Morgunblaðið - 17.02.2000, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 35
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TUNGAN, MENN-
INGIN OG FJÖL-
BREYTNIN
PRESTUR innflytjenda, Toshiki Toma, sagði í grein
hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu að sumir íslend-
ingar dýrkuðu tungumálið eins og Guð og kallaði það
skurðgoðadýrkun. Þótt ekki sé rétt að hvetja til skurð-
goðadýrkunar þá færi betur á því að fleiri Islendingar
bæru virðingu fyrir tungu sinni. Það er til að mynda auð-
velt að missa trúna á framtíð íslenskunnar þegar hlustað
er á sumt það sem malað er í ljósvakamiðlunum. Vond mál-
beiting er algeng þar og líka málfátækt og málleti. Orða-
forða skortir sem oft er reynt að bæta fyrir með erlendum
slettum, jafnvel heilu setningarnar eru hafðar yfir á
ensku. Það er og mál manna sem kenna við háskólastofn-
anir landsins að þekkingu ungmenna á íslenskri tungu fari
mjög hrakandi og raunar hafa samanburðarrannsóknir
sýnt þróun í þá átt.
Sumir segja að áhyggjur af málfari unga fólksins séu
óþarfar, menn hafi alltaf bölsótast yfir því að ungmenni
töluðu vont og jafnvel óskiljanlegt hrognamál en í raun
væri þetta einungis eðlileg gerjun sem skilaði sér á endan-
um inn í málið og auðgaði það. Á það ber hins vegar að líta
að gríðarlegar breytingar hafa orðið á umhverfi okkar
undanfarin ár. Tækniþróun hefur gert það að verkum að
áreiti erlendis frá er meira en nokkru sinni fyrr. Sá heimur
sem ungt fólk hrærist nú í er alþjóðlegur sem gerir það að
verkum að það er að mörgu leyti auðveldara og þægilegra
að falla inn í fjöldann en að rækta sérkenni sín, svo sem
þjóðtungu og -menningu. Sökum þessa verður það æ mik-
ilvægara að spyrna við fótum og leggja áherslu á verndun
tungunnar.
Til marks um breytt umhverfi okkar er að Svíar og fleiri
Evrópuþjóðir sem hingað til hafa ekki haft miklar áhyggj-
ur af stöðu tungu sinnar telja nú fulla ástæðu til að bregð-
ast við auknum áhrifum ensku í þjóðlífinu. Gaf sænska
málnefndin út yfirlýsingu síðastliðið sumar þess efnis að
lögfesta bæri stöðu sænskunnar þar í landi. Hér horfir
málið öðruvísi við þar sem Islendingar hafa lengi haldið úti
öflugri málverndarstefnu. Hugsanlega er ástæða til að
lögfesta stöðu íslenskunnar, meðal annars til að tryggja að
hún verði það tungumál sem notast er við í skólum lands-
ins að öllu jöfnu. Boð og bönn munu þó duga skammt því
ljóst má vera að flæði erlends sjónvarpsefnis inn í landið í
gegnum gervihnattasjónvarp verður vart stöðvað, né held-
ur notkun á Netinu þar sem enskan ræður einnig ríkjum.
Brýnast er því að laga verndarstefnu okkar að breyttu um-
hverfi, alþjóðavæðingunni og tæknivæðingunni. Það verð-
ur til dæmis gert með því að styrkja gerð íslensks sjón-
varps-, net- og tölvuefnis, einkum þess sem höfðar til
barna og unglinga, en auðvitað fyrst og fremst með því að
efla íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum. ís-
lenskan á og hlýtur að vera grundvallarþáttur í allri
menntun íslendinga. Þannig verður að hafa í huga að öll
kennsla er kennsla í móðurmálinu, eins og menn vissu í
Bessastaðaskóla. Með þessu eru vissulega gerðar miklar
kröfur til kennara og þarf að stuðla að því að þeir geti
mætt þeim.
