Morgunblaðið - 17.02.2000, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 47
SKOÐUN
FRAMTIÐ EÐA E YÐILEGGIN G
HALLDÓR Ás-
grímsson heitir maður
og er formaður Fram-
sóknarflokksins og ut-
anríkisráðherra Is-
lands.
f ræðu sinni við
setningu miðstjórnar-
fundar Framsóknar-
flokksins á dögunum
fór Halldór þungum
orðum um Vinstri
hreyfinguna - grænt
framboð og sakaði
hana um að vera á móti
nánast öllu í þjóðfélag-
inu, móti framförum.
Eiginlega væru þeir
á móti framtíðinni,
sagði þessi virðulegi ráðherra og
var mikið niðri fyrir.
Og hver voru svo rökin fyrir þess-
ari staðhæfingu? Jú, að þingflokkur
Vinstri - grænna hefur lýst yfir and-
stöðu sinni við að sökkva náttúru-
perlunni Eyjabökkum undir miðl-
unarlón og vilja setja Fljótsdals-
virkjun í svokallað lögformlegt
umhverfismat. Þeir hafa víst líka
efasemdir um gildi álvers á Reyðar-
firði. Annað er það nú ekki.
Að vera á móti framtíðinni er
ábyrgðarhluti. Skoðum nú dálítið
nánar, hvað í þessari fullyrðingu
ráðherrans felst og hvort hún eigi
við einhver rök að styðjast.
Aikunna er, að þjóðir heims hafa í
vaxandi mæli áhyggjur af mengun
af völdum svonefndra gróðurhúsa-
lofttegunda (koltvíoxíðs), útblásturs
frá bílum og öðrum farartækjum,
verksmiðjum o.s.frv. Mengun fer
vaxandi um alla jörð og er víða orðin
hættulega mikil, einkum í stórborg-
um, meira að segja er hennar farið
að gæta á stundum í okkar ágætu
höfuðborg.
Þetta vita víst allir. Gróðurhúsa-
áhrif í formi súrs regns eru víða
orðin sjáanleg, t.d. í eyðingu skóga.
Vísindamenn tala um margs kon-
ar önnur áhrif, svo sem loftslags -
og hitabreytingar á jörðinni, sem
kynnu að orsaka það m.a., að Golf-
straumurinn, þessi lífgjafi okkar
hér á norðurslóðum, kynni að víkja
af leið með þeim afleiðingum að
landið okkar yrði nánast óbyggilegt.
Losun gróðurhúsalofttegunda er
orðið eitt mesta umhverfisvanda-
mál, sem heimsbyggðin stendur
frammi fyrir í dag.
Vissulega er það fleira en stór-
iðja, sem veldur mengun á jörðinni,
svo sem sívaxandi fjöldi bifreiða og
annarra farartækja á landi, sjó og í
lofti og þannig mætti lengi telja.
Ómótmælanlegt er þó, að þar eiga
verksmiðjur og ýmiss konar stór-
iðja verulegan hlut að máli, þótt
tekist hafi með bættri tækni að
draga talsvert úr skaðlegum út-
blæstri frá slíkum iðnaði.
Nú við lok 20. aldar er þjóðum
heims að verða ljóst, að spyrna
verður við fótum ef ekki á illa a fara.
Heimsumhverfisráðstefnan í Rio de
Janeiro fyrir nokkrum árum og
Kyoto-fundurinn í Japan 1997 eru
sýnileg skref í þá átt. Þar skuld-
bundu helstu iðnríki heims (sem
væntanlega eru stórtækust í meng-
uninni) sig til að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda um 5% á
næstu árum.
Því miður hafa íslensk stjórnvöld
m.a. fyrir tilstilli Halldórs Asgríms-
sonar og Finns Ingólfssonar, iðnað-
arráðherra, ekki séð sér fært að
undirrita Kyoto-bókunina enn sem
komið er og undir þau sjónarmið
hefur umhverfisráðherrann tekið,
Siv Friðleifsdóttir. Ástæðan er vit-
anlega sú, að stjórnvöld hafa uppi
mikil áform um stóriðju hér á landi,
sem ekki aðeins mun auka losun um
10%, heldur um marga tugi prós-
enta, nái þau fram að ganga.
Þess vegna vill ríkisstjórn ís-
lands bíða með að undirrita bókun-
ina, þar til náðst hefur samkomulag
um viðbótarmengunarkvóta fyrir
ísland, þar sem við getum haldið
einstökum stóriðjuframkvæmdum
Ólafur Þ.
Hallgrímsson
utan við bókhaldið um
losun gróðurhúsaloft-
tegundanna, m.ö.o.
mengað meira í skjóli
smæðar okkar og
þeirrar staðreyndar,
að við höfum fram tií
þessa verið tiltölulega
smátækir í þeim efn-
um borið saman við
flestar aðrar þjóðir.
Ekki lýsir það mikl-
um skilningi á eðli
þessa máls. Eða skyldi
mengunin þekkja ein-
hver landamæri? Og
hvers vegna eru haldn-
ar heimsráðstefnur um
þessi mál yfirleitt?
Eru það ekki einmitt sterkustu rök-
in fyrir því, að mikið sé í húfi?
Stóriðjumenn hampa mikið þeirri
þeirri kenningu, að ef við framleið-
um ekki ál hér á íslandi með vist-
vænum, endurnýjanlegum orku-
gjöfum, sem þeir nefna svo, þ.e.
með vatnsafli, þá muni bara aðrar
þjóðir gera það með orkugjöfum,
sem menga meira, kolum og olíu.
Þetta eru falsrök. Vatnsorka er víð-
ar nýtt í heiminum til iðnaðarfram-
leiðslu en á íslandi.
