Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Fullveldið og aðild að ESB HANNES Jónsson, fyrrverandi sendi- herra, skrifar greinar um Evrópusambandið í Morgunblaðið 25. janúar og 8. febrúar um fullveldi aðildar- ríkja Evrópusam- bandsins og hugsan- legan kostnað íslend- inga af þátttöku í sam- starfinu. í greinunum kemur fram grund- vallarmisskilningur á þýðingu aðildar að Evrópusambandinu. Hannes lýsir Evrópu- sambandinu sem þröngum svæðasam- tökum sem sé byggt á því að aðild- arríkin fórni fullveldi sínu til „fjar- lægs yfirríkjavalds" frá Brussel „eins og íslendingar lutu konungsvaldinu frá Kaupmannahöfn“. Þessar fullyrðingar eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Samstarf fullvalda ríkja Samstarf aðildar- ríkja Evrópusam- bandsins er samstarf fullvalda ríkja. Aðildarríkin eru 15 talsins en 13 ríki til viðbótar hafa sótt um aðild og formlegar við- ræður eru hafnar við 12 þeirra. Aðildarríkin ákveða sjálf til hvaða sviða sam- starfið nær og hvernig því er hagað. Þjóðréttarleg staða ríkjanna breyt- Þórunn Sveinbjarnardóttir ESB Mikill meirihluti kjós- enda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, segir Þórunn Svein- bjarnarddttir, er fylgj- andi aðildarumsókn. ist ekki við aðild og það er sannar- lega enginn konungur í Brussel sem sendir snærisþjófa í Danmörku til vistunar í kjallara Charlemagne- byggingarinnar í „kongsins Brux- elles“. Ráðherraráðið, þar sem ráð- herrar aðildarríkjanna hittast, er Paradís í Reykjadal REYKJADALUR, sumarbúðir Styrktar- félags lamaðra og fatl- aðra í Mosfellsdal, er í tæplega hálftíma akstri frá Reykjavík. Aðstað- an í Reykjadal er ein- stök. Sundlaug, íþróttahús og svefn- skálar eru meðal ný- legra mannvirkja sem prýða stóra lóð sumar- búðanna. Sundlaugin er án efa vinsælasta af- þreying gesta í Reykja- dal en Mosfellsdalurinn er yndisleg sveit, nátt- úran og umhverfið bjóða upp á endalausa dægradvöl og ófáir krakkar hafa farið í fjallgöngur og sullað í lækjunum í dalnum. Líkt og í öðrum sumarbúðum er í Reykja- dal lögð áhersla á gleði og grín, leiki, söng, föndur, sund, hestamennsku, bátsferðir og gönguferðir svo eitt- hvað sé nefnt. En ólíkt flestum sum- arbúðum er í Reykjadal einnig séð um aðhlynningu fatlaðra barna og unglinga og nálægðin við þéttbýlið, og þ.a.l. læknisaðstoð, einn af helstu styrkleikum staðarins. Eins og allir vita sem eitthvað þekkja til sumarbúða á fyrst og fremst að vera gaman í sumardvöl. Og það er gaman í Reykjadal. Reykjadalur veitir hvíld og tilbreyt- ingu frá daglegu amstri og sú þjón- usta sem þar er veitt er einstök. Gestir þurfa ekki að koma með að- stoðarmann með sér heldur tekur ungt, áhugasamt starfsfólk á móti hverjum hópi og vinnur með gestum að því að gera hvern dag eftir- minnilegan. Aldrei er litið á fötlun sem hindr- un heldur eru atburðir aðlagaðir að hæfni hvers og eins. Síðastlið- in ár hefur gestum far- ið sífjölgandi, um 60 börn og unglingar komu í sumardvöl í Reykjadal árið 1990 en árið 1999 voru gestir um 180 á öllum aldri. Margir hafa lagt hönd á plóg til að gera starfsemi Reykjadals mögulega, Kvennadeild Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra hefur reynst staðnum dýrmætur bakhjarl og meðlimir hennar hafa í gegnum tíðina styrkt Reykjadal með mörg- um góðum gjöfum og mikilli sjálf- boðavinnu. Kiwanisklúbburinn Við- ey hefur einnig tekið Reykjadal upp á arma sína. Þessi tvö sjálfboðafélög og allir þeir fjölmörgu einstaklingar sem hafa lagt Reykjadal lið í gegnum tíðina eiga miklar þakkir skildar. En nú er svo komið að þrátt fyrir sjálf- boðaaðstoð sér Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra sér ekki lengur fært að reka Reykjadal á sömu forsend- um og áður. Alla