Það þarf með öðrum orðum að svara áreitinu sem upp-
lýsingabyltingunni fylgir fullum hálsi. Það dugar ekki að
sitja með hendur í skauti og vona að allt fari á besta veg.
Öll arfleifð okkar er í húfi. Með því að sækja fram er hægt
að rækta tilfinningu ungs fólks fyrir móðurmálinu og þar
með menningararfi sínum, halda lifandi áhuganum á því að
varðveita sérstætt og einstakt sjónarhorn okkar á heim-
inn. Án sérstöðunnar myndum við standa uppi raddlaus í
heimskórnum, það skiptir nefnilega ekki máli hversu vel
við tölum erlend tungumál ef við höfum ekkert sérstakt
fram að færa.
Þetta var í raun það sem Toshiki Toma vildi að Islend-
ingar hefðu í huga þegar þeir fjölluðu um tungumálakunn-
áttu innflytjenda. Töluvert hefur verið rætt um mikilvægi
þess að innflytjendur hljóti góða kennslu í íslenskri tungu.
Tungan er lykillinn að samfélaginu og engin von til þess að
útlendingur sem sest hér að geti aðlagast og orðið virkur
þjóðfélagsþegn nema hann nái sæmilegu valdi á henni. Um
þetta eru allir sammála. Toma benti hins vegar á að ein-
stakt og fjölbreytt sjónarhorn innflytjenda á íslenskt
þjóðfélag skipti meira máli en hvort þeir geta lýst því á
góðri eða nánast lýtalausri íslensku. Menning nýbúa er
okkur jafn mikill fjársjóður og íslensk menning er heimin-
um. Fjölbreytnin hlýtur að auðga.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra, á viðskiptaþingi Verslunarráðs Islands
Ríkið ekki sýnt gott for-
dæmi í kjaramálum
Gagnverkandi hagsmunir og mismunandi
sjónarmið í sjávarútvegi gera það að verkum
að svo virðist sem engin sátt geti tekist um eitt
eða neitt í þeim efnum nema allir eigi jafnlítið,
að því er fram kom í ræðu forsætisráðherra á
*
viðskiptaþingi Verslunarráðs Islands.
Morgunblaðið/Golli
Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti ræðu á viðskiptaþingi í gær.
s
Ahuffl á breyttu kerfi í fjármögnun sjúkrahúsa að erlendri fyrirmynd
Morgunblaðið/Ásdís
Fjárframlög verði tengd
umfangi umönnunar
Nýtt kerfi við fjármögnun í sjúkrahúsa-
rekstri er að ryðja sér til rúms á Norður-
löndunum og eru Norðmenn komnir einna
lengst í því efni. Jóhannes Tómasson
kynnti sér kerfíð og komst að því að for-
ráðamenn sjúkrahúsanna í Reykjavík
myndu gjarnan vilja sjá það hér.
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð-
herra, sagði í ræðu á við-
skiptaþingi Verslunarráðs
íslands í gær að sáttargjörð
meðal þjóðarinnar um sjávarútvegsmál
yrði að felast í því að þjóðin fyndi með
beinum og óbeinum hætti hvemig auð-
lindin nýttist henni sem best. Það væri
með öðrum orðum ekki hægt að
ímynda sér neina sátt aðra en þá sem
örugglega væri í þjóðarþágu.
