.
Þau lög sem einhverra hluta vegna
hafa síður þrifist voru auk Lofsöngs
Helga Helgasonar, Fjallkonan eftir
Sigfús Einarsson, Sandur um kvöld,
fyiir karlakór, eftir Sigvalda Kalda-
lóns, Friður á jörðu eftir Björgvin
Guðmundsson, Kvöldljóð eftir Sig-
urð Þórðarson og lög Hallgríms
Helgasonar Hér sat fugl í gær á
greinum og Þitt hjartans barn. Fjall-
kona Sigfúsar Einarssonar er ris-
mikið lag í anda Fjallkonunnar og
nýtur auk þess þeirrar virðingar að
hafa verið samið fyrir fyrsta kórinn
sem fór utan til að syngja á kóra-
móti, árið 1929. Lag Sigvalda Kalda-
lóns, Sandur um kvöld, kom á óvart í
einfaldri fegurð sinni. Karlar
Hamrahlíðarkórsins sungu það líka
feiknarvel og höfðu bæði dýpt, hæð
og hljóm til að gefa því sannan karla-
kórsblæ. Þetta er lag sem gaman
væri að heyra oftar. Upphafskór
fjórða þáttar óratoríunnar Friðar á
jörðu var dramatískur söngur og
bæn um frið. Gamaldags íslensk
náttúrurómantík Ijóðsins þykir
kannski púkaleg nú til dags blómin á
bala biðja um frið , en vel er hægt að
ímynda sér að hún eigi eftir að ganga
í endurnýjun lífdaga. Kvöldljóð Sig-
urðar Þórðarsonar var undarlegur
söngur. Hann hófst á krómatísku
sólsetri sem gaf væntingar um að
lagið hygðist ef til vill verða krass-
andi og verulega módern, en ein-
hvem veginn varð ekkert úr neinu
og það flökti úr gömlum þreyttum
moll yfir í gamlan þreyttan dúr, án
þess að ná sér nokkurn tíma á strik.
Ekki er vitað með vissu hvort lagið
hefur verið flutt áður, og vera má að
þarna hafi verið um frumflutning að
ræða. Athyglisvert lag engu að síður.
Annað Kvöldljóð Sigurðar, Inn um
gluggann ómur þýður, var sungið
sem aukalag. Samanburður á lögun-
um er því seinna í hag; það er mun
betri tónsmíð og heilsteyptari að öllu
leyti. Lag Hallgríms Helgasonar
Hér sat fugl í gær á greinum hefur
heyrst af og til í Útvarpi, en afar
sjaldan á tónleikum. Þetta prýðilega
lag verðskuldar engan veginn að
falla í gleymsku. í mótettunni Þitt
hjartans barn, byggðri á sálmalag-
inu Grátandi kem ég nú, Guð minn til
þín, leitar Hallgrímur aftur til stíl-
brigða átjándu aldar tónskálda. Ein-
hvern veginn nær tyrfinn fúgukafl-
inn ekki sambandi við látlausa og
fallega útsetningu sálmalagsins, og
mótettan loðir ekki saman fyrir vik-
ið. Allt um það, - Hamrahlíðarkórinn
söng þetta sem annað á þessum
ágætu tónleikum af innileik og skín-
andi listfengi.
Bergþóra Jónsdóttir
eða unnið sérstaklega fyrir Hlátur- Medisinsk Humor). Sýningin er í
gasið. Hláturgas er unnið í samstarfi boði Glaxo Wellcome á Islandi og fer
við íslandsdeild Norrænna samtaka frá Akranesi til Sjúkrahúss ísafjarð-
um læknaskop (Nordisk Selskap for ar 24. mars.
o‘aimir
j ..... j ... j r \ f
70
afsláttur af ljósum
Kastari
Viðarkastari
með gyllingu
Fyrir spegilperu
1.895 kr.
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is