Morgunblaðið - 17.02.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 3Q*
ÞRJÁR smáfréttir í
Mbl. 11.2. vöktu athygli.
Þær voru um skóla-
byggingar. Sú fyrsta
sagði að síðasti áfangi
Borgarholtsskóla yrði
brátt tekinn í notkun,
og skólinn yrði þá
10.500 fermetrar. Önn-
ur sagði að nýr skóli í
Mosfellsbæ myndi
kosta hálfan milljarð.
Þriðja fréttin var um
uppsetningu eftirlits-
myndavéla við Haga-
skóla og Fellaskóla, auk
þess sem fjölgað yrði
myndavélum við Rima-
skóla. Þær aðgerðir kosta 4,6 milljón-
ir. Kostnaður vegna rúðubrota í
grunnskólum borgarinnar var hvorki
meira né minna en 17 milljónir árið
1998,13 milljónir 1999.
Á þessum þremur fréttum saman-
lögðum má glöggt sjá hvar aðal-
áherslan liggur. Aherslan er fyrst og
fremst á bygginguna og húsrýmið,
stærð þess, glæsilega hönnun og um-
fram allt - heilar rúður.
Nú er það svo að böm og unglingar
hafa ævinlega framið spjöll af ein-
hverju tagi og eru ástæðumar marg-
víslegar. Hrein skemmdarfysn er þó
sjaldgæfust þeirra allra. Sumir þurfa
að ganga í augun á einhveijum og
mölva þá gjaman rúðu. Sum böm
öskra einfaldlega vegna þess að þau
hafa ekki fengið tækifæri til annars
konar tjáningar. Afar mörg böm
brjóta og skemma í ómeðvituðum
mótmælum gegn aðstæðum sínum á
heimili, skóla eða umhverfi almennt.
Einhvem veginn hefði ég haldið að
góð skólayfirvöld, a.m.k. þau sem
sinna starfi sínu af viti,
hafi nokkra hugmynd
um þá einstaklinga í
skólanum sem eiga við
vandamál að glíma, fé-
lagsleg eða persónuleg.
Kennarar ættu nokk-
um veginn að þekkja til
skjólstæðinga sinna. En
ef til vill er borin von að
kynnast nemendum
persónulega, svo
nokkm nemi, í 10.500
fermetra skóla. Ég veit
það ekki.
En mér finnst samt
að þessum 4,6 milljón-
um, sem fara í mynda-
vélakaup, mætti veija betur. Til
dæmis með því að kosta til athugunar
á aðstæðum þeirra nemenda sem eiga
við vanda að etja og em líklegir til að
leita sér útrásar á fokdýmm glugga-
rúðum.
Ef börn og unglingar borgarinnar
mölva rúður í gmnnskólum upp á
heilar 17 milljónir á ári þá em ljóslega
einhver vandamál einhverstaðar.
Hins vegar efast ég um að þau vanda-
mál festist á filmu eftirlitsmyndavéla.
Slíkar vélar gera ekki annað en að
ögra til enn frekari rúðubrota, ef eitt-
hvað er. Og jafnvel einhvers verra.
Það er jú eingöngu birtingarmynd
vandans sem festist á filmuna.
Tveir ólánspiltar í Ameríku vildu
verða frægir og fóm með byssu í skól-
ann. Þar var mikið af eftirlitsmynda-
vélum sem festu hryllinginn á filmu
með sínu kalda myndarvélarauga. En
það sama auga gat ekki komið í veg
fyrir að atburðimir ættu sér stað. Ég
leyfi mér að efast um að rúðubrotum
fækki í Haga-, Fella- og Rimaskóla í
Skólar
Mér fínnst að þessum
4,6 milljónum, sem fara í
myndavélakaup, segir
Fríðrik Erlingsson,
mætti verja betur.
réttu hlutfalli við fjölgun myndavéla.
En úr því að nýi skólinn í Mosfellsbæ
á að kosta hálfan milljarð, munar þá
nokkra að bæta aðeins við og hafa
rúðumar úr öryggisgleri, jafnvel
skotheldar?