„Þegar hagkvæm fiskveiðistjómun
leiðir til verðmætasköpunar sem aftur
leiðir til fjárfestingar á nýjum sviðum
sjávarútvegs er það lagt út á versta
veg. Þegar hagkvæm fiskveiðistjómun
leiðir til verðmætasköpunar sem aftur
leiðir til fjárfestingar á öðram sviðum
en í sjávarútvegi er það einnig sérstakt
umkvörtunarefni. Verst virðist þó vera
ef fé, sem safnast hefur fyrir í öðram
atvinnugreinum, er notað til að fjár-
festa í sjávarútvegi. Hagsmunimir era
svo gagnverkandi og sjónanniðin svo
mismunandi að svo virðist sem engin
sátt geti tekist um eitt eða neitt nema
að allir eigi jafnlítið. Sæl er sameiginleg
eymd, var einhvem tíma sagt. í kjölfar
atburða undanfarinna vikna hafa
reyndar komið fram tillögur sem
myndu stuðla að því hratt og mark-
visst, yrðu þær að veraleika, að hin um-
deildu verðmæti rýmuðu og þrætuepl-
ið hyrfi. Slík sátt eymdaiinnar er þó
vitaskuld ekki eftirsóknarverð, enda
myndi hún ekki vara lengi. Af tvennu
illu tel ég núverandi ósætti vera betra,“
sagði Davíð.
Hann sagði að sér væri ekki Ijúft, en
á hinn bóginn skylt, að viðurkenna að
ríkisvaldið hefði ekki gengið á undan
með góðu fordæmi í kjaramálum.
Reynt hefði verið að beita nýju verklagi
við útfærslu þeirra kjarasamninga sem
þegar hefðu verið gerðir og hefðu
reyndar einir og sér verið skynsamleg-
ir og farin sú leið að láta stofnanimar
sjálfar fylla út í meginrammann. Svo
hefði hins vegar farið að rammarnir
hefðu ekki verið virtir og fjölmargar
stofnanir farið langt út fyrir þær fjár-
heimildir sem löggjafinn hefði ætlað
þeim. Annað sem einnig hefði dregið úr
stemmningunni í aðdraganda kjara-
samninga væra vaxtarverkir vegna ört
stækkandi efnahagslífs þjóðarinnar um
margra ára skeið. Megi þar nefna verð-
bólgukipp og ýmsa yfimýtta fram-
leiðsluþætti í hagkerfinu.
Bráðnauðsynlegt að
kynda ekki undir
„Vonandi draga samningsaðilar
þann lærdóm af stöðunni sem upp er
komin, að nú sé bráðnauðsynlegt að
kynda ekki undir. Þvert á móti þurfi að
verja það kaupmáttarstökk sem laun-
þegar hafa tekið á undanfómum áram,
og leggja grann að áframhaldandi
kaupmáttarbata. Verður að treysta því
að á vettvangi opinberra samninga tak-
ist í þetta sinn að gæta hins sama, þótt
þeir sem þar takast á virðist telja að al-
menn efnahagslögmál eigi síður við í
opinberam rekstri en á almenna mark-
aðnum,“ sagði Davíð.
Hann sagði að verðbólgan hefði sem
betur fer ekki haldið áfram að aukast á
undanfömum vikum, en því fari þó
fjarri að við séum komin fyrir vind í
verðlagsmálum. Þvert á móti þuifi að
gæta sérlega vel að á næstunni. Enn
séu vísbendingar um að olíuverð og
fasteignaverð muni ýta vísitölunni upp,
þótt flestir hafi talið að það væri komið í
hámark.
Þá kom fram hjá forsætisráðherra
að ríkisstjómin væri að undirbúa að
auka enn skattfrelsi lífeyrisspamaðar
til þess að ýta undir almennan spamað
í landinu, en það væri auk nýlegrar
vaxtahækkunar Seðlabankans og víkk-
unar á vikmörkum gengisins hluti sam-
ræmdra aðgerða. Samhliða myndar-
legum afgangi á ríkissjóði og bindingu
fjár með sölu ríkisfyrirtækja væri þess-
um aðgerðum ætlað að slá á verðbólgu-
væntingar og þýðingarmikið væri að
aðrir opinberir aðilar ynnu með en ekki
á móti ríkinu í þessum efnum.
