Morgunblaðið - 17.02.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 49
+ Hclga Rag-nheið-
ur Snæbjörns-
dóttir fæddist á Búð-
um í Staðarsveit á
Snæfellsnesi 3. júlí
1913. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 10. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðrún María Vig-
fúsdóttir húsmóðir,
f. 28. nóvember 1886
í Landakoti í Staðar-
sveit, d. 8. maí 1923,
og Snæbjörn Þor-
láksson, húsasmiður
á Búðum í Ólafsvík, á Hellissandi
og í Reykjavík, f. 7. ágúst 1884 í
Gilhaga í Ashreppi í A-Húnavatns-
sýslu, d. 19. október 1974. Alsyst-
kini Helgu eru Ásthildur Gyða, f.
6. febrúar 1911, d. 29. janúar 1914;
Kristófer Sigvaldi, f. 6. maí 1918,
d. 1. okt. 1997, bflstjóri, og Þorlák-
ur, f. 23. desember 1921, fyrrver-
andi vitavörður á Svalvogum, nú
búsettur á Þingeyri. Hálfsystkini
Helgu samfeðra voru Guðrún Mar-
ía, f. 2. febrúar 1933, og Auðunn
Sveinbjöm, f. 4. ágúst 1936.
Eftir andlát móður sinnar fór
Helga í fóstur til móðursystur
Amma hefur varla verið meira en
sextug þegar ég var farin að skipu-
leggja hundrað ára afmælið hennar.
Eg ætlaði að baka þriggja hæða
köku og sá ég fyrir mér stóra veislu
og kökuna fallegu í öndvegi á veislu-
borðinu. Amma rifjaði þetta samtal
okkar oft upp og hafði óskaplega
gaman af þessu þó ég hlyti að hafa
móðgað hana á sínum tíma með al-
gjörlega ótímabærum afmælis-
áformum. Fyrir mér var hún bara
amma og þess vegna hlaut hún að
vera gömul og hundrað árin ekki svo
ýkja langt í burtu.
Ég á fallegar minningar úr barn-
æskunni með afa og ömmu. Afi Gústi
var óþreytandi leikfélagi og var felu-
leikurinn í stofunni hjá þeim á Hrísa-
teignum í uppáhaldi. Amma var afar
nákvæm og passasöm en við áttum
alltaf skap saman. Upp í hugann
koma svipmyndir af okkur að taka
upp kartöflur á Reykjanesi, af okkur
í lautarferð með kaffibrúsann og
heimabaksturinn á fallegum dúk og
af þeim afa og ömmu að sækja okkur
mömmu á fimmtudögum en þá fór-
um við að versla í Hagkaup og svo
bauð amma alltaf upp á nammibita í
bflnum á heimleið. A laugardögum
komu þau svo oft í kaffi með rjúkandi
vínarbrauð eftir sundferð.
Eftir að Oddur bróðir minn slasað-
ist var amma alveg sérstaklega góð
við hann. Þau gátu spilað ólsen enda-
laust og Oddur skráði stigin. Hún
þreyttist aldrei á að taka vagninn úr
Fossvoginum og líta til hans.
Amma var afskaplega prúð kona,
alltaf svo grönn og ótrúlega létt og
fim í hreyfingum, og sveif hún yfir á
háum hælum. Hún var pjöttuð og
alltaf vel til fara en sparsöm og ráð-
vönd þó hún hafi verið rausnarleg við
aðra. Alltaf var huggulegt í kringum
hana og snyrtilegt og hún átti mikið
af fallegum hlutum sem var hagan-
lega fyrir komið. Amma var Reykja-
víkurmær. Hún stundaði sund frá
þeim tíma sem það var mögulegt í
Laugardalnum og fór reglulega í
gufubað.
í seinni tíð, þegar heilsan fór að
gefa sig, var eins og bernskuminn-
ingarnar sæktu meira á hana. Hún
missti móður sína sem barn og var þá
send í fóstur til móðursystur sinnar.
Amma talaði oft um það hversu öm-
urlegt það hafi verið fyrir ungu hjón-
in að þurfa að taka við níu ára gam-
alli stelpuskjátu. Þessar áhyggjur
hennar hafa rist nokkuð djúpt því
það virtist hafa verið kappsmál fyrir
ömmu að láta lítið fyrir sér fara og
vera ekki öðrum byrði.
Amma skildi eftir sig einfaldar og
látlausar hefðir sem gera lífið að því
sem það er. Grjónagrauturinn eða
sinnar, Pálínu Vigfús-
dóttur, f. 3. aprfl 1895,
d. 1973, og manns
hennar Þorsteins
Loftssonar, f. 14. nó-
vember 1890, d. 1961.
