Morgunblaðið - 17.02.2000, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000
♦--------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ eru að verða 17
ár síðan kvótakerfið
var tekið upp. Það var
gert af illri nauðsyn.
Þorskstofninn var að
jiferuni kominn. Áður
hafði slíkt kerfi verið
við lýði fyrir innfjarð-
arrækju, m.a. í ísa-
fjarðardjúpi. Líka fyr-
ir loðnu og síld og
gefist vel. Kostimir
voru þeir, að hægt var
að stjórna sókninni
með nokkru öryggi og
haga henni með þeim
hætti, að hagkvæmt
þótti fyrir veiðar og
vinnslu. Á þeim árum var aldrei tal-
að um kvótakónga. Það byrjaði ekki
fyrr en með þorskinum, sem
kannski var skiljanlegt, af því að
takmarkanir á þorskveiðum snertu
■ 4(11 sjávarútvegspláss á landinu. Á
hinn bóginn var hrun síldarstofns-
ins mönnum í fersku minni, þar sem
viðleitnin snerist ekki um það að
stilla veiðunum í hóf, heldur var
spumingin sú, hvort það tækist að
verja sfldarstofninn, svo að hann
yrði veiðanlegur á ný. Og það tókst.
Að fenginni þessari reynslu vildu
útgerðarmenn taka upp loðnukvóta
til þess að draga úr kostnaði,
keyrslu á skipum og sliti á veiðar-
fæmm. Engan mann veit ég um,
sem vill afnema kvóta á sfld- og
tvWinuveiöar. Með því að taka upp
sóknarmark við veiði uppsjávar-
fiska er hættunni boðið heim og
hlýtur að enda með skelfingu. Með
nútíma tæknibúnaði á hið sama að
sjálfsögðu við um botnfiska, þorsk
og ýsu.
17 ár em langur tími í starfsævi
manna og fyrirtækja. Það lætur því
að líkum, að veralegur hluti veiði-
heimildanna hefur gengið kaupum
og sölum, síðan kvótakerfið var tek-
ið upp. Framan af vora rekstrarskil-
yrði sjávarútvegsins hörmuleg, óða-
verðbólga í landinu og röng
gengisskráning eins og alltaf er,
þegar efnahagslífið er í molum. Það
var reynt að hjálpa upp á sakirnar
^«neð því að dæla peningum úr opin-
berum sjóðum inn í sjávarútveginn,
en dugði auðvitað ekki neitt. Á þess-
um áram misstu margir eigur sínar,
ævistarfið fór fyrir lítið. Síðan komu
þjóðarsáttarsamning-
arnir og ríkisstjórnir
Davíðs Oddssonar. Þá
fór hagur Strympu að
vænkast. Loksins hafði
það jafnvægi náðst í
efnahagslífinu, að
eignamyndun varð
sýnileg í sjávarútvegi.
Fyrirtækin fóra að
greiða tekjuskatt, sem
heldur en ekki þótti
nýlunda.
Það var sýnilegt
löngu fyrir daga kvóta-
kerfisins, að þorsk-
stofninn var ekki nægi-
lega sterkur til þess að
sjá fiskvinnslufyrirtækjunum lyrir
nægjanlegum afla. Á 8. áratugnum
var gripið til ráðstafana til þess að
draga úr sókninni, sem ekki þóttu
allar réttlátar, enda skynjuðu menn,
að pólitíkin réð stundum meir en
Kvótinn
Aldrei í sögu íslendinga,
segir Halldór Blöndal,
hafa jafnmargir átt
hlut í útgerðarfyrir-
tækjum og nú.
góðu hófi gegndi. Skrapdagakerfið
var fundið upp og reyndist gagns-
laust. Frá þessum áram get ég nefnt
dæmi þess, að skip vora seld úr ein-
stökum byggðarlögum. Fólk var að
reyna að leggja fé í ný fyrirtæki, en
tapaði því jafnharðan. Ánnars stað-
ar gekk auðvitað betur og sums
staðar bærilega. En hvergi vel.
Með kvótakerfinu breyttust við-
horf manna til aflans og það var far-
ið betur með fiskinn en áður. Um
svipað leyti komu fiskmarkaðirnir
til sögunnar og vegir bötnuðu, svo
að hægt var að flytja aflann á vöra-
bílum landsfjórðunga á milli.
