Morgunblaðið - 17.02.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 57
I DAG
Arnað heilla
^7A ÁRA afmæli. Næst-
I \/ komandi sunnudag
20. febrúar, verður sjötug
Valgerður Samsonardótt-
ir, Mýrum I, Patreksfirði.
Eiginmaður hennar er
Hafliði Ottósson. Þau
hjónin taka á móti vinum
og ættingjum nk. laugar-
dag, 19. febrúar, á Rabba-
bar, Patreksfirði, kl. 16-19.
BRIDS
IJmsjún Oiiðiiiunilur Páll
Armirson
BANDARÍSKA sveitin
tók fjótlega völdin í úr-
slitaleiknum við Brasilíu á
HM og leiddi með 102
IMPum gegn 65 eftir tvær
lotur.
En það var ekki tómur
dans á rósum. Meckstroth
og Rodwell máttu teljast
heppnir að sleppa skað-
laust út úr þessu spili í
fyrstu lotunni, þegar þeir
flæktust upp á fimmta
þrep í slemmuleit:
Austur gefur; AV á
hættu.
Norður
♦ 965
*G8762
♦ 10
*9874
Vestur Austur
*G -HD843
»AK109 v D543
♦ K984 ^32
+D532 +G106
Suður
+AK1072
♦ ADG765
+AK
I lokaða salnum spiluðu
Brasilíumenn fjóra spaða
og tóku tíu slagi. Það var
meiri stígandi í sögnum í
opna salnum: Eftir sterka
laufopnun Meckstroths í
suður og átta sagnhringi
lauk sögnum á óvinsælum
og hættulegum stað - í
fimm spöðum.
Gabriel Chagas var í
vestur of lyfti hjartaás,
sem Meckstroth varð að
trompa. Austur á nú jafn-
mörg tromp og því er
sagnhafi í stórhættu á að
missa vald á spilinu.
Meckstroth tók á tígulás
og trompaði tígul. Fór svo
heim á trompás og fékk
gosann undir frá Chagas.
Gosinn gat verið frá DG,
sem var fínt, en ef hann
var stakur, þá mátti ekki
gefa slag á tígul.
En Meckstroth fann
rétta mótleikinn: Hann
spilaði tíguldrottningu og
trompsvínaði þegar vestur
lét lítinn tígul. Branco í
austur trompaði og stytti
sagnhafa með hjarta.
En Meckstroth átti krók
á móti því bragði. Hann
trompaði tígul með níu
blinds og það var sama
hvað Branco gerði. I
reynd yfirtrompaði hann
og spilaði hjarta, en sagn-
hafi gat trompað, tekið á
spaðakóng og lagt upp.
Ellefu slagir og einn harð-
sóttur IMPi í plúsdálkinn.
f7A ÁRA afmæli. í dag,
I V/ fimmtudaginn 17.
febrúar, verður sjötugur
Helgi Veturliðason, mál-
arameistari, Tröllaborgum
2, Reykjavík. Eiginkona
hans er Anna Kristjánsdótt-
ir. Þau eru að heiman í dag.
7 A ÁRA afmæli. í dag,
t) U fimmtudaginn 17.
febrúar, verður fimmtugur
Gylfí Sigurðsson, húsa-
smiðameistari. Eiginkona
hans er Ásta Reynisdóttir,
handavinnukennari. Þau
hjónin taka á móti gestum á
morgun, föstudaginn 18.
febrúar, á efstu hæð í vest-
ari turninum í verslunarmið-
stöðinni Firði kl. 20.
Með morgunkaffinu
WAr
9C5
Hvenær skiptirðu síð-
ast um vatn, Margrét
mín?
ítm jUV-iare-
Þetta er ekta há-
karlauggasúpa, væni
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki af-
mælisbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum og/
eða nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á netf-
angið ritstj @mbl.is.
Einning er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
LJOÐABROT
ALFTIRNAR KVAKA
Bráðum er brotinn
bærinn minn á heiði -
Hlýtt var þar stundum,
- hann er nú í eyði.
Man ég þá daga.
Margt var þá á seyði.
Ungurégundi
úti í varpa grænum. -
Horfði á reykinn
hverfa fyrir blænum.
- Þar heyrði ég forðum
þytinn yfir bænum.
Fuglar þar flugu, -
frjálsir vængir glóðu.
Lokkandi súgur
lyfti blárri móðu.
Það voru svanir,
- söngfuglamir góðu.
Margs er að minnast.
Margt er enn á seyði. -
Bleikur er varpinn,
- bærinn minn í eyði.
Syngja þó enn þá
svanir frammi á heiði.
Jóhíinnes úr Kötlum.
STJORNUSPA
cftir Franccs Ilrakc
VATNSBERI
Afmælisbam dagsins: Pú ert
ákveðinn og stefnufastur og
lætur fátt standa í vegi fyrir
því að þú náir takmarki þínu.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Það er nauðsynlegt að krydda
mál sitt kímni. Það má halda
áheyrendum við erfiðustu
efni, ef þeim er gefið tilefni til
að hlægja öðru hverju.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það má margt gera sér til
upplyftingar án þess að kosta
til þess miklum fjármunum.
