Morgunblaðið - 17.02.2000, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Að koma
áóvart
Það er ekkertgaman að vera eins og
hinir ogþví hugðist ég koma konunni
minni á óvart með því aðgefa henni
ekki blóm á Valentínusardaginn. Verst
var að það kom henni ekkert á óvart.
DAGUR heilags Val-
entínusar er nýlið-
inn og konudagur-
inn nálgast eins og
óð fluga. Égverð að
viðurkenna að ég er svo óróman-
tískur (lesist: nískur) að mér kom
ekki til hugar að kaupa blóm,
súkkulaði eða blúndunærföt til að
gefa eiginkonu minni á mánudag-
inn var. Pað er nefnilega ekkert
gaman að gera alltaf allt eins og
allir hinir. En ég bauð henni og
dætrunum hins vegar á skauta á
sunnudaginn!
Ég verð að viðurkenna að ég
man ekki glöggt eftir þessum Val-
entínusi en Bandaríkjamenn
minnast hans víst á hverju ári til
að garðyrkjubændur þar vestra
fari ekki á hausinn. Islendingar
taka auðvitað allt upp eftir út-
lendingum, sem heppnast vel hin-
vntunpr um megin
það að halda
Valentínusar-
daginn hátíð-
Eftir Skapta
Hallgrímsson
legan er vitaskuld orðið ómiss-
andi hér sem annars staðar.
Einnig að leggja sér kalkún til
munns á þakkargjörðardaginn og
veifa bandaríska fánanum 4. júlí.
A Morgunblaðsvefnum, mbl.is,
var auglýst í tilefni Valentínusar-
dagsins: Komdu elskunni á óvart!
Og ég hlýddi auðvitað kallinu með
því að gefa henni ekki blóm.
(Eftir á að hyggja hefði það þó
líklega komið henni meira á óvart
hefði ég gefið henni blóm þennan
dag; hún er nefnilega farin að
þekkja karlinn sinn nokkuð vel.
Hvað um það; ég gæti bætt úr á
sunnu/konu-daginn. Komið henni
- og þá ef til vill ekki síður sjálf-
um mér - á óvart með því að færa
henni eitthvað fallegt á þessum
hátíðisdegi blóma- og súkkulaði-
framleiðenda.)
Konan mín á það nefnilega skil-
ið því hún kom mér á óvart á
bóndadaginn. Hún hefur alltaf
gefíð mér þorramat en hafði ekk-
ert minnst á það núna, lét reynd-
ar í veðri vaka að ekkert yrði úr
því að þessu sinni. Pistilshöfun-
dur spændi því í sig þessar dá-
samlegu, gamaldags íslensku
kræsingar sem bóndadeginum til-
heyra, í matsal Morgunblaðsins í
hádeginu, stóð algjörlega á blístri
og var nánast óvinnufær fram að
kvöldmat, og varð því hreinlega
ekki um sel þegar hann kom í eld-
húsið heima til að narta í eitthvað
létt og við honum blasti borð sem
svignaði undan sviðasultu,
hrátspungum, harðfiski og öðru
tilheyrandi. Svona er sem sagt
hægt að koma á óvart með því að
koma ekki á óvart.
Það er auðvitað skemmtilegra
að koma á óvart en lifa eftir fyrir-
fram ákveðnum formálum. Ég fer
að vísu ekki í sólbað í stórhríð eða
á skauta um mitt sumar á Tjörn-
inni, en það hlýtur að vera róman-
tískara að gleðja konuna sína með
fallegri gjöf alla aðra daga en
þegar útlenskt almanak minnir á
það. Ég vil því færa henni blóm
einhvern tíma þegar engum kæmi
í hug að hvetja mig til þess;
hvorki blómasala né erlendum
auglýsingafrömuðum eða ástar-
sérfræðingum. Svo sem á þjóðhá-
tíðardegi Frakka. Það gæti til
dæmis vel verið að ég gæfi kon-
unni minni blóm eða eitthvað það-
an af fallegra sunnudaginn 5.
mars. Æskulýðsdagurínn stendur
við þann dag í dagbókinni minni.
Konan er bæði ung og falleg og
svo var hún einu sinni í æskulýðs-
félagi Akureyrarkirkju.
Hún er svo grönn og spengileg
að ég ætla að sleppa öllum gjöfum
á bolludaginn en vona samt sem
áður að hún komi ekki á óvart
heldur gefi mér saltkjöt og baunir
á sprengidaginn.
A baráttudegi verkalýðsins, 1.
maí, er hins vegar aldrei að vita
hvað „mínum“ dettur í hug. Kon-
an er nefnilega heimavinnandi.
Ég sé ef til vill um matinn (lesist:
panta pítsu) og vaska upp á eftir.
