Morgunblaðið - 17.02.2000, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HULDA KRISTÍN ÞORVALDSDÓTTIR,
Hrafnístu, Reykjavík,
áður til heimilis
á Laufásvegi 12,
Stykkishólmi,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 15. febrúar.
Ársæll Baldvinsson, Elín Gunnarsdóttir,
Leifur Guðmundsson, Pryanganie Guðmundsson,
Jenny Lind Bragadóttir, Unnar A. Guðmundsson,
Eiríkur Ottó Bragason, Sóley M. Magnúsdóttir,
Sigurður Þ. Bragason,
Kristján Bragason, Klara Ólöf Sigurðardóttir,
Hildur Þ. Bragadóttir, Einar Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN HELGI BJÖRNSSON,
Gunnólfsgötu 4,
Ólafsfirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu-
daginn 14. febrúar.
Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju miðviku-
daginn 23. febrúar kl. 13.30.
Hólmfríður Magnúsdóttir,
Magnús Þorsteinsson, Erla Bára Gunnarsdóttir,
Björn Þorsteinsson, Sylvía Kimwoin,
Eiriksína Þorsteínsdóttir, Bessi Skírnisson,
Anna Freyja Eðvarðsdóttir, Karl G. Þórleifsson,
afabörn og langafabörn.
t
Systir okkar,
ÓSK JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Skjóli,
áðurtil heimilis í Hólmgarði 13,
Reykjavík,
andaðist miðvikudaginn 16. febrúar.
Þórður Þórðarson og
Gísli Þórðarson.
+
Okkar ástkæri faðir og sonur,
JÓN INGIBERG SVERRISSON,
Aðalgötu 12,
Stykkishólmi,
verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju
laugardaginn 19. febrúar kl. 14.00.
Gísli Kr. Jónsson,
Ólöf Guðbjörnsdóttir
og aðrir aðstandendur.
+
Hjartkær móðir okkar,
HÓLMFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Urriðaá,
Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi,
lést þriðjudaginn 15. febrúar.
Fyrir hönd vandamanna,
börnin.
+
Ástkær fósturbróðir minn,
SIGURÐUR HELGI ÞORLÁKSSON,
frá Bolungarvík,
til heimilis á Tryggvagötu 6,
sem lést að morgni mánudagsins 14. febrúar,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morg-
un, föstudaginn 18. febrúar, kl. 13.30.
Inga Guðbjörg Ingólfsdóttir, Haukur Ólafsson
og fjölskyldur.
LA UFEY
JAKOBSDÓTTIR
+ Laufey Jakobs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 20. ágiíst
1917. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði, 11. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Borg-
hildur Thorarensen,
f. 24. júlí 1897 á
Smáhömrum,
Steingrímsfirði, d.
23.1. 1996, og Jakob
Thorarensen, skáld,
f. 18. maí 1886 á
Fossi í Hrútafirði, d.
26.4. 1972. Laufey á
eina systur, Elínborgu, f. 16.9.
1920 í Reykjavík.
Laufey giftist 26. maí 1945
Stefáni G. Sigurðssyni, kaup-
manni í Hafnarfirði, f. 21.9. 1911,
d. 29.5. 1988. Fyrri kona hans
var Elínborg Matt-
hildur Sigurðardótt-
ir, d. 1937, þau
eignuðust tvö börn,
Sigríði og dreng
sem dó þriggja
mánaða. Börn Lau-
feyjar og Stefáns
eru: 1) Elínborg
Matthildur, maki Sí-
mon Kjærnested,
börn þeirra eru
Guðmundur, Stefán
og Brynjar. 2) Borg-
liildur. 3) Sverrir,
börn hans eru Svav-
ar Þór, Laufey og
Stella. 4) Hrefna Magdalena,
börn hennar eru Krislján Geir
og Sindri Péturssynir.
Utför Laufeyjar fer fram frá
Ilafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Það er komið að því að kveðja
ömmu okkar í Hafnarfirði, Laufeyju
Jakobsdóttur.
Fyrir um það bil tíu árum kom í
ljós að amma hafði hinn illræmda
sjúkdóm Alzheimer. Okkur í fjöl-
skyldunni varð þetta ljóst eftir að
Stefán afi lést. Fyrstu árin háði þetta
ömmu ekki svo mikið og við nutum
þess að heyra sögurnar hennar
ömmu í Hafnarfírði - stundum oft.
