Morgunblaðið - 17.02.2000, Síða 42

Morgunblaðið - 17.02.2000, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN —> Skuldlaust Island EFNAHAGSMAL hafa jafnan skipað veigamikinn sess í stefnu SUS, enda er það skoðun ungra sjálfstæðismanna að eitt meginvið- fangsefni stjómmálamanna sé að tryggja stöðugt og hagstætt efna- hagsumhverfí fyrir fyrirtaeki og ein- staklinga. Sé það gert, munu ein- staklingar í landinu nýta tækifærin ->sem þannig skapast í atvinnurekstri og skapa hér grundvöll fyrir hag- sæld og góðu lífi. Undanfarin ár hefur verið mikill uppgangur í íslensku efnahagslífi. I kjölfar þess hafa þenslueinkenni látið á sér kræla, svo sem útlánaaukning, vaxandi verðbólga og skortur á vinnuafli. í hverju vandamáli felast hins vegar tækifæri, þar sem þau op- inbera gjaman hluti sem nauðsynlegt er að laga, en hafa fengið að valda tjóni í skjóli tímabundinna aðstæðna. SUS telur sig hafa fram að færa lausn, sem er þeim kostum búin, að leysa ekki einungis úr þeim tíma- bundna vanda sem of mikil þensla er r lytit jiviiUítliúsið Skolvaskar Intra skolvaskarnir eru framleiddir á vegg eða innfelldir (borð. Stærðir: 48x38xl9cm 54 x 45 x 23 cm dSll'fQlllgS I€D6I Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 linl í livnniiiu.aifn uvvi -.Imnim iiin lniiil nHI NeftOu„c ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR mwm | Babinnréttingar i miklu úrvali riform HÁTÚNI6A (i húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420 nú að valda, heldur mun hún um leið leggja gmnninn að áframhaldandi hagvexti og kaupmáttaraukningu fyrir fólkið í landinu. Með aðhaldi í ríkisútgjöldum og sölu ríkisfyrirtækja sem em í sam- Ríkisfjármál Með því að framkvæma þessar einföldu aðgerð- ir, segir Sigurður Kári Kristjánsson, verður ís- lenska ríkið orðið skuld- laust undir lok yfír- standandi kjörtímabils. keppni við einkaaðila má ná fram eftirfarandi fjóram markmiðum samtímis: stöðugleika efnahagslífs- ins, uppgreiðslu á skuldum íslenska ríkisins, bættri nýtingu framleiðslu- þáttanna með þvi að færa þá í hend- ur einkaaðila og lækkandi vaxtastigi hérlendis. Aðhald í ríkisfjármálum Hagvöxtur á íslandi hefur verið yfir 5% á ári frá árinu 1994. Samfara þessu hafa laun hækkað og velmeg- un aukist. Tekjur og gjöld ríkisins hafa fylgt hagvexti að mestu leyti. Sé rétt að farið má viðhalda myndar- legum hagvexti út kjörtímabilið. Gangi það eftir, er hægt að áætla að tekjur ríkisins aukist um 3,5% á ári á föstu verðlagi, eða um ríflega 7 milljarða árlega. SUS telur allar for- sendur nú fyrir hendi til að stöðva útgjalda- aukningu ríkisins með öllu það sem eftir lifir kjörtímabils. I fyrsta lagi hefur dregið úr vaxtabyrði ríkisins vegna lækkandi skulda undanfarin ár. í öðm lagi er heppilegt að draga úr framkvæmd- um, nú á þenslutímum. í þriðja lagi er nauð- synlegt að atvinnuveg- irnir fái að leiða launaþróunina, enda stuðla þeir að raunvemlegri verð- mætaaukningu í landinu og í fjórða lagi fer þörfin fyrir útgjaldaaukn- ingu til velferðarmála minnkandi vegna hagstæðra efnahagsskilyrða. Samkvæmt núgildandi fjárlögum verður afgangur af rekstri ríkisins um 12,5 milljarðar, þegar ekki er tekið tillit til söluhagnaðar. Gangi áætlanir um stöðvun útgjaldaaukn- ingar og framhald hagvaxtar eftir, getur afgangur á ríkissjóði numið 80 milljörðum það sem eftir lifir kjör- tímabils. Er þá eftir að tiltaka tekjur vegna sölu eigna. A sama tíma er brýnt að íslenska ríkið hætti niðurgreiðslu vaxta til íbúðarkaupenda sem nú fást í formi ríkisábyrgðar á fasteignalánum frá íbúðarlánasjóði. Ríkisábyrgðin þýð- ir í raun auknar skuldir ríkisins, þótt til komi auknar eignir á móti. Rík- isábyrgðin gerir það jafnframt að verkum að vextir til lántakenda verða ekki í samræmi við greiðslu- getu þeirra og kynda því undir þenslu. Sala ríkiseigna íslenska ríkið er enn fyrirferðar- mikið í atvinnulífinu. Ríkisvaldinu Sigurður Kári Krisfjánsson ber ekki að stunda at- vinnustarfsemi í sam- keppni við einkaaðila heldur ber að draga úr umsvifum