Það em böm og unglingar sem líða
mest fyrir geðveiki foreldranna og
fullorðinna almennt. Að vera fullorð-
inn er nefnilega ekki að vera fullkom-
inn, einsog margir fullorðnir virðast
halda. Fullorðnir virðast hafa ein-
hvem skelfingarbeyg gagnvart þeirri
kynslóð sem er að vaxa úr grasi. Ef til
vÖl óttast þeir að börnin vaxi þeim yf-
ir höfuð í öllu tilliti og því sé eina ráðið
að bæla þau niður, hræða þau og ógna
þeim. En börnin munu vaxa, þrátt
fyrir slíkar aðgerðir. Hins vegar er
það spuming hversu vel gerðir ein-
staklingar þessi böm verða á fullorð-
insárum, þegar þau hafa alist upp við
þau skilaboð umhverfisins að rúður
séu dýrmæti sem beri að virða og
vemda með öllum ráðum, að glæsileg
hönnun skólabygginga sé mikilsverð
og megi kosta mikla peninga. Og
brotni þar rúða fær hún mikla athygli
og umfjöllun; samtals brotnar rúður
era grátnar sáran af yfirvöldum.
Brotnar rúður njóta nefnilega meiri
skilnings, umönnunar og vemdar í
menningarborginni Reykjavík árið
2000, en brotnar sálir.
Höfundur fæst vid ritstörf.
Brotnar ruður
Friðrik Erlingsson
Vestmannaeyjabær
getur státað af góðri
félagslegri þjónustu,
ágætis skólum þó ým-
islegt mætti þar betur
fara, heilsugæslan er
góð en nýting sjúkra-
hússins er ekki sem
skyldi. Flest þjónusta
sem hér er veitt miðast
við 7-8.000 manna bæj-
arfélag, en hér búa í
dag einungis tæplega
4.600 íbúar. Um og yfir
50 manns hafa verið at-
vinnulausir það sem af
er þessu ári. Hér vant-
ar allt vertíðarfólkið
sem kom í tuga- eða hundraðatali
hér fyrir nokkram árum. Hér vantar
uppgripin sem skólakrakkarnir,
heimavinnandi húsmæðurnar og
fleiri gátu farið í og lagfært aðeins
fjárhag heimilanna. Hér vantar fjöl-
breyttara atvinnulíf, samkeppni um
vinnuaflið þannig að hingað komi
fólk til þess að setjast hér að og
vinna.
Bæjarráð Vestmannaeyja fer með
hlutverk atvinnumálanefndar. Því
miður vilja fulltrúar sjálfstæðis-
flokksins þar sem og í bæjarstjórn
ekki sjá hvað er að gerast hér í bæ.
Hér er atvinnuleysi. Hér hefur verið
fólksfækkun. Hér era fjármál bæj-
arins á leið í gjörgæslu. Það má allt-
af deila um ástæður þess að svo er
komið íyrir okkur sem nú er, að eft-
irlitsnefnd með fjármálum sveitarfé-
laga hefur sent okkur bréf þar sem
því er lýst yfir að fjárhagstaða sveit-
arfélagsins sé alvarleg og virðist
sem fjármálum þess sé stefnt í vera-
legt óefni. Það voru 7 sveitarfélög
sem fengu þannig bréf en ekki 19
eins og bæjarstjóri hefur haldið
fram í ræðu og riti.