Vinnslan tók öram breytingum í
samræmi við fjölbreyttari geymslu-
aðferðir en áður og bættar sam-
göngur til annarra landa. Útflutn-
ingur á ferskum flökum flugleiðis á
erlenda markaði gefur góða raun.
Þetta flókna samspil milli veiði-
heimilda, ólíkra markaða og sérhæf-
ingar vinnslu á hverjum stað hefur
smám saman valdið því, að yfirburð-
ir stórra fyrirtækja eða fyrirtækja-
samsteypna hafa verið að koma í
ljós. Á sama tíma hafa lítil fyrirtæki
með takmarkaða vinnslugetu átt
örðugt uppdráttar.
Nú hefur Kristinn Gunnarsson
varpað fram þeim eldhnetti, að rétt
sé að taka þriðja hvern fisk af öllum
útgerðum í landinu til þess að
stjórnmálamenn geti deilt aflanum
út á meðal fólksins eftir sínu höfði.
Vegna stöðu hans sem formanns
Byggðastofnunar er óhjákvæmilegt
að taka orð hans alvarlega. Mér er
sagt, að þessi tillaga eigi að vera til
sátta eins og allar hinar tillögurnar,
sem menn era sem óðast að setja
fram um breytingar á kvótakerfinu.
Það er sammerkt með þeim flestum,
að þær eiga að færa veralega fjár-
muni milli manna og taka frá þeim
einum, sem hafa efni á því að missa.
Það era í stuttu máli þeir, sem eiga
skip, stór eða lítil, og gera þau út.
Og flestir búa þeir, sem þarna
skipta máli, úti á landi. Og það er
ekkert smáræði, sem þessir menn
mega missa. Það er talað um millj-
arða og aftur milljarða á ári hverju.
Samt á útgerðin að ganga jafnvel og
áður og borga jafnmikinn tekjuskatt
og áður. Þannig geta jafnvel hin
flóknustu dæmi gengið upp, bara ef
menn kunna á pappír, sem þeir
dreifa á meðal fólksins. Þá getur það
farið til útlanda eða keypt bfl sér að
kostnaðarlausu. Útgerðin borgar og
þá era allir glaðir.
En auðvitað er þetta ekki svona
einfalt. Auðvitað er ekki til nein pat-
entlausn, sem gerir alla ríka. Og
auðvitað er ekki hægt að gefa án
þess að taka. í 17 ár hafa útgerðar-
menn orðið að laga sig að þeim erf-
iðu aðstæðum að fá ekki að fiska
nema takmarkað og breytilegt frá
ári til árs. Sumir hafa helst úr lest-
inni, en öðram gengið betur, og
smám saman hefur orðið til nýtt út-
gerðarmynstur, sem lýtur öðram
lögmálum en áður. Ef einhver held-
ur, að við getum horfið 10 ár til baka
til útgerðarháttanna, sem þá vora,
er hann á villigötum, því að það get-
um við ekki gert. Enda er það ekki
æskilegt. Slíkt pólitískt inngrip í at-
vinnulífið hefur ávallt gefist illa,
enda verðum við að viðurkenna, að
kvótakerfið hefur í heildina reynst
vel. Sjávarútvegurinn skilar góðum
afrakstri og hefur reynst almenn-
ingi góður fjárfestingarkostur.
Aldrei í sögu íslendinga hafa jafn-
margir átt hlut í útgerðarfyrirtækj-
um og nú. Og aldrei hefur sjávar-
útvegurinn skilað þjóðarbúinu
jafnmiklu og nú, hvort sem við horf-
um til arðgreiðslna, skatta eða
gjaldeyristekna.
Höfundur er forseti Alþingis.
NÁMSNET Vöku
er í grandvallaratrið-
um sú hugmynd að
hvert námskeið í Há-
skóla fslands eigi sér
heimasvæði þar sem
nemendur geta nálg-
ast hvers kyns upplýs-
ingar og gögn er
varða námskeiðið.
Fulltrúi Vöku í Há-
skólaráði vakti fyrst
máls á þessu fyrir
nokkrum árum og
starfaði að uppbygg-
ingu á námsneti við-
skipta- og hagfræði-
deildar. Námsnet
þeirrar deildar getur
um margt þjónað sem fyrirmynd í
áframhaldandi uppbyggingu náms-
netsins í Háskóla Islands.