Forsætisráðherra gerði peninga-
stefnuna einnig að umtalsefni og sagði
að atvinnulíf framtíðarinnar í landinu
myndi ætíð bera merki þeirrar
peningastefnu sem rekin væri. Sagði
hann þá skoðun að tengja beri krónuna
evranni hafa ekkert með skynsemi að
gera og að ef evran væri gjaldmiðill hér
væri verðbólga miklum mun meiri en
hún er nú. Innviðir hagkerfis okkar séu
í grandvallaratriðum frábragðnir því
sem er á meginlandinu og sjávarútveg-
ur sé enn undirstöðuatvinnugreinin, þó
fleiri stoðir séu sem betur fer óðum að
styrkjast. Staðbundin áföll hér á landi,
sem aldrei sé hægt að fyrirbyggja full-
komlega myndu þess vegna magnast ef
evran væri hér gjaldmiðill. Þar sem
kaupmáttur gæti ekki minnkað fyrir
meðalgöngu gengis yrði eitt af þrennu
að gerast: í fyrsta lagi að nafnlaun yrðu
lækkuð með handafli, en nánast óhugs-
andi væri að slíkt gengi eftir í lýðræðis-
ríki. í öðra lagi að fjöldi fólks flyttist frá
landinu með tilheyrandi erfiðleikum og
sársauka. I þriðja lagi væri sá mögu-
leiki fyrir hendi að Evrópusambandið
styrkti okkui- um háar fjárhæðir og
tæki okkur þannig að sér.
„Ég geri ekki ráð fyrir að nokkram
þyki þessir kostir vera fýsilegir. Höfum
hugfast, hvað þarf að gilda um tvö eða
fleiri svæði, ef ákjósanlegt á að vera að
nota þar sama gjaldmiðil. Annað hvort
þurfa hagkerfi svæðanna að vera
samstiga um alla fyrirsjáanlega fram-
tíð, eða að fólk flytjist afar auðveldlega
á milli svæðanna, nema hvort tveggja
sé. Velgengni hins bandaríska hagkerf-
is og gjaldmiðils þess byggist meðal
annars á því að staðbundnar uppsveifl-
ur eða niðursveiflur innan Bandan'kj-
anna leiða til þess að fólk færir sig ein-
faldlega á milli, jafnvel um langan veg
innan þessa stóra ríkis, án þess að
þykja tiltökumál, enda býr þjóðin við
eitt tungumál. Þótt íslendingar séu
landkönnuðir í eðli sínu og reyni jafn-
framt að taka vel á móti gestum, sé ég
hins vegar ekki fyrir mér að hversdags-
legt muni þykja að flytja sig frá Turku
til Tálknafjarðar, eða frá Þorlákshöfn
til Þessalóniku, eftir því sem stendur á
fyrir þorski, síld og loðnu. Á hinn bóg-
inn gerir það ríkar kröfur tfi íslenskrar
hagstjómar að búa við sjálfstæða
mynt. Kollsteypur fortíðar og óvarfær-
in meðferð ríkisfjármála er mikil ógnun
og áhætta sem við getum ekki lengur
leyft okkur að taka,“ sagði Davíð.
Hann sagðist margoft hafa sagt að
ekki væri hægt að útiloka aðild íslands
að Evrópusambandinu um ókomna tíð,
ekki síst ef sambandið þróaðist í átt til
opins og náins viðskiptasambands, en í
átt frá pólitísku sambandsríki. „Um
þessar mundir er þó ekkert sem þrýstir
á aðild íslands, enda hneigist samband-
ið nú í þveröfuga átt við okkar hags-
muni. Émbættismannakerfi Evrópu-
sambandsins og sú reglusetning sam-
bandsins sem ekki tengist viðskiptum
og innri markaðinum verður sífellt fyr-
irferðarmeiri í aðildarríkjunum. Æ víð-
feðmara verður hið pólitíska inngrip
sambandsins í þætti sem fram til þessa
hafa verið hluti lýðræðislegs ákvörðun-
arferlis aðildarríkjanna, t.a.m. í skatta-
og velferðarmálum. Smærri ríki sam-
bandsins hafa sífellt minni áhrif á sín
mál og manna færri lykilstöður á veg-
um þess. Hin fljótfæmislegu viðbrögð
ráðherraráðs Evrópusambandsins við
kosningum og stjómarmyndun í Aust-
urríki kristalla vel þessi síauknu af-
skipti og hafa fært þau á nýtt og áður
óþekkt plan. Meginskýringamar sem
utamfidsráðherrar Þýskalands og
Bretlands gáfu á þeirri aðgerð voru
ekki hin ógeðfelldu pólitísku sjónarmið
formanns annars stjómarflokksins í
kynþáttamálum, heldur var áherslan á
að sá væri andvígur stækkun Evrópu-
sambandsins og auknu samranaferli.