tíð hefur kostnaði við rekstur sumarbúðanna verið haldið í lág- marki en engu síður hefur ekki tek- ist að reka staðinn hallalaust. Þar sem að talað hefur verið fyrir dauf- um eyrum stjórnvalda undanfama Sumarbúðir Sumarbúðir fatlaðra barna og unglinga ættu ekki, að mati Rósu Magnúsdóttur, að verða útundan í góðærinu. mánuði er nú svo komið að Reykja- dalur neyðist til að skera þjónustu sína niður um rúmlega helming. Þetta þýðir að án frekari fjárveitinga munu um 100 börn og unglingar ekki lengur eiga kost' á sumardvöl í Reykjadal. Fyrir stóran hluta þeirra var Reykjadalur eina tilboðið um sumarafþreyingu. Ég skora á velunnara Reykjadals að láta í sér heyra. Sumarbúðir fatl- aðra barna og unglinga ættu ekki að verða útundan í góðærinu og því verður að beita viðeigandi valdhafa þrýstingi. Gleði, hlýja, innilegheit og einlægni eru allt orð sem lýsa and- rúmsloftinu í Reykjadal. Sem starfs- maður Reykjadals í tæp 10 ár hef ég heyrt óteljandi lofræður um staðinn og starfsemina og ég veit hversu stórt pláss Reykjadalur skipar í hjörtum skjólstæðinga og fjöl- skyldna þeirra. Það er ekki að ástæðulausu að oft hefur verið talað um paradís í Reykjadal. Höfundur starfaði í Reykjadal frá 1990 til vors 1999. Rósa Magnúsdóttir M ÉL€£1© uppþvottavéLin - einstök hnífaparagrind efst: í vélinni. - hljó>Látari en f!ú hef>ir flora> a> vona. - afkastar 20% meira en sambærilegar vélar. I tilefni af 100 ára afmæli Miele hafa Eirvik og Miele ákveðið að efna til happadrættis. í verðlaun er hinn glæsilegi Mercedes- Benz A-lína frá Ræsi. I Mercedeí Btn/ A-lflta fir til htppins kaupondo Mitl* htimilisUekis. looo EIRVIK, Miele 5uðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavík - Sími 588 0200 - www.eirvik.is valdamesta stofnun ESB og er sá vettvangur þar sem aðildarríkin gæta hagsmuna sinna. Ráðið fer með löggjafarvald í ESB, ásamt Evrópuþinginu, undirritar samn- inga við önnur ríki og samtök og samhæfir stefnu og aðgerðir aðild- arríkjanna í þeim málaflokkum sem ríkin hafa ákveðið að samstarfið nái til. Öll aðildarríkin eiga einn full- trúa í ráðherraráðinu, óháð íbúa- fjölda. Aðildarríkin afsala sér ekki fullveldi sínu heldur nota fullveldi sitt til að ná sameiginlegum markmiðum í samstarfí við önnur ríki sem deila sömu grundvallar- sjónarmiðum. Hannes segir m.a. að „staða okk- ar sem aðilar að EES er þó sjálf- stæðari heldur en aðildarríkja Evrópusambandsins". í hnotskurn gefur EES-samningurinn Islend- ingum, Norðmönnum og Liechten- steinbúum aðgang að innri markaði sambandsins gegn því að við sam- þykkjum þær leikreglur sem aðild- arríki ESB koma sér saman um. ísland hefur engan atkvæðarétt og getur ekki sett fram eigin tillögur. Ef Alþingi samþykkir ekki reglur ESB fellur viðkomandi hluti EES- samningsins úr gildi (sbr. 112. grein EES-samningsins) og Islandi er ýtt út úr þeim hluta innri markaðarins. Hans Petter Graver, prófessor í Evrópurétti, lýsti þessu ástandi ágætlega í grein þar sem hann segir að „hið formlega fullveldi sem EES-samningurinn gefur okkur [Norðmönnum] er blekking á sama tíma og þau raunverulegu áhrif sem hann veitir okkur í þeim málaflokk- um sem hann tekur til eru mikið minni en áhrif ESB-ríkjanna“ (Dagbladet. 