Á meðan sjálfstæðismenn í Vest-
mannaeyjum berja höfðinu við stein
og segja að hér sé allt í blóma í at-
vinnulífinu, í fjármálunum þá gerist
því miður ekkert sem fleytir okkur
fram á við. Það þarf
ekki að segja fólki sem
býr í sjávarplássi að við
séum viðkvæm fyrir
aflabresti. Það þarf
hins vegar að finna
leiðir til þess að bregð-
ast við þegar aflabrest-
ur verður, eða markað-
ir fyrir fiskafurðir
verða erfiðir. Þróunar-
félagi Vestmanneyja er
ætlað að taka á at-
vinnumálum okkar og
fær til þess nokkrar
milljónir á ári. Nú hef-
ur félagið verið fram-
kvæmdastjóralaust
síðan snemma í haust. Starfsfólk fé-
lagsins sinnir daglegum rekstri og
vinnur þau verk vel. Fyrrverandi
framkvæmdastjóri hefur reyndar
Sveitarstjórnarmál
Hér er atvinnuleysi,
segir Guðrún Erlings-
dóttir. Hér hefur verið
fólksfækkun. Hér eru
fjármál bæjarins á
leið í gjörgæslu.
verið viðloðandi félagið á meðan
hann hefur verið að klára ýmis verk-
efni, en hann hefur nú snúið til ann-
arra starfa þannig að eftir stendur
þróunarfélagið höfuðlaust. Ekki hef-
ur verið haldinn fundur í þróunarfé-
laginu síðan í október, þrátt fyrir að
til þess hafi verið vísað ýmsum til-
lögum vaðandi atvinnumál og þá sér-
staklega frá Vestmannaeyjalistan-
um.
Oll umræða um atvinnuleysi og
bága fjárhagsstöðu endar á einn veg
hjá meirihlutabæjarstjórnar: „Þetta
er nú jafn slæmt eða verra hér eða
þar.“ Ekki ætla ég sjálfstæðismönn-
um það, að þeir vilji ekki gera neitt í
málefnum bæjarins heldur reikna ég
með að afneitun þeiiTa sé svo mikil
að þeim sé ekki sjálfrátt og ef maður
er í afneitun þá sér maður ekki hlut-
ina eins og þeir era.
Á bæjarstjórnarfundi 3. febrúar
sl. fluttu bæjarfulltrúar Vestmanna-
eyjalistans tillögu þess efnis að leysa
bæjarstjóra frá störfum og ráða sem
bæjarstjóra einstakling með góða
þekkingu á fjármálastjórn, sá ein-
staklingur hafi það að meginmar-
kmiði að stokka upp í fjármálastjórn
bæjarins og reyna að finna leið út úr
ógöngunum. Tillaga okkar gekk
einnig út á það að nýr bæjarstjóri
ynni bæði með meiri- og minnihluta
bæjarstjórnar, félagsmálaráðu-
neytinu og eftirlitsnefnd með fjár-
málum sveitarfélaga. í sjónvarpsvið-
tali sagði Guðjón • Hjörleifsson
núverandi bæjarstjóri að tillaga
þessi væri persónulegar árásir á sig.
Það er ekki rétt. það er fjármála-
stefna Sjálfstæðisflokksins sem hef-
ur siglt í strand og það þarf að kalla
út björgunarlið. Við sem búum hér í
Eyjum og ætlum að gera það áfram
eigum kröfu á að tekið sé til hend-
inni í fjármálum bæjarins, hér verði
fenginn nýr skipstjóri í brúna með
ferskar hugmyndir og aðra sýn á
ástandið í bænum. Hér verði gert
átak í atvinnumálum og það strax en
ekki í vor, því upplýst hefur verið að
ráða eigi framkvæmdarstjóra fyrir
þróunarfélagið í apríl. Þegar at-
vinnuástandið lagast og fleiri og
fljölbreyttari atvinnutækifæri líta
dagsins ljós þá fjölgar hér fólki í
Eyjum, því hér höfum við svo margt
uppá að bjóða sé haldið rétt á spilun-
um. Hvar er nú metnaðurinn, og
sjálfsbjargarviðleitnin sem einkennt
hefur okkur Eyjamenn í gegnum tíð-
ina?
Það era menn að meiri sem viður-
kenna mistök sín og horfast í augu
við raunveraleikann. Það hafa sjálf-
stæðismenn ekki gert hingað til, þeir
hafa haldið áfram í þeirri trú að þeir
væra að gera rétta hluti. Nú er hins
vegar staðfest af opinberum aðilum
að breyta verður um stefnu eigi ekki
að stjórna fjármálum Vestmanney-
inga úr gjörgæslu af fastalandinu.