Því væri ekki hægt að samþykkja í
Brassel að flokkur hans tæki þátt í rík-
isstjóm í Austurríki."
Aldrei undanþága frá sameigin-
legri sjávarútvegsstefnu
Davíð bætti því við að núverandi og
fyrrverandi leiðtogar ESB hefðu marg-
oft tekið fram við íslenska ráðamenn að
Island myndi aldrei fá varanlega und-
anþágu frá sameiginlegri sjávarútvegs-
stefnu sambandsins. Þá sé enginn fótur
fyrir þeirri fullyrðingu að framkvæmd
ÉES-samningsins gangi ekki nógu vel
og samningurinn sé jafnvel að daga
uppi. „Mér þykir því einsýnt að næstu
ár sé hag okkar best borgið með víð-
tækum viðskiptum og samskiptum við
Evrópusambandið á grandvelli EES-
samningsins. Þannig getum við nýtt
sérstöðu okkar í sjávarútvegi, á vinn-
umarkaði, og að hluta til í skattamál-
um, tii að bæta samkeppnisstöðu lands-
ins. Um leið tel ég kjörið að nýta legu
okkar í miðju Atlantshafi til að treysta
tengslin við Norður-Ameríku samhliða
EES-samstarfinu, og bæta meðal ann-
ars aðgang okkar að sameiginlegum
markaði NAFTA umfram það sem
tollabandalag ESB getur boðið upp á,“
sagði Davíð.
Hann gerði einnig að umtalsefni ís-
lenskan verðbréfamarkað, sem væri
bamungur en í öram vexti. Sífellt fletri
heimili í landinu taki þátt á þessum
markaði þó í mismiklum mæli sé. Það
sé jákvæð þróun sem stjórnvöld hafi
markvisst ýtt undir. Markmiðið sé að
sem stærstur hluti þjóðarinnar eigi
þannig aðild að atvinnurekstri í ein-
hverri mynd. Mikilvægt sé þó að fag-
menn minni leikmenn á að hlutabréf
hækka ekki alltaf í verði heldur lækka
stundum. Varast beri að draga upp þá
mynd af hlutabréfamarkaðnum að
hann sé eins konar eilífðarvél sem sí-
fellt skapi aukinn auð.
Eigum ýmislegt ólært
„Hinn öri vöxtur viðskipta með bréf
af ýmsu tagi hefur einnig leitt í ljós að
við eigum ýmislegt ólært. Ekki þá svo
mjög í flóknum fræðum fjármálanna,
þar er hæfileikafólk okkar fljótt að
læra. Fremur þurfum við að taka á
okkur rögg á hálu svelli freistinganna,
þegar stórar fjárhæðir streyma allt í
kringum okkur og hagsmunasköranin
er hvarvetna. Ég hóf á síðasta ári að
ræða um siðferði á fjármálamarkaði.
Fram kom að tiltekið fyrirtæki ráð-
lagði viðskiptavinum sínum að selja
ákveðin bréf jafnharðan og þau vora
keypt fyrir þá. Ekki er neitt við það að
athuga, heldur hitt að kúnnamir vora
ekki upplýstir um, að það væri fyrir-
tækið sjálft sem ætti lífið að leysa við að
kaupa sömu bréf af þeim eða öðram.
