Morgunblaðið - 17.02.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 17.02.2000, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PETUR KULD INGÓLFSSON + Pétur Kúld Ing- ólfsson fæddist í Reykjavík 2. október 1928. Hann lést í Hnífsdal 6. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá- Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 14. febr- Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þegar Pétur Kúld, vinur okkar, er kvaddur er svo margs að minnast að það rúmast vart í lítilli grein í blaði. Þegar við lítum í kringum okkur heima hjá okkur sjást svo víða fal- legu handverkin hans, innrammaðar myndir og svo margt fleira. Ættartréð sem okkur langaði til að gera eitthvað verulegra og var svo sérstakt að við leituðum ráða hjá Pétri sem sagði um leið. „Ekkert mál, ég skal taka það með mér.“ Seinna kom hann með það svo glæsilegt að ekki sést fallegra. Þannig var Pétur. Allt sem hann gerði var vel og fallega unnið hvort sem um litla hluti var að ræða eða heilu hús- in. Eftir áralöng kynni er af mörgu að taka. Gunnar og Pétur unnu mjög vel saman hvort sem var við hafnargerð eða að taka niður „bíslagið" á Kambi. Það var gaman að ferðast með Pétri, hann þekkti alls staðar til, var búinn að vera víða bæði í starfi og á ferðalögum. Ferð um Sprengisand kemur upp í hugann þar sem við grilluðum matinn okkar í dásamlegu veðri og vorum þá búin að gista á Galtalæk. Og fleiri minn- ingar: Ferð út í Elliðaey sem var al- gert ævintýri. Þegar Pétur sótti Gunnar á spítalann 1985 og keyrði með hann allan hringinn um Reykja- nesið í góðviðri voru þeir svo hug- fangnir að þeir steingleymdu að kaupa í matinn. Þó kom það ekki að sök því að varabirgðirnar hennar Ástu björguðu málum. Ásta og Pétur var það og þannig held ég að það muni alltaf verða þeg- ar við minnumst þeirra eða tölum um þau. Þegar ég var komin heim úr vinnunni var það oft fyrsta spurn- ingin. „Hefurðu heyrt í Ástu og Pétri?“ eða, „hafa þau nokkuð kom- ið, við höfum ekki heyrt í þeim í heila viku?“ Það var svo sjálfsagt að vita hvert af öðru. Okkur finnst ferðin vestur í Hnífs- dal eins og fyrirfram ákveðin eins og svo margt annað í lífinu. Að fá að vera síðasta kvöldið á stað sem hann átti svo margar góðar minningar frá og vera hjá sínum kæru vinum Lindu og Skarphéðni sem voru Ástu í þessari raun hinn allra besti stuðn- ingur sem hún þurfti á að halda. Ásta mín. Innilegar samúðar- kveðjur okkar hjónanna til ykkar allra sem nú syrgið. Megi góður Guð vera með ykkur. Við geymum minn- ingu um góðan vin. Margrét og Gunnar. GUÐRUN PÉTURSDÓTTIR + Guðrún Péturs- dóttir, kjóla- meistari og húsmóð- ir, fæddist í Hrauni í Keldudal í Dýrafirði 15. nóvember 1916. Hún lést á Land- spítalanum 2. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- þkirkju 10. febrúar. Elsku amma mín. Ég hef líklega aldrei sagt þér það amma og vil ég því nota þetta hinsta tækifæri til að segja þér að ég tel mig vera svo heppna að hafa átt þig að. Það eru að ég held ekki svo margir sem geta með sanni sagt að amma sín sé ein af betri vinkonum sínum, en þetta get ég sagt um sam- band okkar tveggja. Þú varst nefni- iega ekki bara amma mín, heldur einnig mikil og góð vinkona mín. Þegar ég var yngri dvaldi ég oft hjá þér daglangt, þá var mikið brallað, sérstaklega man ég eftir hvað við vorum duglegar að föndra saman, já og baka pönnukökur. Stundum dvaldi ég hjá ykkur afa yfir nótt um helgar, það var ávallt mikið tilhlökkunarefni, enda átti maður alltaf von á svo miklum kræsingum hjá ykkur, ís og kökur og ég veit ekki