5. júlí 1999). Gamaldags þráhyggja Hannes ræðir um „þráhyggju gamaldags krata“ sem tala fyrir að- ild Islendinga að Evrópusamband- inu. Staðreyndin er sú að leita þarf með logandi Ijósi að stjórnmála- flokki í Evrópu sem ekki styður Evrópusambandsaðild síns ríkis. í öllum Evrópuríkjum utan íslands standa hægriflokkar og flokkar jafnaðarmanna sameinaðir um aðild að ESB. Það er ekki eftirtektarvert að nokkrir stjórnmálamenn innan Samfylkingarinnar hafi í áranna rás talað fyrir aðildarumsókn, held- ur hitt að Samfylkingin og Sjálf- stæðisflokkurinn skuli ekki tala einum rómi fyrir aðild að samtökum sem halda á lofti merkjum frjálsra viðskipta og félagslegs réttlætis í álfunni. Það hefur hins vegar komið í hlut formanns Framsóknarflokks- ins að opna Evrópuumræðuna fyrir hönd ríkisstjórnar Islands. Samkvæmt skoðanakönnunum styður meirihluti Islendinga aðild- arviðræður og mikill meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi aðildarumsókn. Fyrir þvi eru aug- ljósar og gildar ástæður sem frjáls- lyndir stjórnmálamenn og kjósend- ur um alla álfuna hafa fylkt sér um. Höfundur er þingkona fyrir Sam- fylkinguna í Reykjaneskjördæmi. Fullnægjandi kennsla er frumkrafan BÁG fjárhagsstaða ýmissa deilda Háskóla Islands hefur verið í brennidepli undanfar- ið. í þeirri umræðu hafa kennarar og starfslið Háskólans einkum látið til sín taka. Deilt hefur verið um gildi reiknilíkans- ins sem ákvarðar fjár- þörf skólans út frá þreyttum, þ.e. lokn- um, einingum og deili- líkansins sem notað er til að úthluta deildun- um viðeigandi fjár- magni. Ætla mætti að þær fjárhagslegu ógöngur sem Há- skóli íslands stendur frammi fyiár Ef kennslan er vita gagnslaus, segir Sif Sigmarsdóttir, er að- staða fyrir nemendurna óþörf þar sem menntun þeirra er einskis virði. láti hinn almenna háskólanema al- gerlega ósnortinn. Viðbrögð nem- endanna hafa verið lítil. Virðist sem margir þeirra telji aðeins um launa- deilu kennara vera að ræða. Slíkt sjónarmið er þó einföldun. Þýðing landamæra og tollmúra minnkar stöðugt og samskipti ein- staklinga af ólíku þjóðerni aukast að sama skapi. Heimurinn fer óðum minnkandi. Háskóla Islands er gert að standast alþjóðlegan samanburð. Ef Háskóli íslands ætlar að kalla sig háskóla verður kennslan að fylgja ákveðnum staðli, gæði hennar verða að jafnast á við aðra háskóla. Með gæðum kennslu er átt við að nemandanum standi til boða viðun- andi fjöldi námskeiða sem hann get- ur valið á milli, að hæfur og metnað- arfullur kennari sjái um leiðsögnina, kennsluefni sé eins og best verður á kosið og síðast en ekki síst að kennslustundir séu eins margar og þörf er á. Nú þegar fjárhags- vandann ber að hönd- um er það vandkvæð- um bundið að halda þeim staðli sem nem- andi við háskóla á rétt á. Námskeið sem auglýst hafa verið í námsskrá eru felld nið- ur, bent er á að ódýrara sé að fela minna menntuðum einstakl- ingum kennsluna og dregið er úr tímasókn. Þetta er óvið- unandi. Tími er kominn til að nem- endur geri sér grein fyrir að hér er ekki aðeins um vandamál kennara við Háskóla íslands að ræða. Nem- endur Háskólans eiga rétt á að há- skólamenntun þeirra standist sam- anburð við menntun annarra úti í hinum stóra heimi. Baráttan um bætta kennslu hefur fallið í skugg- ann af deilum um aðstöðuleysi nem- enda, slæman tölvukost við Háskól- ann, LÍN og svo mætti lengi telja. Allt eru þetta verðug málefni. Forgangsraða ber þó baráttumálun- um. Ef kennslan er ekki samboðin stofnun sem kallar sig háskóla, hvaða máli skiptir það þá hvort húsakostur sé fullnægjandi og hús- búnaður og tölvur uppfylli ýtrustu kröfur? Ef kennslan er vita gagns- laus er aðstaða fyrir nemendurna óþörf þar sem menntun þeirra er einskis virði. Kennurum og nem- endum ber að taka höndum saman þar sem um sameiginleg markmið er að ræða. Ómögulegt er að sann- færa stjórnvöld um að menntun er fjárfesting sem skilar sér fyrr en við trúum því sjálf. Þegar tímasókn námskeiðs er skorin niður um helm- ing eða kennsluefni minnkað ber nemendum háskóla ekki að fagna, heldur að sameinast og krefjast þess sem þeim ber. Nám er vinna. Höfundur er nemandií sagnfræði og fslensku við Háskóla Islands. Sif Sigmarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.