Höfundur er bæjnrfulltníi
Vestmannacyjnlistans.
Árinni kennir
illur ræðari
Guðrún Egilsdóttir
Kristinn kepp-
ir á landsmót-
inu í Skálafelli
ALLT frá landnámi
nýttu menn sér skíði til
ferðalaga á vetrum og
skíðaiðkun á einhvern
máta hefur fylgt lands-
mönnum frá fyrstu tíð.
Það er þó fátt sameig-
inlegt með skíða-
mennsku fyiii alda og
því hvernig skíðaiðkun
er nú á tímum. I dag
fara heilu fjölskyldurn-
ar til fjalla til að njóta
útivistar og hressa upp
á sálarlífið og víst er að
fátt er betur til þess
fallið að hressa upp á
sálartetrið en að brana
um snævi þaktar brekkur og anda að
sér fersku fjallaloftinu.
Þegar Olafur Noregskonungur
kom til Islans í opinbera heimsókn
árið 1963 birtist á prenti grein eftir
Sigurð Nordal þar sem hann fór
fögram orðum um dugnað Norð-
manna til útivistar og benti lands-
mönnum á að það ætti að vera mikil-
vægur þáttur þjóðlegrar endur-
reisnar og heilbrigðra lifnaðarhátta
á auka útilíf og samvera við landið.
Taldi Sigurður í grein sinni víst að
þá yrðu vandamál æskufólks og full-
orðinna færri.
Þegar í upphafi aldarinnar vora
menn farnir að huga að keppni á
skíðum og árið 1919 var auglýst
skíðamót sem fara átti fram í Ár-
túnsbrekkunni við Elliðaár og var
dagskrá mótsins eftirfarandi:
1. sýning í parahlaupi dömur og
herrar
2. 1. fl. drengja brekkuhlaup 13
ára og yngri
3.2. fl drengja 13-15 ára stökk
4.3. fl 15-18 ára stökk
5-Tvíburahlaup
6. sýning:
a. teilmarksvig
b. kristianiasvig
Ekki varð þó neitt úr mótinu þar
sem það gerði asahláku og rigningu
daginn sem mótið átti að fara fram
og allur snjór hvarf úr Ártúnsbrekk-
unni.
Fyrsta landsmót skíðamanna fór
hinsvegar fram á Hellisheiðinni íyrir
63 áram, dagana 13. og 14. mars árið
1937. Þá var eingöngu keppt í göngu
og skíðastökki, en árið eftir var svigi
bætt við keppnisgreinarnar.
Á þessu ári verður landsmótið
haldið í Skálafelli dagana 30. mars til
2. apríl. Undirbúningur fyrir mótið
er í fullum gangi og til að geta haldið
veglegt mót - íyrsta landsmót nýrr-
ar aldar - er verið að safna aðilum
sem vilja styrkja landsmótið og
skíðaíþróttina.
Þær vinsældir sem skíðaíþróttin
hefur átt að fagna á síðustu árum
eru þegar farnar að skila árangri
þegar litið er til þeirra sem taka þátt
í keppnum á alþjóðlegum vettvangi.
Ber þar hæst árangur Kristins
Björnssonar, sem hefur skipað sér í
raðir bestu svigmanna heimsins.
Þessi árangur Kristins er því eftir-
tektarverðari þegar litið er til þess
hversu erfitt það er að stunda þessa
íþrótt sem keppnisgrein hér á landi.
Það þarf mikla þrautseigju og fórnir
til að ná þvílíkum árangri, svo ekki
sé minnst á kostnaðinn sem fylgir
því að stunda keppni á mótum er-
lendis.
Kristinn fór að heiman 17 ára
gamall og stundaði nám við skíða-
menntaskóla í Noregi. Það hefur oft
verið á brattann að sækja uns hon-
um tókst að skipa sér í sveit hinna
bestu. Endalaus ferðalög og fjarvist-
ir frá vinum og vandamönnum era
harður heimur og álagið sem fylgir
keppni er mikið. Það gnauðar oft um
þá sem komnir era á tindinn og
væntingarnar sem gerðar eru til af-
reka era miklar. Vissulega hefur
árangur Kristins verið stórkostleg-
ur, mun meiri en flestir
gera sér grein íyrir.