þess. Tvær atvinnugreinar em mest aðkallandi í þessu samhengi, þar sem eignarhald ríkis- ins í þeim er beinlínis skaðlegt fyrir upp- gang þeirra. Þær eiga það jafnframt sameig- inlegt að innihalda ein- hver verðmætustu fyr- irtæki ríkisins. Þessar greinar em fjármála- og fjarskiptamarkað- irnir. íslenskir bankar eru um þessar mundir meðal hæst verðmetnu fjár- málastofnana í heimi miðað við stærð og arðsemi. Ríkið væri því að fá afar hátt verð fyrir eignarhluta sína í Landsbankanum og Búnaðar- bankanum ef ráðist yrði í sölu þeirra nú, en söluverðmæti þeirra er um 40 milljarðar. Þróun á fjarskiptamarkaði gerist með ógnarhraða og verða breytingar hraðari á degi hverjum. Fyrir liggur að stefna ríkisstjórnarinnar er að selja Landssímann. Sú ákvörðun breytir miklu um stjómun og stefnu fyrirtækisins. Sú óvissa sem fylgir töfum á ákvörðunum um endanlegar rekstr- areiningar og eignarhald á fyrirtæk- inu er óþægileg og vissara að eyða henni sem fyrst svo fyrirtækið geti einbeitt sér að því að vinna að fram- tíðaráætlunum sínum. Verðmat Landssímans, miðað við núverandi uppbyggingu, er talið vera í kringum 70 milljarðar. Ef fyr- irtækið fylgir ekki þeirri öru þróun sem á sér stað á fjarskiptamarkaði, er hætt við að verðmæti þess minnki hratt. Því er nauðsynlegt að einka- væða fyrirtækið án tafar. Misskilningur þingmanns NOKKRAR umræð- ur hafa verið um það undanfarið hvers vegna barna- og ungl- ingageðdeild hafi ekki verið fundinn staður á nýja barnaspítalanum, sem rísa mun á Land- spítalalóðinni. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir alþingismaður spurðist fyrir um málið og heilbrigðisráðherra svaraði á Alþingi, en fyrirspyrjanda fannst svarið ófullnægjandi. Vændi hún ráðherra og þá sem á sínum tíma ráðlögðu heilbrigðisyfirvöldum í málinu um aðskilnaðarstefnu gagn- vart geðsjúkum börnum. Af því til- Veöur og færö á Netinu Vigdís Magnúsdóttir efni er þörf á að taka fram nokkur atriði. Byggtá faglegu mati Þegar nýbygging Barnaspítala Hrings- ins var skipulögð var í einu og öllu farið eftir ráðleggingum fag- fólksins, þess sem best þekkir til og fær- ast er á þessu sviði. Þessar upplýsingar mun þingmaðurinn hafa fengið á Alþingi fyrir skemmstu. Er miður að svörin skuli ekki hafa þótt fullnægjandi. Meginmarkmiðið með byggingu nýs barnaspítala var að byggja utan um núverandi þjónustu fyrir veik böm á Landspítalalóð. Það var vandlega skoðað hvort rétt væri að hýsa barna- og unglingageðdeild á spítalanum, en það var ekki talið heppilegt. I fyrsta lagi taldi fagfólk að ekki hefði verið góð reynsla af því þegar barna- og unglingageðdeildin var stofnsett á Barnaspítala Hringsins í upphafi. Það var fagfólkið sem á sínum tíma beitti sér fyrir því að deildin var færð frá barnaspítala yf- ir á geðlækningasvið spítalans. Og hver vom rökin? Hin faglegu rök voru að með flutningi fengju börnin betri þjónustu þar sem sér- hæfing starfsfólks á geðsviði myndi nýtast þeim betur. Þetta voru hin faglegu rök sem heilbrigðisyfirvöld studdust við. Önnur röksemd byggðist á sér- stakri þarfagreiningu sem gerð var vegna reksturs barna- og unglinga- geðdeildar. Samkvæmt henni og að mati stjórnenda hefði deildin þurft tvö til þrjú þúsund fermetra hús- næði undir starfsemi sína. Slíkt var óframkvæmanlegt á Landspítala- lóðinni. Þriðja röksemdin var einfaldlega sú, að stjórnendur BUGL vom þeirrar skoðunar, að deildin ætti ekki að vera á hinum nýja spítala, betra væri að hafa deildina innan geðdeildar, eða gera hana jafnvel að sjálfstæðu sviði innan Ríkisspítal- anna. Fjórðu röksemdina mætti tína til en hún er sú, að barnaspítala verður að reisa nærri kvenna- og vöku- Heilbrigðismál Það er afar ósmekklegt, segir Vigdfs Magnús- dóttir, að væna ráðherr- ana um aðskilnaðar- stefnu gagnvart geðsjúkum börnum, þótt þeir hafi lagt bless- un sína yfir bestu manna ráð, þegar nýi barnaspítalinn var skipulagður. deild. Enginn vilji, eða aðstæður voru til að flytja þær deildir og því þótti ráðlegast að reisa barnaspíta- lann nýja þar sem