En okkur fannst alltaf jafnvænt um
og gaman að heyra þær. En fátt er
svo með öllu illt að eigi boði nokkuð
gott. Við bræðurnir höfum hálfpart-
inn verið skikkaðir til að kaupa
sígarettur í Fríhöfninni í hvert skipti
sem við höfum komið til landsins.
Eitt af því sem gerist með Alzheimer
sjúklinga er að þeir verða gleymnir.
Fyrir nokkrum árum þá fórum við
bræðumir að taka eftir því að sígar-
ettumar hrönnuðust upp. Við voram
því mjög fegnir þegar amma fór að
gleyma að reykja!
Amma var mikil spilamanneskja
og það var hún sem kenndi okkur að
spila brids. Það var oft setið frameft-
ir í fjölskylduboðum á sunnudögum
við spilamennsku. í nokkur ár hittist
fjölskyldan hjá afa og ömmu í miðri
viku til þess að spila brids. Amma
hafði gott skopskyn og hafði gaman
af því að spauga með okkur strák-
ana. Það var ekki hvað síst glettnin í
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Svemr Olsen, Sverrir Eínarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
www.mb l.is
ömmu sem gerði spilakvöldin
skemmtileg og oft var mikið hlegið.
Eftir því sem árin færðust yfir
ömmu, þá var eitt af því sem aldrei
var frá henni tekið, það var góða
skapið og húmorinn.
Elsku amma, við viljum þakka þér
alla þá ást og umhyggju sem þú gafst
okkur. Megir þú hvíla í friði. Að lok-
um látum við fylgja ljóð, sem afi Jak-
ob orti til þín, þegar þú varst lítil
stúlka og hefur ekki verið birt áður.
Blessað litla bamið mitt,
bæðiásumrinogvetri
leggji Guð á lánið þitt
ljós frá eigin setri.
Senn er komið sólarlag
svartanáttfærvaldið
þú hefur verið þæg í dag
þú mátt eiga spjaldið.
(Jakob Thorarensen.)
Þínir dóttursynir
Guðmundur, Stefán og
Brynjar Kjærnested.
Laufey æskuvinkona mín er látin.
Við höfðum verið vinkonur í 76 ár.
Þegar ég var að alast upp á Frí-
kirkjuveg 3 voru svo til engin íbúðar-
hús í grenndinni og þráði ég mikið að
eignast vinkonu. Ur því rættist þeg-
ar ég var sex ára, því þá byggði Jak-
ob Thorarensen skáld hús á Skál-
holtsstíg 2A, beint fyrir ofan
Fríkirkjuna. Hann átti tvær dætur,
Laufeyju sem var jafnaldra mín og
Elínborgu þriggja ára.
Við Laufey kynntumst fljótlega og
varð hún því fyrsta vinkona mín. Má
segja að við höfum verið óaðskiljan-
legar þegar við vorum börn og ung-
lingar. Vorum við í sama bekk í Mið-
bæjarbamaskólanum og sátum
alltaf saman. Að vísu skildi leiðir
okkar að nokkru þegar Laufey fór í
Biómabúðtn
öarðsKom
v/ Possvogski^kjugaKð
Sími: 554 0500
Gróðrarstöðin ^ wff
mnm ♦
Hús blómanna
Blómaskreytingar
við öll tækifæri.
Daiveg 32 Kópuvogi sími: 564 24H0
Verslunarskólann en ég í Mennta-
skólann, en vináttan hélst áfram.
Laufey var góðum námsgáfum
gædd og bókhneigð. Hún var mjög
einbeitt og dugleg. Síðar fór hún til
Englands í eitt ár til að læra ensku.
Auk þess lærði hún hraðritun, sem
var fremur fátítt á þeim tíma. Eftir
að hún kom heim bauðst henni starf
hjá 0. Johnson & Kaaber sem einka-
ritari forstjóranna, Ólafs Johnson og
Arents Claessen. Stóð hún sig þar
með stakri prýði.
A sama tíma vann ég á Bæjar-
skrifstofunum í Pósthússtræti en
hún í Hafnarstræti, svo stutt var á
milli, enda hittumst við oft í hádeg-
inu og stundum þrisvar á dag, eftir
vinnu og á kvöldin, en alltaf höfðum
við nóg að tala um. Laufey var sér-
staklega skemmtiiegur félagi.