Svo er það mæðradagurinn, 14.
maí; hann er þess eðlis að ég
skammast mín ekki fyrir að muna
að láta dæturnar vera góðar við
móður sína en 4. júní er hins veg-
ar best að hafa hægt um sig. Ann-
ar afi minn var að vísu lengi á sjó
og ég held því upp á sjómanna-
daginn en konan mín er svo
sjóhrædd að gjöf á þeim hátíðis-
degi yrði að vera annaðhvort sjó-
veikipilla eða svefntafla - og það
þætti líklega heldur órómantískt.
Daginn eftir gæti ég að vísu
strax bætt úr; hún hefur svo gam-
an af því að vinna í garðinum á
sumrin að á alþjóðlegum um-
hverfisverndardegi væri vel við
hæfi að gefa henni til dæmis nýja
skóflu eða handsláttuvél.
Hinnl9. júní má ég svo alls ekki
bregðast. Það er einn þessara „al-
vöru“ daga, af því að nafnið, kven-
réttindadagurinn, er svo fallegt.
Svo er það afmælisgjöfin í ár.
Mig og elstu dótturina hefur lengi
langað í hund en húsbóndinn á
heimilinu (lesist: eiginkonan) hef-
ur aldrei hrifist af þeirri hug-
mynd. Nú er hins vegar lag.
Hundadagar byrja stendur í dag-
bókinni minni á afmælisdaginn
hennar! Það getur ekki verið til-
viljun. Ég trúi nefnilega á allt
svona yfirnáttúrulegt. Ég er naut
og stjörnuspáin mín í Morgun-
blaðinu í gær var svohljóðandi:
„Heima er best. Gleymdu því ekki
þótt margt kalli á í vinnunni.
Gefðu þér samt tíma til þess að
hugsa um heimili þitt og njóta
þess.“ Þess vegna kom ég
snemma heim úr vinnunni í gær
og labbaði út með ruslið.
Ég verð að visu líklega að láta
svæfa hundinn 23. ágúst því þá
stendur Hundadagar enda í dag-
bókinni minni og húsbóndinn
verður eflaust feginn að vera laus
við dýrið. Ég reikna líka með því
að konan mín verði ánægð þriðju-
daginn 29. ágúst. Þá heitir Höfuð-
dagur skv. bókinni og ég er þegar
búinn að panta klippingu og stríp-
ur handa henni.
íslendingar eiga mikið af göml-
um, góðum siðum sem þeir ættu
að beita sér fyrir að haldnir séu í
heiðri. Og best væri auðvitað að
koma þeim í tísku í útlandinu.
Hvers vegna berjumst við íslend-
ingar ekki fyrir því að út-
lendingar taki þá upp til að ná
jöfnuði á þessu sviði? Líklega yrði
erfitt að kenna þeim að borða
svið, en það eru t.d. góðar óskrif-
aðar reglur, sem þeir gætu lært,
að borða alltaf hrútspunga á
bóndadaginn, banna nýbúum að
tala í útvarpið og þamba þrefa-
ldan brennivín í kók á laugar-
dagskvöldum.
Kvittun fyrir grjótkast
SIGVALDI Ómar Að-
alsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Loðpels
og Hafnarkjörs á Rauf-
arhöfn, sendi mér og
mínu samstarfsfólki á
Fréttastofu Sjónvarpsins
heldur betur tóninn í
Morgunblaðinu 12. febr-
úar, vegna fréttar sem
send var út 17. janúar.
Mátti ekki seinna vera!
Raunar vissi ég ekki
fyrir víst, hvort ég átti
heldur að hlæja eða
gráta, þegar ég hafði lok-
ið lestri greinarinnar.
Hvert var sakarefnið?
Af upphafi greinar Sigvalda má
ráða, að þau orð mín í fréttinni að
fólki hafi fækkað á Raufarhöfn, þann-
ig að þar megi víða sjá yfirgefin hús,
hafi reitt hann til reiði. Mætti þá ætla
að um ósannindi sé að ræða. En síðar
í greininni staðfestii- Sigvaldi að þetta
er rétt.
Astæðuna rekur hann til þess að
Raufarhafnarbúar sitji ekki við sama
borð og Eyfirðingar og því síður höf-
uðborgarbúar.
Má vera rétt, en þar er ekki við
mig eða Fréttastofu Sjónvarpsins að
sakast. Fólki fer ekki að fjölga á
Raufarhöfn við það eitt að hengja
sendiboða með tíðindi um gagnstæða
þróun.
í stuttum fréttum verður aldrei
dregin upp heildarmynd af heilum
byggðarlögum.