hann er nú, í ná- býli við kvenna-og vökudeild Land- spítalans. Hagsmunir barna að leiðarljósi Það voru með öðrum orðum hags- munir barnanna sem settir vom í öndvegi á grundvelli þeirrar fag- legu þekkingar, sem heilbrigðisyfir- völd vissu besta þegar ákvarðanir voru teknar. Hagsmunir geðsjúkra barna verða örygglega áfram efst á for- gangslista þess heilbrigðisráðherra sem nú situr og ég trúi því að hags- munir barnanna verði áfram efst á Skuldlaust íslenskt ríki Eins og hér hefur verið bent á get- ur samanlagður afgangur af rekstri ríkissjóðs numið um 80 milljörðum það sem eftir lifir kjörtímabils. Þau þrjú fyrirtæki sem nefnd hafa verið em nú metin á um 16 milljarða í rík- isreikningi. Fáist það verð sem hér er gert ráð fyrir, mun söluhagnaður ríkisins af sölu þeirra nema um 94 milljörðum. Samtals er hér um að ræða 174 milljarða sem nota má til að greiða niður skuldir ríksins, en hreinar skuldir þess em nú 173 milljarðar. Þó núverandi ríkisstjórn hafi náð veralegum árangri í stjórn efna- hagsmála, telja ungir sjálfstæðis- menn að ekki megi slá slöku við. Með ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum og sölu ríkiseigna getum við tryggt áframhaldandi velmegun í landinu. Ríkisvaldið minnir almenning reglulega á hversu mikilvægt það er að einstaklingar sýni ráðdeild og sparnað í sínu daglega lífi m.a. til þess að slá á þenslu í þjóðfélaginu. En hinu opinbera ber jafnframt rík skylda til að taka sín eigin orð og áminningar alvarlega. Ríkið á að ganga fram fyrir skjöldu með góðu fordæmi og draga úr umsvifum sín- um. Ríkið á ennfremur að greiða upp að fullu þær skuldir sem það hefur stofnað til á undanförnum ámm og áratugum og losna þannig undan milljarða vaxtagreiðslum árlega, í stað þess að veðsetja tekjur komandi kynslóða. Með því að framkvæma þessar einföldu aðgerðir verður íslenska ríkið orðið skuldlaust undir lok yfir- standandi kjörtímabils. Á sama tíma telja ungir sjálfstæðismenn að með því sé styrkum stoðum skotið undir áframhaldandi hagsæld á íslandi. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. lista þeirra, sem reka Landspítal- ann og fara með stjóm geðlækninga á spítalanum, eins og ávallt hefur verið. Það má raunar skjóta því að hér, að Ingibjörg Pálmadóttir hefur á embættisferli sínum ávallt lagt sig fram um að bæta hag geðsjúkra barna. Viðhorf eru alltaf að breytast og þótt einhverjir stjórnendur vilji nú hýsa barna- og unglingageðdeildina á Barnaspítalanum sjálfum, sem þeir vildu ekki þegar ákvörðun um byggingu var tekin, þá geta þau við- horf breyst og orðið aftur þau sem haldið var að heilbrigðisyfirvöldum fyrir áratug eða svo. En uppbygg- ing barnaspítala og skipulag allt má ekki verða viðhorfsbreytingum að bráð. Ef við ættum alltaf að taka nýjar ákvarðanir þegar skoðanir manna á barnaspítala breytast þá rís aldrei neinn barnaspítali. Það hlýtur að vera einhver mis- skilningur hjá þingmanninum að halda því fram að aðskilnaðarstefna ráðherra, eða fagfólks, gagnvart geðsjúkum börnum ráði því hvar barna- og unglingageðdeildin er til húsa. Mér vitanlega hafa bæði ráð- herra, fagfólkið og stjórnendur Landspítala ætíð lagt sig fram um að gera eins vel við geðsjúk börn og hægt er. Það eru því öfugmæli að tala um aðskilnaðarstefnu í þessu sambandi. Má í þessu benda á að gert er ráð fyrir því að á nýja barna- spítalanum verði BUGL með fag- teymi á göngudeild til að veita geð- sjúkum börnum þjónustu sína. Ekki ber það vott um aðskilnaðarstefnu. Tveir heilbrigðisráðherrar hafa barist fyrir byggingu barnaspítal- ans á undanförnum árum með oddi og egg, þau Guðmundur Árni Stef- ánsson og Ingibjörg Pálmadóttir, en sú síðarnefnda hefur með þraut- seigju komið málinu í höfn. Það er afar ósmekklegt að væna ráðherr- ana um aðskilnaðarstefnu gagnvart geðsjúkum börnum, þótt þau hafi lagt blessun sína yfir bestu manna ráð, þegar nýi barnaspítalinn var skipulagður. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Ríkisspftalanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.