Síðar margfölduðust þessi bréf í verði.
Öll önnur fyrirtæki á markaðnum
höfðu einmitt ráðlagt viðskiptavinum
sínum á gagnstæðan veg en þama var
gert,“ sagði Davíð.
„Þetta var óvenju skýrt dæmi um
vafasama viðskiptahætti. Þó er það
enginn allsherjardómur yfir því fyrir-
tæki. Önnur fjármálafyrirtæki hafa
heldur ekki algerlega hreinan skjöld í
viðskiptasögu sinni. Víða má finna grá
svæði í starfseminni undanfarin miss-
eri. Sú almenna umræða sem átt hefur
sér stað um verklagsreglur, innherja-
viðskipti, undanþágur, upplýsingagjöf
og siðgæði á fjármálamarkaði hefur
staðfest að ekki sjást allir fyrir í fjár-
málavafstrinu. Vonandi leiðir umræðan
til þess að fyrirtækin, og þeir starfs-
menn sem era í lykilstöðu og bera
þyngstu siðferðisbyrðina, hagi störfum
sínum hér eftir þannig að yfir vafa sé
hafið. Hitt væri verra ef afleiðingin yrði
einungis kattarþvottur, vegna ein-
faldra atriða sem í hámæli hafa komist.
Verst af öllu væri ef almennrar tor-
tryggni færi að gæta á markaðnum. Þá
gæti góður árangur og mikil uppbygg-
ing farið fyrir lítið á skömmum tíma,“
sagði hann ennfremur.
HVERT prósent í rekstri yf-
ir 20 milljarða króna
sjúkrahúsakerfis lands-
manna kostar ekki minna
en 200 milljónir króna. Framlög ríkis-
sjóðs til heilbrigðisstofnana hafa auk-
ist talsvert undanfarin ár og virðist
því ómaksins vert að fylgjast vel með
breytingum á hverju prósenti. Víða
erlendis hafa framlög til sjúkrahúss-
þjónustu nú verið tengd sjúklingun-
um sem sjúkrahúsin sinna. Hafa
sjúklingar verið flokkaðir í ákveðna
hópa, kostnaður reiknaður út og
greitt samkvæmt því.
Stjórnendur sjúkrahúsanna í
Reykjavík hafa bent á nauðsyn þess
að kanna hvort fara megi aðra leið í
fjármögnun sem þýtt gæti betri
stjórn á fjármálunum. Þannig sam-
þykkti stjórn Sjúkrahúss Reykjavík-
ur ályktun þess efnis í fyrra og er þar
bent á þá leið að fjármagnið fylgi
sjúklingnum. Þá benti fjárlaganefnd á
það við afgreiðslu síðustu fjárlaga að
kanna þyrfti við afgreiðslu næstu
fjárlaga hvernig breyta mætti fjár-
mögnunarkerfi sjúkrahúsa á íslandi.
Fastar fjárveitingar gallaðar
Fjármögnun sjúkrahúsa hefur hér-
lendis byggst á föstum fjárveitingum
og aukafjárveitingum þegar svo ber
undir að stefnt hefur í halla. Er þá
miðað við rekstrarkostnað nokkurra
síðustu ára og uppfært samkvæmt
verðlagsbreytingum. Gall-
inn við þetta kerfi er sá að
erfitt er að breyta fjár-
framlagi til samræmis við
örar breytingar í sjúki’a-
húsarekstri sem verið
hafa síðustu árin. Sem dæmi um þetta
má nefna að innlögnum á bráðadeildir
sjúki-ahúsanna í Reykjavík hefur
fækkað mjög allt frá 1991 og fram
undir þetta, legudagar era mun færri
og fækkað hefur verið sjúkrarúmum.