Vaka vill HÍ
í fremsta flokk
Vaka vill að Háskóli íslands setji
sér það markmið að verða einn nú-
tímalegasti háskóli í heimi. Stúd-
entar eiga að hafa frumkvæðið að
Stúdentaráð
Vaka telur nauðsynlegt,
segir Hulda Birna Bald-
ursddttir, að Háskólinn
taki upp eins nútíma-
lega kennsluhætti og
mögulegt er.
slíkri uppbyggingu. Þess vegna
hefur Vaka staðið fyrir undirskrift-
arsöfnun á meðal stúdenta að und-
anförnu þar sem farið er fram á
það við háskólayfirvöld að kennur-
um verði gert kleift að setja öll
gögn sín á námsnetið.
Stundaskrár og
kennsluáætlanir á Netið
Vaka leggur áherslu á að stúd-
entar geti nálgast stundaskrár og
kennsluáætlanir á netinu. Þetta
gerir okkur auðveldara að skipu-
leggja fram í tímann. Það kemur
öllum til góðs og gerir kennsluna
og starf stúdenta markvissara og
árangursríkari.
Námsnet Vöku er hluti af því
markmiði að Háskólinn notist við
eins nútímalega kennsluhætti og
kostur er á. Margt
hefur horft til betri
vegar á síðustu árum.
Vaka vill að skrefið
verði stigið til fulls og
að handvirk ljósritun,
þegar stúdentar skrifa
niður það sem kennar-
inn setur á töfluna eða
birtir á glæra, verði
aflögð með öllu. Allt
efni á að vera aðgengi-
legt stúdentum á net-
inu þannig að stúdent-
ar geti einbeitt sér að
efninu í tímum í stað
þess að skrifa hugsun-
arlaust niður það sem
fyrir þeim er haft.
Slíkt er einfaldlega tvíverknaður.
Stúdentar og kennarar geta nýtt
kennslustundirnar til uppbyggi-
legrar umræðu og kafað dýpra í
efnið. Þess vegna leggur Vaka
áherslu á að tímaglósum og ítarefni
verði komið fyrir á námsnetinu þar
sem skráðir nemendur geta sótt
það þegar þeim hentar.
Vaka vill verkefni og
gömul próf á Netið
Verkefni á hiklaust að setja fram
á námsnetinu þegar það er mögu-
legt. Þá ættu stúdentar að geta
skilað úrlausnum sínum á rafrænu
formi til kennara. Eins leggur
Vaka mikla áherslu á að gömul
próf verði sett á námsnetið. Allir
sem staðið hafa í því að ljósrita
gömul próf á Þjóðarbókhlöðunni
vita hversu mun þægilegra það
væri að sækja þau beint inn á net-
ið.
Raunhæf
markmið Vöku
í kosningabaráttu til stúdenta-
ráðskosninga leggur Vaka áherslu
á þau mál sem stúdentar geta haft
veruleg áhrif á eða sjálfir hrint í
framkvæmd. Námsnet Vöku er eitt
þeirra. Við óskum eftir stuðningi
stúdenta til þess að hrinda málum
okkar í framkvæmd og sýna það
frumkvæði sem þarf til þess að
bæta hag stúdenta. Vaka hefur
þann ferskleika sem þarf til þess
að veita kraftmeiri og árangursrík-
ari hagsmunabaráttu stúdenta for-
ystu.
Höfundur skipnr annað sætið á lista
Vöku til stúdentaráðskosninga 23.
febrúar nk.
Kvótakerfíð
hefur í heild-
ina reynst vel
Halldór Blöndal
Namsnet Vöku
í allar deildir
Hulda Birna
Baldursdóttir
mV'IFÍ BDI_IFR F=l
mbL.i
MOGGABÚÐIN
( Moggabúðinni er hægt að kaupa boli, töskur, bakpoka, klukkur,
músarmottur, golfkúlur, húfur o.fl. beint af Netinu og á öruggan hátt. Þú
skoðar vörurnar, pantar og færð vörurnar sendar heim til þín eða á vinnustað.
EINFALT 0 G ÞÆGILEG T !
Þú getur líka komiö við hjá okkur I Morgunblaðshúsinu Kringlunni 1 og keypt vörurnar þar.
<§>mbl.is
^U.i7a/= eiTTMVAO NTTT~