Enginn íslenskur
skíðamaður hefur unn-
ið til jafnmargra verð-^
launa og hann á svok-
ölluðum FlS-mótum.
Þar hefur hann hefur
unnið 20 til 30 góða
sigra. Auk þess að
sigra á Evrópumóti
hefur hann tvisvar
staðið á verðlaunapalli í
heimsbikamum, en það
eitt sýnir ótrúlega
seiglu. Til að gera sér
betur grein fyrir því
hversu langt Kristinn
hefur náð í íþrótt sinni má geta þess
að 6.000 manns era skráðir á heims-
listann í svigi, en þar er Kristinn
einn af 30 bestu. Árangur hans er
þeim mun eftirtektarverðari þegar<
tekið er tillit til þess að hann er mest
einn síns liðs og ekki með sama
stuðninginn og flestir aðrir sem
keppa í fremstu röð. Keppendur frá
löndum eins og Austurríki, Þýska-
landi, Ítalíu og Sviss, auk Norð-
manna og Svía, era með fjölskipað
lið hjálpai-manna og þjálfara til að
Skíði
Ég vil, segir Sigrún
------------------------—-----
Grímsdóttir, vekja at-
hygli á skíðasvæðunum í
nágrenni borgarinnar.
standa við bakið á sínum mönnum og
gífurlegir fjármunir eru lagðir undir
til að ná sem bestum árangri.
Væntingar þær sem landsmenn
hafa gert til Kristins era miklar og
því miður hafa viðbrögðin þegar
honum hefur hlekkst á verið nei-
kvæð. Það ber að hafa í huga að þeg-
ar menn era að keppa, þar sem brot
úr sekúndu skilja á milli sigurvega-
rans og hinna, leggja menn allt í söl-
umar þegar á hólminn er komið. Við,_ _
eigum og getum verið stolt af okkar
manni.
Ég var stödd í Kitzbuhl í Austur-
ríki í janúar sl. þar sem Kristinn tók
þátt í keppni í heimsbikarmótinu.
Því miður gekk honum ekki sem best
í keppninni og hlekktist á. Ég fylltist
þó stolti þegar ég sá Kristin á vappi
um keppnissvæðið og aðdáendur
hvaðanæva úr heiminum flykkjast
að honum til að fá eiginhandaráritun
eða láta taka af sér mynd með hon-
um. Prúðmennska Kristins og lítil-
læti ættu að vera öllum íþrótta-
mönnum til fýrirmyndar og óbilandi
vilji hans öðrum til hvatningar.
Kristinn Björnsson verður meðal
keppenda á landsmótinu í Skálafelli í_^
vetur ásamt fjölda annarra skíða-
manna sem stunda íjiróttina erlendis
og keppa þar fyrir Islands hönd. Má
þar nefna Björgvin Björgvinsson,
heimsmeistara unglinga, frá Dalvík,
Jóhann Hauk Hafstein, Friðrik Har-
aldsson, Svein Brynjólfsson, Brynju
Þorsteinsdóttur og Dagnýju Lín
Kristjánsdóttur. Það verður því
vafalaust hörð og spennandi keppni
á landsmótinu og vil ég hvetja alla til
að láta sig ekki vanta þegar til kast-
anna kemur.
Að lokum vil ég nú, þegar sól
hækkar á lofti, vekja athygli manm^r
á skíðasvæðunum hér í nágrenni
borgarinnar. Skíðaíþróttin er jú ekki
einungis keppnisíþrótt, heldur fyrst
og fremst fjölskylduíþrótt sem allir
geta stundað saman um leið og þeir
njóta náttúrannar og heilbrigðrar
útivistar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
skíðalandsmóts íslands í Skálafelli.
Sigrún Grímsdóttir