Á móti kemur að þjónusta göngu-
deilda hefur aukist þar sem unnt er að
framkvæma ýmsar aðgerðir og rann-
sóknir án innlagnar og hluti þjónust-
unnar hefur flust á læknastofur utan
spítala. Forráðamenn sjúkrahúsa
hafa ítrekað bent á þá staðreynd að
við þessar breytingar hafa mál þróast
þannig að sjúklingar sem leggjast á
spítalana era nú veikari en áður var.
Kostnaður við meðferð hvers sjúkl-
ings hefur því farið vaxandi.
Nefna má einnig sem dæmi að ýms-
ar aðgerðir er unnt að gera með mun
skemmri innlögn en áður var. Sjúkl-
ingurinn er því kominn mun fyrr til
heilsu og getur tekið upp störf sín á
ný. Spítalinn hefur hins vegar kostað
mun meira til, notað dýr einnota efni
við aðgerð og því er hagnaður hans
enginn. Sjúklingurinn og samfélagið
spara en sjúkrahúsið verður að kosta
meira til.
Kostnaður betur skilgreindur
Á síðari áram hefur allur kostnaður
sjúkrahúsa við aðgerðir og meðferð
sjúklinga verið mun nánar skilgreind-
ur. Þannig hafa orðið til upplýsingar
um hvað ákveðnar aðgerðir kosta í
heild, þ.e. aðgerðin sjálf, lega á spítala
eftir aðgerð, lyfjakostnaður og um-
önnun þann tíma. Þessi vitneskja gef-
ur stjórnvöldum og forráðamönnum
sjúkrahúsa betra færi á að fylgjast
með rekstrinum og gerir
þau betur í stakk búin til
áætlanagerðar.
Víða erlendis hefur ver-
ið tekin upp sú skipan á
fjárveitingum til spítala að
sjúklingum er skipt í hópa, kostnaður
við þá reiknaður út og fé til þjónust-
unnar veitt í samræmi við það.
Bandaríkjamenn voru einna fyrstir til
að taka upp þess konar greiningar-
tengda hópa eða sjúkdómaflokkun
eins og hugtakið verður kallað hér. Á
ensku er þessi flokkun kölluð „diagn-
osis related groups“, DRG, og er sú
skammstöfun notuð á Norðurlöndun-
um þar sem heilbrigðisyfirvöld hafa
verið að fikra sig inn á þessa braut.
Nærri 500 flokkar sjúkdóma
Kerfið er í stóram dráttum þannig
að búnir hafa verið til nærri 500 flokk-
ar sjúkdóma og í hverjum þessara 500
eru síðan nokkrir undirflokkar. Þeir
taka einkum til líkamlegra sjúkdóma
en ekki hafa enn verið skilgreindir
flokkar fyrir til dæmis geðsjúkdóma
eða öldranarsjúkdóma. Sjúkrahúsið
skráir greiningu sjúklinga og þjón-
ustu og fær fjárframlög á grundvelli
þessarar skráningar. Gerð er ákveðin
rekstraráætlun sem fjárveitingar árs-
ins byggjast á og síðan era reikningar
gerðir upp í árslok. Miðað er við til-
tekinn sveigjanleika og greiðir
sjúkrahús til baka ef umfang þjónust-
unnar hefur verið minna en áætlanir
gerðu ráð fyrir en fær frekari fjár-
veitingu hafi starfsemin verið meiri.
Ávinningurinn við kerfið er meðal
annars sá að fjárframlögin eru í betra
samræmi við veitta þjónustu, hvorki
of né van. Hægt er að fylgjast mun
nánar með öllum kostnaði og bera
saman kostnað við einstaka þætti frá
einum tíma til annars og meta þróun-
ina og bera sjúkrahúsin saman, inn-
anlands og milli landa.
Hægt er að kanna hvort
notuð era of dýr lyf, hvort
sjúklingar séu sendir í of
miklar rannsóknir og þar
fram eftir götunum.