Sýndu hagsýni en vertu um
leið tilitssamur við þig og
þína.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) Afl
Græðgi er ljótur ávani.Þótt
margir hlutir séu eftirsóknar-
verðir, ferst heimurinn ekki,
þótt þú komir ekki höndum
yfir þá. Njóttu þess sem er.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það eru þessir mörgu smáu
hlutir sem á endanum skapa
frið og ró. Njóttu þess sem þú
hefur áorkað. Láttu öfund
annarra engin áhrif hafa á
Þig-____________________
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) M
Það fara fáir í fötin þín þessa
dagana. Reyndu samt að
halda ró þinni, þótt mikið
gangi á. Þú hefur burði til að
komast í gegn um verkefnið.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) (SSL
Reyndu að mynda stuðnings-
hóp til þess að hrinda í fram-
kvæmd þeim áætlunum, sem
þú hefur um störf í þágu sam-
félagsins. Margar hendur
vinna léttverk.
Vog m
(23. sept. - 22. október) fiþ A
Láttu það ekki hafa áhrif á
þig, þótt fólk í kring um þig sé
með uppsteyt og læti. Fyrr en
síðar nær það tökum á að-
stæðunum og þá er allt í góðu
aftur.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.) "wE
Þú getur verið öðrum gott
fordæmi með æðruleysi og
dugnaði. Þú þarft ekki að
vera með neinn bægslagang;
vertu bara þú sjálfur. Það
skilar sér.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) ffaO
Reiknaðu ekki með að þú vitir
öll viðbrögð annarra fyrir-
fram. Það getur komið þér í
koll og reynzt afdrifaríkt upp
á áframhaldandi samstarf.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) 4K
Þeir eru margir sem öfunda
þig af þvi að fá tækifæri til
þess að einbeita þér að
skemmtilegu verkefni. Enga
sektarkennd! Njóttu þess
bara!
Vatnsberi
(20. jan.r -18. febr.) CSfö
Fljótfærni getur komið sér
illa. Það er meira virði að
leysa verkefni sín sómasam-
lega af hendi, en rubba þeim
frá svo aðrir þurfi að klára
þau.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Gættu þess að dragast ekki
inn í deilur annarra. Það mun
verða tekið eftir afstöðu þinni
og þér til hróss, þegar allt
fellur í Ijúfa löð á ný.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Barnamyndatökur á
kr. 5000,00
Vegna mikillar aðsóknar
er tilboðið framlengt
Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207.
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020.
Utsölulok
70% afsláttur
Gðttt JOHA
STOMMER
SlMI 553 3366
G L Æ S
B Æ
f^>n FASTEIGNA if
t=LJ MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 570 4500, FAX 570 4505
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/
Bakkasel - tvær íbúðir Fallegt 242 fm endarað-
hús, sem er kjallari og tvær hæðlr auk 20 fm bílskúrs. Á aðal-
hæð eru forstofuherb., gesta wc, eldhús og saml. stofur. Uppi
eru þrjú herbergi og ný endurnýjað baðherbergi. í kjallara er sér
3ja herb. íbúð. Hús í góðu ástandi að utan. Verð 17,9 millj.
Kambasel Mjög vandað 180 fm raðhús á tveimur hæðum
með innb. bílskúr. Húsið, sem er með vönduðum innréttingum
og gólfefnum, skiptist í gesta wc, hol, eldhús, saml. stofur, 3
herbergi auk forstofuherb., nýl. flísal. baðherb. og þvottaherb.
Möguleiki á 60 fm í risi. Áhv. byggsj.-2,1 millj.
Veghús - frábært útsýni Nýkomin í sölu góð 101
fm 4ra herb. íbúð á 10. hæð í lyftuhúsi. Þvottahús í íbúð. Stór-
kostlegt útsýni. Stæði í bílskýli. Verð 12,5 millj.
Digranesheiði - Kópavogi Góð 60 fm 2ja-3ja
herb. íbúð á jarðhæð með sérinng. í þríbýli. Nýlegt gler. Falleg
^ræktuð lóð. Laus strax. Verð 6,9 millj.
► Fljótandimeik 4 gerðir
► Stiftmeik
► Kökumeik
► Púðurmeik
Allir andiitsfarðarnir
| MP* Í eru ofnæmisprófaðir,
p /jmf vítamínbættir og með
Um góðri vörn.
Þú færð farða sem hentar
lfa^_ þinni húðgerð og þínum
þörfum.
Guðrún Edda förðunarmeist-
ari, veitir faglega róðgjöf
og býður upp ó förðun í
snyrtivörudeild Hagkaups
Kringlunni
: fimmtudag, föstudag og
laugardag.
ÆK www.marbert.com