Ai-angur af heimsókn minni til
Raufarhafnar, sem stóð frá morgni til
miðaftans, kom fram í nokkrum frétt-
um, þótt Sigvaldi hafi ekki séð né
heyrt annað en þessa einu málsgrein.
Þarna kom vissulega fram að fólki
hefur fækkað á Raufarhöfn, íbúa-
fjöldinn er kominn að „sársauka-
mörkum", að sögn sveitarstjórans.
En það kom líka fram, að sveitarfé-
lagið er ekki lengur
eitt það skuldugasta
hér á landi. Þar hefur
dæmið snúist við;
Raufarhöfn er eitt
best stæða sveitarfé-
lag landsins. Þar er
næg atvinna, og gott
betur, því ekki er
hægt að manna frysti-
húsið án mannafla frá
Póllandi. Þá hefur
sveitarfélagið hagnast
á verðbréfaviðskipt-
um og sá hagnaður fer
í að ljúka endurbótum
á hótelinu sem kosta
tugi milljóna króna.
Þá hefur fjarvinnslan, sú fyrsta utan
höfuðborgarinnar, gengið vel á Rauf-
arhöfn og stjórnendur Útgerðarfé-
lags Akureyringa staðfestu í viðtali
að ekki er á döfinni að loka frystihús-
inu. Þetta kom fram í Raufarhafnar-
fréttum Sjónvarpsins í janúar.
Allt er þetta jákvætt fyrir staðinn,
að fólksfækkuninni frátaldri, en það
er þróun sem á sér stað um allt land,
eins og margsinnis hefur komið fram
í fréttum.
Ég skal hins vegar viðurkenna það
að margt fleira hefði mátt nefna
Raufarhöfn til vegsauka.
Til dæmis kom ég ekki við hjá Sig-
valda í Hafnarkjöri, þar sem hann
stendur að „mestu uppbyggingu í
verslun og þjónustu á Raufarhöfn frá
1951“, eins og hann orðar það sjálfur í
grein sinni. Þar hygg ég sé komin
skýringin á reiði athafnamannsins.
Ef til vill kem ég þar við næst þegar
ég verð á ferð um Raufarhöfn og tek
viðtal við Sigvalda? Það getur þó orð-
ið erfitt þar sem Sigvaldi segir í grein
sinni; „ég óska þess að fréttamenn
Ríkisútvarpsins sjónvarps láti ekki
sjá sig hér á Raufarhöfn og mun ég
reka þá úr byggðarlaginu ef þeir
voga sér að koma hingað“! Hvaðan
Svar
/
Eg skil sárindi þeirra
landsbyggðarmanna,
sem á undanförnum
árum hafa tapað hverri
varnarbaráttunni eftir
aðra, segir Gísli
Sigurgeirsson. En
að hengja þá sem segja
frá þessu stöðvar
ekki þessa þróun.
Sigvaldi fær slíkt umboð veit ég ekki,
en viðmælendur mínir á Raufarhöfn
telja næsta víst að Sigvaldi hafi sett
stefnuna á sveitarstjóm í næstu
kosningum. Ef til vill verður hann þá
gerður að sveitarstjóra og jafnvel
lögreglustjóra líka. Þá getur hann
hrakið mig og mína líka frá Raufar-
höfn, líkt og sést í bíómyndum úr
villta vestrinu. En áður en til þess
kemur ætla ég að þiggja heimboð,
sem mér hefur borist frá Raufarhöfn,
eftir að hótanii- Sigvalda birtust á
prenti.
Ég skil sárindi þeirra landsbyggð-
armanna, sem á undanfórnum árum
hafa tapað hveiri vamarbaráttunni
eftir aðra. En að hengja þá sem segja
frá þessu stöðvar ekki þessa þróun.
Það gerist ekki nema fólkið sjálft snúi
bökum saman, viðurkenni staðreynd-
ir, hendi hýenum, hælbítum og
hreppapólitík fyi-ir róða, bretti upp
ermar og horfi til sólar.
Höfundur er fréttamaður
Sjónvarpsins á Akureyri.
Gísli Sigurgeirsson
Teiknimyndasam-
keppni fyrir börn í
tilefni af evrópsku
tannheilsuári
í TILEFNI þess að
Evrópusamtök tann-
lækna (ERO) tileinka
árið 2000 tannheilsu
efna samtökin í sam-
starfi við alþjóðasam-
tök tannlækna, FDI
(World Dental Federa-
tion), til teiknimynda-
samkeppni meðal
barna í Evrópu í 1. til
4. bekk grunnskóla (6
til og með 10 ára. Þau
mega verða 11 ára á
árinu). Samkeppnin
ber heitið Teiknaðu
tannlækninn eða Draw
me a Dentist eins og
keppnin er kynnt í Evrópu. Tækni-
legur framkvæmdaaðili keppninnar
f.h. ERO eru frönsku tannlækna-
samtökin, FDA. Framkvæmdaaðili
hér á landi er Tannlæknafélag ís-
lands (TFÍ) sem fengið hefur til
samstarfs við sig Félag íslenskra
myndlistarkennara og Listaháskóla
Islands vegna vals á myndum frá ís-
lensku keppendunum.