hvað. Samband okkar var þó líklega sterkast á háskólaár- um mínum, þegar ég kom a.m.k. einu sinni í viku til þín í hádegis- mat. Það var nú ekki amalegt að sleppa stundum við samlokurnar úr sjopp- unni og fá almennilegan hádegismat og jafnframt geta slakað aðeins á hjá þér í amstri dagsins, spjallað saman og jafnvel fengið að leggja mig í stofusófanum. Já, ég var sko öfunduð af þessari góðu ömmu á þessum árum. En það besta er að við höfum alltaf getað talað saman um allt milli himins og jarðar. Þann- ig krufðum við saman pólitíkina, heimsmálin og já, ræddum jafnvel saman um lögfræði og möguleika t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall okkar ástkæra ÖRLYGS ARONS STURLUSONAR. Sérstakar þakkir til þeirra fjölmörgu aðila, fyrir- tækja, félagasamtaka, samstarfsfélaga, vina og ættingja sem lögðust á eitt við að styrkja okkur fyrstu skrefin í þessari þungbæru sorg. Guð veri með ykkur í hjartans einlægni. Elvar Þór Sturluson, Særún Lúðvíksdóttir, Valdimar Björnsson, Sturla Örlygsson, Andrea Gunnarsdóttir, Örlygur Þorvaldsson, Erna Agnarsdóttir og hálfsystkini hins látna. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Skógum, Öxarfirði. Katrín Árnadóttir, Yngvi Jónsson, Gunnar Árnason, Kristveig Árnadóttir, Gunnar Indriðason, Árný Jónsdóttir, Vilhelm Steinarsson, Óli G. Jónsson, Gunnþóra Sigurveig Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Netsins. Þá varst þú líka alltaf svo mikil smekkmanneskja, enda lærð saumakona, að ég þorði varla að kaupa mér föt án þess að fá áður samþykki þitt. Man ég eftir mörgum innkaupaferðum okkar í Kringluna, þar sem þú fussaðir og sveiaðir oft yfir þessum „tuskum“ sem fengust í búðunum og lélegum saumaskap. Helst lýstir þú þessari skoðun þinni yfir svo hátt að afgreiðslustúlkurnar heyrðu örugglega til þín. Þeir eru nú líka ófáir kjólarnir sem þú saumaðir á mig eða buxurnar sem þú styttir fyrir mig. Það er líklega vegna þess hve frábær þú varst í höndunum sem við mamma erum svona ómynd- arlegar við saumaskapinn. Það var svo þægilegt að fá aðstoð hjá þér, að maður nennti ekki að læra þetta sjálfur. Svo gerðir þú þetta óneitan- lega svo miklu betur en við. Talandi um myndarskap þinn, þá bara verð ég að koma því að, hversu gaman það er í dag fyrir mig að eiga eftir þig útsaumuð sængurver, útsaum- aða dúka með harðangri og klaustri svo ég tali nú ekki um keramikvas- ana. Þegar þú fórst í föndur aldr- aðra dugði þér nú ekki að búa til litla blómavasa úr keramiki, ó nei, það voru sko stórir og myndarlegir gólf- vasar sem þú gerðir. Hreinustu listaverk. Hef ég oft verið spurð að því í hvaða galleríi ég hafi keypt vas- ana sem standa á stofugólfinu hjá mér, og enginn trúir mér þegar ég segi að þetta hafir þú nú dundað þér við í föndri aldraðra. Elsku amma mín, þú skilur eftir þig mikið tómarúm í lífi þeirra sem þig þekktu. Það er okkur þó huggun í harmi, að þú skildir fljótt við þenn- an heim og þurftir ekki að þjást lengi áður en þú skildir við hann. Þín nafna, Guðrún Björk. ARNI JÓNSSON + Árni Jónsson, bifvélavirki og kennari, fæddist á Kópaskeri 11. sept- ember 1938. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 6. febrúar síðastliðinn og fór útfór hans fram frá Árbæjarkirkju 11. febrúar. Mig langar að minn- ast Árna vinar míns Jónssonar frá Kópa- skeri með nokkrum orðum. í áysbyrjun 1959 komu til starfa hjá bifreiðaverkstæðinu Bifreiða- stillingu tveir ungir menn sem ég þekkti vel frá heimahögum mínum í Núpasveit í Norður-Þingeyjar- sýslu. Þessir ungu menn voru Hall- dór Þorgrímsson frá Presthólum og Árni Jónsson. Fyrirtæki mitt var á þessum tíma nýstofnað og kom það í hlut þessara ungu manna að vera fyrstu nemar verkstæðisins og vinna að uppbyggingu fyrirtæk- isins. Margs er að minnast frá þeim 20 árum sem Árni vann með mér og ógleymanlegar eru veiði- og eggja- ferðirnar sem við fórum í ásamt fleiri starfsmönnum fyrirtækisins. Allstaðar var Árni hrókur alls fagn- aðar og úrræðagóður með afbrigð- uin ef eitthvað bjátaði á. Árni lauk sveinsprófi 1963 og varð meistari í bif- vélavirkjun 1966. Hann var þá þegar orðinn verkstjóri og starfaði sem slíkur uns hann tók til starfa hjá Iðnskóla Reykja- víkur til að kenna verðandi bifvélavirkj- um. Árni var alla tíð ein- stakur í sínu fagi, bæði sem nemi og svo verk- stjóri. Og stundum var það svo að hann virtist eiga eitthvert auka- skilningarvit sem birt- ist m.a. í því að ef ég var ekki við og taka þurfti erfiðar ákvarðanir við- komandi rekstri fyrirtækisins þá brást það ekki að hann tók ná- kvæmlega sömu ákvarðanir og ég hefði sjálfur tekið. Ég vil þakka Árna fyrir samstarf og vináttu, og veit ég vel að þar sem hann er nú munu mannkostir hans njóta sín. Jóna mín, ég votta þér og fjöl- skyldunni alla mína samúð og bið góðan guð að veita ykkur styrk í baráttunni við missinn og sorgina. En Árni er núna bara rétt fyrir handan og munum við sjálfsagt öll hitta hann á ný þegar okkar tími kemur. Á meðan er hann alltaf ná- lægt okkur í anda og veitir okkur styrk þegar á reynir. Kveðja, Bragi. KARL JAKOB MÁSSON + Karl Jakob Más- son fæddist 17. júlí 1977. Hann lést 29. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Djúpavog- skirkju 5. febrúar. Hvað hjálpar þér í heim- ins glaumi, aðheiminumverðirðu ekki að bráð? Þáberastlæturlífsmeð straumi, og lystisemdum sleppir taumi, hvað hjálpar, nema Herrans náð? Og þegar allt er upp á móti, andinn bugaður, holdið þjáð, andstreymis í ölduróti allir þó vinir burtu fljóti, Guðs er þó eftir gæska og náð. Hver dugar þér í dauðans stríði, er duga ei lengur mannleg ráð, þá horfin er þér heimsins prýði, en hugann nístir angur og kvíði, hvað dugir, nema Drottins náð? (GrímurThomsen.) Elsku Kalli Kobbi minn. Þó svo að árin yrðu ekki mörg hjá þér, voru uppátækin og athafna- semin meiri og stærri en hjá flestum öðrum. Minningin um bjarta og hlýja brosið þitt mun lifa með okkur öll- um sem fengum að kynnast þér. Hvfldu í friði. Elsku Magga, Már, Jóhanna, Kjartan, Bryndís, Dagur, Þór- laug, Kalli, Gummi og Sonja, Guð blessi ykkur og styðji í sorg- inni og söknuðinum. Helga Björk. SVAVA EINARSDÓTTIR + Svava Einarsóttir fæddist á Kleifar- stekk í Breiðda) 13. ágúst 1922. Hún lést á heimili sínu 1. febr- úar síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Stöðvar- ijarðarkirkju 12. febrúar. Jarðsett var að Heydölum í Breið- dal. Elsku amma okkar. Aldrei grunaði okkur að það kæmi svo fljótt að því að við kveddum þighinni hinstu kveðju. Á stundu sem þessari finnst okkur erfítt að koma orðum að öllum minn- ingunum sem við munum geyma ævilangt í hugum og hjörtum okkar. Þó ég sé látinn, harmið migekkimeðtárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svonærriaðhverteitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig halið. Bn þegar þið hlæið ogsyngiðmeðglöðum hug, lyftist sál mín upp í mót tU ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt semlffiðgefur,ogég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf.óþ.) Elsku afi, megi guð gefa þér styrk. Jóna Petra, Elísa Marey, Magnea María, Svava, Stefán og Auður. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.