Uppeldissystkini
hennar voru Loftur, f.
23. aprfl 1925, verk-
fræðingur; Sólveig, f.
8. júní, skrifstofumað-
ur, d. 7. maf 1993, og
Leifur, f. 27. nóvem-
ber 1933, ljósmyndari.
Hinn 6. október
1934 giftist Helga
Gústafi Þórðarsyni, f.
4. ágúst 1910, d. 19. október 1979,
járnsmið og forstjóra í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Maren Guð-
mundsdóttir, f. 18. október 1874,
d. 29. ágúst 1952, og Þórður Stef-
ánsson, f. 28. janúar 1870, d. 29.
janúar 1954. Helga og Gústaf
eignuðust þijú börn. Þau eru: 1)
Guðmundur, f. 8. mars 1935, sölu-
stjóri hjá Olís, Reykjavík, maki
Margrét Árnadóttir, f. 2. aprfl
1936, starfsmaður hjá auglýsinga-
stofu. Börn þeirra eru: a) Árni, f.
21. mars 1957, æskulýðs- og
tómstundafulltrúj í Hafnarfirði,
maki Ingiríður Óðinsdóttir, f. 14.
vellingurinn eins og hann er kallaður
hjá okkur er á sínum stað hjá
mömmu á laugardögum. Það eru
þessir hlutir sem maður saknar þeg-
ar maður er fjarri heimahögunum,
það eru hlutimir sem manni finnst
svo sjálfsagðir að maður tekur ekki
eftir þeim.
Eftir meira en tuttugu ára aðskiln-
að er amma komin til afa. Eftir sitj-
um við rík af minningum um góða og
kærleiksríka ömmu og fyrir það er
ég þakklát.
Halldóra.
Það er margs að minnst þegar
amma mín Helga R. Snæbjörnsdótt-
ir á í hlut. Ég var svo heppinn að búa
í sambýli við hana og afa minn fyrstu
árin á Hrísateig 31 en þar bjuggu
foreldrar mínir sín fyrstu búskapar-
ár. Það er mikils virði núna að eiga
svo margar og svo góðar minningar
og hafa átt samleið með eins góðu
fólki og amma mín og afi voru. Af því
getur maður lært og á manni hvflir
sú skylda að miðla af þeim lærdómi
áfram til næstu kynslóðar.
Ein af fyrstu minningum mínum
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
september 1960, textflhönnuður,
og eiga þau þrjú börn. b) Helga, f.
2. désember 1963, leikskólakenn-
ari, maki Óttar Hallsteinsson, f. 7.
júní 1963, rafeindatæknifræðing-
ur, og eiga þau þrjá drengi. c)
Guðmundur Páll, f. 3. maí 1966,
kennari og kerfisfræðingur, maki
Iljördís Gunnarsdóttir, f. 9. des-
ember 1965, kennari, og eiga þau
samtals þijú börn. d) Alexander
Þorsteinn, f. 11. júní 1968, raf-
eindavirki. e) Gústaf, f. 13. júlí
1970, kerfisfræðingur. 2) Katrín,
f. 2. október 1938, forstöðumaður
ræstinga Landspi'tala, maki Vífill
Oddsson, f. 10. desember 1937,
byggingarverkfræðingur. Börn
þeirra eru: a) Oddur Vigfús, f. 4.
janúar 1962, öryrki. b) Gústaf, f.
23. nóvember 1963, bygginga-
verkfræðingur, maki Ragnheiður
Erla Rósarsdóttir, f. 26. febrúar
1962, efnafræðingur, og eiga þau
fjögur böm. c) Halldóra, f. 6. júlí
1968, arkitekt, maki Þór Sigfús-
son, f. 2. nóvember 1964, hagfræð-
ingur. 3) Þorsteinn Páll, f. 18. nóv-
ember 1944, viðskiptafræðingur
og kennari á Egilsstöðum. Var
hann kvæntur Laufeyju Egilsdótt-
ur, f. 5. ágúst 1947, hjúkrunar-
fræðingi. Þau slitu samvistir. Börn
þeirra eru: a) Egill Snær, f. 30. júlí
1974, rekstarfræðinemi á Akur-
eyri. b) Þórður Mar, f. 8. mars
1976, nemi í lögfræði við HÍ. c)
Bragi Hreinn, f. 11. júní 1977,
nemi í Reykjavík.