Meðal galla við kerfið má nefna að
sjúkdómaflokkunin er stundum ekki
nógu sértæk. Þannig gæti þurft að
grípa til ýmissa hliðarráðstafana eða
aðgerða við sjúkling sem aðeins á að
taka úr botnlangann eftir að hann
hefur verið greindur með botnlanga-
bólgu. Vegna vanda sem upp koma í
aðgerðinni eða fylgikvilla gæti því
þurft að sinna sjúklingnum mun
meira og hann því orðið „dýrari“ en
sjúkdómaflokkunarkerfið segir til
um. Nefna má þó að kerfið er að vissu
leyti sveigjanlegt og gerir í ákveðnum
tilvikum ráð fyrir að sjúklingur geti
flust milli flokka. Þá má nefna að
sjúklingaflokkarnir eru mjög misdýr-
ir. Þeir sem þurfa á þjónustu heila- og
taugaskurðlækninga að halda eru til
dæmis sex sinnum dýrari en þeir sem
koma á háls-, nef- og eyrnadeildir.
Talið er að kostnaður við meðalsjúkl- ,
ing hérlendis sé kringum 400 þúsund
krónur.
Taka má kerfið upp í áföngum
í Noregi var ákveðið að taka upp
sjúkdómaflokkunarkerfið árið 1995
og því hrint í framkvæmd um mitt ár
1997. Danir, Svíar og Finnar hafa
einnig verið að taka það í upp. í Nor-
egi var fyrsta árið fjórðungur fjár-
veitinga til sjúkrahúsdeildanna sem
féll undir kerfið með þessum nýju for-
merkjum, 40% árið eftir og í fyrra var
fjárveiting þeirra til helminga föst
fjárveiting en hinn helmingurinn í
samræmi við afköst eftir framan-
greindu kerfi. Segja má því að fjár-
veiting eftir þessu sjúkdómaflokkun-
arkerfi sé því eins konar afbrigði'
þjónustusamnings þar sem samið er
um greiðslur í hlutfalli við tiltekin af-
köst. Talið er að slíkir þjónustusamn-
ingar eigi betur við í rekstri öldrunar-
deilda og hjúkranarheimila.
Síðustu 10 árin hefur sjúklinga-
flokkunarkerfið Medicus verið í notk-
un á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en það
metur hjúkrunarþarfir sjúklinga og
hjúkranarálag á hlutlægan hátt.
Einnig er hægt að tengja saman
hjúkranarþarfir og kostnað. Nýta má
gögn úr þessari sjúklingaflokkun til
að mæla breytingar á álagi og er eink-
um unnt að styðjast við þetta kerfi við
gerð þjónustusamninga á
sviði endurhæfingar og
öldranarlækninga. ,•
Áhugi hjá stóru
sjúkrahúsunum
I samtölum við nokkra forráða-
menn sjúkrahúsanna kom fram að
mikill áhugi er fyrir að sjúklinga-
flokkunarkerfið verði tekið upp hér-
lendis. Er sú skoðun uppi bæði á
Landspítala og Sjúkrahúsi Reykja-
víkur og var komin fram áður en sam-
eining spítalanna var ákveðin. Tals-
verð vinna er þó framundan áður en
hægt er að taka upp kerfið og Ijóst er
einnig að notkun þess fylgir talsvert
umstang og vinna vegna nákvæmrar1'-
og ítarlegrar skráningar. Forráða-
menn spítalanna hafa tjáð þennan
áhuga sinn í ráðuneytum heilbrigðis-
mála og fjármála og bíða viðbragða.
Vonast þeir til að hefja megi af alvöru
undirbúning og jafnvel koma kerfinu
á í einhverjum mæli við gerð næstu
fjárlaga.
Aukin vinna
vegna mikillar
skráningar
Er eins konar
afbrigði þjón-
ustusamnings