Um tíma höfðum við báðar mikinn
áhuga á þjóðmálum og fórum stund-
um á Alþingi til að hlusta á umræður
þar, sérstaklega ef var eitthvað
spennandi, t.d. eldhúsdagsumræður.
Eg var í Bandaríkjunum í rúm tvö
ár á stríðsárunum og héldum við
Laufey þá stöðugu bréfasambandi,
þótt bréfin væru oft tvo mánuði á
leiðinni, því allt var endurskoðað.
Gleymi ég því ekki hve Laufey var
hugulsöm við foreldra mína, heim-
sótti þau í hverri viku og lét þau allt-
af vita, ef hún fékk bréf frá mér.
Þegar ég kom heim frá Bandaríkj-
unum hafði ég kynnst eiginmanni
mínum, Einari Egilssyni frá Hafnar-
firði. Var Laufey þá búin að kynnast
öðrum Hafnfirðingi, Stefáni Sigurðs-
syni, sem síðar varð eiginmaður
hennar. Giftum við okkur báðar 1945
með mánaðar millibili og það er mán-
uður á milli elstu dætra okkar.
Laufey flutti til Hafnarfjarðar,
þar sem hún bjó æ síðan. Þá hittumst
við sjaldnar, enda báðar uppteknar
við heimilið, en vináttuböndin rofn-
uðu ekki. Hjónaband Laufeyjar og
Stefáns var mjög farsælt og eignuð-
ust þau fjögur elskuleg börn. Auk
þess var Sigríður, dóttir Stefáns frá
fyrra hjónabandi, á heimilinu.
Meðan börnin voru að vaxa úr
grasi sinnti Laufey aðeins heimilinu,
sem hún gerði af stakri prýði, enda
var hún fyrirmyndar húsmóðir. Þeg-
ar bömin vom komin á legg hóf hún
störf á Skattstofu Reykjanesum-
dæmis og reyndis þar sem fyrr frá-
bær starfskraftur.
Stefán lést árið 1988 og var öllum
harmdauði. Nokkru eftir lát Stefáns
seldi Laufey íbúð sína í Hafnarfirði
og keypti sér raðhús við Hrafnistu.
Þar bjó hún samt ekki nema rúmt ár
því þá var heilsan farin að gefa sig og
flutti hún inn á Hrafnistu, síðast á
sjúkradeild, þar sem hún dvaldi til
æviloka.
Sjúkdómsferill Laufeyjar er búinn
að vera langur, en hún hafði lengst af
fótavist. Hún virtist alltaf ánægð,
þegar maður heimsótti hana og
kvartaði aldrei, sagði alltaf að sér liði
vel, jafnvel þegar ég heimsótti hana
tæpri viku áður en hún dó.
Það fylgir því mikill söknuður að
sjá á bak æskuvinkonu sinni, en
minningamar em allar bjartar og ég
er þess fullviss að hvíldin var kær-
komin.
Eg votta fjölskyldu Laufeyjar
innilega samúð.
Margrét Thoroddsen.
Kveðja frá Sjálfstæðiskvenna-
félaginu Vorboða í Hafnarfírði.
I dag er við kveðjum Frú Laufeyju
Jakobsdóttur, minnumst við starfa
hennar með virðingu og þökk. Lauf-
ey var ein af þeim konum sem tilbún-
ar eru að vera í forystu og leiða hóp
kvenna til góðra verka. Það gerði
hún með sanni og farsæld þegar hún
sinnti formennsku í Sjálfstæðis-
kvennafélaginu Vorboða.
Aður átti Laufey sæti í stjóm fé-
lagsins ásamt setu í fulltrúaráði
sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði
um árabil. Með störfum sínum lagði
Laufey sitt af mörkum til þeirrar
kröftugu starfsemi sem einkennt
hefur félagið frá stofnun þess. Sjálf-
stæðiskvennafélagið Vorboði þakkar
ánægjulega samleið og samstarf. Við
vottum fjölskyldu Laufeyjar okkar
innilegustu samúð. Blessuð sé minn-
ing Laufeyjar Jakobsdóttur.
Valgerður Sigurðardóttir.