Útför Helgu verður gerð frá
Fossvogskapcllu i' dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
um ömmu eru frá því þegar ég fór
upp til hennar á morgnana til að taka
inn lýsi. Það var nokkuð mikil athöfn
í huga bamsins, enda þurfti fyrst að
skera niður rúgbrauð og fransk-
brauð og gera úr samloku sem síðan
var skorin í litla ferninga, allt eftir
kúnstarinnar reglum. Herlegheitin
síðan innbyrt og skolað niður með
mjólkursopa. Helst hallast ég nú að
því við seinni tíma skoðun að henni
hafi ekki þótti lýsið sem best, eitt og
sér, enda þótt það hafi verið tekið
samviskusamlega alla daga, enda
lýsi hollt og það var fyrir öllu.
Önnur minning er um garðinn
hennai- ömmu en hún átti afar falleg-
an og vel hirtan garð. Á þessum ár-
um þegar ávextir voru fágætir þóttu
manni jarðarberin hennar ömmu af-
ar merkileg framleiðsla og sérlega
bragðgóð enda mikið fyrir þeim haft.
Garðurinn var hennar yndi og bar
henni fagurt vitni um vandvirkni og
dugnað.
Amma var af þeirri kynslóð sem
mátti muna tímana tvenna, hún vissi
af eigin raun sem er að ekki er allt
sjálfgefið í þessari veröld. Þetta mót-
aði hennar lífssýn og því var það
henni kappsmál að búa vel að sínum
alla tíð sem og hún gerði með miklum
sóma. Blessuð sé minning hennar.
Árni Guðmundsson.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
1 blómaverkstæði 1
|BinnaL|
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Útfararstofan annast meginhluta allra útfara d höfuðborgarsvæðinu.
Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og histuframleiðslu.
Alúlleg þjónusta sem byggir ú langri reynslu
Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. %
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com
HELGA RAGN-
HEIÐURSNÆ-
BJÖRNSDÓTTIR
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
KLARA BERGÞÓRSDÓTTIR
frá Flatey á Breiðafirði,
Hlaðhömrum 2,
Mosfellsbæ,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn
14. febrúar.
Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. febrúar
kl. 13.30.
Viggó Valdimarsson,
Ásdís Viggósdóttir,
Baldvin Viggósson, Kristín Snorradóttir
og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍNBJÖRG ÓLÖF GUÐJÓNSDÓTTIR,
Seljavegi 2,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstu-
daginn 18. febrúar kl. 13.30.
Hjaiti Þórðarson,
Grétar Þórir Hjaltason,
Rúnar Jökull Hjaltason,
Heimir Guðni Hjaltason,
Arna Kristín Hjaltadóttir,
Jónína Sóley Hjaltadóttir,
Svala Huld Hjaltadóttir,
Elísabet Jensdóttir,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Kjartan Ólafsson,
Ólafur H. Jónsson,
Júlíus Helgi Eyjólfsson,
Elínbjörg Hjaltey Rúnarsdóttir, Sigurður Andrés Ásgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HÓLMFRÍÐUR Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Fannafelli 6,
sem lést laugardaginn 12. febrúar, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
18. febrúar kl. 15.00.
Sigríður R. Guðmundsdóttir, Guðmundur Emil Hjaltason,
Antonia Escobar Bueno,
Haukur Hauksson, Sigurrós Friðbjarnardóttir,
Gunnar Örn Gunnarsson, Steinunn Ósk Arnarsdóttir,
Inga Lind Gunnarsdóttir, Arnar Helgason,
íris Fríða, Andri Már, Aron Logi,
Alexander og Tinna.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinsemd við andlát og útför
BIRGIS BRYNJÓLFSSONAR.
Sveinur I. Tummasson,
Ásthildur Ágústsdóttir,
Brynja Ósk Birgisdóttir,
Jón Birgisson,
Justin Þór Birgisson,
Stephan Már Birgisson,
Eric Sigmar Torfi Birgisson,
Kristjana Brynjólfsdóttir, Bjarni Björnsson
Anna P. Brynjólfsdóttir,
Helga Brynjólfsdóttir, Hrafn Tulinius.
+
Innilegar þakkir tii allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins
míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður
og afa,
BÖÐVARS ÁMUNDASONAR
fyrrum slökkviliðsmanns,
Hörpugötu 13.
Kristín Þorvaldsdóttir,
Bára Böðvarsdóttir, Friðrik Hróbjartsson,
Hilmar Böðvarsson, Steinunn Linda Jónsdóttir,
Elín Nóadóttir, Ásgeir Sigurðsson,
Matthfas Nóason, Vigdís Hansen,
Margrét Nóadóttir
og fjölskyldur.