TFÍ hefur með bréfi farið þess á
leit við skólastjórnendur grunn-
skóla landsins að þeir kynni keppn-
ina í umræddum bekkjadeildum.
Það er alls ekki skilyrði að myndirn-
ar séu unnar í skólunum, t.d. mynd-
menntatímum, enda þótt slíkt gæti
verið skemmtilegra fyrir börnin,
ákvörðun um það er að sjálfsögðu
undir skólunum sjálfum komin. Séu
aðstæður með þeim hætti að slíkt sé
óframkvæmanlegt óskaði TFÍ eftir
því við skólana að þeir dreifðu upp-
lýsingum um keppnina til barnanna
þannig að þau gætu á
eigin spýtur tekið þátt
með aðstoð foreldra
sinna heima við.
Einfaldar
keppnisreglur
Mjög einfaldar
reglur gilda um keppn-
ina, en skilyrði er þó að
eftir þeim sé farið til að
myndin teljist keppnis-
hæf. Reglurnar eru
eftirfarandi:
1. gr. Keppnin ber
heitið Teiknaðu tann-
lækninn og geta öll
börn á aldrinum 6 til
og með 10 ára tekið þátt. Eins og áð-
ur segir mega þau sem verða 11 á
árinu taka þátt.
2. gr. Þeir skólar sem taka vilja
Keppni
Börnin geta tekið þátt í
keppninni, segir Bolli
Valgarðsson, með að-
stoð foreldranna heima.
þátt í keppninni skipuleggja sam-
keppnina hver á sínum stað með
þeim hætti sem þeir telja best. Hver
skóli má velja allt að þrjár myndir í
hverjum bekk sem sína fulítrúa í
keppninni hér á landi. Hver ein-
staklingur má aðeins senda eina
mynd
3. gr. Myndin skal vera i stærð-
Bolli Valgarðsson
inni A4 (21,0 cm x 29,7 cm) og þekja
allt blaðið. Hún á að sýna tanniækni
í sínu daglega starfsumhverfi. Sjálf
myndvinnsluaðferðin er fjáls.
Myndin skal merkt höfundi, bekk og
skóla eða heimilisfangi neðst á
bakhlið. A framhlið hennar mega
ekki koma fram neinar merkingar.
4. gr. Myndina skal senda til
Tannlæknafélags íslands, Síðumúla
35, 108 Reykjavík í síðasta lagi 30.
apríl 2000. Dómnefnd, skipuð full-
trúum frá TFÍ, Félagi ísi. mynd-
listarkennara og Listaháskóla ís-
lands, velur eina mynd sem fulltrúa
Islands í hinni evróþsku teikni-
myndasamkeppni. Dómnefnd hér á
landi og ytra, sem velur aðalvinn-
ingshafa keppninnar, munu í vali
sínu bæði taka tillit til gæða hverrar
teikningar og frumleika.
5. gr. Verðlaunamynd keppninnar
hér á landi verður eign Tannlækna-
félags íslands sem fær óskoraðan
rétt án endurgjalds til að nota hana
í eigin ímyndarþágu og auglýsinga-
skyni. Verðlaunamynd aðalkeppn-
innar verður eign ERO.
Verðlaun
6. gr. Sigurvegara hér á landi
verður boðið ásamt öðru foreldri
sínu eða fulltrúa þeirra í tveggja
daga heimsókn til Parísar í tengsl-
um við hundraðasta alþjóðaþing
FDI sem fram fer dagana 29. nóv-
ember - 2. desember 2000. Fargjald
og uppihald verður greitt af ERO.
Aðalvinningshafi keppninnar fær að
auki tveggja daga aðgangskort að
Euro-Disneygarðinum i París. Úr-
slit í aðalkeppninni verða kynnt á al-
þjóðaþinginu, þar sem vinningshaf-
ar í hverju landi verða viðstaddir.
Sigurteikning keppninnar verður
prentuð sem veggspjald sem fær al-
þjóðlega dreifingu.
Frekari upplýsingar og aðstoð
veitir undirritaður, framkvæmda-
stjóri Tannlæknafélags íslands.
Einnig er vert að benda á heimasíðu
TFÍ, www.tannsi.is, efnisflokkinn
TFÍ og Teiknimyndasamkeppni fyr-
ir börn.
Höfundur er framkvæmdastjóri TFÍ.