í öðru lagi er sú orka ekki
„hrein“, sem fæst með eyðileggingu
nátturunnar. Til þess er fórnar-
kostnaðurinn of mikill.
Málið snýst einfaldlega ekki um
það, hver mengar mest eða minnst.
Heldur um það, að allar þjóðir,
hvort sem eru smáar eða stórar,
taki sameiginlega á vandanum og
Stóriðja
Ef þetta er sú framtíð,
sem við eigum í vænd-
um á Islandi, segir Ólaf-
ur Þ. Hallgrímsson,
mengandi stóriðja, sem
spúir reyk og óheilnæmi
yfír byggðir og mannlíf,
er ég í hópi þeirra, sem
eru á móti slíkri framtíð.
bregðist við honum hver eftir sinni
getu. Við erum öll á sama báti í
þessu efni, öll heimsbyggðin. Við
eigum ekkert annað heimkynni en
móður jörð.
Það er satt að segja með ólíkind-
um, að jafn glöggur maður og utan-
ríkisráðherra þjóðarinnar skuli ekki
hafa betri yfirsýn eða skilning á
þessum málum en marka má af orð-
um hans.
Veit utanríkisráðherra íslands
ekki af hættunni, sem heimsbyggð-
inni, þ.m.t. íslendingum, stafar af
vaxandi losun gróðurhúsaloftteg-
unda á jörðinni.
Veit hann ekki um vonleysið, sem
víða hefur gripið um sig á framtíð
manns og heims, jafnvel meðal ungs
fólks, sem sér nánast enga framtíð
fyrir sér og lifir samkvæmt því.
HÓTEL FLÚÐIR
ICELANDAIR HOT6LS
„Verði ykkur að góðu“
Á Hótel Flúðum nýtur þú þess besta ímatog drykk.
Frábær kosturfyrir einstaklinga og hópa allan ársins hring.
Gæti ekki hugsast, að vaxandi
vímuefnaneyslu, sem ráðherrann
virðist sem betur fer hafa nokkrar
áhyggjur af um þessar mundir, svo
og aukna tíðni sjálfsvíga meðal ungs
fólks, megi að einhverju leyti rekja
til vonleysis með framtíðina, þá
framtíð sem við fullorðna fólkið er-
um að skapa eftirkomendum okkar.
Hefur ráðherranum aldrei dottið
það i hug?
Hvor skyldi því vera
„framtíðarvænni", sá sem leggur
sitt lóð á vogarskál náttúruverndar
á íslandi eða hinn sem í skammsýni
sinni lætur aðeins stjórnast af
gróðasjónarmiðum, sjónarmiðum
sem byggjast á því að ganga á sjálf-
an höfðustólinn, náttúruna og spilla
henni.
Skyldi sá vera á móti framtíðinni,
sem vill vernda náttúruna svo sem
kostur er, sköpunarverk Guðs, sam-
eign okkar jarðarbúa, og skila henni
ekki verri í hendur komandi kyn-
slóða; sá sem vill viðhalda hreinni
ímynd íslands í vitund annarra
þjóða, ímynd sem getur fært þjóð-
inni tekjur á við mörg álver á sviði
ferðamennsku framtíðarinnar sé vel
að verki staðið.
Hvor skyldi, þegar öllu er á botn-
inn hvolft, vera á móti framtíðinni,
sá sem vill vernda svo sem kostur er
dýrmætt Eyjabakkasvæði og setja
Fljótsdalsvirkjun í alvöru umhverf-
ismat, sem allir geta treyst og tekið .
mark á, eða hinn sem vill sökkva
þessu svæði helst án nokkurra um-
ræðna og fórna náttúruverðmætum
fyrir skammvinnan ávinning í at-
vinnulífi Austurlands, en jafnframt
stuðla að aukningu á losun gróður-
húsaefna á Islandi um tugi prós-
enta.
Hvorn skyldu óbornar kynslóðir á
íslandi meta meira? Ég eftirlæt les-
endum þessa greinarkorns að svara
þeirri spurningu. Sjálfur er ég ekki
í vafa um svarið.
Fyrir skömmu átti ég, sem þessar
línur rita, leið til höfuðborgarinnar,
akandi. Er ekið var framhjá stór-
iðjusvæðinu á Grundartanga mátti
sjá þykkan, grágulan reyk liðast
upp um strompa Járnblendiverk-
smiðjunnar, en frá álveri Norðuráls
liðaðist bláleitur reykur. Saman
lagðist mengun þessi út með hlíðum
Akrafjalls í svölu vetrarloftinu.
Ef þetta er sú framtíð, sem við
eigum í vændum á íslandi, meng-
andi stóriðja, sem í auknum mæli
spúir reyk og óheilnæmi yfir byggð-
ir og mannlíf, þá er ég í hópi þeirra,
sem eru á móti slíkri framtíð.
Mér finnst, að afkomendur okkar
eigi annað og betra skilið.
Höfundur er sóknarprestur á Mæli-
fellií Skagafirði.
Utsalan
er hafin
< Mikill afsláttur
CALIDA
SWITZERLAND
og fjöldi annarra þekktra vörumerkja
PARÍSARbúðin __________
Austurstræti 3, í hjarta borgarinnar
J
RÝMUM FYRIR NYJUM SVEFNHERBERGISHÚSGÚGNUM
V E R S L U II I N
Frábær tilboð á rúmum, náttborðum, kommóðum
og klæðaskápum.
Opið: laugardag 10-17
15% afsláttur af fylgihlutum (dýnum, dýnuhlífum, koddum o.fl.) þegar keypt er rúm. skútuvogi u • Sími 568 5588